Morgunblaðið - 18.02.2009, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 2009
– þar sem auglýsingin nær til neytenda
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
*annan hvorn miðilinn eða báða, skv.
fjölmiðlakönnun Capacent Gallup á
tímabilinu nóvember 2008 til janúar 2009,
allir landsmenn 12 til 80 ára
92%
þjóðarinnar
lesa
Morgunblaðið
og mbl.is
vikulega*
Þess vegna eru auglýsendur
öruggir um athygli einmitt í
Morgunblaðinu og mbl.is.
Það er gott að vera í miðli
sem þjóðin les.
KARLMAÐUR á þrítugsaldri hlaut
alvarleg brunasár þegar kviknaði í
gömlu einbýlishúsi á Akureyri við
gassprengingu í gærmorgun. Húsið,
sem stendur við götuna Hrafna-
björg, er talið ónýtt.
Slökkviliðið fann í húsinu 25 gas-
kúta sem venjulega eru tengdir við
grill við íbúðarhús og að auki einn
stóran iðnaðarkút, um 1,60 m á hæð.
Flestir voru gaskútarnir hálftómir
en þannig eru þeir enn hættulegri en
fullir. Reykkafarar voru því í mikilli
hættu, að sögn slökkviliðsstjórans,
Þorbjörns Haraldssonar. „Við þess-
ar aðstæður hefur maður auðvitað
áhyggjur af reykköfurunum en sem
betur fer meiddist enginn að þessu
sinni. Ef svona kútur springur skýst
hann af stað eins og fallbyssukúla,“
sagði Þorbjörn við Morgunblaðið.
Húsið var mettað gasi þegar spreng-
ingin varð og hafði þar greinilega
verið sniffað gas nýlega.
Við sprenginguna lyftist þak húss-
ins að hluta, útveggur færðist til og
rúður í gluggum sprungu.
Maðurinn, sem í húsinu var,
komst út af sjálfsdáðum. Sami mað-
ur slasaðist alvarlega í júlí 2007 þeg-
ar eldur kviknaði út frá gasi í bíl,
sem hann var í utan við bæ í Fljóts-
dal á Héraði.
Hundur sem í húsinu var komst
einnig út og fannst nokkru síðar við
dvalarheimilið Hlíð, töluvert frá hús-
inu. Aflífa þurfti hundinn.
Allir tiltækir slökkviliðsmenn
voru kallaðir á vettvang. Óvenju
margir voru á stöðinni vegna nám-
skeiðs og voru um 20 við slökkvistörf
þegar mest var. skapti@mbl.is
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Gassprenging Slökkviliðsmenn að störfum við húsið númer 1 við Hrafnabjörg í gær. Reykkafarar voru í hættu.
„26 fallbyssukúlur“
Hlaut alvarleg brunasár þegar gassprenging varð í heima-
húsi á Akureyri Húsið mettað gasi 26 kútar innandyra
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is
VERIÐ er að endursmíða gömlu
járnhengibrúna á Örnólfsdalsá við
Norðtungu í Borgarfirði. Brúin
verður þó ekki ætluð fyrir almenna
umferð, ekki frekar en gamla brúin
sem lauk hlutverki sínu 1966, enda
liggur vegurinn ekki lengur að
henni. Hún verður aftur á móti til af-
nota fyrir fólk og fénað og þó að-
allega til minja um þá tækni sem
notuð var til brúargerðar fyrir 110
árum.
Hengibrúin á Örnólfsdalsá er ein
af sex brúm sem byggðar voru á ár-
unum 1891 til 1906. Hinar voru yfir
Ölfusá, Þjórsá, Jökulsá í Öxarfirði,
Sogið og Hörgá. Brúin hjá Norð-
tungu er sú eina sem nú er uppi-
standandi. Jakob Hálfdanarson,
minjavörður Vegagerðarinnar, beitti
sér fyrir því að brúin yrði endur-
byggð. „Tilgangurinn er að minna á
tæknina, sýna hvernig þessar brýr
voru byggðar,“ segir Jakob.
Kom í ljós að hún er svo illa farin
að lítið var hægt að nota af henni.
Vegagerðin samdi við Gísla Þorgeir
Einarsson, vélsmið á Laugum í
Hrunamannahreppi, um smíði brú-
arinnar og hefur hann lokið verkinu
að mestu leyti. Fyrirhugað hefur
verið að setja hana upp í sumar.
Snillingar í eldsmíði
Það eina sem hægt var að nota úr
gömlu brúnni eru steyptir söðlar
sem halda strengjum hennar uppi og
skraut svo sem rósettur og skinnur
undir bolta á nokkrum stöðum.
„Gamla brúin hefur verið meira og
minna lamin saman með eldsmíði.
Nú er þetta allt borað og boltað, til
þess að þetta líkist sem mest og ekk-
ert soðið nema á einum stað. Þessir
menn hafa verið snillingar í að smíða
úr heitu járni og berja það til,“ segir
Gísli á Laugum.
Áætlað er að verkefnið í heild
kosti um tuttugu milljónir kr.
Brúin er skammt frá kirkjunni í
Norðtungu, nokkuð frá núverandi
þjóðvegi. Fyrirhugað er að setja
upplýsingaskilti við veginn til að
vekja athygli vegfarenda á henni.
Eina hengibrúin sem
eftir er endursmíðuð
Gert til minja um
tækni við brúargerð
Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson
Hengibrú Nýja hengibrúin á Örnólfsdalsá hjá Norðtungu verður nákvæm
eftirlíking af núverandi brú sem er 110 ára gömul. Gísli Þorgeir Einarsson,
vélsmiður á Laugum, annast smíði brúarinnar.
Í HNOTSKURN
»Efsti hluti Þverár í Borg-arfirði heitir Kjarrá og
síðan heitir áin Örnólfsdalsá á
kafla, áður en Þverárnafnið
tekur við.
»Þjóðleiðin norður í land láá vaði yfir Örnólfsdalsá við
Norðtungu. Þar var hengibrú
tekin í notkun 1899 en frá
1966 hefur verið í notkun
steinsteypt brú. Þjóðleiðin
fluttist fyrir löngu vestur fyrir
Hafnarfjall.