Morgunblaðið - 18.02.2009, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 18.02.2009, Blaðsíða 36
36 MenningFÓLK MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 2009  Hjá Senu er nú í undirbúningi glæsilegur safnkassi með öllum plötum hinnar goðsagnakenndu hljómsveitar Trúbrots. Um er að ræða endurútgáfu á fjórum plötum sveitarinnar, Trú- brot (1969), Undir áhrifum (1970), Lifun (1971) og Mandala (1972) en þar fyrir utan verða í pakkanum tvær sjö tommur auk áður lags sem ekki hefur komið út áður. Safnkassi með plötum Trúbrots á leiðinni Fólk Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „SÆLL Einar Áskell, hvert ertu að fara?“ spyr Gunni. „Ég er bara að fara út í sjoppu,“ svarar Einar Áskell. „Má ekki bjóða þér sopa af þessum ljúffenga drykk, Einar minn,“ spyr Gunni. Án þess að hugsa, fann Einar Áskell hvað hann var þyrstur og fékk sér sopa af því sem reyndist vera einhver landi í Euroshopper orku- drykk. Áhrifin voru stórkostleg nokkrum sopum seinna. Einar Áskell fann að hann fékk aukið sjálfstraust, fann að hann var skemmtilegur, það fannst það öllum. Gamanið var í hámarki þegar Einar Áskell kastaði upp, svo man hann ekki meir.“ Þannig hljómar upphafið á sögu um Einar Ás- kel sem ónefndur íslenskur höfundur hefur skrifað á bloggsíðuna einaraskell.blogg.is. Ein- hverjir hafa leitt að því líkum að hér hljóti að vera á ferðinni ónefndur ungur rithöfundur í Reykjavík sem hafi tekið að sér að skrifa fram- hald bókanna og sýnist sitt hverjum um fram- takið. „Þegar hér er komið við sögu er Einar orðinn 14 ára. Hann býr enn með pabba sínum uppi í Efra-Breiðholti. Einar er í þann mund að verða fullorðinn og lendir brátt í hinum ýmsu ævintýrum sem fylgja því,“ segir á síðunni. Ef- laust mun einhverjum þykja það spennandi að fylgjast með áframhaldandi ævintýrum Einars Áskels, en ekki síður að sjá hvort greinarhöfund- urinn gefur sig fram. Einar Áskell byrjar að drekka?!  Söngkonan vinsæla, Ragnhildur Gísladóttir, hélt sína de- bút-tónleika sem tónskáld á Myrkum músíkdögum sem fram fóru í síðustu viku en þar voru frumflutt tvö verk eftir Ragnhildi, C-Iss og Gullfoss. Ragnhildur út- skrifaðist af tónskáldabraut Listaháskóla Íslands í fyrravor en þar nemur nú önnur vinsæl popp- söngkona, Margrét Kristín Blöndal eða Magga Stína eins og hún er oft- ast kölluð. Hvort hér sé kominn vís- ir að einhverskonar tónmennta- bylgju innan raða íslenskra poppara skal ósagt látið en ljóst má vera að sá Kínamúr sem skildi að tónskáld og poppara er óðum að hrynja til grunna. Poppsöngkonur feta tónskáldabraut  Og talandi um viðhafnarútgáfur. Ævisagnaheftin þrjú sem Óttar M. Norðfjörð skrifaði um Hannes Hólmstein Gissurarson verða gefin út í sérstökum bókakassa í vikunni ásamt aukaefni. Samkvæmt Nýhil verður kassinn afhentur Hannesi Hólmsteini við konunglega athöfn á Bessastöðum nú á föstudag. Konungleg athöfn á Bessastöðum Eftir Birgi Örn Steinarsson biggi@mbl.is SEGJA má að Íslensku tónlistar- verðlaunin stígi skrefið frá því að verða viðburður sem sjónvarpað er frá í það að verða sjónvarpsviðburður en hátíðin fer fram í beinni útsendingu úr sjónvarpssal RÚV í kvöld. Pétur Grét- arsson segir helstu ástæðu þess að ákveðið var að fara þessa leið vera sparnaðaraðgerðir hjá Ríkissjónvarp- inu. „Í sínum mikla niðurskurði treysti RÚV sér ekki út úr húsi,“ upplýsir Pétur. „Þá stóðum við frammi fyrir því að velja á milli þess að vera ekki í sjónvarpinu eða að fá inni hjá því í staðinn.