Morgunblaðið - 22.03.2009, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 22.03.2009, Blaðsíða 46
46 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. MARS 2009 NÝLEGA hafa birst greinar í Morg- unblaðinu sem fjalla um daggjöld og greiðslufyrirkomulag á stofnunum fyrir aldraða þar sem m.a. er vakin athygli á hlutverki stjórnenda stofnana varðandi inn- heimtu greiðsluþátt- töku vistmanna. Þannig segja stjórnendur Elliheimilis Grundar og Áss í Hveragerði að þeim sé uppálagt af Tryggingastofnun rík- isins að innheimta hjá vistmönnum greiðslur sem þeim beri að greiða til viðbótar daggjaldi ríkisins. Fram kemur í viðtali við Gísla Pál Pálsson „að mörgum bregður við og skilja þetta ekki. Það er í sjálfu sér eðlilegt því þessir peningar hafa verið margskattaðir þegar t.d. er um fjármagnstekjur að ræða“. Það getur varla talist eðlilegt að stjórnendur stofnana eigi að vera rukkarar fyrir Tryggingastofnun ríkisins og ganga að öldruðu veik- burða fólki og krefja það um greiðslur allt upp í 262.313 á mán- uði eftir hækkun sem varð 1. jan- úar sl. Það hlýtur að vera lág- markskrafa að vistmenn séu upplýstir um greiðsluþátttöku áður en kemur til dvalar á stofnun. Hvar er upplýsingaskyldan? Hver er ábyrgur fyrir henni? Það virðist ekki ljóst. Ennfremur hljót- um við að spyrja: Fyrir hvað er vistmaður á stofnun að borga? Þetta er áleitin spurning vegna þess að vistmenn á stofnunum aldr- aðra eru krafðir um greiðslu sem eingöngu miðast við tekjur en ekki hvernig aðbúnað, umönnun og þjónustu viðkomandi fær. Þannig er ekki gerður greinarmunur á hvort vistmaður býr í kjallaraherbergi með öðrum óviðkomandi eða hann býr í einbýli með snyrtingu og eig- in innanstokksmunum og fær góða þjónustu. Almenn og einföld regla í viðskiptum mun víst vera sú að greiðandi á að vita hvað hann fær í stað- inn fyrir peningana. Svo er ekki um að ræða í þessum tilvikum, vegna þess að engir samningar né skilmálar eru gerðir milli vist- manns og stofnunar. Sama á við um ríkið og flestar stofnanir fyrir aldraða sem ríkið leggur til rekstr- arfé í formi daggjalda. Hingað til hafa þjónustusamningar ekki verið gerðir um þau viðskipti. Enda heyrðu stofnanir aldraðra undir heilbrigðisráðuneytið í áratugi eða þangað til 1. janúar 2008 þegar málaflokkurinn fluttist til félags- og tryggingaráðuneytis. Þar mun vinna vera hafin í þá veru að reyna að breyta þessu og er sannarlega kominn tími til. Félag eldri borgara í Reykjavík hefur margoft ályktað og sent áskoranir til stjórnvalda um úrelt greiðslufyrirkomulag á stofnunum aldraða og gert kröfu um að aldr- aðir haldi fjárforræði sínu. Þar er sérstaklega gagnrýnt þegar allar bætur frá TR renna til viðkomandi stofnana án þess að aldraðir sjálfir hafi nokkuð um það að segja, en síðan getur Tryggingastofnun rík- isins skammtað mánaðarlega vasa- peninga til vistmanna á stofnunum sem ekki fá greiðslur úr lífeyr- issjóðum. Varla er hægt að nið- urlægja aldrað fólk öllu meira. Við verðum að hætta að reka öldr- unarstofnanir eins og gamla spítala með daggjöldum og fortíðarfyr- irkomulagi innanhúss þar sem vist- menn eru settir saman í herbergi án þess að hafa nokkuð um það sjálfir að segja. Við verðum að fara að koma okk- ur upp úr þessu úrelta fyr- irkomulagi. Í staðinn ættu að koma íbúðak- lasar og íbúðasambýli fyrir þá sem þurfa mesta umönnun. Þannig verði búseta skilgreind sem sjálf- stæð búseta og kostnaður vegna húsnæðis verðlagður í samræmi við stærð og gæði. Aldraðir halda þá sínu