Morgunblaðið - 22.03.2009, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 22.03.2009, Blaðsíða 50
50 Minningar MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. MARS 2009                          ✝ Guðjón Bjarn-freðsson, garð- yrkjumaður og kvæðamaður, fædd- ist á Efri-Steinsmýri í Meðallandi 3. mars 1919. Hann kvaddi þennan heim á Dval- arheimilinu Eir í Grafarvogi 28. jan- úar 2009, nærfellt níræður að aldri. Foreldrar hans voru Skaftfellingar ,,aftur fyrir eld“, Bjarnfreður Ingi- mundarson og Ingibjörg Sig- urbergsdóttir, vel gefin og vel gerð bæði. Bjarnfreður naut virðingar og varð sýslunefndarmaður ungur. Hann varð sjálflærður nátt- úrufræðingur og skrifaði ritgerðir í Náttúrufræðinginn, en ekki þótti hann mikill búmaður. Ingibjörg var aftur jarðbundnari og búkona góð. Þau bjuggu allan sinn búskap á Efri-Steinsmýri. Börnin á bæ Bjarnfreðs og Ingibjargar urðu 20 á 29 árum. Þau höfðu byrjað bú- skap skömmu áður en Katla gaus 1918. Búið var lítið, 50 ær, einn hestur og ein kýr. Flestum ánum þurfti að slátra bótalaust eftir gosið vegna öskumengunar og heyleysis. Guðjón fæddist í fjósbaðstofu við ylinn frá kúnni, sem var undir baðstofugólfinu. Og var sá fimmti var um fertugt til að heimsækja systur sína fyrir austan, sem hann hafði aldrei séð. Guðjón fór þriggja ára að Hlíð í Skaft- ártungu, þar sem hann ólst upp við gott atlæti. Það var hans kæra æskuheimili síðan. Guðjón var einn af bestu kvæðamönnum Iðunnar og nokk- ur kvæðalög var hann einn um að kunna og var fús að kenna öðrum. Við köllum þær skaft- fellsku stemmurnar. Með þeim lagði hann merkan skerf til söfn- unar Iðunnar á kvæðalögum. Guðjón var hagmæltur vel. Hann gaf út vísnakver árið 1981, sem hann kallaði ,,Raulað við haka og skóflu“. Þar eru vísur spilandi af léttlyndi. Ingimar Halldórsson, félagi okkar í Kvæðamannafélaginu Iðunni, vél- ritaði allt kverið árið 1997 og bætti við vísum, sem orðið höfðu til eftir 1981. Guðjón var smekk- maður á bækur og átti fallegt vel með farið bókasafn. Hann stund- aði nám við Garðyrkjuskólann að Reykjum í Ölfusi og vann lengst á því sviði og ýmsa aðra vinnu inn á milli. Hann starfaði um skeið í Hveragerði og Þorláks- höfn og um árabil hjá Skrúð- görðum Reykjavíkur. Hafliði Jónsson garðyrkjustjóri fékk Guðjón til að taka að sér að verða eins konar aðstoðarmaður eða ráðsmaður hjá Ásmundi Sveinssyni listamanni á tíma- bilinu 1976-1980, eftir að Ingrid kona Ásmundar dó. Guðjón var jarðsunginn frá Grafarvogskirkju 5. febrúar. í röð systkinanna. Aðalheiður Bjarn- freðsdóttir, sú kunna baráttu- og kjarnakona, var sjö- unda í aldursröðinni og hinn landsþekkti þulur Magnús Bjarnfreðsson var sá 15. Þessum stóra systkinahópi farn- aðist vel. Öll komust þau á legg utan eitt, sem dó fárra ára gamalt. Hin komust öll á legg. Sex systkinanna lifa Guðjón. Það eru Jóhanna, Stein- dór, Valdemar, Ólöf (Lóa), Magn- ús og Ólafur. Sigurbjörn Einarsson, seinna biskup, og Guðjón voru systra- synir. Sigurbjörn var einnig fæddur á Efri-Steinsmýri. Heim- ilið var fátækt og oft mat- arskortur. Í bók Aðalheiðar ,,Lífssaga baráttukonu“, sem kom út 1985, skrifuð af Ingu Huld Hákonardóttur, er þetta: ,,Á mínu æskuheimili var ekki spurt: Hvað er í matinn? heldur: Er eitthvað að borða?