Morgunblaðið - 22.03.2009, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 22.03.2009, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. MARS 2009 einhverja stórfurðulega kærasta. Svalari systur er varla hægt að hugsa sér. Þegar ég var unglingur fór hún að vera með núverandi eig- inmanni sínum, mesta töffaranum í bænum, honum Langa Sela, og hann lánaði mér leðurjakka og rafmagns- gítar. Ég mætti í leðurjakkanum í Hagaskóla og var alveg sama þó að mér væri strítt. Síðan fór ég heim eftir skóla og pósaði með gítarinn fyrir framan spegilinn. Kunni ekkert að spila, bara pósa. Eftir að ég fullorðnaðist höfum við verið á trúnóstiginu. Það er notalegt að eiga trúnaðarsamband við hana, hún er svo sannur vinur. Og það er gott að tala við hana um blessaðar tilfinningarnar. Hún er frábær vin- ur. Við tölum um lífið og listina, við fylgjumst með bralli hvort annars og peppum hvort annað upp. Hún er alltaf að hugsa um eitthvað spenn- andi, sískrifandi og lifir í loftköstul- um ímyndunaraflsins. Hún býr til al- veg frábæra hluti fyrir börn, hefur alltaf gert. Hún skilur töfra. Man eft- ir að einu sinni þegar hún var blönk gaf hún mér í jólagjöf spólu þar sem hún las ævintýri og spilaði á blokk- flautu. Þetta var uppáhalds barna- platan.“ Hrekkirnir eldast ekki af henni „Þegar ég hugsa um systur mína verð ég alltaf spenntur, eins og eitt- hvert ævintýri sé í uppsiglingu. Hún er svo lifandi og skemmtileg. Það jafnast ekkert á við að hanga með henni og hennar fjölskyldu. Perlu- stundir. Sissa er díva með gullhjarta. Hún er díva hún systir mín, það er ekki hægt að neita því. Mamma og systir mín eru dívur. Ég er alinn upp af stórkostlegum konum sem reykja sígarettur með munnstykki í sterk- um ljóskösturum. Systir mín er af- skaplega skynsöm sem er sjaldgæf- ur eiginleiki í minni fjölskyldu. En hún er líka mikil tilfinningavera, ei- lífðar smáblóm og titrandi strá. Svo er hún ofsalega fyndin. Hefur gaman af því að rugla í börnum. Þeg- ar hún var yngri stundaði hún það að stríða Leif bróður með því að þykjast vera dauð á meðan hún var að passa hann. Hún ruglaði líka heilmikið í mér, en það var ekki alveg jafn brú- tal. Hún var orðin svo þroskuð þegar ég var lítill. Hún laug að mér að ég héti fullu nafni Ragnar Rófuprump Ragnar: „Ég man eftir Sissu systur minni frá því ég var í frumbernsku. Og við Guðrún Birna, dóttir hennar, erum á líku reki og vorum mikið saman sem krakkar. Ýmist pössuðu mamma og pabbi hana eða Sissa mig. Það var rosalega gaman og gott að vera hjá Sissu. Ég á aðeins eina hræðilega minningu frá því að vera hjá henni og það er þegar hún ákvað að gerast grænmetisæta og bar fram soðinn blómkálshaus. Þá fríkaði ég út. Allt annað var bara dásamlegt. Hún var mjög uppátektarsöm og er svo sem enn. Það voru alltaf ein- hver ævintýri í gangi hjá henni. Þeg- ar hún nennti ekki á fætur hélt hún okkur Guðrúnu í rúminu með því að segja okkur endalausar sögur sem hún spann upp á staðnum. Þannig gat hún haldið okkur hjá sér svo lengi sem henni hentaði að lúra. Því- líkir tímar. Gullnir bernskudagar. Og það var ekki verra, þegar ég var 6 ára, að eiga systur sem lék Línu langsokk. Ég bar tilfinningaþrungna lotningu fyrir