fjárforræði, sjálfstæði og sjálf- ræði og hafa nauðsynlegan fram- færslulífeyri til þess sem tilheyrir venjulegu lífi, húsnæðis, fæðis, lyfjakostnaðar o.s.frv. Rétt er að hafa í huga að efnahagslegt sjálf- stæði er grundvallarmannréttindi. Öldruðum er að fjölga í þjóð- félaginu, eins og allir vita. Viðhorf eru að breytast, eldra fólk er betur upplýst um réttindi sín og stöðu en áður var. Í framtíðinni munu þeir vera meiri þátttakendur og ger- endur í því lífi sem þeir vilja lifa á efri árum og ráða meiru um hvaða þjónusta þeim býðst þegar þeir þurfa á henni að halda. Aldraðir eiga að lifa með reisn og virðingu til æviloka. Margrét Margeirsdóttir Fyrrverandi formaður Félags eldri borgara í Reykjavík. Úrelt fyrirkomulag greiðslna á öldrunarstofnunum Margrét Margeirs- dóttir skrifar um öldrunarstofnanir » Við verðum að fara að koma okkur upp úr þessu úrelta fyr- irkomulagi. Margrét Margeirsdóttir Höfundur er fyrrverandi formaður Félags eldri borgara í Reykjavík. HEIMSKREPPAN fer dýpkandi dag frá degi og enginn sér fyrir endann á henni. Athygli vekur hversu lítið fer fyrir umræðu um eðli hennar og or- sakir og hvað við eigi að taka. Hérlendis hafa flestir haft í mörg horn að líta eftir hrunið mikla sl. haust og ekki um að sak- ast þótt lítið hafi farið fyrir um- ræðu um víðara samhengi. Smám saman er það að renna upp fyrir fólki að íslenska bankahrunið tengist heimsviðburði sem ekki á sinn líka frá því milli heimsstyrj- alda á öldinni sem leið. Kreppan sem á rætur í gangverki kapítal- ismans er vafalítið af sama toga og sú sem reið yfir fyrir 80 árum, en ytri aðstæður í veröldinni eru nú allt aðrar en þá. Ekki þarf annað en benda á að íbúatala jarð- ar hefur þrefaldast síðan, alvar- legar loftslagsbreytingar steðja að af mannavöldum, tæknistig hefur tekið stökkbreytingu og auðsöfnun og misskipting vex óðfluga. Við þessar aðstæður eru efnahags- hamfarirnar nú afdrifaríkari og hættulegri fyrir siðmenningu okk- ar en kreppur fyrri alda og þörfin á róttækum úrlausnum brýnni en ella. Heimskerfi á heljarslóð Það þarf ekki mikla visku til að sjá þá grundvallarbresti sem verið hafa í búskaparháttum mannkyns um langa hríð og ógna nú um- hverfi jarðar og undirstöðum sið- menningar sem aldrei fyrr. Fyrst er að nefna ósjálfbæran orkubúskap með jarð- efnaeldsneyti sem stendur nú undir 80- 90% af orkunotkun mannkyns. Þar er að finna uppsprettu gróðurhúsaloftsins sem veldur hlýnun jarðar og hættu á hrikalegum og stig- mögnuðum afleið- ingum þegar í tíð næstu kynslóða. Þurrð þessara orkugjafa, olíu og kola, er fyr- irsjáanleg, en enginn sjálfbær orkugjafi er í sjónmáli sem leyst geti þá af hólmi nema á löngum tíma. Samhliða þróun nýrra orku- gjafa þarf að koma til stórfelldur samdráttur í heildarorkunotkun jarðarbúa og það enn frekar mið- að við höfðatölu. Kjarnorka knýr víða á en notkun hennar er háska- leg vegna geislavirks úrgangs og þeirrar hættu sem af dreifingu hennar stafar. Þróunin í orkubú- skap jarðar stefnir hins vegar hratt í öfuga átt með vexti sem Alþjóða orkumálastofnunin, IEA, áætlar að nemi allt að 50% fram til ársins 2030. Að ryðja veisluborðið Vöxturinn í orkunotkun stafar af framleiðslu- og neysluháttum sem þorri fólks hefur talið eft- irsóknarverða og birtast Vest- urlandabúum í sífellt hraðari vöru- umsetningu og útþenslu á flestu því sem tengist daglegu lífi, hús- næði, samgöngum, tækjum og tól- um, ekki síst til dægrastyttingar. Við þetta bætist sú falda en sívax- andi fjárfesting sem