“ Systk- inunum var sumum komið fyrir hjá frændfólki og vinum, þar sem þau ólust upp án þess að hafa möguleika á að kynnast. Vinnu- félagi Guðjóns hefur sagt frá því, að Guðjón hafi tekið sér frí frá störfum í Reykjavík, þegar hann Ég kynntist Guðjóni þegar ég gekk í Kvæðamannafélagið Iðunni í árslok 1989. Þá tókst með okkur góð vinátta, sem aldrei bar skugga á. Guðjón var tæplega meðalmaður á hæð, þéttur á velli og þéttholda. Sléttur á hörund, augun grágræn, nefið eilítið íbjúgt. Hann bar sig vel, var ávallt hýr á svip, glaðlynd- ur og hláturinn dillandi og smit- andi. Guðjón var hlýr maður, sér- staklega barngóður og óáleitinn við alla menn. Öllum þótti vænt um hann. Hann var hófsemdarmaður á lífsnautnir en var sérstakur nautnamaður á einu sviði. Það var neftóbak. Af vísum hans má ráða að hann hefur átt sér ást sem ekki gat fullkomnast. Fyrir þessu trúði Guðjón aldavinkonu sinni, sem hann kynntist 6 ára gamalli þegar hann vann hjá Ásmundi lista- manni, Ástu Guðjónsdóttur. Hann var sósíalisti og hugsjónamaður af hjarta eins og Aðalheiður systir hans og lá ekki á skoðunum sínum. Hann hefur líkst ömmu sinni í föð- urætt, Sigurveigu Vigfúsdóttur frá Söndum í Meðallandi. Hún er sögð hafa tekið hressilega í nefið, en það var sjaldgæft meðal kvenna þá. Hún hafði afar fagra söngrödd og var sérstaklega umtalsfróm. Formæður hennar sem hétu Ev- lalíur þóttu léttlyndar, miklar fyrir sér til munns og handa, ágætlega hagmæltar og sumar jafnvel ákvæðaskáld. Þær voru sagðar gáfaðar. Allt þetta gat átt við Guð- jón. Þegar ég kom úr rannsókn- arleiðangri mínum til Lapplands fór ég að finna Guðjón vin minn. Eftir talsverða leit fann ég hann á Hjúkrunarheimilinu Eir. Mér brá við. Hann var náhvítur í framan og þróttlaus en sængurfötin voru skínandi hrein. ,,Ertu að deyja, Guðjón minn?“ sagði ég. ,,– Nei,“ sagði hann. ,,Ertu hættur að taka í nefið?“ ,,Þær segja stúlkurnar að það sé sóðalegt og það er líklega satt.“ ,,Myndirðu ekki vilja taka í nefið, ef það væri í boði?“ ,,O-jú.“ Guðjón fékk tóbakið sitt aftur og, þegar ég kom til hans eftir viku var kominn roði í kinnar og gleði- glampi í augu og svo kvað hann fyrir mig með sterkri raust en hljómþýðri og kenndi eina af sín- um fallegu skaftfellsku stemmum, sem ég hef oft farið með síðan. Ég heimsótti hann oft eftir að hann var hættur að geta reist höfuð frá kodda eða stigið í fæturna og lá út af. Um leið og ég kom inn úr dyr- unum og hóf upp stemmu, lifnaði hann við og tók undir með þrótt- mikilli rödd og þýðri. Honum leið vel á Eir. Þakka ykkur fyrir, elskulegu hjúkrunarkonur og aðrir starfs- menn á Eir, sem hugsuðuð vel um Guðjón síðasta spölinn og umbáruð nautn hans. Blessuð sé minning Guðjóns. Samúðarkveðjur til skyldfólks, vina og félaga. Sigurður Sigurðarson, dýralæknir frá Keldum. Guðjón Bjarnfreðsson Ég kynntist Olgu árið 1967 er við Magnús vorum að byrja að hugleiða flutning til Vestur-Ástralíu. Ég fékk heimilisfang þeirra Kidda, sem þá voru búsett þar syðra, og skrifaði og bað um upplýsingar um Ástralíu, fékk góð svör um lífið þar og atvinnu. Okkar bréfaskriftir fóru fram í Olga Sigurþórsdóttir Doell ✝ Olga Sigurþórs-dóttir Doell fædd- ist á Seyðisfirði 25. febrúar 