Morgunblaðið - 22.03.2009, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 22.03.2009, Blaðsíða 58
58 MenningFÓLK MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. MARS 2009 Smækkuð útgáfa sveitarinnar var eins oggefur að skilja einfaldari í rekstri. Sveitin er keyrð héðan en er með samstarfsaðila úti um allan heim. Með tímanum áttu hlutirnir eftir að þróast þannig að Biggi Veira var að mestu í tónlistinni á meðan þúsund- þjalasmiðurinn President Bongo tók sér forsetavald og heldur hann listavel utan um alla þá þætti sem að sveitinni koma og keyrir hann starfsemina úr einum öflugum Makka. „Maður vinnur fjórtán tíma á dag. Er það ekki bara það sem allir gera hvort eð er?“ lét forsetinn hafa eftir í sér í viðtali við blað þetta í hittífyrra. V innslutími Forever var æði langur. Í viðtali við Morgunblaðiðí mars 2007 hafði Biggi Veira þetta um málið að segja: „Platan var í raun tilbúin þarsíðasta sumar. En samt ekki alveg. Mér fannst hún ekki vera nægi- lega stórt skref frá Attention. Ég vildi fara eitthvað aðeins lengra, aðeins lengra í einhverja úrkynjun og minnka Sprite- gleðina þótt hún sé þarna líka í bland. Þannig að ég bætti hinu og þessu við.“ Væntanleg plata GusGusvar tekin upp á Flat- eyri af Bongo, Veirunni og Daníel Ágústi og er hún ekki nema fimm laga - en 56 mínútna löng. Daníel syngur í fjórum lögum en fönkaði Finninn Jimi Tenor leggur til rödd í einu lagi sem er ábreiða yfir smíð eftir hann. Forsetabréf vegna skífunnar, útgefið á upptökutíma, er svohljóðandi: „Það er þessi átt sem við erum að fara í, svona pínu meira „dub“, þannig að það má kannski segja að hún verði aðeins rólegri. En það er ekki búið að taka hana upp þannig að við vitum ekki hvað gerist fyrr en „the fat lady sings“.“ 5 Kveikjan að GusGus var stuttmyndin Nautn. Hugmyndina áttu þeir StefánÁrni Þorgeirsson og Sigurður Kjartansson en Baldur Stefánsson var fenginn til að sjá um fjárhagshliðina. Stephan Stephensen, nú President Bongo, var þá tökumaður! Leikarar skyldu vera Magnús Jónsson, Daníel Ágúst Haraldsson, Emilíana Torrini og Hafdís Huld og enduðu þau svo öll sem tón- og söngskaffarar á fyrstu plötunni. Teknósveitinni T-World, skipuð Bigga Veiru og Magga Legó, var þá einnig kippt um borð. Hópurinn kom fram sem heild og allir áttu jafna stöðu, hvort sem þeir sáu um myndræna,tónræna eða bókhaldslega þætti. GusGus flokkurinn þóttisvalari en allt sem svalt var og í honum kristallaðist hugmyndaheimur, útlit og eigindir þess menningarkima sem kenndur er við 101 Reykja- vík, stundum Kaffibarinn. Ungir, fjölhæfir, metnaðargjarnir og skarpt þenkjandi listamenn og lífskúnstnerar með puttann á púlsinum, vel tengdir út í lönd og með sans jafnt fyrir listrænum þáttum sem peningalegum. Áhlaup flokksins til útlanda var enda tilkomumikið og erlenda popppressan var í miklu stuði og lapti allt upp sem frá honum kom. Á tímabili leit út fyrir að GusGus myndi í alvörunni sigra heiminn, slík var ákefðin og einbeitnin. F jöllistahópurinn sem slíkur var allur en GusGus merkinu var hinsvegar ekki lagt. Ástæðan er m.a. sú að þetta ár kom platan GusGus vs T-world út, og innihélt hún gamalt efni með T-World frá árunum ‘93 til ‘95, tekið upp á gamla Macintosh-tölvu. Plötunni var afar vel tekið af gagnrýnendum og segja má að útgáfan hafi haft hreinsandi áhrif fyrir þá sem eftir stóðu og ákveðið var að halda áfram að búa til tónlist. Söngkonan Urður, Earth, var ráðin inn og nýtt skeið í sögu sveitarinnar var hafið. 3 Gr af ík :M or gu nb la ði ð/ El ín Es th er Gengisvísitala GusGus Goðsagnir Ofurstjörnur Stjörnur Frægir Þekktir Efnilegir Óþekktir 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2 6 1 4 1.200 eintök *ATH: Sölutölur miðast einungis við geisladiska. Vínyll og stafræn sala eru ekki inni í tölunum. Þá er ólíku saman að jafna; fjöllistahópnum GusGus og seinni tíma teknósveitinni GusGus og skyldi rýna í sölutölur með það í huga. 11.000 eintök 80.000 eintök 30.000 eintök 220.000 eintök 160.000 eintök 1998: Tónleika- ferðalag sveitar- innar stendur fram á vorið. Endurhljóðblönd- unarverkefni, m.a. fyrir Depeche Mode, rata inn á borð og drög eru lögð að næstu plötu. 