tengist hern- aði og hergagnaframleiðslu og stendur undir drjúgum hluta af hagvexti og útgjöldum ríkja, jafn- vel þeirra sem örsnauð mega telj- ast. Nemur sá þáttur um 1,5 bilj- ónum bandaríkjadala, þar af fellur tæpur helmingur til hjá Banda- ríkjunum og um 70% hjá Nató- ríkjum (heimild Wikipedia). Bent er á að með bættri nýtingu að- fanga samhliða tækniþróun, betri endingu í stað einnota og auknu vinnuframlagi megi draga umtals- vert úr sóun orku og efnisþátta. Það eitt dugar þó skammt ef heimfæra ætti neyslumynstur Vesturlanda upp á alla jarðarbúa. Fyrir slíku eru engar forsendur og því er verkefnið að búa sem flestum bærilegt líf með langtum minni orku og álagi á umhverfið. Gjaldþrota hagkerfi Og þá er komið að kreppunni og spurningunni hvort einhver von sé til að heimsbyggðin komist út úr henni án þess að endurtaka hrunadansinn. Margir viðurkenna í orði að kapítalisminn hafi brugð- ist og mörgu þurfi að breyta. Á skömmum tíma hafa forystumenn iðnríkjanna snúið baki við ný- frjálshyggjunni og skriðið undir pilsfald ríkisins eftir peningum til að bjarga bönkum og bílaframleið- endum og seðlabankar eru í kapp- hlaupi um að færa niður vexti, sem nú eru víða að nálgast núllið. Nú síðast hefur Englandsbanki boðað seðlaprentun til að vinna gegn verðhjöðnun og fá hjólin til að snúast. Þrátt fyrir að verja eigi óheyrilegum upphæðum úr skuld- settum ríkissjóði Bandaríkjanna og fleiri ríkja í yfirtökur og örv- unaraðgerðir eins og það er kallað er engin vissa fyrir að það dugi til að endurvekja traust og stöðva áframhaldandi samdrátt. Atvinnu- leysishorfur upp á 10% í Banda- ríkjunum og 20% á Spáni segja sína sögu um ástand á vinnumark- aði vestanhafs og austan. Það er líka tímanna tákn að höfuðrit Karls Marx, Auðmagnið, rennur nú út eins og heitar lummur. Að rjúfa vítahringinn Leiðtogar iðnríkja, ýmist undir merkjum G8 eða G20, leita nú úr- ræða út úr efnahagsöngþveitinu á tíðum fundum og vikapiltar þeirra hittast þeim mun oftar. Talað er um samræmdar aðgerðir, þak á ofurlaun, endurmótun á fjár- málakerfis heimsins en umfram allt að ekki megi grípa til vernd- araðgerða og hlúa að heimamark- aði. Allt á áfram að vera hnatt- vætt og menn skulu bara vona að veisluhléið standi stutt svo að unnt sé að halda áfram eins og ekkert hafi í skorist. Menn varast eins og heitan eld að nefna jöfnuð og lítið heyrist minnst á sjálfbæra þróun, hvað þá sósíalisma. Nú er þó kjörið tækifæri til að brjótast út úr vítahring sjálfseyðingar og blinds hagvaxtar. En til þess þarf þor og nýja hugsun og umfram allt að kasta trúnni á óskeikulan markað sem æðsta leiðarljós. Hjörleifur Gutt- ormsson skrifar um neyslumunstur Vesturlandabúa » Allt á áfram að vera hnattvætt og menn skulu bara vona að veisluhléið standi stutt svo að unnt sé að halda áfram eins og ekkert hafi í skorist. Hjörleifur Guttormsson Höfundur er náttúrufræðingur. ÉG vil byrja á að þakka Guðmundi Magnússyni fyrir bók- ina Nýja Ísland, hún ætti að verða skyldu- lesning í skólum. Í síð- ustu grein var ég að benda á hvað það væri þýðingarmikið að sýna hvernig við ætlum að greiða lánin sem við erum nú að taka, við erum rúin láns- trausti og verðum það áfram ef öll áhersla verður lögð á að deila út lánsfé. Kvótakerfið Íslendingar voru frjálsir að því að veiða fisk í þúsund ár, síðan var ákveðið að deila þessum réttindum til aðila sem höfðu unnið sér það til ágætist að hafa verið svo duglegir við veiðarnar að þeir voru langt komnir með að útrýma fiskistofn- unum. Stefnan