Morgunblaðið - 18.02.2009, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 18.02.2009, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 2009 Einar Sigurðsson. Ólafur Þ. Stephensen. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Áreksturtveggjakjarn- orkukafbáta, ann- ars úr franska sjó- hernum, hins úr þeim breska, í Atlantshafi í byrjun febrúar er áhyggjuefni. Sem betur fer fór ekki illa. Hermt er að 240 hermenn hafi verið um borð í bátunum og sakaði engan þeirra. Það er hins vegar engum blöðum um afleiðingar kjarnorkuslyss í miðju Atlantshafi að fletta. Báðir kafbátarnir eru búnir kjarnaofnum. Sá breski er þannig búinn að hann getur borið 16 flaugar með 48 kjarnaoddum, sá franski siglir sömuleiðis með 16 kjarn- orkuflaugar. Báðir kafbátarnir voru hlaðnir kjarnorkuvopn- um. Kafbátarnir voru á litlum hraða og sködduðust lítið. Hermt er að Frakkarnir hafi ekki einu sinni vitað að þeir rákust á kafbát, svo vel hafi felubúnaður breska kafbátsins virkað. Héldu Frakkarnir að þeir hefðu rekist utan í gám eða eitthvað þess háttar. Breska varnarmálaráðuneytið reyndi að gera lítið úr þessum atburði en sérfræðingar sögðu hins vegar að þetta væri alvar- legt mál og kjarnorkuvopnin gætu hæglega sprungið við árekstur. Það vekur furðu að herir þessara banda- manna í Atlants- hafsbandalaginu skuli ekki sam- ræma aðgerðir sín- ar þótt Frakkar taki ekki enn að fullu þátt í hernaðarsamstarfi þess. Það er líka undarlegt að ekki skyldi greint frá árekstrinum sem átti sér stað 6. febrúar. Málið var afhjúpað í frétt í götublaðinu The Sun. Það er ekki traustvekjandi að bresk stjórnvöld skuli hafa ætlað að hylma yfir þetta atvik. Það var hárrétt hjá Össuri Skarphéðinssyni utanrík- isráðherra að kalla sendiherra Breta og Frakka á sinn fund og krefjast nánari lýsinga á því, sem gerðist þegar kafbátarnir rákust saman, og lýsa yfir áhyggjum af þessum atburði. Ef kjarnorkuslys yrði í Atl- antshafinu gæti það haft geig- vænlegar afleiðingar fyrir líf- ríki hafsins. Fiskistofnum yrði stefnt í hættu. Að öllum lík- indum myndi íslenskur sjávar- útvegur hrynja. Enginn myndi vilja líta við fiski sem væri veiddur í geislavirku hafi. Sem betur fer varð ekki kjarn- orkuslys þegar rússneski kaf- báturinn Kúrsk fórst og fyrir mildi var árekstur breska og franska kafbátsins ekki alvar- legur. Það er óverjandi að stefna lífríki Atlantshafsins í hættu með hernaðarleikjum. Enginn liti við fiski veiddum í geislavirku hafi} Árekstur í Atlantshafi Lífskrafturþjóðfélags er fólginn í gerjun hugmynda og ný- sköpunar. Nú er þörf á slíkum krafti á Íslandi sem aldrei fyrr. Í gær afhenti Ólafur Ragnar Grímsson nýsköp- unarverðlaun forseta Íslands. Verðlaunin eru veitt þeim sem þykja hafa skarað fram úr við vinnslu verkefna er notið hafa styrkja úr Nýsköpunarsjóði námsmanna. Verkefnin bera vitni grósku og hefur valið verið erfitt. Í Morgunblaðinu í fyrradag var rætt við fulltrúa verkefn- anna fimm sem voru styrkt. Eitt verkefnið gengur út á að nota svokallaðar bætibakt- eríur í lúðueldi til að hemja slæmar bakteríur. Annað snýst um að átta sig á því hvernig ýta megi undir að ein- stæðir feður nýti fæðingar- orlofsrétt sinn, en því hefur verið ábótavant. Það þriðja er rannsókn á skemmdum erfða- efnis til að auka skilning á meingerð sjúklinga. Fjórða verkefnið fjallar um vinnslu lífræns eldsneytis úr sorpi með notkun hitakærra bakt- ería, sem gæti dregið úr notkun jarðefnaeldsneytis hér á landi. Það fimmta snýst um þróun gönguherm- is fyrir alvarlega hreyfihöml- uð börn. Aðstandendur þess, Bjarki Már Elíasson véla- verkfræðinemi og Andri Yngvason, nemi í rafmagns- og tölvuverkfræði, og Jóna