Morgunblaðið - 22.03.2009, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.03.2009, Blaðsíða 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. MARS 2009 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþrótt- ir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is HANN var hálf-kaldur og ræfilslegur kakkalakkinn sem hugðist taka sér far með fjórhjóli Einars Björnssonar á Eskifirði í fyrradag. Honum varð þó ekki kápan úr því klæðinu því Einar náði að grípa laumufarþegann sem nú er á leið í hendur sérfræðinga „fyrir sunn- an“. „Ég var að fara í vinnuna um morg- uninn þegar ég sá hann allt í einu skella á hjólinu,“ segir Einar. „Hann var svo- lítið daufur út af kuldanum því það var um tveggja, þriggja gráða frost. Svo braggaðist hann nú þegar ég var búinn að koma honum inn og gefa honum að éta.“ Einar hefur ekki hugmynd um hvaðan skepnan kom. „Manni hálf-bregður, því maður hélt að Ísland væri laust við svona kvikindi. Alla vega vantar okkur þetta ekki í skordýraflóruna hér.“ Þetta er þó aldeilis ekki í fyrsta sinn sem framandi kynjaverur af þessu tagi verða á vegi Einars. „Fyrir nokkrum árum fann ég leðurblöku, reyndar dauða, en hún var föst í nýjum bíl sem ég fékk sendan að utan. Svo fann ég einu sinni mjög stórt fiðrildi sem hafði fokið hingað undan vindum. Þannig að þetta er að verða sérgrein hjá mér að finna einhver furðuleg skorkvikindi,“ segir hann og hlær. Erling Ólafsson, skordýrafræðing- ur hjá Náttúrufræðistofnun, segir kakkalakka berast allt árið til landsins með varningi. „Þetta eru kvikindi sem berast með mann- inum um allan heim. Ég hef grun um að þau séu landlæg hér. Það er ekkert mikið af þeim en þau eru samt viðloð- andi.“ Hann segir kuldann hérlendis ekki hafa allt að segja um það hversu vel kakkalakkarnir þrífast. „Þetta eru innan- hússdýr og það er sama loftslag innanhúss allt árið.“ Kakkalakki á fjórhjóli Kakkalakkinn Lét fara vel um sig í glerkrukku heima hjá Einari. Eftir Halldóru Þórsdóttur halldorath@mbl.is FORYSTA Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs er nánast óbreytt en kosið var í stjórn flokksins á laug- ardag. Hildur Traustadóttir var kjörin gjaldkeri flokksins og tók við af Guðrúnu Ágústu Guðmundsdótt- ur sem bauð sig ekki fram aftur. Eft- ir sem áður verða því Steingrímur J. Sigfússon formaður, Katrín Jakobs- dóttir varaformaður og Sóley Tóm- asdóttir ritari. Þeim var öllum fagn- að með lófataki. „Ég hélt að það væri nóg að vera formaður í átta til tíu ár og hér stend ég enn,“ sagði Steingrímur eftir að staðfest var að hann sæti áfram í embætti. „Ég ætla þó að fullvissa ykkur um að ekki mun þurfa laga- breytingar til að ég víki.“ Þar vísaði Steingrímur til hug- myndar sem Davíð Stefánsson kynnti um að formaður, varaformað- ur, ritari og gjaldkeri flokksins skyldu ekki sitja lengur en í sex ár samfleytt. Steingrímur hefur verið formaður frá stofnun hans fyrir tíu árum og Katrín Jakobsdóttir hefur verið varaformaður í sex ár. Steingrímur sagði að stjórnmála- menn þyrftu að þekkja sinn tíma og hann hefði hug á að hætta „áður en allir yrðu dauðfegnir“ að losna við hann. Helstu kosningaáherslur vinstri grænna snúast um hagi heimila og fjölskyldna, atvinnusköpun í hefð- bundnum framleiðslugreinum og ferðaþjónustu og um sanngirni í skattamálum. Hér er þó aðeins um drög að ræða. Lýðræði og þátttaka almennings er einnig áherslumál flokksins. Beint lýðræði skuli meðal annars birtast í þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnar- skrárbreytingar og því að efla sveit- arfélögin. Ennfremur er lagt til að fræðsla um lýðræði og mannréttindi í skólum landsins verði stóraukin og til samræmis við það sem gerist ann- ars staðar á Norðurlöndum. Forysta VG situr áfram „Menn þurfa að þekkja sinn tíma“ Morgunblaðið/Golli Forystan Steingrímur J. Sigfússon og Katrín Jakobsdóttir. KARLMAÐUR var handtekinn í Reykjanesbæ í fyrrinótt. Bíll hans var stöðv- aður og hann grunaður um akstur undir áhrifum fíkni- efna. Farþegi í bílnum var einnig handtekinn grun- aður um að vera með þýfi, en hann hafði fartölvu í fórum sínum. Lögreglan handtók í kjölfarið annan á gangi á Hafnargötu í Keflavík með fíkniefni. Lögreglan gerði síðan húsleit hjá manninum og fannst þar nokkurt magn af marijúana, hassi og sterum. Skiptust á fartölvu og fíkniefnum Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is NEYÐARLÍNAN styrkti Sjálfstæð- isflokkinn um 300 þúsund kr., að því er fram kemur í úttekt Ríkisendur- skoðunar á fjármálum stjórnmála- flokkanna. Að sögn Þórhalls Ólafs- sonar, framkvæmdastjóra Neyðar- línunnar, var fyrirtækið hlutafélag á þessum tíma og í eigu margra aðila. „Einhverra hluta vegna hefur Sjálf- stæðisflokkurinn óskað eftir þessum styrk og það ætti ekki að koma nein- um á óvart hvar ég er í pólitík,“ segir Þórhallur en hann gegndi eitt sinn stöðu aðstoðarmanns Þorsteins Páls- sonar. Aðrir flokkar hafi ekki sóst eft- ir styrk. En er eðlilegt að Neyðarlínan styrki stjórnmálaflokka með þessum hætti? Þórhallur vill ekki leggja mat á það. „Í mínum huga er þetta létt- vægt,“ segir hann. „Maður er kannski of aumingjagóður að eðlisfari.