Morgunblaðið - 22.03.2009, Page 30
30 Skoðun
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. MARS 2009
Eftir Einar Má Guðmundsson
I
started out on Burgundy but
soon hit the harder stuff. Svo
segir Bob Dylan í laginu Just
like Tom
Thumb’s Blues
af plötunni Highway
61 Revisited. Það er
hafið yfir allan vafa,
Highway 61 er tíma-
mótaverk, hvað svo
sem það merkir. Jú,
ætli tímamótaverk
þýði ekki það sama og
meistaraverk, sem sé
verk sem okkur finnst
heimurinn ekki geta
verið án. Highway 61
Revisited myndar
eins konar þríleik, á
eftir Bringing it all
back home en á undan
Blonde on Blonde.
Þar var dægurtónlist
lyft á hærra plan með aðstoð skáld-
skaparins og þurfum við ekkert að
fara nánar út í það þó það væri út af
fyrir sig gott efni í ritsmíð. Í kvik-
mynd Martins Scorsese, No Direc-
tion Home, er farið vandlega yfir
þetta tímabil; forsendur þess, andóf
og allan pakkann.
En hugum nánar að orðunum: I
started out on Burgundy but soon hit
the harder stuff. Ég byrjaði á rauð-
víni en fór fljótt út í eitthvað sterk-
ara. Það er víst gangur mála. Að vísu
sagði einn góður dópisti að allir byrj-
uðu á móðurmjólkinni, en ég fór að
hugsa hvort með sama hljómfalli
mætti segja: Ég byrjaði í pólitík en
fór strax að pæla í peningum. Eða:
Ég byrjaði í pólitík en varð fljótt
milli. Eða: Ég byrjaði í pólitík og
spilltist á svipstundu. Í góðærinu var
sagt að menn ættu bara að ganga í
Framsóknarflokkinn og þá væru þeir
komnir á hlutabréfamarkaðinn. Það
sagði mér maður sem þekkir mjög
vel til í Framsóknarflokknum, fyrr-
verandi meiriháttar maður þar, að
flokkurinn hafi verið vinnumiðlun
fyrir menn sem vildu komast í bit-
linga og viðskipti. Þannig notaði hann
stjórnarsetuna. Flokksskírteinið var
tekið sem prófgráða, hæfnisvottorð.
Það voru jafnvel búnar til stöður
handa framsóknarmönnum. Mönn-
um var raðað á jötuna. Forystumenn
Framsóknarflokksins virðast ekki
hafa verið að hugsa hvað þeir gætu
gefið þjóðfélaginu með vitsmunum
sínum og tillögum, heldur hvað þeir
gætu tekið út úr þjóðfélaginu með
vitsmunum sínum og tillögum. Hall-
dór Ásgrímsson var einn af arkítekt-
um gjafakvótakerfisins og hafði sjálf-
ur hag af því en Finnur Ingólfsson
fékk ásamt félögum sínum einka-
væddan banka upp í hendurnar. Ný
forysta Framsóknarflokksins virðist
ekki ætla í neitt uppgjör við þennan
arf heldur situr hún föst í hjólförum
hans. Þessi hugsunarháttur fram-
sóknarmanna, sem smituðust af
frjálshyggju og fengu stórborg-
arglýju í augun, er í merkilegri mót-
sögn við sígilda samvinnustefnu og
upphafsár Framsóknarflokksins, við
menn einsog Jónas frá Hriflu. Hvað
sem mönnum finnst um Jónas frá
Hriflu, hann var afturhaldssamur á
sumum sviðum en framfarasinnaður
á öðrum, þá var þar fyrir maður sem
brann fyrir þjóð sína og þjóðfélagið,
alveg öfugt við hinn nútímalega fram-
sóknarmann, sem keppist við að taka
allt út úr þjóðfélaginu sem hann get-
ur. Þessi sinnaskipti Framsókn-
arflokksins kölluðu þeir sjálfir að nú-
tímavæða flokkinn, svipað og
nútímavæðingin sem herjaði á Sam-
fylkinguna fjarlægði hana frá verka-
lýðnum og öllum almenningi. Sjálf-
stæðisflokkurinn hefur hins vegar
alltaf verið flokkur flokksskírtein-
anna og markvisst nýtt sér þá stöðu
sína, þó þar hafi líka verið framfara-
menn innanborðs, en þeir eru löngu
horfnir af sjónarsviðinu, eða réttara
sagt, voru keyrðir í kaf af frjáls-
hyggjunni. Sjálfstæðisflokkurinn sit-
ur uppi með arf frjálshyggjunnar þar
sem vanhæft sérgæslufólk situr í fyr-
irrúmi, fólk lítilla sanda og sæva, sem
lítið kann fyrir sér í þjóðfélags-
umræðu, alið upp við lúxusvanda og
sérgæsku, þann hugsunarhátt að lífið
snúist um að græða á
daginn og grilla á kvöld-
in....