Guðný Arthúrsdóttir sjúkra- þjálfari fengu verðlaunin og eru vel að þeim komin. Herm- irinn myndi framkalla hreyf- ingu á fótum fatlaðra barna í líkingu við eðlilega göngu og gæti bætt lífskjör þeirra veru- lega. „Sú hreyfiþjálfun, sem hermirinn myndi veita, gæti skipt miklu máli til að auka beinþéttni barnanna sem iðu- lega er mjög lítil, auka þroska mjaðmaliða og bæta blóðflæði svo eitthvað sé nefnt,“ sagði Jóna Guðný í samtalinu við Morgunblaðið í gær. Nú er mikilvægt að virkja þann sköpunarkraft og frum- kvæði sem best mun nýtast við uppbyggingu hér á landi. Nýsköpunarverðlaunin eru liður í hvatningu til þess. Nú þarf að virkja sköpunarkraft og frumkvæði } Hvatning til nýsköpunar H vers vegna að leigja skúffu á Tortola-eyju fyrir nokkra þús- undkalla á ári? Eru skúffurnar þarna syðra eitthvað betri en þær íslensku? Er raunveruleg ástæða fyrir skúffudýrkun á eyjunni litlu suður í höfum virkilega sú, eins og hvíslað er, að sleppa við að greiða lög- bundna skatta heima á Íslandi eða annars staðar? Á ég að trúa slíkum sögusögnum? Lögð skal áhersla á að allir eru saklausir uns sekt er sönnuð. Þessi fátæklegu orð eru því ekki dómsorð. En þess er hér með krafist, fyrir hönd barnanna minna og afkomenda þeirra, að allt verði uppi á borðinu eins og nú er gjarnan tekið til orða. Héðan í frá má ekk- ert af því tagi sem hér um ræðir vera ofan í skúffu – sú skúffa yrði þá a.m.k. að vera ís- lensk og ólæst. Ég veit vel að fólk svíkur undan skatti og það hefur lengi tíðkast á Íslandi eins og annars staðar. En hvers vegna er mér hulin ráðgáta! Og hvers vegna er ekki hægt að fá fólk til þess að hætta þeirri vitleysu? Auðvitað geri ég mér grein fyrir því að spurningin hljómar heimskulega að margra mati, en hún brennur engu að síður á mér og hefur lengi gert. Hvað er að því að greiða til samfélagsins það sem fólki ber samkvæmt lögum? Hvernig líður því fólki sem með einhverjum hætti vilj- andi og skipulega svíkur undan skatti, þegar börnin þess eða barnabörnin þiggja kennslu í skólanum eða þurfa að nýta sér þjónustu okkar fína heilbrigðiskerfis? Eða þegar það sjálft fær gallsteinakast eða botnlangabólgu? Er sjálf- sagt að læknirinn mundi kutann jafn fimlega þegar það á í hlut og þeir sem eiga kannski lítið annað en hreina samvisku? Finnst eigendum aflandsfélaga eða skúffu- eigendum í skattaskjólum ósanngjarnt að borga jafn hátt hlutfall af tekjum sínum til samfélagsins og ég geri? Hvers vegna, ég endurtek, hvers vegna er fólk ekki reiðubúið að greiða það til samfé- lagsins sem því ber? Telur það skattprósent- una hér á landi of háa? Um hvað snýst málið? Nísku? Er verið að spara til framhaldslífs? Ef Ísland skuldar 2.222 milljarða króna, marg-, marg-, margfalda þjóðarframleiðslu, þarf að setja þá upphæð í eitthvert samhengi. Skilur einhver þessa tölu? 2.222.000.000.000. Eða hvað eiga núllin annars að vera mörg? Ungt fólk spyr, eðlilega: Verður býlt í þessu landi í framtíðinni? Komumst við einhvern tíma út úr skulda- feninu? Það er ekki endilega víst og unga fólkið á skilið eins rétt svar og mögulegt er að gefa. Svarið má ekki vera: Þetta reddast. Það verður örugglega harðbýlt hér heima á næstunni og líklega óbýlt ef draumur minn um samvisku þjóðar rætist ekki. Og, nei. Ég er ekki á leið í framboð … skapti@mbl.is Skapti Hallgrímsson Pistill Draumur um samvisku þjóðar Böðullinn á „Blóð- völlum“ fyrir rétt FRÉTTASKÝRING Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is RÉTTARHÖLD hófust í gær yfir einum af helstu böðlum Rauðu kmeranna í Kambódíu, Kaing Guek Eav, sem sakaður er um að hafa stjórnað pyntingum í illræmdu fang- elsi í Phnom Penh og morðum á 15.000 föngum, þeirra