Morgunblaðið - 22.03.2009, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 22.03.2009, Blaðsíða 22
22 Tungumál MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. MARS 2009 Eftir Pétur Blöndal pebl@mbl.is Í slendingar eru hugsanlega ekki jafn hæfir í ensku og þeir telja sig vera, að sögn Huldu Kristínar Jónsdóttur, dokt- orsnema við Háskóla Íslands. Ofmat á eigin enskukunnáttu getur valdið alvarlegum örðugleikum í al- þjóðlegum samskiptum og hefur jafnvel þegar skaðað hagsmuni þjóð- arinnar. Rannsókn Huldu er liður í heild- arúttekt á stöðu enskunnar á Ís- landi, allt frá leikskóla og upp í við- skiptaheiminn sem hefur yfirskriftina „enska á Íslandi“ og er unnin ásamt Birnu Arnbjörnsdóttur, Pétri Knútssyni, Matthew Whelp- ton, Hafdísi Ingvarsdóttur, Samuel Lefevre, Robert Berman, Auði Torfadóttur og Ásrúnu Jóhanns- dóttur. Sjálf er Hulda Kristín tví- tyngd og ólst alfarið upp í London. 90% námsefnis á ensku Hulda er núna í doktorsnámi. „Ég sérhæfi mig í tvítyngi og hef áhuga á menningarlæsi þar sem það er stór þáttur í lífi mínu. Ég hef fylgst grannt með þróun enskunnar á Íslandi síðustu fimm árin, kennt á háskólastigi og einnig á eigin vegum í viðskiptaheiminum. Í tengslum við það hef ég unnið að því að kortleggja færni Íslendinga í ensku og notkun málsins, þá fyrst og fremst hvort enskukunnátta sé eins góð og við viljum vera láta. Grunnniðurstöður benda til að svo sé ekki.“ – Nú? „Fyrir því eru margar ástæður. Við búum í umhverfi þar sem mikið er um ensku, svo sem í sjónvarpi, bíóhúsum og á netinu. Áhrifin eru mikil af enskunni og fyrir vikið fær fólk falskar hugmyndir um getu sína, það er ágætlega fært í sjón- varpsensku og skólakrakkar fá ákveðinn grunn í menntaskólaensku. En svo stökkva þeir beint inn í akademíska ensku og tækniensku á háskólastigi. Eins og ég og leiðbein- andinn minn, Birna Arnbjörnsdóttir, höfum sýnt fram á, þá eru um 90% námsefnis við háskóla á Íslandi á flestum fræðasviðum á ensku og töluverður þrýstingur er á svið og deildir að bjóða kennslu á ensku. Krakkarnir fara því frá mjög ein- földu málumhverfi í mun flóknara, en lítil sem engin samloðun virðist á milli þessara stiga. Þetta er stórt stökk því þrátt fyrir að grunnorða- forði myndist snemma hjá Íslend- ingum staðna þeir í grunnskóla og framhaldsskóla. Ein af ástæðunum er sú að nánast engin áhersla er lögð á munnlega tjáningu. Ýmislegt bendir til að afleiðing- arnar af þessu séu neikvæðar því námsefni krefst fullkomins skilnings til þess að það sé fullnýtanlegt í námi. Takmörkuð enskukunnátta kann því að hamla lærdómi.“ Viðurkenna ekki veikleika – Og háir það Íslendingum eftir útskrift? „Já, þeir fara út í atvinnulífið þeirrar trúar að þeir séu fullkomlega færir í ensku. En margt bendir til að þeir séu kannski færir um að tjá sig formlega í sínu fagi en geti lent í vandræðum þegar kemur að öðrum samskiptum. Og tilhneigingin er sú að þeir viðurkenna ekki veikleika sína á því sviði.“ – Hvernig stendur á því? „Ég held að rótin að því sé að vissu leyti þessi mikla áhersla á hreina íslenska tungu. Hér er litið niður á fólk sem talar ekki nógu góða íslensku. Ísland er eina landið sem ég hef komið til þar sem maður er leiðréttur úti á götu. Og þar sem áherslan er svona mikil á vandað ís- lenskt mál virðist verða óbein yf- irfærsla sem veldur því að Íslend- ingar eiga erfitt með að viðurkenna að þeir eigi í vandræðum með ensk- una. Þegar tekin var umdeild ákvörðun um að samskiptamálið í sumum ís- lenskum fyrirtækjum yrði enska voru ansi margir