1 1995: Hópur fólks með ólíkar tengingar inn í lista- og menn- ingarlíf Reykjavíkur kemur saman til að búa til kvikmynd. Fílingurinn við þá vinnu er það góður að ákveðið er að henda í plötu einnig. „Fjöllistahópurinn“ GusGus er í heiminn borinn. 1996: GusGus hitar upp fyrir Prodigy í Laugardalshöll í mars. Um sumarið gerir sveitin samning við bresku útgáfuna 4AD og smáskífan „Poly- esterday“ kemur svo út í október. Mikill hugur er í sveitinni sem og forráðamönnum 4AD sem ætla sér alla leið með þetta nýuppgötv- aða íslenska undur. 1997: Breiðskífan Poly- distortion, uppfærð útgáfa frumburðarins, kemur út á alþjóðamarkaði í apríl. Sveitin fer í tónleikaferð um veröld víða í kjölfarið og sannkallað GusGus æði grípur um sig í popppressunni. Eitursvalar myndir af hópnum birtast í fjölda blaða sem lofsyngja flokkinn og hið „séríslenska hugarfar“ út í hið óendanlega. 2 2001: President Bongo og Urður byrja að vinna lög fyrir hina „nýju“ GusGus; sem er til muna berstrípaðri og klúbbavænni en flokkurinn fríði og fjölmenni sem starfaði undir þeim merkjum í upphafi. Biggi Veira kemur fljótlega að þeirri vinnu og Maggi Legó líka að einhverju marki. 1999: GusGus kynnir efni af næstu breiðskífu, This is Normal, hér á landi í febrúar. Flugskýli 4 á Reykja- víkurflugvelli verður fyrir valinu en einnig leika grindverk og sveit að nafni Sigur Rós. Platan kemur út í apríl og fær misjafnar viðtökur. Brestir eru komnir í hópinn og söngkonan Hafdís Huld er rekin í maí. Sveitin kemur fram á fyrstu Iceland Airwaves-hátíðinni um haustið. 2000: Verulega er farið að rakna úr sveitinni. Magnús Jónsson söngvari hættir og sömuleiðis kvikmyndaarmur sveitarinnar, þeir Stefán Árni Þorgeirsson og Sig- urður Kjartansson sem reka nú farsælt framleiðslufyrirtæki á sviði myndbanda- og auglýsingagerðar undir nafninu Arni & Kinski. Í raun hætta allir nema þeir Stephan Stephensen (President Bongo), Magnús Guðmundsson (Maggi Legó) og Birgir Þórarinsson (Biggi Veira). Árþúsundayfirhalningin er þetta kallað af nústarfandi GusGusliðum. 2002: Attention kemur út um haustið. Tvær smáskífur eru teknar af plötunni, „Dance You Down“ og „Desire“. Einstakir meðlimir þeytast um allan heim og plötusnúðast á meðan þessi „handhægari“ útgáfa sveitar- innar tekur að festa sig nokkuð rækilega í sessi í harðsnúnum heimi teknósins. 2003: Sveitin túrar víða í kjölfar plötunnar og smáskífa með laginu „David“ slær í gegn í teknókreðsum. Vinna við næstu plötu, Forever, hefst á þessu ári. Sérstakur „bland- diskur“, tekinn upp á hinum (nú) goðsagnakennda Sirkus, kemur út í ágúst. 2004: Annríkið heldur áfram þó að lítið fari fyrir sveitinni hér heima. Plötusnúðagigg og tónleikar erlendis eru þó reglubundnir viðburðir árið um kring. 2007: Fimmta breiðskífa GusGus, Forever, kemur út í upphafi árs. Maggi Legó hefur á þessum tímapunkti sagt skilið við sveitina. 2008: Hinn sívinnandi President Bongo setur á stofn viðburðafyrirtækið Jón Jónsson ehf. ásamt tveimur öðrum og stendur að ýmiss konar klúbb- og skemmti- kvöldum. Vinna við nýja plötu hefst í hljóðverinu Tankinum á Flateyri. Þær breytingar hafa orðið á högum sveitarinnar að söngkonan Urður er gengin úr sveitinni en Daníel Ágúst, sem tók þátt í upphaflegri yfirreið sveitarinnar, er genginn til liðs við sína gömlu félaga. 2009: Næsta plata GusGus, sem nefnist 24/7, kemur út í júlí undir hinu virta merki Kompakt, sem á varnarþing í Köln. Sveitin kynnti plötuna fyrir Íslendingum á NASA nú á föstudaginn. 4 3 5 6 GusGus hóf störf sem fjölsnærður fjöllistahópur, undir það búinn að taka yfir heiminn en þróaðist síðar yfir í taktfasta teknósveit sem svífur nú af mikilli list með vængi þanda um alþjóðlegan heim dans- og raftónlistar. Bakland sveitarinnar er fyrst og fremst erlendis en sveitin og einstakir meðlimir þeytast heimshorna á milli til að spila á tónleikum eða þeyta skífum. Fyrir stuttu slóst Daníel Ágúst í hóp með þeim President Bongo og Bigga Veiru og er afraksturinn af þeirri vinnu væntanlegur í júlí.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.