systur minni að vera líka Lína. Ég var svo lítill og vitlaus að það var dáldið flókið að skilja á milli leikhúss og veruleika, Sissa var Lína! Það er rétt hægt að ímynda sér hvað ég hef montað mig mikið yfir því í Melaskólanum Hún átti heilmikið Barbie-dót sem ég lék mér mikið með, ég man að það mátti borða sælgætið í Barbie- búðinni. Mig minnir að hún hafi ekki verið neitt yfir sig hrifin af því áti mínu, því þetta var 20 ára gamalt, en svo fannst henni það bara fyndið. En hún var líka rosamikill nagli og gat verið ströng. Ég var mikil vælu- skjóða og hún var alltaf að segja mér að hætta að væla og tala í mig kjark. Bæði hún og mamma eru móð- urmyndir. Ég man að ég hugsaði, þegar Sissa var að reyna að siða mig til: Hún er bara systir mín og ég þarf ekki að taka eins mikið mark á henni og mömmu. En hún var nú fljót að koma mér í skilning um að þetta var ekki alveg rétt hugsað hjá mér. Hún gat skammað mann alveg í klessu, full af botnlausum kærleika.“ Lifir í loftköstulum ímyndunaraflsins „Mér fannst Sissa alltaf lifa miklu ævintýralífi. Hún var alltaf alveg ótrúlega flott, sötrandi rauðvín með vinkonum sínum, dró mig með í kommúnistaferðir og náði sér alltaf í Kjartansson og ýmislegt fleira. Hrekkirnir hafa ekkert elzt af henni. Hún er mjög fyndin, kaldhæðin og skemmtileg. En núorðið fær stríðnin mann einhvern veginn til að líða vel, það er svo mikill kærleikur í þessu öllu.“ Munúðarfulli klósetthreinsitextinn „Við unnum saman sýningu í Iðnó til heiðurs mömmu á 50 ára leikaf- mæli hennar. Ég gerði leikmyndina og Sissa leikstýrði mömmu. Dáldið magnað að fylgjast með mæðgunum eiga í leikara/leikstjóra sambandi. Sissa vann þá sýningu af miklum heilindum og eldmóð, það var heiður að fá að vinna með henni. Henni tókst að láta mömmu leika sjálfa sig, alveg í botn. Svo unnum við Sissa saman í Björk of course og það fannst mér alveg frábært. Hún er góður samstarfsmaður. Alveg rosa- lega góð leikkona. En hún tekur sjálfa sig aldrei of alvarlega, hún tek- ur bara listina alvarlega. Mér finnst svo gaman hvað hún fær djúsí rullur núna þegar hún er komin á virðu- legri aldur … engar Línur, Ronjur og yngismeyjar heldur „Blanche DuBois“ og „Milljarðamærin“ … Það er búinn að vera alger galdur að fylgjast með henni á sviðinu síðustu ár. Einn af skemmtilegustu útúrdúr- unum á hennar listferli var þegar hún las inn á „Closan Flush“- auglýsingu fyrir nokkrum árum. Yf- irleitt þrábið ég hana að fara með munúðarfulla klósetthreinsitextann. Það er uppáhaldið mitt. En svona grínlaust þá kemur hún til list- arinnar full auðmýktar og fífldirfsku sem er alveg hin hárrétta blanda. Hún hefur kennt mér rosalega mikið um hvernig maður á að vera sem listamaður og líka hvernig maður á að láta lífið vera ævintýri.“ Svalari systur varla hægt að hugsa sér Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is lím og fúguefni Opið hús fyrir grunnskólanemendur og forráðamenn þeirra verður miðvikudaginn 25. mars frá kl. 18:00-21:00. Kynnt verður námsframboð, inntökuskilyrði og félagslíf nemenda. Kl. 19:00 og kl. 20:00 syngur Kór Menntaskólans við Hamrahlíð nokkur lög. Allir velkomnir. Rektor 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.