ekki hæfir í slíkt ævintýri. En það var ekki rætt. Kannski var litið á það sem skömm að viðurkenna að enskukunnátta Ís- lendinga stæði ekki undir því. Og umræða um tvítyngi á ekki við í þessu samhengi. Misskilnings virðist gæta um merkingu þess því það þýð- ir að færnin sé jafnmikil í tveim tungumálum. Enskukunnátta Ís- lendinga er ansi fjarri því. Markmiðið með ritgerð minni er að greina hversu góðir Íslendingar eru í ensku og ef niðurstöður sýna að við erum ekki eins hæf og við teljum okkur vera, hvaða afleiðingar það hefur. Tengist það jafnvel þeirri þró- un sem átt hefur sér stað í íslensku efnahagslífi? Íslensk fyrirtæki hafa treyst sér til að tefla djarft í alþjóð- legum samskiptum en stóð ensku- kunnáttan undir því? Ég hef fundið að gerðar eru ósanngjarnar kröfur til starfsfólks um að það tali og skrifi óaðfinnanlega ensku. Ég skil ekki al- veg hvaðan þessir hæfileikar eiga að koma!“ Hulda Kristín hlær. „Á það að koma frá fjórum árum í framhaldsskóla? Eða hvaðan? Það er það sem ég skil ekki!“ Skortur á menningarlæsi – Hverjar geta afleiðingarnar orð- ið? „Það skortir á menningarlæsi, nokkuð sem ég kalla þvermenning- arlega samskiptahæfni, og ef til vill má heimfæra það á samskipti Ís- lands og Bretlands í tengslum við bankahrunið. Þar var áberandi hvað Gordon Brown og Alistair Darling kváðu sterkt að orði um Íslendinga. Ef skoðað er val þeirra á orðum var í raun ráðist á okkur á blaðamanna- fundum sem þeir héldu. En viðbrögð ríkisstjórnarinnar hér heima voru mjúk, nánast eins og hún áttaði sig ekki á því hversu mikil alvara bjó undir. Það er líka athyglisvert hvernig Íslendingar upplifa sig út á við, standa saman sem ein þjóð. Mér fannst það koma fram í máli Geirs H. Haarde, sem talaði frá upphafi um Ísland, ekki bankana eða kerfið. Upplifunin í Bretlandi var því sú að það hefði verið Ísland sem hefði brugðist. Ef við berum þetta saman við Enron eða Lehman heyrðum við bandarísk stjórnvöld aldrei tala um Bandaríkin á sama hátt. Þótt Íslend- ingar upplifi sig sem heild þurfa þeir að fara varlega í slíkar yfirlýsingar erlendis því þær geta valdið mis- skilningi. – Nú var eftir því tekið á blaða- mannafundunum hversu góð ensku- kunnátta Geirs er? „Ég er sammála því en hann er samt Íslendingur og hefur ekki til- finninguna sem fylgir móðurmáls- kunnáttunni. Það sama gildir um samtal Darlings og Árna Mathiesen. Þar er áberandi hvað Darling er kurteis og vinalegur og virkar hjálp- samur, þegar samtalið er lesið, svo- lítið eins og hann sé að leita upplýs- inga hjá vini sínum. En þetta er dæmigerð aðferð Breta til þess að sækja upplýsingar og því kurteisari sem þeir eru þeim mun meiri var- kárni þarf að sýna. Ég er ekki viss um að Árni hafi áttað sig á alvöru samtalsins og velti því fyrir mér hvort samtalið hefði farið eins fram ef hann hefði getað talað íslensku. Það er nokkuð sem Íslendingar þyrftu að gera oftar til að afstýra misskilningi í veigamiklum sam- tölum, einfaldlega með því að ráða túlk því misvægið er alltof mikið ef annar talar móðurmálið en hinn sitt annað mál. Darling upplifði samtalið greinilega með allt öðrum hætti en Árni og það segir mér að upplýs- ingaflæðið hafi ekki verið í lagi. Ég veit til þess að Bretar og Bandaríkjamenn nota flókinn orða- forða viljandi á erfiðum alþjóðlegum fundum til þess að vekja minnimátt- arkennd hjá viðmælendum sínum og það virkar sérlega vel á Íslendinga því fyrr skulu þeir dauðir liggja en viðurkenna vanhæfni í tungumálinu! Ég spyr, ef Íslendingar skilja ekki allt sem sagt hefur verið í samtalinu, hvort sem er í viðskiptum eða á öðr- um vettvangi, og fá það aldrei á hreint er það þá ekki tifandi tíma- sprengja? Svo hleðst utan á þennan punkt og vandamálið verður verra og verra í stað þess að viðurkennt sé í upphafi að tungumálið skildist ekki alveg.