Morgunblaðið - 22.03.2009, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 22.03.2009, Blaðsíða 44
44 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. MARS 2009 ÍS LE N SK A /S IA .IS VI T 45 64 4 03 /0 9 VITA er lífið Kanarí Roque Nublo Verð: 84.900 kr. og 15.000 Vildarpunktar á mann miðað við 2 í íbúð m/1 svefnh. Innifalið: Flug, flugvallarskattar, íslensk fararstjórn og gisting. Flugsæti Verð: 54.900 kr. og 15.000 Vildarpunktar Flug fram og til baka og flugvallarskattar. Beint morgunflug með Icelandair VITA | Skútuvogi 13a | Sími 570 4444 | VITA.is Allra síðustu sætin til Kanarí í vetur á einstöku tilboðsverði ÁGIRND og valda- græðgi eru þeir lestir sem löngum hafa fylgt manninum og leitt til hvað mestra hörmunga í veröldinni svo sem arðráns, mis- skiptingar verðmæta, ofbeldis, ánauðar og styrjalda. Á allra síð- ustu árum hefur mis- skipting aukist jafnt of þétt og sið- gæðisvitund hrakað að sama skapi. Þessi óheillaþróun hefur verið hvað ljósust í fjármálafyrirtækjum landsins. Það sýnir mjög brenglað siðgæði þegar einstaka menn nýta sér aðstöðu sína til þess að taka sér ofurlaun jafnvel nokkur hundr- uð föld laun meðalþegnsins. Það sýnir einnig siðgæðisbrest þegar nokkrir svokallaðir „lykilmenn“ þiggja miljarða tugi að láni til hlutabréfakaupa gegn öðrum og ómerkilegri tryggingum en al- mennir viðskiptamenn sama banka verða að útvega. Bendir það ekki til bágborinnar siðgæðisvitundar að „útrásarvíkingar“ biðja um lán upp á tugi og hundruð milljarða af almannafé eftir að hafa safnað botnlausum skuldum og lagt í rúst lánstraust og lánshæfni þjóð- arinnar út á við? Og hvað á að kalla það þegar komið er með við- skiptafélaga sinn frá London, sem býðst til að kaupa skuld við Landsbankann á 5% af nafnverði gegn niðurfellingu 95% af láninu, sem þýddi um það bil 190 miljarða afskrift gegn 10 milljarða greiðslu? Má ekki flokka þessa framkomu undir meira en litla ósvífni? Þessi sami maður, sem bað um afskrift á 190 milljörðum kaupir nokkrum dögum síðar Fréttablað- ið, Stöð 2, Bylgjuna og vænan hlut í Morgunblaðinu og greiðir í reiðufé 1,5 milljarða fyrir góssið ásamt yfirtöku á skuldum upp á nokkra milljarða. Ætti ekki fjöl- miðlafólkið og hinar óháðu rit- stjórnir að upplýsa þessi viðskipti. Það heyrist ekki hósti né stuna frá réttlætisfullum blaðamönnum eins og Þorsteini Pálssyni, eða Birni Inga Hrafnssyni. „Sá á hund, sem elur,“ var einu sinni sagt. Það er ekki að ástæðulausu að þessi athafnamaður leggur ofur- kapp á að ná eignarhaldi á fjöl- miðlunum og hafa þetta sem kallað er fjórða valdið „í sínu brauði.“ Það er heldur ekki reynt að upplýsa hverjir beri ábyrgð á því að einum manni og fyrirtækjum, sem hann ræður, eru lánaðir 900- 1.000 miljarðar. U.þ.b. 200-300 miljörðum hærri upphæð en lánið frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og öllum svokölluðum vinaþjóðum, sem nú er verið að semja um þjóð- inni til bjargar. Ljóst var eftir fræga tveggja turna ræðu í Borgarnesi að Ingi- björg Sólrún Gísladóttir hafði tek- ið Baugsliðið í faðm sinn. Síðan má kalla að Baugur hafi verið brjóst- mylkingur Samfylkingarinnar og sá flokkur sé nánast hinn pólitíski armur Baugsveldisins. Framganga Samfylkingarinnar í Evrópumálum lýsir þvílíkum óheil- indum og siðblindu gagnvart fyrr- verandi samstarfsflokki að það er með endemum. Öll sú umræða þjónar fyrst