1933. Hún lést í Ástralíu 4. mars sl. Foreldrar hennar voru Sigurjón Ingv- arsson verkamaður, f. 29. október 1889, d. 22. ágúst 1970, og Sigríður Jónsdóttir, f. 16. maí 1912, d. 30. september 1971. Stjúpi Olgu var Sig- steinn Þórðarson inn- heimtumaður, f. 30. september 1902, d. 21. janúar 1988. Útför Olgu fór fram í Perth í Vestur-Ástralíu 13. mars sl. Hún var jarðsett í Karakatta- kirkjugarði í Perth, við hlið Krist- ins Hermanníussonar, fyrrverandi eiginmanns síns. a.m.k. hálft ár og vor- um við Olga þá orðnar talsvert kunnugar er við gengum á land í Fremantle 21. mars 1968. Olga var alltaf boðin og búin að veita mér aðstoð í banka- málum og verslunum þarna í byrjun, meðan ég var að ná tökum á enskunni. Fór líka með okkur að skoða hús og þess háttar. Eins var hún mér og börnunum til aðstoða er þau innrituðust í skóla. Öll þessi aðstoð var ómetanleg og verð ég ævi- langt þakklát fyrir það allt. Það var mikill samgangur í fyrstu milli heim- ilanna og leiddi til náinna kynna barnanna. Sigurþór, sonur fyrsta mannsins hennar Olgu, var að mig minnir 16 ára, fallegur piltur, og Unnur mín 14 ára. Þeirra kynni leiddu til hjónabands sem blessast vel til þessa dags með þrjú yndisleg börn, þau Kristinn, Olga og Anna Kristín. Tryggvi albróðir Sigurþórs var 12 ára þegar við komum og var góður vinnur Hilmars sona míns. Ári eftir komu okkar til Ástralíu fæddist Jón Erik sonur Olgu og Kristins. Olga var dagfarsprúð rólynd kona sem lagði aldrei neinum illt til að fyrrabragði. Hún hafði yndi af að vera í góðum félagskap og naut þess að fara út að dansa, var þá hrókur alls fagnaðar þau Kiddi virtust afar samhent og harmaði hún hann mjög er hann lést eftir erfið veikindi og Jón Erik aðeins 4 ára. Fyrsta sam- koma Íslendinga 17. júní 1968 var heima hjá þeim, fámennt en góð- mennt. Eftir lát Kristins barst bréf frá Richard Doell sem þau höfðu áður kynnst á Íslandi. Dick, nú ekkjumað- ur, var að hugleiða að hætta vinnu hjá NASA og flytja til Ástralíu. Olga svaraði og það leiddi til þess að þau skrifuðust á um nokkurn tíma, eins og gerist í bestu skáldsögum voru þau gift innan nokkra mánaða. Dick lést eftir 10 ára hamingjusama sam- búð, hann var ljúfmenni og reyndist Olgu og Jóni vel. Eftir lát Dicks fór Olga á nokkra ára bili til Íslands og leysti af á Tal- sambandinu þar sem hún hafði áður unnið, frá 1. apríl 1961 til 1. mars 1967, er hún flutti til Ástralíu. Hún naut þess að hitta gamla vinnufélaga og kynnast nýjum, hún var vinsæl og vel liðin fyrr og síðar. Á síðari árum var Olga í sambúð með Odd Fraarud, sem áður hafði verið í rekstri með Kristni. Við Sigga sendum aðstandendum innilegar samúðarkveðjur. Kristín Helgadóttir. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ERLA BECH EIRIKSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Garðakirkju fimmtudaginn 26. mars kl.13.00. Eirikur Haraldsson, Greta Haraldsson, Hrafnhildur Baldursdóttir, Hörður Magnússon, Þórir Baldursson, Auður Guðmundsdóttir, Óskar Baldursson, Þórhalla Steinþórsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og fjölskyldur. Í dag kveðjum við kæra vinkonu sem er farin frá okkur allt of snemma. Fjöldi dýr- mætra minninga kem- ur upp í hugann frá liðinum áratug. Við höfum