Morgunblaðið - 18.02.2009, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.02.2009, Blaðsíða 6
6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 2009 Eftir Gunnhildi Örnu Gunnarsdóttur gag@mbl.is ERLENDAR skuldir þjóðarbúsins jukust um 590 prósent á milli ár- anna 2004 og að september 2008. Þær fóru úr tæplega 1,7 þúsund milljörðum króna í tæpa 11,5 þús- und milljarða. Þar af jukust skuldir banka úr 1,220 þúsund milljörðum í 9,7 þúsund milljarða eða um 694% á sama tíma. Þetta eru tölur Haraldar L. Har- aldssonar hagfræðings byggðar á upplýsingum Seðlabankans. Hann kynnti þær á borgarafundi á sunnu- dag og telur erlendu skuldir bank- anna íslensku hagkerfi ofviða. Þjóð- in geti ekki borgað. Það þurfi að útskýra fyrir kröfuhöfum með við- ræðum og samningum. Álfheiður Ingadóttir, formaður viðskiptanefndar Alþingis, deilir áhyggjunum með Haraldi og segir einnig mikilvægt að semja um skuldir þjóðarbúsins, þar sem stað- an í þjóðfélaginu sé verulega löskuð. Leita þarf samninga sem við getum staðið við „Við verðum að leita samninga sem við getum staðið við án þess að rústa samfélaginu.“ En hún bendir þó á að aðeins brot erlendra skulda bankanna falli á Íslendinga. „Fara verður í samningaviðræðurnar af al- vöru. Það hefur ekki verið gert lengi vel,“ segir hún. Leitað sé er- lendra sérfræðinga til að aðstoða við samningaumleitanirnar. Haraldur bendir á að bankarnir hafi eftir þriggja til fjögurra ára reynslu á erlendum mörkuðum lán- að fimm þúsund milljarða til er- lendra aðila. Það hljóti að vera al- varlegt að bankarnir hafi treyst sér til að lána eftir svo stutta sögu er- lendis samsvarandi upphæðir og innlendum viðskiptavinum eftir ára- tuga viðskiptasögu. „Menn verða að hafa í huga að bankar lánuðu peninga sem þeir áttu ekki sjálfir. Þeir voru með þá í vörslu.“ Svo virðist sem erlendu við- skiptavinirnir hafi verið fáir en ekki margir eins og hér heima. Hver hafi því fengið lán upp á hundruð millj- óna, það sjáist meðal annars á yfir- dráttarláni Roberts Tchenguiz en yfirdráttur hans var rúmlega 2⁄3 hlutar af öllum erlendu lánum ís- lensku heimilanna. Heimilin að kikna Skuldir heimilanna í september í fyrra námu 156 milljörðum króna og því 1,35 af heildarskuldum þjóð- arbúsins. Skuldir ríkis og sveitarfé- laga jukust einnig á þessum árum góðærisins, úr 212,4 milljörðum í 526,6 milljarða eða um 148 prósent. Haraldur gagnrýnir að taka eigi 650 milljarða lán til að greiða Ice- save-skuldina. „Heimilin eru að kikna undan því að borga vexti og afborgarnir af 156 milljörðum. Hvernig ætlar ríkissjóður að greiða vexti af 650 milljörðum án þess að skerða velferðarþjónustuna og/eða að auka skattbyrði fólks vegna skulda sem almenningur stofnaði ekki til.“ Semja verður um skuldir  Formaður viðskiptanefndar segir að leita verði samninga um erlendu skuldir þjóðarbúsins eigi þær ekki að rústa samfélaginu  Hefja verði alvöru viðræður ÞAÐ skýrist væntanlega innan tveggja vikna hvort hús- gagnaverslunin Habitat í Holta- görðum verður opnuð á ný. Verslununum Habitat og Salt- félaginu, sem báðar voru í eigu Pennans, var lokað fyrir rúmri viku. „Við bindum vonir við að geta opnað Habitat á ný og það er unnið að því hörðum höndum. Við erum í viðræðum við aðra að- ila um að koma að þessu með okkur,“ segir Einar Snorri Magn- ússon, framkvæmdastjóri hús- gagnasviðs Pennans. Að sögn Einars er markmiðið að Habitat verði opnuð á sama stað á ný. Vinsælustu vörur Salt- félagsins verða til sölu í verslun Pennans í Hallarmúla. Alls misstu um 10 manns vinn- una þegar verslunum var lokað. Inntur eftir því hvort starfsmenn fái aftur vinnuna verði Habitat opnuð á ný segir Einar það ekki ljóst enn. ingibjorg@mbl.is Habitat mögulega opnuð á ný                                !!" !!# !!$ !!% & !!' ( !!") !!'      "!"*' +#"*# ,%,*$ -, *- +!+ * " $ *' ""*# $--*- # !%* ++"+*% #-$#*" " *- '$%*, %!