og fremst útrásarlið- inu, sem lagði á skömmum tíma ágætan efnahag þjóðarinnar í rúst og náði fram í græðgi sinni meiri ójöfnuði í kjörum fólks en hér hafði þekkst um aldir. „Auðmenn- irnir“ okkar virðast eiga þá ósk heitasta að koma Íslendingum undir hagstjórnina í Brussel þar sem fjármálabraskið skipar mjög veglegan sess í hagkerfinu og mis- skipting lífskjara blómgast ár frá ári og stöðugt atvinnuleysi heldur uppi stöðugleika. Það er nöturlegt en eigi að síður staðreynd að „Jafnaðarmanna- flokkur Íslands“ skuli vera sá flokkur sem harðast berst fyrir ójafnaðarstefnunni frá Brussel og græðgisvæðingu íslensku „gull- drengjanna“ á einkaþotunum. Vantar ekki þjóðfélagið í dag sterkara almenningsálit sem for- dæmir siðblinduna og eflir á ný heilbrigða siðgæðisvitund og lítur þá smáum augum sem þjóna ágirnd og valdagræðgi? Gjörspillt siðgæði Gunnar Oddsson og Sigtryggur Jón Björnsson skrifa um samfélagsmál » Vantar ekki þjóðfé- lagið í dag sterkara almenningsálit sem for- dæmir siðblinduna og eflir á ný heilbrigða sið- gæðisvitund og lítur þá smáum augum sem þjóna ágirnd og valda- græðgi? Gunnar Oddsson Gunnar Oddsson, fv. bóndi, Sigtryggur Jón Björnsson kennari. Sigtryggur Jón Björnsson VERT er að benda fólki á að athuga vel sinn gang áður en teknar eru ákvarðanir um að eiga viðskipti við „rafvirkja“ sem auglýsa á barnalandi Morgunblaðsins, mbl.is. Oftar en ekki eru þetta aðilar sem búa yfir tak- markaðri kunnáttu og hafa ekki réttindi til að selja þjónustu sína á rafmagnssviði. Dæmi um auglýsingu á Barna- landi á dögunum: „Ég er á síðasta ári í rafvirkjun og hef unnið sem slíkur í nokkur ár. Get tekið að mér verkefni um kvöld og helgar á góðu verði. Hægt er að ná í mig í síma xxx xxxx eða í skilaboðum.“ Þarna virðist sem um nema sé að ræða, á síðasta ári í rafvirkjun, þrátt fyrir að hafa unnið sem slíkur í nokkur ár. Hann er ekki raf- virki og góða verðið byggir hann líklega á nótulausum við- skiptum. Ef hann er í vinnu hjá rafvirkja- meistara á daginn er ólíklegt að vinnuveit- andi hans hafi vitn- eskju um að þeir séu í samkeppni á kvöldin og um helg- ar. Dæmi um aðra auglýsingu á Barnalandi: „Rafvirki óskast til að taka raf- magnið í gegn í 130 fermetra rað- húsi plús 20 fermetra bílskúr. Til- boð óskast.“ Þarna er greinilega hætta á að raflögn í stóru húsi geti lent í höndunum á rétt- indalausum rafvirkjanema. Vert er að geta þess að einungis rafverk- takar sem löggiltir eru af Neyt- endastofu mega taka að sér raf- verktöku og/eða annast viðgerðir á hvers konar rafföngum. Þeim er gert að virða lög og reglugerðir þannig að kröfum um gæði vinnu og öryggi búnaðar sé fullnægt. Nýsett lög um endurgreiðslu virðisaukaskatts taka til þeirrar vinnu sem hér um ræðir. Nótulaus viðskipti við ábyrgðarlausa menn eru ekki áhættunnar virði. Varasamir rafvirkjar á barnalandi Ásbjörn R. Jóhann- esson varar við aug- lýsingum ófag- lærðra iðnaðarmanna » Oftar en ekki eru þetta aðilar sem búa yfir takmarkaðri kunn- áttu og hafa ekki rétt- indi til að selja þjónustu sína á rafmagnssviði. Ásbjörn R. Jóhannesson Höfundur er framkvæmdastjóri SART – Samtaka atvinnurekenda í raf- og tölvuiðnaði. Á VORMÁN- UÐUM ársins 2008 buðu Ríkiskaup út bílaleigubílanotkun opinberra aðila. Sam- kvæmt útboðs- gögnum þeim sem lögð voru til grund- vallar útboðinu voru gerðar ríkar kröfur til bjóðenda