virðist vera sú að þessir aðilar og aðrir sem þeir ánafna réttindunum hafi einkarétt á fiskveiðum við Ísland um alla fram- tíð. Kvótakerfið er nauðsynlegt til að koma í veg fyrir ofveiði, og ekki virð- ist álitlegt að taka upp annað kerfi. Á það hefur verið bent að það kvóta- kerfið hafi ekki skilað tilætluðum ár- angri og eflaust þarf að bæta fram- kvæmdina. Margir benda á að það þurfi að taka meira mark á fiski- fræði sjómannsins, ég tel það ekki vera. Lítum til dæmis á trillusjó- mann. Fyrir nokkrum áratugum var hann á trillu sem gekk um 5 mílur, til að finna fiskin var reynt að styðj- ast við gömul mið, sem stundum sást ekki til og hver maður var með eitt færi. Nú eru menn á bátum sem komast fjórfalt hraðar, þeir eru með staðsetningartæki og sífellt full- komnari fisksjár og að auki er hver maður með mörg færi. Er það nokk- ur sönnun þess að meiri fiskur sé í sjónum þótt þeir fái fleiri fiska. Sjó- menn eru eins og aðrir Íslendingar, þeir vilja taka lán og hirða ekki um hvað vextirnir eru háir. Ofveiði er ekkert annað en lán sem greiðist með minni afla síðar oft með ok- urvöxtum. En setjum ekki alla sjó- menn undir sama hatt, ég hef lesið viðtöl við reynda sjómenn sem telja að sóknin hafi verið alltof mikil. Arði af fiskveiðum var á síðustu öld dreift til þjóðarinnar með því að skrá gengið þannig að fiskveiðarnar gengju, en gæfu ekki óeðlilega mikið í aðra hönd. Þetta var gallað kerfi og gengur tæpast lengur jafnvel þótt við höldum krónunni. Þjóðin þarf nú að fá eðlilegan arð af þessari eign sinni. Það verður best gert með því að afskrifa núver- andi kvóta um 4% á ári (í 25 ár) og selja þann kvóta sem þannig losnar á uppboði til 1, 2, 5 og 10 ára. Útgerð- armenn munu halda því fram að þeir geti ekki staðið undir þessu, en þetta er svipað kerfi og byggingarfyr- irtæki á tilboðsmarkaði hafa búið við, vissulega hafa sum þeirra farið á hausinn, en það hafa líka byggst upp öflug fyrirtæki. Laun sjómanna ættu heldur ekki að lækka frekar en laun iðnaðarmanna hjá fyrrnefndum fyr- irtækjum meðan að atvinnuástand var eðlilegt. Því hefur verið haldið fram að sala veiðileyfa kæmi sérstaklega illa við íslensk sjávarþorp, en er það svo. Við höf- um séð hvaða áhrif það hefur ef kvóti er fluttur úr byggðalagi, mönnum eru nánast allar bjargir bannaðar því kvótaverð er óheyrilega hátt. Ef farið verður að of- annefndum tillögum verður þegar fram í sækir stór hluti kvótans boðinn upp árlega, það lækkar verð- ið mikið og nýir aðilar geta keppt á jafnréttisgrundvelli. ESB Ég hef ekki áhyggjur af því þótt ESB ákveði heildarkvóta, ég get ekki séð hvaða ávinning þeir hefðu af því að fara ekki eftir ráðlegg- ingum fiskifræðinga og íslensk út- gerðarfyrirtæki munu áfram ein hafa veiðirétt á Íslandsmiðum og eftirlitið á miðunum mun einnig verða áfram í höndum Íslendinga. Ég óttast hins vegar að erlendir að- ilar kaupi íslensk útgerðarfyrirtæki og þar með kvótann (útgerðarmenn segjast vera mjög skuldsettir og þurfa því margir að selja). Með því væri arður af þessari þjóðareign okkar glataður um alla framtíð, ef núverandi kerfi er óbreytt. Kvótinn og ESB Haraldur Svein- björnsson fjallar um afskrift á kvóta- kerfinu Haraldur Sveinbjörnsson » Þjóðin þarf nú að fá eðlilegan arð af þessari eign sinni. Það verður best gert með því að afskrifa nú- verandi kvóta um 4% á ári … Haraldur Sveinbjörnsson verkfræðingur. Heimskreppa og banvænn vítahringur @ Fréttir á SMS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.