Morgunblaðið - 22.03.2009, Side 57

Morgunblaðið - 22.03.2009, Side 57
Velvakandi 57 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. MARS 2009 Grettir BÍÐIÐ HÉR ÞAR TIL YKKUR ER VÍSAÐ TIL SÆTIS BÍÐIÐ HÉR ÞAR TIL YKKUR ER VÍSAÐ TIL SÆTIS SITTU Kalvin & Hobbes ER ÞETTA SKILTI? JÁ, ÉG ÆTLA AÐ NEFNA LÆKINN Í SKÓGINUM EFTIR MÉR EF MAÐUR ER FYRSTUR TIL AÐ FINNA EITTHVAÐ ÞÁ MÁ MAÐUR NEFNA ÞAÐ OG SETJA UPP SKILTI EN ÞÚ FANNST HANN EKKI FYRSTUR! ÉG ER FYRSTUR! ÞAÐ ERU ENGIN ÖNNUR SKILTI VIÐ LÆKINN Kalvin & Hobbes MAMMA, MEGUM VIÐ HOBBES FARA ÚT AÐ LEIKA? NEI! AF HVERJU? ÞÚ VERÐUR BLAUTUR OG HVAÐ ER AÐ ÞVÍ? ÞIÐ GÆTUÐ FENGIÐ LUNGNABÓLGU, LENT Á SPÍTALA OG DÁIÐ! ÉG VAR BÚINN AÐ GLEYMA ÞVÍ HVAÐ MAMMA ER SVART- SÝN ÉG VISSI EKKI AÐ SMÁ SKÚRIR GÆTU VERIÐ SVONA HÆTTULEGAR Kalvin & Hobbes HOBBES, VILTU KOMA AÐ SPELUNKA MEÐ MÉR? FINNDU ÞÉR BARA STEIN OG ÉG SKAL SÝNA ÞÉR ÞAÐ HVAÐ Í HEIMINUM ER SPELUNK? Ferdinand ER EKKI KOMINN TÍMI TIL AÐ ÞÚ FARIR AÐ KASTA ÞESSU PRIKI?!? Gæsamamma og Grímur ÉG ÞOLI EKKI SVONA STÓRAR VEISLUR. ÉG VEIT ALDREI HVAÐ ÉG Á AÐ SEGJA VIÐ FÓLK SEM ÉG ÞEKKI EKKI! FYRIRGEFÐU, ERT ÞÚ AÐ HALDA ÞESSA VEISLU? HVAR ER BARINN OG HVAÐ ER Í MATINN? Hrólfur hræðilegi ÞAÐ ER EKKERT MÁL. BRJÓTTU BARA ÍSINN MEÐ GÓÐRI SPURNINGU Strandrof NÚ HÖFUM við les- endur Morgunblaðsins fengið fréttir af miklu landrofi á Kjalarnesi. Örlygur Hálfdánarson benti fyrir nokkrum árum á mikið rof sem hefir orðið í Viðey. Sá er þetta ritar taldi um tíma að þetta rof í eyj- unni væri vegna hafn- argerðar og dýpkunar í Sundahöfn. Svo fór að fréttast af svipuðum fyrirbærum uppi á Kjalarnesi og í Kjós. Fórum við Örlygur þangað að skoða og sáum ýmislegt skrýtið. Vegur að eyðijörðinni Prestshúsum var horfinn, það eina sem benti til þess að þarna hefði verið vegur var hliðstólpi sem stóð á sjávarbakka og hliðgrindin hékk yf- ir fjörunni sem er nokkrum metrum neðar. Eiginlega ætti að friða þetta fyr- irbæri því það er með því merki- legra sem sést hefir síðan Salvador sálugi Dali kvaddi þennan heim. Gallinn er bara sá að enginn veit hver höfundurinn er. Skipstjórar sanddæluskipa liggja undir grun en þeir hafa aðeins leyfi til þess að sjúga upp sand langt frá landi. Bændur þar upp frá hafa orðið varir skipaferða á myrkum nóttum og hafa jafnvel hlustað á spjall skip- verja. Þess ber þó að geta að hljóð geta borist langa leið eftir yfirborði sjávar ef loftið er kaldara en sjór- inn. Eitt af því sem rannsakað var þegar Surtsey varð til var þróun strandarinnar. Eftir einn vetur hafði aldan brotið niður hraunið næst sjónum og þeir steinar sem voru það stórir að sjórinn skolaði þeim ekki burt höfðu myndað brim- stall í fjörunni og út í sjó. Þegar alda gengur á land styttist hún og hækkar með minnk- andi dýpi, þegar dýpið er komið niður í u.þ.b. tvöfalda ölduhæðina er aldan ekki lengur stöð- ug, veltur fram, brotn- ar og ölduorkan um- breytist í straum sem vellur um fjöruna. Eft- ir að brimstallur hefir myndast er ströndin nokkuð stöðug eftir það. Ef grjót er í fjör- unni er stallurinn stuttur og brattur. Sandfjörur eru með litlum halla og þar nær stallurinn langt út. Sjór og strönd eru oftast í jafnvægi sem getur þó raskast í af- takaveðrum eins og varð árið 1799 þegar Básendakaupstaður lagðist af og tenging Örfiriseyjar við