Morgunblaðið - 22.03.2009, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 22.03.2009, Blaðsíða 47
Umræðan 47 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. MARS 2009 10% viðbótarafsláttur á hluta sjúklings af verði lyfseðilsskyldra lyfja ATHUGIÐ! Tilboðið gildir í Apótekinu Skeifunni og í Hólagarði Marstilboð til elli- og örorkulífeyrisþega Flogið verður til Kaupmannahafnar og ekið um Danmörku til sumardvalarstaðarins Damp við Eystrasaltsströnd Þýzkalands. Þar verður gist næstu 6 nætur og farið í ýmsar dagsferðir meðan á dvöl stendur. Meðal annars til Slésvíkur, Hamborgar og Kílar. Frá Þýzkalandi er síðan siglt til Danmerkur og flogið heim frá Kaupmannahöfn að kvöldi 8. maí. Gist verður að Damp2000 í vel útbúnum íbúðum. Hótelið er við ströndina og þar eru ótal afþreyingarmöguleikar s.s. sjósundlaug, hitabeltissundlaug, minigolf og bátaleiga og einnig margir veitingastaðir og smáverzlanir. FERÐASKRIFSTOFA GUÐMUNDAR JÓNASSONAR EHF., BORGARTÚNI 34 • 105 REYKJAVÍK • SÍMI 511 1515, www.gjtravel.is • outgoing@gjtravel.is Verðið er einstakt: 99.500 á mann Innifalið í verði er flug, flugvallaskattar, gisting í tveggjamanna stúdíó-íbúð á Damp og allur akstur samkvæmt lýsingu. Verð miðast við gengi og forsendur 12.02. 2009 og 35 manna hóp. Þýzkalandsferð 2.-8. maí 2009 í samvinnu við Félag eldri borgara Mb l. 10 93 16 3 ÞEGAR þetta er ritað bendir margt til þess að veruleg breyting verði á kynjahlutföllum þing- manna eftir næstu kosningar. Með þeim fyrirvörum, að enn liggur ekki fyrir próf- kjörsniðurstaða D-lista í Norð- vestrinu og að fylgi flokka kann að breytast á kjördegi frá nýjustu skoðanakönnunum, þá gæti hlut- fall karla og kvenna á þingi orðið næsta jafnt. Á höfuðborgarsvæð- inu gæti hlutfallið farið í um 60% (nú 40%) konum í vil, og í tæp 40% (nú 25%) í dreifbýlinu. Staðan í dag Þátttaka kvenna í stjórnum hlutafélaga fer vaxandi, en er enn langt frá því sem stefnt er að. Þó gerðist það ótrúlega um daginn, að aðalstjórn eins ríkisbankans varð alfarið skipuð konum! Það er því ekki bara svo, að tími Jóhönnu einnar sé kominn, þjóðin öll vill breytingar. En breytir þetta nokkru um- fram fylgispekt við gallharða jafn- réttisstefnu? Könnuð var í fyrra (CreditInfo) afkoma íslenskra fyrirtækja þar sem konur sitja í stjórn, sam- anborið við fyrirtæki án stjórn- arsetu kvenna. Niðurstaðan varð sú að fyrirtæki með stjórnarþátt- töku kvenna lenda síður í van- skilum; eiginfjárhlutfall þeirra er hærra og hagnaður meiri. Banda- rísk könnun sýnir líka að fyrirtæki með konur í áhrifastöðum skila hærri arðsemi eigin fjár. Rann- sókn á mjög framsæknum starfs- mönnum sýnir að þegar skipt er um vinnu halda konur yfirburðum sínum, en karlar hafa tilhneigingu til að dala. Skýringin er sú að konur beina sjónum meira út fyrir fyrirtækið, til viðskiptavina, og byggja þar upp tengslanet sem þær taka með sér. Karlar byggja frekar upp hagsmunanet innan vinnustaða, sem flyst ekki með á nýjan stað (HBR sept. 2007). Kynjahlutfallið skiptir því greini- lega máli. Orsakir kynja- mismununar Hvernig stendur á því að vegur kvenna í stjórnun er ekki meiri en raun ber vitni? Er það „glerþakið“? Nei, vandinn er meira í líkingu við völund- arhús þar sem mis- munun byrjar í neðstu lögunum og helst áfram upp í þak. Nokkur dæmi:  Það tekur lengri tíma fyrir konur að komast í stjórnunarstöðu.  