When you’re lost in the
rain in Juarez. Nú dettur
mér annað í hug. Í laginu
Just like Tom Thumb’s
Blues á Highway 61 Re-
visited segist Bob Dylan,
eða röddin í laginu, hafa
byrjað í rauðvíni en síðan
leiðst út í sterkari efni.
Lagið hefst með þessum
orðum, When you’re lost
in the rain in Juarez, þeg-
ar þú ert villtur í regninu
í Juarez. Ég kom einmitt
til borgarinnar Juarez í Mexíkó
skömmu áður en allt hrundi á Íslandi,
en ég var ekki villtur og það rigndi
ekki. Borgin Juarez – eða Ciudad
Juarez – er við landamæri Mexíkó og
Bandaríkjanna og hefur verið mikið í
fréttum vegna þess vafasama heiðurs
að vera talin mesta glæpaborg í
heimi. Fyrir skömmu sagði lögreglu-
stjóri borgarinnar af sér vegna hót-
ana eiturlyfjabarónanna um að tveir
lögregluþjónar myndu hverfa á dag
og þegar eiturlyfjabarónarnir segja
að tveir lögregluþjónar muni hverfa á
dag þá er það bara þannig. Mexíkóar
sjálfir gefa lítið fyrir borgina Juarez,
segja hana ljóta og ekkert sérstak-
lega mexíkóska og Bandaríkjamenn
líta í hæsta lagi á hana sem ódýran
veitingastað og gott diskótek. Þeir
eru að vísu varaðir við að fara þangað
núna, en ungt fólk frá El Paso
skreppur þarna yfir um helgar og
lætur viðvaranir sem vind um eyru
þjóta. Borgin Juarez kemur talsvert
við sögu í bíómyndum, bókmenntum
og tónlist, ekki bara hjá Bob Dyl-
an. El Paso í Bandaríkjunum og
Juarez í Mexíkó eru strangt til
tekið sama borgin. Það eru bara
landamæri og múr sem skilja
þær að. Múrinn á milli Banda-
íkjanna og Mexíkó er einskon-
ar „Berlínarmúr“ alþjóðakapí-
talismans. Hann skilur að
alþjóðasamfélagið og hina van-
þróuðu, okkur og hina. Hljóð-
færaleikarnir sem léku með
Elvis Presley héldu þar til,
fóru frá El Paso yfir landa-
mærin til Juarez. Þá voru
borgirnar mun minni, eiginlega
bara lítil þorp miðað við þann
stórborgarbrag sem nú ríkir.
Kvikmyndin fræga No country
for old men sækir innblástur
þangað. Í El Paso er stærðar
herstöð. Mér var sagt að ungu
hermennirnir sem ég sá á flug-
vellinum væru á leið til Íraks. En
það er fleira sem freistar Banda-
ríkjamanna í Juarez en ódýrt
áfengi, fíkniefni og diskótek, þar er
líka ódýrt vinnuafl. Þangað flytja
bandarísk auðfyrirtæki verksmiðjur
og minnka um leið framleiðslukostn-
aðinn. Í borginni Juarez er risastórt
fátækrahverfi, eitt það stærsta í
Rómönsku-Ameríku, endastöð þeirra
sem vilja komast yfir landamærin en
komast ekki lengra og verða eftir.