%#*# + -,*             /  0 /  1 /   ÞEIM Hólmfríði Dóru Friðgeirsdóttur og Helga Valentín Arnarsyni var vel tekið þegar þau köll- uðu nokkra ráðherra ríkisstjórnarinnar á stutt- an fund í Stjórnarráðinu til að hengja á þá end- urskinsmerki. Vilja þau Hólmfríður og Helgi, sem bæði eru 10 ára, tryggja að fólkið í landinu sjái betur hvað stjórnin er að gera, auk þess sem með merkjunum sjáist betur til þeirra á ferli í vetrarmyrkrinu. Morgunblaðið/Heiddi Vilja tryggja sýnileika ríkisstjórnarinnar Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is „EIRÍKUR Tómasson á við mig eitthvert óskilgreint persónulegt erindi. Í annað skipti á skömmum tíma fórn- ar hann trúverðugleika sín- um sem prófessor í lögfræði til að veitast að mér og hæfni minni sem dómara og geng- ur svo langt að segja mig vís- vitandi misfara með dómsvald mitt,“ segir Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari. Eiríkur skrifar grein í nýjasta tölublað Úlf- ljóts, tímarits laganema við HÍ, þar sem hann svarar grein Jóns Steinars sem birtist í Lög- réttu, tímariti laganema við HR, í fyrra. Í grein sinni segir Eiríkur að grein Jóns Steinars haggi ekki við neinu af því sem fram komi í grein sem hann skrifaði í afmælisrit Úlfljóts, þar sem hann gagnrýndi sératkvæði Jóns Steinars í tilteknu kynferð- isbrotamáli. Í greinum sín- um hafa þeir Jón Steinar og Eiríkur tekist á um sönn- unarmat dómara og túlkun á 47. gr. laga um meðferð opinberra mála í því sam- bandi. Í nýrri grein sinni segir Eiríkur að orðalag í sératkvæðum Jóns Steinar styðjist ekki við lögfræðileg rök. Hann heldur því jafnframt fram að Jón Steinar hafi vísvitandi horft fram hjá lagaákvæði í einu nýlegu sér- atkvæði sínu sem tengist öðru sakarefni, þ.e. að- gangi að samningi á grundvelli upplýsingalaga. Jón Steinar segir að þetta undarlega fram- ferði Eiríks sé án fordæma. „Umfjöllun hans um sératkvæði mín er að hluta byggð á út- úrsnúningum en að öðru leyti á einhvers konar lögfræðilegum óvitaskap þar sem tilgangurinn er látinn helga meðalið. Hann telur það til dæmis fela í sér alvarlega ásökun á hendur samdómurum mínum að skila sératkvæði sem byggist á því að sakborningur eigi að njóta mannréttinda. Ef hann væri sjálfur dómari og teldi að sýkna ætti sakborning, í andstöðu við meðdómendur sína, vegna mannréttindareglu, myndi hann samkvæmt þessu greiða atkvæði gegn sannfæringu sinni til að stuða ekki með- dómendur sína,“ segir Jón Steinar. „Það er einna líkast því að Eiríkur hafi orðið fyrir persónulegu áfalli sem hann telur mig eiga hlut í að hafa valdið. Ég get bara sagt við hann að ég á ekki nokkurn þátt í böli hans. Hann má svo búast við að ég muni víkja að sér- kennilegum lögfræðiútleggingum hans fljót- lega, á öðrum vettvangi.“ Segist ekki eiga þátt í „böli“ Eiríks Jón Steinar Gunnlaugsson segir að Eiríkur Tómasson sé að fórna trúverðugleika sínum Í HNOTSKURN »Grein Eiríks Tómassonar ber heitið„Eiga sérhagsmunir að vera rétt- hærri almannahagsmunum?“ og birtist í nýjasta tbl. Úlfljóts, tímarits laganema við HÍ. »Með grein sinni svarar Eiríkur greinJóns Steinars: „Mál af þessu tagi“ sem birtist í tímaritinu Lögréttu í fyrra. »Þeir Eiríkur og Jón Steinar erugamlir vinir. Þeir sátu um tíma sam- an í stjórn Orators, félags laganema við HÍ, og einnig hafa þeir setið saman í stjórn Lögmannafélagsins. Þá voru þeir saman í briddsklúbbi um tíma. Jón Steinar Gunnlaugsson Eiríkur Tómasson MORGUNBLAÐIÐ fékk þrjár til- nefningar til Blaðamannaverð- launanna 2008 og veitir nú lesendum sínum ókeypis aðgang að því efni sem tilnefnt er á mbl.is. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir er til- nefnd í flokknum Blaðamannaverð- laun ársins fyrir vandaðar fréttir á mbl.is þar sem hún nálgaðist frum- lega málefni líðandi stundar og net- miðillinn var nýttur með nýjum hætti í íslenskri fjölmiðlun, líkt og segir í áliti dómnefndar. Þá eru Baldur Arn- arson, Ragnar Axelsson og Önundur Páll Ragnarsson tilnefndir í flokkn- um Besta umfjöllun ársins 2008. Baldur fyrir greinaflokkinn Ný staða í norðri, þar sem farið var yfir þær náttúrufarslegu, efnahagslegu, fé- lagslegu og pólitísku breytingar, sem hlýnun andrúmslofts og breytt staða á norðurslóðum hefur í för með sér og Ragnar og Önundur Páll fyrir um- fjöllun um virkjunarkosti á Íslandi. Þar voru að mati dómnefndar dregnir fram með öflugri samvinnu texta og mynda kostir og gallar hvers virkj- unarkosts um sig og málið sett í skipulagt samhengi. Efnið má finna á slóðinni http:// mbl.is/mm/frettir/serefni/blada- mannaverdlaun_2009 Tilnefningar Morgunblaðs- ins á mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.