Launamunur er verulegur, jafn- vel að teknu tilliti til félagslegra breytna.  Framlag kvenna er metið síðra en karla, svo fremi að matsmenn þekki kyn þess metna. Annars ekki. Hvað veldur? Menningartengd hlutverka- skipting kynjanna er enn mikil, þrátt fyrir stígandi hugarfars- breytingu. Þar kann að ráða goð- sögnin um hvernig áhrifaríkur stjórnandi eigi að vera:  Stjórnandi á að hafa metnað, ákveðni, stjórnlyndi og dirfsku, vera skjótur til framkvæmda og óháður öðrum; hafa eðlisþætti sem tengdir eru karlmennsku.  Það sem er talið til kvenlegra eiginleika, eins og umhyggja, hjálpsemi, mildi, umskapandi við- horf og hæfileiki til að virkja aðra, gerir ekki stjórnun skilvirka! Reynslan sýnir annað. Stjórn- unarstíll afburðastjórnenda tekur nefnilega yfir allt svið karllægra og kvenlægra eiginleika, óháð kyni. Menning margra fyrirtækja spilar hér inn í. Sýni karlar „kven- lægar“ hliðar við stjórnun hljóta þeir virðingu fyrir. Séu konur af- gerandi og ákveðnar virka þær sem ógnun á aðra, þykja ókven- legar. „Kvenlægu“ eiginleikarnir hjá kvenstjórnendum þykja bara merki um skort á ákveðni og dirfsku, þær hafa ekki „the right stuff“. Og enga vinningsleið. Karlar eru duglegri við að byggja upp hagsmunatengsl utan vinnutíma. Konum reynist þetta erfiðara, þar sem tengsl utan vinnu byggjast oft á sérstökum áhugamálum karla. Konur taka líka síður tíma frá fjölskyldu til að sinna þessum þætti (HBR febr. 2008). Augljóslega er enn á bratt- ann að sækja fyrir konur. Mikilvægi breytinga Það er fjarri því að þessi mál séu í kaldakoli hjá íslenskum fyr- irtækjum. Hlutur kvenna í stjórn- un hefur farið vaxandi og mörg fyrirtæki eru að gera fína hluti. Og ekki síst, sá fjöldi kvenna vex hratt sem er að ná framúrskar- andi árangri sem stjórnendur. Ef við horfum framhjá jafnréttishug- sjóninni og til aukins hlutar kvenna í stjórnunarstöðum sem mikilvægs fyrir bætta afkomu fyr- irtækja, þá öðlast baráttan aðra merkingu. Hún snýst um brýna rekstrarlega hagsmuni, og um þjóðarhagsmuni þegar kemur að skipan Alþingis og annarra stofn- ana samfélagsins. Hvað er til ráða?  Auka fræðslu um dulda kynja- bundna mismunun.  Kynna á hvern hátt mýkri gildi í stjórnunarstíl kvenna og karla geta skilað bættri arðsemi.  Leggja meiri áherslu á fram- leiðni en á langa vinnudaga.  Nota aðeins hlutlæga frammi- stöðumælikvarða.  Kortleggja völundarhúsið með sínum innbyggðu hindrunum frá gólfi upp í þak.  Tryggja „critical mass“ kvenna í stjórnum og nefndum. Fyrirsögnin á þessari grein á sér sögu. Anne Lauvergnon, for- stjóri franska orkurisans Areva, var í sínu fyrsta ráðningarviðtali fyrir 25 árum. Þar lýsti yfirmaður hennar því yfir að staða kvenna væri innan heimilisins. Ári síðar, eftir að hún hafði náð frábærum árangri í starfi, spurði Anne hann hvort sú staðreynd breytti skoðun hans á atvinnuþátttöku kvenna. Svarið var: „Þú ert ekki kona.