Þar rennur ekkert vatn og húsin eru
mismunandi heil. Samt hlaupa börnin
þar um og brosa. Hinum megin í
borginni er auðkýfingahverfið, en þar
hlaupa engin börn, heldur standa ör-
yggisverðir við hliðin og allt er girt
gaddavír. Þar búa eiturlyfjabarón-
arnir sem ráða því sem þeir vilja
ráða. Stundum fá þeir unglingana
úr fátækrahvefinu til að taka send-
ingu yfir landamærin. Fyrir kíló
af kókaíni fá unglingarnir 25.000
dollara. Það eru einsog tíu árs-
laun í verksmiðjunni sem er eina
hugsanlega vinnan sem í boði er.
Ef unglingarnir eru teknir
lenda þeir í einkareknu banda-
rísku fangelsi og halda strangt
tiltekið áfram að vinna í verksmiðj-
unni. Þetta er kerfi sem yfirstéttir
beggja landanna, Mexíkó og Banda-
ríkjanna, hagnast á og með vissum
hætti fullkomin endurspeglun á frelsi
markaðsaflanna og harðstjórn þeirra.
Þetta er frjálshyggjan í hnotskurn.
Þarna ræður hún lögunum og frels-
inu.
Vald eiturlyfjabarónanna í Mexíkó
yfir mexíkósku efnahagslífi er á
margan hátt hliðstætt valdi viðskipta-
lífsins yfir Íslandi fyrir daga banka-
hrunsins. Barónarnir okkar hirtu
kvótann og bankana eða gáfu þetta
vildarvinum, létu afnema lög og regl-
ur og hófu síðan styrjöld gegn vel-
ferðarkerfinu. Eða réttara sagt:
Einsog í Mexíkó buðust þeir til að sjá
um þetta allt saman. Háskólana, söfn-
in, menninguna. Viðskiptaháskólar
styrktir af fyrirtækjum, sálfræði-
deildir af lyfjarisum. Á Íslandi skuld-
settu auðjöfrarnir þjóðfélagið og gáfu
því gjafir, kökumola frjálshyggjunn-
ar, rifu síðan út úr því bestu bitana og
hirtu þá sjálfir. Eiturlyfjabarónarnir í
Mexíkó hafa stjórnmálmenn í vasan-
um og ef þeim er ekki hlýtt hverfur
fólk. Það er alla vega ein kenningin
um hin tíðu mannshvörf í borginni
Juarez. Borgin fer á forsíður heims-
blaðanna, skelfing grípur um sig en
síðan eru kröfur barónanna uppfyllt-
ar. Er þá allt kyrrt um hríð. Á Íslandi
var viðskiptalífinu bara hlýtt. Stjórn-
málamenn voru einsog hundar í
bandi, en enginn þeirra virðist
skammast sín. Við skulum hætta að
velta okkur upp úr siðferði þessa.
Þetta var ekki siðferði. Þetta var hag-
kerfi. Svo góð er samvinnan á milli
löggæslunnar og glæpamannanna í
Mexíkó að fyrir nokkrum árum var
lögreglustjórinn í Juarez nappaður
með nokkur kíló af kókaíni við landa-
mærin, en hann var einmitt á leiðinni
á fund til að skipulega stríðið gegn
eiturlyfjunum, war on drugs, og um
borgina fljúga sögur þess efnis að
jafnvel bandaríska fíkniefnalögregl-
an sé í vasanum á barónunum. Þetta
kunna að vera ýkjusögur en kenning
barónanna er sú að enginn standist
tilboð þeirra, upphæðirnar sem þeir
bjóða. Höfum við heyrt þessa setn-
ingu áður, annars staðar, í öðru sam-
hengi? Voru til menn sem trúðu að
enginn stæðist auð þeirra, völd og
visku?...
