Morgunblaðið - 22.03.2009, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 22.03.2009, Blaðsíða 33
33 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. MARS 2009 Fréttir á SMS Hann heldur fyrirlestur um áhrif koffíns í Háskólanum í Reykjavík í hádeginu mið- vikudaginn 25. mars. Hann hefur stundað rann- sóknir á koffíni árum saman og stýrði stærstu rannsókn sem framkvæmd hefur ver- ið á áhrifum koffíns, í byrjun þessarar aldar. Hann er ráðgjafi HR í und- irbúningi að BSc-námi í sál- fræði við kennslufræði- og lýðheilsudeild skólans, sem hleypt verður af stokk- unum næsta haust. Hann er mennt- aður í Ástralíu, heimalandi sínu, en gegnir stöðu prófessors við NUI Galway á Ír- landi þar sem hann hefur gegnt stöðu deild- arforseta sál- fræðideildar frá 1998. Dr. Jack James gylltan kálf, tákn hins veraldlega glæsileika og munaðar. Myndin lifir í tungumálinu eins og fjölmargar aðr- ar vísanir til hinna helgu ritninga. Sá sem dansar í kringum kálfinn hefur tapað áttum, misst sjónar á mark- miðum, gildum, verðmætum, í versta falli hætt að greina milli góðs og ills. Hvar vorum við í góðærinu? Stig- um við dansinn? Létum við glepjast? Sitjum við eftir slæpt, áttavillt, ráð- villt, skuldug, snauð? Þetta eru spurningar sem við eigum að láta okkur varða. Máttur sefjunarinnar er mikill og það þarf sterk bein og glöggt auga til að láta ekki heillast af þeim gylliboðum sem haldið var að okkur af verslunum sem buðu vör- una, fjölmiðlum sem sköpuðu vænt- ingar og fjármálafyrirtækjum sem buðust til að kosta neyslu okkar á góðum kjörum. Gleymum því heldur ekki að í neyslusamfélagi er eyðsla talin af hinu góða, neysla metin sem dyggð. Að standa álengdar og una glaður við sitt þótt lítið sé þýðir í því samhengi að missa af vagninum, verða undir í kapphlaupinu. Stund sjálfsþekkingar Í kreppunni rennur upp stund sannleikans, tíminn þegar hvert og eitt okkar verður að horfast í augu við sjálft sig og fortíð sína. Fæst okkar geta borið höfuðið hátt og staðhæft að við höfum verið ósnort- in, stikkfrí, séð í gegnum hilling- arnar og haldið fast við klassísku gildin, nægjusemi, sparnað, fyr- irhyggju og allt hitt sem kastað var á safnhauginn í góðærinu. Í kreppunni rennur upp stund sjálfsþekkingar og játningar – syndajátningar: Við vor- um flest með í dansinum, bara mis- langt frá miðjunni sem allt snerist um, mislangt frá gullkálfinum. Kreppa er tími iðrunar, yfirbótar. Kreppa er andráin þegar við snúum baki við því sem var og byrjum uppá nýtt. Nýr sáttmáli Hrunið, kreppan, ástandið, bylt- ingarveturinn sem við lifum, kallar okkur öll til nýrrar ábyrgðar. Okkur ber að gera nýjan sáttmála við okkur sjálf, börn okkar, barnabörn, landið og allt sem okkur er heilagt – sátt- mála um að byrja uppá nýtt. Við ætt- um að strengja þess heit að frá og með þessum vetri afhjúpunarinnar munum við vera á verði, ekki trúa gagnrýnislaust þeirri heimsmynd sem að okkur verður haldið í fram- tíðinni. Við skulum vera sjálfum okk- ur trú. Við skulum sækjast eftir því einu sem við teljum rétt og bæði okkur og samferðafólkinu fyrir bestu. Aldrei aftur skulum við þegja yfir því sem við teljum satt eða láta undir höfuð leggjast að mótmæla því sem við teljum rangt eða falskt. Aldrei aftur skulum við láta segja okkur fyrir verkum, beygja okkur eða láta þagga niður í okkur. Anna Sigríður Pálsdóttir Arnfríður Guðmundsdóttir Baldur Kristjánsson Hjalti Hugason Sigrún Óskarsdóttir Sigurður Árni Þórðarson Sólveig Anna Bóasdóttir. Höfundar eru guðfræðingar okkar um koffín svipuð því hvernig fyr- irtæki brugðust við staðreyndum um reykingar. Leiðirnar sem koffín- og tóbaksfyrirtækin hafa farið til að stækka markað sinn eru líka svip- aðar.