á meðal tug- um barna. Þetta eru fyrstu réttarhöld dóm- stóls sem stofnaður var með stuðn- ingi Sameinuðu þjóðanna til að sækja til saka fyrrverandi for- ystumenn Rauðu kmeranna sem urðu um 1,7 milljónum manna að bana á árunum 1975-79, eða um fjórðungi þjóðarinnar. Kaing Guek Eav kenndi stærð- fræði í framhaldsskóla áður en hann gekk til liðs við Rauðu kmerana. Hann gekk undir byltingarnafninu „Félagi Duch“ og varð yfirmaður Tuol Sleng, illræmds fangelsis í mið- borg Phnom Penh. Duch hefur alltaf viðurkennt grimmdarverkin sem framin voru í fangelsinu þegar Rauðu kmerarnir hrintu í framkvæmd áætlunum sín- um að skapa nýtt fyrirmyndarríki. Milljónir manna voru hraktar út úr borgum og sendar til vinnu í sam- yrkjubúum, gjaldmiðill landsins var lagður niður, skólum lokað og trúar- brögð voru bönnuð. Hundruð þús- unda manna sultu í hel, aðrir dóu af völdum þrældóms og sjúkdóma eða voru teknir af lífi. Grimmdarverkin í Tuol Sleng- fangelsinu voru liður í þeirri stefnu Rauðu kmeranna að eyða öllum „óvinum“ byltingarinnar. Á meðal þeirra sem hnepptir voru í fangelsið voru fyrrverandi embættismenn, millistéttarfólk, menntamenn og fjölskyldur þeirra og seinna liðs- menn Rauðu kmeranna sem grun- aðir voru um svik við byltinguna. Sumir voru jafnvel fangelsaðir fyrir það eitt að nota gleraugu. Fangarnir voru pyntaðir til að játa að þeir væru á mála hjá CIA, KGB eða víetnamska komm- únistaflokknum. Fólkið var síðan flutt til Choeung Ek, nokkra kíló- metra frá höfuðborginni, eins af stöðunum sem síðar fengu nafnið „Blóðvellir“. Þar voru fangarnir barðir til bana, stundum eftir að þeir höfðu grafið eigin gröf. Áætlað er að um 15.000 manns hafi setið í fangelsinu. Aðeins 14 full- orðnir fangar og fimm börn fundust á lífi. Iðrast drápanna Eftir að stjórn Rauðu kmeranna var steypt af stóli 1979 tók Duch þátt í baráttu kommúnistahreyfing- arinnar gegn stjórnarhernum við landamærin að Taílandi. Skömmu eftir að eiginkona hans var myrt árið 1995 snerist Duch til kristni og starfaði fyrir hjálparstofnanir við landamærin. Lengi var talið að Duch væri lát- inn, eða þar til ljósmyndarinn Nic Dunlop fann hann í þorpi í norðvest- urhluta Kambódíu árið 1999. „Ég iðrast mjög drápanna og fortíð- arinnar – ég vildi vera góður komm- únisti; ég hafði enga ánægju af starfi mínu,“ sagði hann við Dunlop. Duch sagði í viðtali fyrir tveimur árum að hann hefði aðeins framfylgt fyrirmælum frá leiðtogum Rauðu kmeranna. „Þeir héldu fjölskyldu minni í gíslingu og hún hefði orðið fyrir sömu örlögum og hinir fang- arnir í Tuol Sleng ef ég hefði reynt að flýja. Það hefði ekki hjálpað nein- um ef ég hefði flúið eða gert upp- reisn.“ Reuters Grimmdarverk „Félagi Duch“, böðull Rauðu kmeranna, fyrir rétti í gær. Hann á yfir höfði sér lífstíðarfangelsi fyrir glæpi gegn mannkyninu. RÉTTARHÖLDIN yfir forystu- mönnum Rauðu kmeranna marka tímamót í sögu Kambódíu og marg- ir landsmenn höfðu misst vonina um að kommúnistaleiðtogarnir, sem eyðilögðu líf þeirra, yrðu nokk- urn tíma sóttir til saka. „Ég hélt aldrei að þessi dagur myndi koma,“ hafði breska dagblaðið The Times eftir Vann Nath, einum af fáum föngum sem lifðu af grimmdar- verkin í Tuol Sleng-fangelsinu. „Það er hungur eftir réttlæti í landinu. Margir Kambódíumenn skilja ekki enn hvers vegna þeir voru ofsóttir,“ sagði Robert Petit, saksóknari dómstóls sem stofnaður var til að rétta yfir leiðtogum Rauðu kmeranna. Auk „félaga Duch“, sem kom fyr- ir rétt í gær, verða fjórir af nánustu bandamönnum Pols Pots sóttir til saka fyrir glæpi gegn mannkyninu. Pol Pot lést árið 1998. HUNGUR Í RÉTTLÆTI ››

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.