How they blackmailed the ser-
geant-at-arms into leaving his post ...
Já, hlustið á Just like Tom Thumb’s
Blues. Bob Dylan er með þetta á
hreinu. Hluti af hagnaði eiturlyfja-
barónanna rennur í kosningasjóði
stjórnmálamanna og í atvinnustarf-
semi þjóðfélagsins. Háskólar, sund-
laugar, kaffihús, þú veist aldrei hvað
barónarnir eiga. Hvernig er með ís-
lensku kosningasjóðina, dýru próf-
kjörin, skúffufyrirtækin? When
you’re lost in the rain in Juarez …
Nei, þú þarft ekki að dvelja lengi í
borginni Juarez þar til þú ferð að
heyra ótrúlegustu sögur og mexí-
kóskir sögumenn gefa löndum okkar
lítið eftir. Minni þeirra nær langt aft-
ur í aldir. Framliðið fólk gefur sig
fram, alveg óumbeðið. Mér var sögð
saga af sagnfræðingi sem var sér-
fræðingur í Viktoríutímanum. Hann
var menntaskólakennari í bæ ekki
langt frá Juarez og hafði bara rétt í
sig og á. Hann var sagður hvers mann
hugljúfi og skemmtilegur og klár.
Einn daginn hófust miklar endurbæt-
ur við hús hans, það hækkaði um heila
hæð og þegar upp var staðið stóð þar
alveg nýtt hús. Nokkrum vikum
seinna stóðu tveir glænýir bílar á
hlaðinu og maðurinn sem hafði verið
látlaus var allt í einu orðinn skreytinn
og tilgerðarlegur í klæðaburði. Fólkið
í nágrenninu pískraði en enginn sagði
neitt upphátt. Svo bankaði lögreglan
á dyrnar. Hann fór inn en kom
fljótlega út aftur og hélt upptekn-
um hætti en nú í gegnum fyr-
irtæki sem selur fornmuni. Hér
heima á Íslandi heyrði ég líka
sögu af mjög klárri stelpu, sem
var nýútskrifuð úr viðskipta-
fræði og fékk vinnu í Fjármála-
eftirlitinu. Hún vildi fá svör við
ýmsum áleitnum spurningum.
Hún var ekki búin að vinna þar
lengi þegar henni var boðið
annað starf hjá fjármálafyrir-
tæki, margfalt hærri laun,
greiðslukort, bíll og ferðalög á
Saga Class með stjórnmála-
mönnunum, þessum ofurhæfu.
Í Mexíkó er höndlað með eit-
urlyf. Maður getur spurt
hverskonar þjóðfélag stundar
slíkan iðnað og líka hvers kon-
ar þjóðfélag þarf á honum að
halda. Á Íslandi var höndlað
með peninga, peninga sem
runnu á milli sömu handa í af-
ar flókinni hringrás, þar sem
hlutverk stjórnmálamanna var
að afhenda peningamönnum
staði og stofnanir og þar sem
peningamenn og stjórnmála-
mennn voru stundum sömu
mennirnir í sama flokki. ...
Ég kom til Mexíkó og þeir
sögðu mér margar sögur. Einn
sagði mér frá þorpinu þar sem
hann var fæddur. Hann lýsti
því einsog auðnarlegu þorp-
unum sem finna má í smá-
sögum Gabriels Garcia
Marquez. En einn dag-
inn flutti þangað mað-
ur. Hann sá að þorpið
lá vel við viðskipt-
um. Hann keypti
eyðibýli í út-
jaðri þess,
lét leggja
þar
flug-
braut og tók svo til óspilltra málanna.
Götubörn og betlarar hurfu úr mið-
bænum, hann var endurbyggður með
kaffihúsum og verslunum. Lögreglan
fékk nýja búninga og lögregluþjón-
arnir sem höfðu verið úrillir, feitir og
fátækir ljómuðu allt í einu af gleði og
blístruðu. Nýtískuleg sundlaug var
opnuð og háskóli spratt upp á milli
kaktusanna. Það kom nýr borgar-
stjóri, hámenntaður tannlæknir.
