Morgunblaðið - 22.03.2009, Blaðsíða 8
8 FréttirVIKUSPEGILL
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. MARS 2009
Við höfum enga möguleika áþví núna að nota kannabis-
efni til lækninga hérlendis,
þetta er ekki skráð sem lyf hér,“
segir Matthías Halldórsson land-
læknir. „Að vísu er hægt að
flytja inn lyf á undanþágu, þar
sem kannabis er til sem lyf í
töfluformi annars staðar í heim-
inum. Ég tel að umsókn af því
tagi yrði tekin til athugunar ef
læknir rökstyddi að sjúklingur
hefði verulegt gagn af að nota
kannabislyf.
Margir eru tortryggnir gagn-
vart kannabisi vegna misnotk-
unarhættu, en í völdum tilvikum
sé ég enga ástæðu til að hræð-
ast notkun, t.d. við ógleði hjá
krabbameinssjúklingum, sem
verkjalyf eða við vissum tauga-
sjúkdómum.“
-Er ákveðin fælni í umræðum
sem tengjast þessum efnum?
„Já, og það gildir um mörg lyf.
Til dæmis um rítalín sem er
mjög gott lyf fyrir ofvirk börn.
Sumt fullorðið fólk misnotar
hins vegar rítalín og sprautar
efninu í sig, en tekur það ekki í
munninn og skammtarnir eru
miklu stærri en þeir sem læknar
beita. Þá koma fram vímuáhrif,
sem fólk finnur ekki fyrir þegar
lyfið er tekið á réttan hátt.
Mér finnst að fólk eigi ekki að
einblína á ávanahættu þessara
efna og hvernig þau eru misnot-
uð ef hægt er að nota þau í góð-
um, læknisfræðilegum tilgangi
og fyllstu varúðar gætt.
Flestir geta öðru hverju fengið
sér glas af víni án þess að verða
alkóhólistar. Það er heldur ekki
nema brot af öllu því fólki sem
notar slík lyf sem verður háð
þeim. Langvinn notkun kannab-
isefna er nú talin skaðlegri and-
legri heilsu en talið var fyrir ein-
um til tveimur áratugum, en þau
eru ekki jafn ávanabindandi og
morfín, svo dæmi sé tekið.“
-Er hræðsluáróður gegn fíkni-
efnum hættulegur, getur hann
haft öfug áhrif á t.d. unglinga?
„Já. Unglingar sjá auðveldlega
að sumir geta notað þessi efni
án þess að ánetjast þeim. Auð-
vitað er það alveg rétt að ef
maður prófar þau alls ekki verð-
ur maður ekki háður þeim og
það er besta vörnin. En áhættan
er ekki alltaf eins mikil og menn
vilja vera láta.
Hræðsluáróður getur snúist
upp í andhverfu sína. Ungling-
arnir hætta að trúa nokkru sem
við segjum þegar þeir sjá að
þetta stemmir ekki. Staðreyndir
eru alltaf bestar.“
„Margir tortryggnir“
SKOÐUN
Matthías Halldórsson
Viðmælandi er landlæknir.
Stjórn Franklins D. RooseveltsBandaríkjaforseta bannaði
notkun á kannabis til lækninga árið
1937. En samþykkt var í þjóð-
aratkvæði í Kaliforníu fyrir 13 árum
að leyfa með skilyrðum notkun lyfja
úr kannabisefnum og alls heimila 13
sambandsríki nú slíka notkun. Oft
er mótmælt við sjúkrastofnanir þar
sem alríkislögreglan hefur stöðvað
sölu og notkun á lyfjunum, þjáðir
sjúklingar og aðstandendur þeirra
hafa krafist þess að fá að nota lyfin.
Eftir sem áður er algerlega bann-
að samkvæmt alríkislögum í Banda-
ríkjunum að eiga, rækta, nota,
kaupa eða selja kannabisefni sem
fíkniefni. En misjafnt hve hart er
gengið fram í því að gera upptækt
lítið magn til einkanota.
Orðin hass eða marijúana erunotuð yfir fíkniefni sem unnin
eru úr kannabisjurtinni, heitið fer
eftir því hvaða hluti jurtarinnar er
notaður, einnig er unnin úr henni
hassolía. Önnur heiti á kannabis-
efnum eru hampur, gras og jónur.
Oftast er efnið reykt. Virka efnið í
verkjalyfjunum umdeildu er tetrahy-
drocannabinol. Kannabis hefur ver-
ið notað í þúsundir ára, fyrst í Asíu.
Enska orðið assassin (launmorð-
ingi) er dregið af orðinu hashish en
íslamskir ofsatrúarmenn og laun-
morðingjar í arabalöndum á miðöld-
um voru sagðir nota efnið. Kanna-
bis slævir þó oftast fólk.
Bandaríska leyniþjónustan gaf
föngum kannabis í seinni heims-
styrjöld til að gera þá meðfærilegri
í von um að geta veitt upp úr þeim
leyndarmál.