“ Breyttir tímar, sem betur fer! „Þú ert ekki kona“ Högni Óskarsson skrifar um kynja- hlutföll í stjórn- málum og stjórn- unarstöðum » Spennandi breyt- ingar framundan í þátttöku kvenna í stjórnun og stjórn- málum. Breytir þetta einhverju? Högni Óskarsson Högni Óskarsson er geðlæknir og vinnur við stjórnendaþjálfun. FJÖLBRAUTA- SKÓLI Suðurlands er fjölmennt samfélag. Við upphaf þessarar annar voru skráðir um 1.000 nemendur í nám við skólann. Seg- ir vaxandi aðsókn sitt- hvað um gæðastimpil á nám og kennslu. Í skólanum starfa líka nærri 100 kennarar og yfir 40 aðrir starfs- menn. Þetta gera að jafnaði á tólfta hundrað manns sem starfa undir sama þaki á hverjum virkum degi. Allir velkomnir Fjölbrautaskóli Suðurlands tek- ur á móti öllum sem sækja um skólavist í fyrsta sinn, allir fá tæki- færi til að spreyta sig. Námið við skólann er afar fjölbreytt og reynt að haga því svo að allir finni eitt- hvað við hæfi. Gæðastimpillinn af því að koma nemendum til manns er góður, árangur sést m.a. þegar skoðuð er stikkprufa af fjölda þeirra sem útskrifast úr háskóla. Þar skýtur F.Su nafntoguðum og rótgrónum skólum aftur fyrir sig. Þá er ótalinn allur sá fjöldi nem- enda frá F.Su sem fer í áframhald- andi annars konar nám og þeir sem skila sér beint út á vinnu- markað. Umgjörð um skólastarf er með því besta sem gerist á landinu. Skólinn er í sérstöku og fallegu húsnæði þar sem nemendur, kenn- arar og starfsfólk deila plássi yfir skóladaginn. Skólinn er vel tækj- um búinn á nútímalegan máta og eykur það á fjölbreytni kennslu- hátta svo hægt sé að mæta þörfum ólíkra nemenda. Fjölbreytt flóra Fjölbrautaskóli Suðurlands tek- ur við nemendum víða af Suður- landsundirlendinu; úr bæjum, sveitum og sjávarþorpum. Einnig sækja skólann nemendur lengra að komnir og búa margir þeirra á fullkominni heimavist skólans. Þeir sem þekktust áður en þeir komu í F.Su halda gjarna hópinn og innan veggja F.Su eru menn meðvitaðir um hjarðeðlið. Áfangakerfið vegur upp á móti þessu. Gæðastimpill þess felst í því að nemendur raðast saman í kennslugreinar eftir áhugasviði og árangri – þvert á aldur og upp- runa. Það er því óhjákvæmilegt að nemendurnir hitti ótal marga aðra nemendur á hverjum degi og vinni með þeim – m.a. í umræðum og hópverkefnum, í kennslustundum. Akademíur og félagsstarf Gæðastimpillinn sem fleytt hef- ur Fjölbrautaskóla Suðurlands í fjölmiðla undanfarið ár tengist frá- bærum árangri akademía skólans. Stofnun akademíanna hefur sett jákvæðan svip á samfélag F.Su og gert það að verkum að skólann sækja nemendur sem hafa metnað á fleiri sviðum en í námi. Körfuboltaakademía F.Su er nú í úrvalsdeild KKÍ, iðkendur knatt- spyrnu- og handknattleiks- akademía F.Su banka á dyr úrvals- deildar með liðum sínum innan UMFS og mörgum er í fersku minni nýfenginn Íslandsmeist- aratitill UMFS í hópfimleikum 13- 18 ára en lungi iðkendahópsins æf- ir með fimleikaakademíu F.Su. Félagsstarf nemendafélags F.Su er þróttmikið. Reglulega er litið upp úr lestri skólabóka og hamrar og rafmagnsgræjur lagðar til hlið- ar. Haldnar eru kvöldvökur, glæsi- leg söngkeppni, metnaðarfull leik- sýning, íþróttakeppnir, Kátir dagar og hið víðfræga Flóafár. Í öllu þessu er reynt að brydda upp á nýjungum og virkja alla meðlimi skólans. Kór F.Su rataði á öldur ljósvakans vegna magnaðra tón- leika 12. mars með Magna og fleiri þjóðþekktum aðilum sem fluttu lög hinnar ódauðlegu hljómsveitar Queen. Gæðastimplar á Fjölbrauta- skóla Suðurlands Þórunn Jóna Hauksdóttir og Bjarni Rúnarsson skrifa um skólastaf í F.Su. » Gæðastimpillinn sem fleytt hefur Fjöl- brautaskóla Suðurlands í fjölmiðla undanfarið ár tengist frábærum ár- angri akademía skólans. Þórunn Jóna Hauksdóttir Þórunn Jóna er sviðsstjóri við F.Su. Bjarni er formaður nemendaráðs F.Su. Bjarni Rúnarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.