“ Markhópurinn yngist stöðugt Hann segir að koffínfyrirtækin markaðssetji nú koffíndrykki fyrir sí- fellt yngri aldurshópa, sem sé sama aðferð og tóbaksfyrirtækin notuðu fyrir nokkrum áratugum. „Á síðustu árum hefur orðið algjör sprenging í framleiðslu koffíndrykkja fyrir ungt fólk, hvort sem það er gos eða orku- drykkir. Líka eru koffínpillur sér- staklega markaðsettar fyrir stúdenta undir því yfirskini að þær bæti náms- árangur. Þetta skapar framtíðarvið- skiptavini, sem verða snemma háðir koffíni. Auglýsingar á orkudrykkjum sem halda því fram að þú getir orðið einhvers konar of- urmann- eskja með því að neyta þeirra eru ekki byggðar á staðreyndum. Og er það siðferðislega rétt að samþykkja það að við getum aukið vellíðan okkar með því að nota ákveðið efni til þess?“ Slæm áhrif á hjartaheilsu Dr. James hefur líka rannsakað áhrif koffíns á heilsufar, ekki síst á hækkaðan blóðþrýsting og þar með hjarta- og æðasjúkdóma. „Dæmi- gerður blóðþrýstingur er 120/80. Koffínneysla getur valdið 6-7 stiga hækkun þegar mest er og að jafnaði á bilinu 2-5 stiga hækkun yfir daginn.“ Hann segir að það hljómi e.t.v. ekki mikið en áhrifin geti engu að síður verið mikil. Hann vísar til víðtækra rannsókna sem kanna tengsl blóð- þrýstings við hjarta- og æða- sjúkdóma. „Öll gögnin sýna sömu mynd, það er að öll hækkun eða lækk- un blóðþrýstings hefur áhrif á tíðni hjarta- og æðasjúkdóma. Allt niður í eins stigs hækkun á blóðþrýstingi er hægt að tengja við aukningu á hjarta- sjúkdómum og heilablóðföllum í sam- félaginu. Þannig að ef stór hluti þjóð- ar innbyrðir koffín reglulega hlýtur það að hafa áhrif á blóðþrýsting, sem skilar sér í aukinni hættu á hjarta- sjúkdómum. Ef Íslendingar hættu neyslu koffíns í dag myndi það skila sér í 10-12% fækkun ótímabærra dauðsfalla vegna hjartasjúkdóma og 20% fækkun ótímabærra dauðsfalla vegna heilablóðfalla,“ fullyrðir hann. Dr. James er það mest í mun að fólk átti sig á að vinalegi kaffibollinn er líkast til ekki hollur þegar litið er til lengri tíma. „Ég drekk ekki kaffi og hef ekki gert það í 15 eða 20 ár. Í þeirri menningu sem ég ólst upp við í Ástralíu drekkur maður te sem krakki en þegar maður kemst á ung- lingsár er skipt yfir í kaffi. Ég drakk því te og kaffi í mörg ár en hætti þeg- ar ég byrjaði á þessum rannsóknum mínum. Og ég get vottað að líf án koffíns er ágætis líf!“ Háskólinn í Reykjavík, SAS Institute og PricewaterhouseCoopers hf. bjóða þér að sitja málþing föstudaginn 27. mars, kl. 8:00 – 12:00. STJÓRNUNARREIKNINGSSKIL: ERU ÞAU Í LAMASESSI HJÁ ÍSLENSKUM FYRIRTÆKJUM? Kynntar verða glænýjar niðurstöður rannsókna á stjórnunarreikningsskilum á Íslandi. Þetta er í fyrsta sinn sem slík rannsókn er gerð á Íslandi og því mikill fengur fyrir endurskoðendur, stjórnendur fyrirtækja og aðra áhugasama að sitja þingið. 8:00 – 8:30 Léttur morgunverður 8:30 – 9:15 Stjórnunarreikningsskil í íslenskum fyrirtækjum: Staða og þróun Dr. Páll Ríkharðsson dósent við Háskólann í Reykjavík og viðskiptaráðgjafi hjá SAS Institute 9:15 – 10:00 Icelandic Management Accounting in an International Perspective Dr. Carsten Rohde prófessor í reikningshaldi við Copenhagen Business School 10:00 – 10:30 Kaffihlé 10:30 – 11:15 Mikilvægi innra eftirlits fyrir stjórnendareikningsskil Ólafur Kristinsson endurskoðandi hjá PricewaterhouseCoopers hf. og Jón Óskar Hallgrímsson hagfræðingur hjá PricewaterhouseCoopers hf. 11:15 – 12:00 Stjórnendaupplýsingar og ársreikningar: Er grundvallarmunur þarna á? Stefán Svavarsson endurskoðandi og dósent í hlutastarfi við Háskólann í Reykjavík Fundarstjóri er Guðfinna Bjarnadóttir Aðgangur er ókeypis og öllum opinn Staðsetning: Háskólinn í Reykjavík, Ofanleiti 2, stofa 101 Vinsamlega tilkynnið þátttöku á skraning@ru.is Bílgreinasambandið Aðalfundur BGS 2009 verður haldinn á Radisson SAS Hótel Sögu fimmtudaginn 26. mars kl. 15:00 Salur: Harvard II Kl. 15:00 - 15:15 Setning fundar Guðmundur Ingi Skúlason formaður BGS. Kl. 15:15 - 16:00 Erindi: Hvatning á óvissutímum Jóhann Ingi Gunnarsson, sálfræðingur Kl. 16:00 - 16:15 Kaffihlé Kl. 16:15 - 17:30 Venjuleg aðalfundarstörf Dagskrá skv. 8. gr. laga BGS 1. Skýrsla stjórnar. 2. Reikningar skýrðir og bornir upp til samþykktar. 3. Kosning formanns. 4. Kosning stjórnar. 5. Önnur mál. Stjórn BGS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.