Stiklur
Eftir Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
E
r hægt að tala um hass
og önnur fíkniefni í
sömu andrá og eitt-
hvað gott, til dæmis að
líkna sjúkum? Svo
sannarlega. Morfín, sem unnið er úr
valmúa eins og ópíum, er misnotað af
fíklum en samt finnst okkur sjálfsagt
að nota þetta sama efni til að lina
þjáningar sjúkra. Og sum fíkniefni
eru lögleg. Við setjum hömlur við
notkun áfengis en bönnum það ekki
þótt svo róttæk lausn hafi einu sinni
verið reynd um hríð í mörgum lönd-
um, þar á meðal Íslandi.
Stjórn Baracks Obama Banda-
ríkjaforseta hefur markað nýja
stefnu varðandi kannabislyfin. Eric
Holder dómsmálaráðherra sagði í
vikunni að framvegis myndu yfirvöld
almennt ekki höfða mál gegn þeim
sem seldu eða notuðu á sjúkrastofn-
unum lyf unnin úr kannabis-efnum.
Nú yrði sett í forgang að berjast
gegn þeim stofnunum sem brytu
fíkniefnalöggjöfina með grófum
hætti, t.d. með því að starfa sem
leppfyrirtæki fyrir fíkniefnasala.
„Það eru þannig fyrirtæki og fólk
sem við munum ráðast á,“ sagði ráð-
herrann. Ýmsir talsmenn borg-
aralegra réttinda og þeirra sem vilja
heimila notkun lyfjanna sögðu að um
þáttaskil væri að ræða. Fram til
þessa hefur ríkisstofnunin sem berst
gegn ólöglegum fíkniefnum, DEA,
gengið hart fram gegn slíkri sölu-
mennsku og meðferð og lokað stofn-
ununum með lögregluvaldi. Gilti þá
einu þótt sum sambandsríkin hafi í
mörg ár leyft takmarkaða notkun á
kannabis-lyfjum. Alríkislög sem
banna alla notkun á kannabis voru
sögð skáka lögum einstakra ríkja.
En þessar deilur tengjast óhjá-
kvæmilega viðkvæmum deilum um
fíkniefni almennt og baráttunni gegn
misnotkun þeirra. Hvort greina skuli
á milli stórhættulegra fíkniefna og
síður hættulegra, hvort áfengi sé á
einhvern hátt öðruvísi og hættu-
minna en önnur fíkniefni.
Á að heimila fólki að nota kannabis
og reyna þannig að sporna við ofsa-
gróðanum sem glæpamenn um allan
heim hafa af ólöglegum viðskiptum
með efnið? Og hver ætti að fá að
selja, ríkið eða bara valdir ein-
staklingar? Myndi lögleiðing ekki
verða til að auka notkunina? Hol-
lendingar hafa leyft sölu á kannabis-
efnum á veitingahúsum en hafa nú
takmarkað fjölda húsa sem fá að
selja fyrir opnum tjöldum. Málið er
umdeilt í landinu.
Tjón og tilfinningar
Misnotkun kannabisefna er vandi
sem veldur endalausum deilum og
tilfinningar þeirra sem hafa orðið
vitni að hörmungum fíkla og jafnvel
misst ástvini spila þar stórt hlutverk.
Grjótharðar staðreyndir eins og þær
sem komu fram í sérfræðingaskýrslu
Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar ár-
ið 2000, snerta fáa. Sérfræðingarnir
bentu á að ef fólk vildi sporna við
dauðsföllum vegna fíkniefna ætti að
setja baráttu gegn áfengi í forgang:
Um fimm milljónir manna deyja ár-
lega í heiminum af völdum áfengis,
aðeins um 200 þúsund af völdum
allra annarra fíkniefna samanlagt.
Og félagslega tjónið af áfengi er
miklu meira en af kannabis. Bann er
samt það sem flest ríki nota til að
sporna við kannabisefnum.
Aðrir mótmæla og segja að kanna-
bis, sem er ekki líkamlega vanabind-
andi en hægt er að ánetjast andlega,
sé oft inngöngudyrnar í heim sterkra
fíkniefna. Endalausar deilur eru síð-
an um það hvort hið sama megi ekki
segja um áfengi en seint verður hægt
að komast að niðurstöðu sem allir
samþykkja.
Reuters
Deilurnar um líkn og fíkn
Stjórn Baracks Obama í Bandaríkjunum hyggst auðvelda sjúklingum að nota lyf sem unn-
in eru úr kannabisefnum en áfram verður fólki óheimilt að reykja hass og maríjúana
Íhugun Kannabis er oft notað
við trúarathafnir, hér svælir
munkur í Nepal pípuna sína.
Hjá FORTIS starfar samhentur hópur lögfræðinga með víðtæka reynslu af lögmannsstörfum.
Við leitumst við að veita persónulega og alhliða þjónustu á flestum sviðum lögfræðinnar og
sérhæfum okkur í skaðabótamálum vegna umferðar- og vinnuslysa.
Höfum áratuga reynslu af uppgjöri slysabóta.
Átt þú rétt á
bótum eftir slys?
Gylfi Thorlacius hrl.
Svala Thorlacius hrl.
S. Sif Thorlacius hdl.
Kristján B. Thorlacius hdl.
Guðmundur Ómar Hafsteinsson hdl.
www.fortis.is
K
R
A
F
T
A
V
E
R
K
Laugavegi 7 • 101 Reykjavík • Sími: 520 5800 • fortis@fortis.is
Fáðu ráðgjöf hjá sérfræðingum þér að kostnaðarlausu!