land rofnaði. Fjörurnar í Hvalfirði eru það langt frá hafinu að efnið er frek- ar fíngert og brimstallurinn hallalít- ill, ef efni er tekið úr stallinum get- ur það runnið til, aldan fer að brotna á ströndinni sem brotnar niður og fer að mynda nýjan stall. Vinnsla byggingarefna af sjáv- arbotni er örugglega hagkvæm að- ferð, ekki þarf að leggja vegi fyrir þunga umferð, dekkjaslit er ekkert, eldsneytiskostnaður er lægri en með vörubílum og skip endast leng- ur en bílar. Verðmyndun bygging- arefnanna ræðst af flutningskostn- aði á landi og er þá ekki ósanngjörn krafa að námufyrirtækin fergi botn- inn undan ströndunum svo botninn renni ekki út. Gestur Gunnarsson tæknifræðingur.     Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Bólstaðarhlíð 43 | Farið verður í ferða- lag frá Bólstaðarhlíð, 26. mars kl. 13- 16.30. Skáltholtshringurinn ekinn og far- ið í kaffi á Gömlu Borg í Grímsnesi. Skráning og greiðsla á skrifstofu fyrir þrið. 24. mars. Félag eldri borgara, Reykjavík | Dans- leikur kl. 20, Borgartríó leikur fyrir dansi. Skrifstofan er opin virka daga kl. 10-16. Félagsheimilið Gjábakki | Einmán- aðarfagnaður með dagskrá og kaffihlað- borði verður 26. mars kl. 14. Félagsstarf Gerðubergi | Stafganga þriðjud. og föstud. kl. 10.30 og mið- vikud. kl. 10.30 er leikfimi, leiðsögn veit- ir Sigurður R. Guðmundsson íþrótta- kennari. Mánud. kl. 9 og föstud. kl. 13 er leikfimi og kaffi í ÍR-heimilinu v/ Skógarsel, umsj. Júlíus Arnarsson íþróttakennari. Háteigskirkja | Félagsvist kl. 13 á morg- un. Stund og fyrirbænir í kirkjunni á mið- vikudag kl. 11, súpa kl. 12, brids kl. 13. Bridsaðstoð fyrir dömur á föstud. kl. 13. Hraunsel | Stjórn FEBH hefur opna skrifstofu í Hraunseli mánudaga kl. 13-15 og föstudaga kl. 10-12. Boccia á mánu- dögum kl. 13.30, ekki á föstudögum. Að- alfundur félagsins verður 26. mars. Hæðargarður 31 | Gengið „Út í bláinn“ alla laugard. kl. 10. Ókeypis tölvuleið- beiningar á mánudögum og mið- vikudögum kl. 13.15-15. Skráning hafin í vorferð í Borgarfjörð. Dagskrá í Land- námssetrinu. Uppl. í s. 411-2790. Íþróttafélagið Glóð | Ringó í Smár- anum kl. 10.40 á mánud. og á laugard. kl. 9.30 í Snælandsskóla. Leikfimi í Kópavogsskóla kl. 17 og línudans á þrið. kl. 14.30, byrjendur og framh. kl. 15.30. Hringdansar í Lindaskóla kl. 15. Uppl. í s. 564-1490, 554-5330 og 554-2780. Korpúlfar, Grafarvogi | Ganga frá Egils- höll kl. 10 á morgun. Vesturgata 7 | Páskabingó verður miðvikud. 1. apríl kl. 12.45. Vinningar og veislukaffi. Vitatorg, félagsmiðstöð | Skemmtun verður fimmtud. 26. mars kl. 17, allir vel- komnir. Matur, skemmtiatriði og dansað við undirleik Vitatorgsbandsins. Skrán- ing og uppl. í s. 411-9450. Á MYNDINNI má sjá hvar nemendur í Lindaskóla eru önnum kafin við að undirbúa afrakstur þemaverkefnis síns, en þemavika var í skólanum dagana 16.-20 mars. Þemað hjá eldra stigi nemenda var Rauði krossinn. Verkefnin sem þau unnu voru meðal annars að setja á svið flóttamannabúðir, prjóna og sauma fatnað fyrir Rauða krossinn og einnig settu þau upp skiptifatamark- að. Ákveðið var að gefa til Rauða krossins fatnað sem yrði afgangs á mark- aðnum og svo söfnuðu þau peningum til styrktar Rauða krossinum. Þemavika í Lindaskóla í Kópavogi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.