“ Hátíðin sjálf fer þó fram með hefð- bundnum hætti, þar sem tónlistar- atriði og verðlaunaafhendingar verða á víxl. „Í gegnum árin hefur hátíðin þróast meira og meira út í það að vera sjónvarpsþáttur. Það hlýtur að vera eðli málsins samkvæmt, að þegar maður fer með svona hátíð í sjón- varpið … að hún breytist í sjónvarps- þátt.“ Verðlaunum fækkað Á síðustu árum hefur verðlaunum fækkað á hátíðinni, og fækkar enn í ár. Þetta er gert með ýmsu móti, til dæmis sameiningu verðlauna. Nú keppa t.d. söngvarar og söngkonur um verðlaunin Rödd ársins. „Svona viljum við þétta verðlaunin til þess að þetta komist fyrir í útsendingu. Verðlaunum er því fækkað úr 20 niður í 12 stykki.“ Kynnir í ár verður maður kenndur við stuð, sjálfur Valgeir Guðjónsson en hann kemur fram ásamt Karla- kórnum Voces Masculorum. Fram koma Agent Fresco, Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari, Dr. Spock, Ómar Guðjónsson og Múgsefj- un. Bein útsending sjónvarpsins hefst kl. 19.30. ÍTV að sjónvarpsþætti  Íslensku tónlistarverðlaunin afhent í 15. sinn í kvöld  Hátíðin er í fyrsta skipti í beinni útsendingu úr sjónvarpssal  Verðlaunum fækkar Morgunblaðið/Árni Sæberg Heiðursverðlaunahafi Rúnar Júlíusson var sæmdur heiðursverðlaunum ÍTV í fyrra fyrir ævistarf sitt. Hann lést tíu mánuðum síðar. Honum til heiðurs í fyrra tóku ungir tónlistarmenn syrpu af lögum hans. Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „VIÐ ætlum að blása miklu lífi í klúbbinn,“ segir Atli Rúnar Her- mannsson, framkvæmdastjóri Con- certs, en hann og Einar Bárðarson hafa tekið yfir hinn fornfræga Offi- cera-klúbb á Keflavíkurflugvelli. Þeir félagar ætla sér stóra hluti með staðinn. „Stapinn er í yfirhalningu um þessar mundir og hann hefur ekki verið starfræktur í um það bil ár. Þannig að það hefur vantað stað af þessari stærðargráðu á Suður- nesjum, það hefur vantað stað fyrir árshátíðir, stóra dansleiki og annað slíkt. En við erum náttúrlega báðir með mikla reynslu í svona málum, og teljum okkur vel hæfa til að gera góða hluti þarna,“ segir Atli. Officera-klúbburinn hefur meira og minna verið lokaður síðan herinn fór, þótt nokkur böll hafi að vísu ver- ið haldin þar. „Þetta er gríðarlega stórt, ég held að húsið sé um 2.000 fermetrar, og þetta er langstærsta samkomuhúsið suður með sjó. Þetta er til dæmis töluvert stærra en Stapinn,“ segir Atli og bætir því við að þeir félagar ætli ekki að gera miklar breytingar á staðnum. „Alla- vega ekki á innviðum hans, það er það sem er svo kúl við staðinn, þetta þunga og brúna herútlit.“ Fyrsta skemmtunin í klúbbnum undir stjórn þeirra félaga verður á laugardaginn. „Þá verður árshátíð haldin þarna, og svo verður opið ball með Í svörtum fötum frá miðnætti,“ segir Atli. Þeir félagar ætla að standa fyrir reglulegum uppá- komum í klúbbnum, en þar verður þó ekki opið um hverja einustu helgi. Officera-klúbburinn und- ir stjórn Einars og Atla Morgunblaðið/Kristinn Einar Hefur tekið við rekstri klúbbs ásamt Atla „skemmtanalöggu“. Í svörtum fötum spilar á dansleik á laugardagskvöldið Bjartasta vonin: Retro Stefson Tónverk ársins: ORA eftir Áskel Másson Plata ársins / djass: Fram af - Ómar Guðjónsson Plata ársins / sígild og samtímatónlist: Fordlandia - Jóhann Jóhannsson Plata ársins / popp&rokk: Me and Armini - Emilíana Torrini Rödd ársins: Emilíana Torrini Lag ársins: Þú komst við hjartað í mér eftir Togga og Páll Óskar Tónlistarflytjandi ársins: Björk Höfundur ársins: Sigur Rós Myndband ársins: Ólafur Arnalds - 3055 Morgunblaðið spáir í spilin Einar Áskell Vinsæll á meðal barna og fullorðinna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.