í mörgum liðum. Samkvæmt út- boðslýsingunni var bjóðendum skylt að uppfylla útboðsskil- málana – að öðrum kosti kæmu þeir ekki til álita þegar kæmi að því að semja við Ríkiskaup. Annað kom á daginn. Einungis þrír aðilar tóku þátt í útboðinu, þar af einn sem ekki uppfyllti út- boðsskilmála þá sem Ríkiskaup lögðu til grundvallar útboðinu. Sá bjóðandi var Alp ehf. sem mark- aðssetur vörur sínar undir vöru- merkjunum Avis og Budget. Fjármálaráðuneytinu og Rík- iskaupum var strax gert viðvart um að ekki væri allt með felldu og var farið fram á að ekki yrði gengið frá samningum við bjóð- endur fyrr en úr því hefði verið skorið hvort allir uppfylltu út- boðsskilmálana. Því neitaði for- stjóri Ríkiskaupa og gekk frá samningi við Alp ehf. þrátt fyrir ósk fjármálaráðuneytisins um að bíða með það. Hverra hagsmuna var forstjóri Rík- iskaupa að gæta? Málið fór síðan fyrir kærunefnd útboðs- mála og var nið- urstaða nefndarinnar sú að Alp ehf (Avis og Budget) hefði ekki uppfyllt útboðs- skilmálana. Langt því frá. Mikil brota- löm var í þeim gögn- um sem skilað var og hefði fyrirtækið því ekki átt að koma til greina sem samn- ingsaðili við ríkið. Aðrir bjóð- endur fá ekki rönd við reist, fjár- málaráðuneytið svarar ekki ítrekuðum bréfum um það hvort ráðuneytið ætli sér að bera ábyrgð á þeim vinnubrögðum sem tíðkast í Ríkiskaupum eða ekki. Margir mánuðir eru liðnir síðan fyrsta bréf fór til ráðuneyt- isins en ekkert bólar á svari þrátt fyrir ítrekanir þar um. Á meðan auglýsir Alp (Avis og Budget) að þeir hafi verið númer eitt í útboði Ríkiskaupa þrátt fyr- ir að hafa ekki uppfyllt skil- málana og því með illa fenginn samning í höndunum og því illa fengið fé sem fyrirtækið fær í hendur í skjóli Ríkiskaupa eða forstjóra stofnunarinnar. Hver er réttur annarra bjóðenda? Er eðli- legt að ríkið gangi til samninga við aðila sem ekki uppfylla út- boðsskilmála? Eru það þær leik- reglur sem forsvarsmenn ríkisins vilja fylgja? Hverra hagsmuna er forstjóri Ríkiskaupa að gæta? Alp (Avis og Budget) hafa farið mikinn undanfarið og senda þing- mönnum og ráðherrum okkar Ís- lendinga bréf þar sem þeir skammast yfir því að fá ekki nægjanleg viðskipti þrátt fyrir undirboð á markaði, sem á víst að vera ólöglegt í nútíma þjóðfélagi. Þeir skamma stjórnendur stofn- ana fyrir að vilja ekki versla við þá og krefjast þess að ríkisstofn- anir kaupi hjá þeim þjónustu. Þetta vilja þeir gera á grundvelli illa fengins samnings við Rík- iskaup. Samning sem aldrei átti að gera þar sem útboðsskilmálar voru ekki uppfylltir. Er eðlilegt að ríkisfyrirtæki stundi viðskipti við slíka aðila? Er það vilji þeirra sem sýsla með opinbert fé, að því sé varið til viðskipta við fyrirtæki eins og Alp (Avis og Budget)? Ef þetta eru skilaboðin frá ríkinu, er þá ekki rétt að taka það sér- staklega fram í útboðsskilmálum að sumir bjóðendur þurfi ekki að uppfylla skilmálana og þá tiltaka hverjir það eru og á hvaða for- sendum? Ég bara spyr! Var rétt að málum staðið? Björgvin Njáll Ing- ólfsson skrifar um samning Rík- iskaupa við bílaleig- una Alp (Avis og Budget). »Mikil brotalöm var í þeim gögnum sem skilað var og hefði fyr- irtækið því ekki átt að koma til greina sem samningsaðili við ríkið. Björgvin Njáll Ingólfsson Höfundur er framkvæmdastjóri Hertz, Bílaleigu Flugleiða ehf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.