“ Í út- tektinni kemur einnig fram að ýmis verkalýðsfélög styrktu stöku stjórn- málaflokka, m.a. Starfsgreinasam- bandið sem styrkti Samfylkinguna um 25 þúsund kr. Að sögn Kristjáns Gunnarssonar formanns var um aug- lýsingastyrk að ræða sem aðrir flokk- ar leituðu ekki eftir. Þá kemur fram að Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur, þar sem Kristján gegnir einnig formennsku, hafi eingöngu styrkt Vinstri græna um 50 þúsund kr. Hann segir að félagið hafi einnig styrkt Samfylkinguna og Framsókn- arflokkinn með svipaðri upphæð, þótt það komi ekki fram í úttekt Ríkisend- urskoðunar. Sjálfstæðisflokkur og aðrir hafi ekki leitað til félagsins. Þá styrkti Samiðn Samfylkinguna um 25 þúsund kr. Finnbjörn Her- mannsson formaður segir að sam- þykkt hafi verið að styrkja alla flokka sem eftir því leituðu um þessa upp- hæð en fleiri hafi ekki óskað eftir styrk. Svipaða sögu hefur Guðmund- ur Gunnarsson, formaður Rafiðnað- arsambandsins, að segja. Félagið hafi ákveðið að styrkja Samfylkinguna með 25 þúsund kr. styrktarlínu í 1. maí blað og í framhaldinu hafi bréf verið sent til annarra flokka um að sambandið myndi styrkja þá sem leit- uðu eftir því með þeirri upphæð. Eftir því hafi ekki verið sóst. Aðrir sóttust ekki eftir styrk Framlög til stjórnmálaflokka misjöfn Í HNOTSKURN » Sjálfstæðisflokkurinnhafði mestar tekjur á árinu 2007, skv. úttekt Rík- isendurskoðunar. » Samanlagðar skuldirflokkanna sex námu í lok árs 2007 um 503,6 millj. kr. LÖGREGLAN taldi sig hafa fundið lík Aldísar Westergren í Langa- vatni, austan við Reynisvatn, þegar Morgunblaðið fór í prentun. Um 250 björgunarsveitarmenn leituðu í gær að Aldísi sem ekkert hefur spurst til síðan 24. febrúar sl. M.a. var leitað á kajökum á Reynisvatni og á stóru svæði í grennd við heim- ili hennar. Fannst í Langavatni Morgunblaðið/Golli einfaldlega betri kostur ILVA Korputorgi. s: 522 4500 laugardaga 10-18 sunnudaga 12-18 mánudaga - föstudaga 11-19 Fredsack. Grjónapúði. 135 x 165 cm. Ýmsir litir. Verð 14.900,- Gylltur og silfurlitaður. Verð 19.900,- > ILVA.is Frábær fermingargjöf TAKMÖRKUÐ aðstaða og fjöldi lækna og hjúkrunarfræðinga kem- ur í veg fyrir að fleiri MS- sjúklingar fái meðferð með lyfinu tysabri, en ekki fjárskortur að sögn landlæknis. Ekki fengu jafn margir meðferðina í fyrra og áætlað var. Í dag hafa 45 byrjað meðferðina af þeim 50 sem gert var ráð fyrir að myndu fá lyfið í fyrra. Að sögn Matthíasar Halldórssonar land- læknis er meðferðin bæði tímafrek og krefst viðveru lækna og/eða hjúkrunarfræðinga. „Þetta er smám saman að aukast en aðstaðan er ekki mjög góð. Þetta tekur þrjá klukkutíma fyrir hvern sjúkling og er heilmikið viðbótarálag á tauga- sjúkdómadeild Landspítalans þar sem tysabri-meðferð tekur einn og hálfan dag í viku á deildinni.“ Hann segir þó unnið að því að bæta við meðferðartímum á deild- inni, auk þess sem verið sé að hefja meðferð með tysabri á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri. „Þetta er að aukast og þeir munu fá þetta sem talið er að hafi gagn af þessu,“ segir hann en bætir því við að með- ferðin gagnist sjúklingum misvel. Þá segir Matthías tiltölulega marga fá þessa meðferð hérlendis sé mið- að við löndin í kringum okkur. „Við erum a.m.k. að gefa jafn mörgum hlutfallslega þetta lyf og tíðkast annars staðar á Norðurlöndum.“ ben@mbl.is Skortur á aðstöðu hamlar tysabri-gjöf Landlæknir Matthías Halldórsson. Evrópusambandið vegur ekki þungt í þeirri málefnaskrá vinstri grænna sem þegar ligg- ur fyrir. Þar segir þó að ákvörð- un um aðild eða það að vera áfram utan ESB verði ekki tekin nema að undangenginni þjóð- aratkvæðagreiðslu og upplýstri og lýðræðislegri umræðu. Hagsmunum Íslendinga sé nú best borgið utan ESB. Katrín Jakobsdóttir segir það ekki liggja fyrir að skipt verði um skoðun í þessu máli. Varð- andi áframhaldandi samstarf ríkisstjórnarflokkanna mætti hins vegar leita eftir máls- meðferðarleið í svo stóru máli. Betra utan ESB
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.