fylgst með fjölskyldum hvor annarrar stækka og samglaðst yfir stórum áföngum. Átt góðar stundir í mat- arklúbbnum okkar, mikið hlegið og borðað af góðum mat. Hið árlega 17. júní grill þar sem hist var með börn- in og svo margt fleira kemur upp í hugann. Allt góðar stundir sem við munum ætíð hugsa til með gleði í hjarta. Í gegnum þessa góðu tíma hefur nærvera Guðbjargar ætíð einkennst af áhuga á því sem við vinir hennar höfum verið að takast á við, hógværð og miklum styrk. Hún var falleg, gáfuð og einstaklega skemmtileg á sinn jarðbundna hátt. Á sama hátt tókst hún á við erfið veikindi, ætíð með aðra en sjálfa sig í forgrunni. Við erum stoltar af því að hafa verið vinkonur Guðbjargar. Elsku Valdi, Bjarni Daníel og Jana Björg, guð gefi ykkur styrk á þessum erfiðu tímum. Elísa og Nanna. Það er hverju orði sannara að gott samferðafólk er eitt af því dýrmæt- asta í lífinu. Guðbjörg Bjarnadóttir fellur sannarlega í þann flokk. Við Signý Marta höfum verið þeirrar gæfu aðnjótandi að vera samferða Guðbjörgu um nokkurt skeið, bæði í leik og starfi. Yfirvegun, dugnaður og samviskusemi einkenndi Guð- Guðbjörg Bjarnadóttir ✝ Guðbjörg Bjarna-dóttir fæddist í Hafnarfirði 15. jan- úar 1971. Hún lést á líknardeild LSH í Kópavogi 10. mars 2009 og var jarð- sungin frá Seljakirkju 21. mars. björgu, bæði sem sam- starfsmann og vin. Af æðruleysi gekk hún til verka sinna, var föst fyrir en hávaðalaus. Fas hennar var þannig að fáir reiddust henni þótt hún hefði jafnan sitt fram þegar á þurfti að halda, oft í erfiðum verkefnum. Þeim sem mislíkaði við hana var hins vegar hollast að líta í eigin barm. Guðbjörg var um af- ar margt gæfumanneskja í lífi sínu. Þar ber fyrst að nefna að hún átti hann Valda fyrir eiginmann og sálu- félaga, en ekki síður að saman eiga þau afskaplega vel gerð börn, sem bera foreldrum sínum fagurt vitni. Samheldni þessarar litlu fjölskyldu, í blíðu og stríðu, verður vart lýst með orðum. Í þá samheldni mun fjöl- skyldan án efa sækja sér kraft og þrautseigju í áframhaldinu. Við sem fylgst gátum með þeim höfum mikið lært um það hvernig hægt er að taka á erfiðum verkefnum af æðruleysi, bjartsýni og hlýju. Nú skilur leiðir um stund. Og þó ekki að öllu leyti. Guðbjörg mun nefnilega lifa í minn- ingu samferðafólksins um ókomna tíð. Fólk sem gefur af sér gleymist ekki auðveldlega. Með djúpu þakklæti kveðjum við Signý Marta góða vinkonu og vott- um Valda, Bjarna Daníel, Jönu Björgu og öðrum nákomnum dýpstu samúð okkar. Páll Gunnar Pálsson. Elsku Valdi, Bjarni Daníel, Jana Björg og fjölskylda. Megi góður Guð blessa ykkur og gefa styrk í sorg ykkar. Minning um einstaka konu lifir um ókomna tíð. Jesús er mér í minni, mig á hans vald ég gef, hvort ég er úti’ eða inni, eins þá ég vaki’ og sef. Hann er mín hjálp og hreysti, hann er mitt rétta líf, honum af hjarta’ eg treysti, hann mýkir dauðans kíf. Ég lifi’ í Jesú nafni, í Jesú nafni’ eg dey, þó heilsa’ og líf mér hafni, hræðist ég dauðann ei. Dauði, ég óttast eigi afl þitt né valdið gilt, í Kristí krafti’ eg segi: Kom þú sæll, þá þú vilt. (Hallgrímur Pétursson) Blessuð sé minning Guðbjargar Bjarnadóttur. Hrefna Pálsdóttir og Helga Kristín Sigurðardóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.