“ – Nú lærðu báðir þessir menn í enskumælandi löndum? „Já, eitt er að tala fína ensku, og ég efast um að aðrir íslenskir stjórn- málamenn standi þar eitthvað betur að vígi, en Íslendingar þurfa að átta sig á því að tungumálakunnátta felst einnig í menningarlæsi og sam- skiptahæfni. Það vekur til dæmis undrun þegar samtal Darlings og Árna er lesið að Darling ruglar hon- um saman við viðskiptaráðherra í upphafi samtalsins og Árni þarf að leiðrétta hann. Ef Bretar rugla sam- an tveim mönnum með þessum hætti eru það alvarleg afglöp og næsta víst að þeir biðjist innilegrar afsökunar. Enda er þetta gróf móðgun. En Dar- ling virðist lítið kippa sér upp við þetta sem er vísbending um að þetta hafi verið viljandi til að koma Árna úr jafnvægi. Þetta gaf tóninn fyrir samtalið. Og þarna mátti Árni fara að vara sig.“ Morgunblaðið/Kristinn Ofmat „Áhrifin eru mikil af enskunni og fyrir vikið fær fólk falskar hugmyndir um getu sína,“ segir Hulda Kristín Jónsdóttir. Sjálfstraust meira en kunnátta? Ég á yndislegan föður hérheima, en flutti á barns-aldri með móður minni til London og uppeldisfaðir minn er Líbani,“ segir Hulda Kristín. „Þannig að ég ólst upp við bland- aða menningu og eyddi miklum tíma í Líbanon og á Kýpur, heim- sótti til dæmis stjúpfjölskyldu mína í Beirút á stríðsárunum og eftir þau.“ – Hvernig vegnar þeim núna? „Illa,“ svarar Hulda Kristín. „Þjóðfélagið hafði verið byggt upp eftir stríðið, þar var orðið ofboðs- lega fallegt aftur og yndislegt að koma þangað. Menningin hafði verið endurvakin og landið farið að líkjast gamla Líbanon. Svo kom aftur upp ágreiningur og nú er bú- ið að knésetja Líbanon. Þetta var styrjaldarástand og fjölskyldan okkar missti allt sitt. Við náðum ekki sambandi við þau meðan átökin stóðu yfir, tíu dagar liðu án þess að stjúpfaðir minn heyrði í systur sinni og hann beið með tár- in í augunum eftir því að fá fregn- ir af þeim. Það er skelfilegt hvað fólk hefur mátt þola.“ – En hvernig er að eiga hálflíb- anska fjölskyldu í London? „Stjúpfaðir minn er kristinnar trúar, ekki múslimi. En hræðslan er mikil í garð araba. Það er kannski reynt að gera það ekki á áberandi hátt en það er greinilegt hverjir eru teknir til hliðar á flug- völlum. Og fólk fer jafnvel úr lest- arvögnum ef múslimi stígur inn. Fordómarnir eru miklir og fárán- leikinn sem því fylgir. Þetta er svipað og að dæma alla Íra út frá IRA. Maður skilur hræðsluna upp að vissu marki en það gengur ekki að dæma heila trú eða þjóðflokk út frá nokkrum einstaklingum. Það er álíka og að dæma íslensku þjóðina fyrir fjóra banka. Mað- urinn minn lenti í ágreiningi í við- skiptaferð í Hollandi um daginn þar sem hann var tekinn í gegn fyrir að vera Íslendingur og spurð- ur hvernig hann dirfðist að láta sjá sig þar í landi.“ – Hvernig stóð á því að þú flutt- ist til Íslands? „Það var fallegur víkingur sem kom og rændi mér,“ segir Hulda Kristín og hlær. „Ég ætlaði að vera heima í eitt ár þegar ég var átján ára, læra tungumálið og kynnast íslensku hliðinni á mér. En svo þegar ég ætlaði utan aftur kom til sögunnar þessi fallegi karlmaður og ég hef verið gift honum síðan!“ Rænt af víkingi HEILDARÚTTEKT Á STÖÐU ENSK- UNNAR Á ÍSLANDI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.