Einu óskráðu lögin voru þau að mað-
urinn sem byggði býlið í útjaðri bæj-
arins, hann hafði sundlaugina út af
fyrir sig og félaga sína á miðvikudög-
um. Laugin var opin en það fór eng-
inn í hana á miðvikudögum. Eru allir
búnir að gleyma unglingspiltunum
sem hurfu með 250 milljónir úr landi
og lögðu inn á gjaldeyrisreikning
annars þeirra, gott ef ekki í Dubai,
nátengdir æðstu mönnum viðskipta-
lífsins. Þeir voru teknir til yfirheyrslu
en sleppt af því að þeir voru ekki að
gera neitt ólöglegt, bara að fylgja
reglunum og vinna heimavinnuna.
Um svipað leyti var maður staðinn að
því að stela pulsupakka og sinnepi í
10-11 við Austurstræti. Hann hafði
áður verið dæmdur fyrir hliðstæð af-
brot, enda hlaut hann margra mán-
aða tukthúsvist og situr nú á Hraun-
inu. Var einhver að tala um réttlæti?
Kannski Jón Hreggviðsson …...
I started out on Burgundy …
Sögumaðurinn í lagi Bobs Dylans
kom stálhraustur til Juarez en fór
þaðan fölur sem draugur. Ég kom
nokkuð brattur heim frá Juarez og
skrifaði hjá mér eftirfarandi línur í
september 2008: „Annað sem Norð-
urhjaramanni verður ljóst í borginni
Juarez er hvað velferðarkerfið og sú
almenna samhjálp sem við þó eigum
skiptir gríðarlegu máli, bara sú stað-
reynd að hér kunna allir að lesa.
Mexíkóar líta á okkur sem krafta-
verk. Látum því ekki velferðarkerfið
á útsölu. Burgeisarnir eru búnir að fá
nóg: fiskimiðin, bankana, flugfélög,
síma, og við sjáum hvað er að gerast.
Segjum nei áður en víggirðingarnar
rísa í kringum húsin og fátækrastyrk-
urinn verður jafn eftirsóttur og í
gamla matadorspilinu.“ Þetta átti að
vera lokasetningin í pistli í þættinum
Mannamál á Stöð tvö. Stjórnandinn,
Sigmundur Ernir Rúnarsson, var bú-
inn að segja mér að hringja og bóka
tíma. Ég gerði það. Þá sagði hann eft-
ir smá vífilengjur: „Við vorum eigin-
lega að hugsa um að hvíla þig.“ Þá
sagði ég: „Ég er ekkert þreyttur.“
Stjórnandinn hikaði en sagði svo:
„Þetta er skipun frá yfirboðurum
mínum.“ Ég djókaði við hann um yf-
irboðarana en það náði ekkert lengra.
Stjórnandinn hafði fullan rétt til að
reka mig. Málið skaut svo upp koll-
inum fyrir hreina tilviljun. Færeyska
sjónvarpið tók við mig viðtal og ég
nefndi þetta í framhjáhlaupi, í sam-
hengi við eigendavaldið yfir fjölmiðl-
um. Fréttin flaug í vefmiðla og blöð
og Sigmundur Ernir svaraði spurn-
ingunni um sannleiksgildi orða
minna. Hann sagði: „Þetta heitir á
mannamáli þvættingur. Ég hef full-
komið ritstjórnarlegt frelsi.“ Fjöl-
miðlamaðurinn hikaði ekki við að
ljúga og virtist ekkert hafa fyrir því.
Skömmu seinna rak Reynir Trausta-
son ungan blaðamann. Einnig hann
neitaði öllu þar til blaðamaðurinn dró
upp lítið teip. Sigmundur Ernir fyllt-
ist vandlætingu á bloggi sínu og
krafðist afsagnar Reynis. Samkvæmt
Sigmundi Erni má því alveg ljúga þar
til það kemst upp. Ekki fór nefnilega
mikið fyrir „ritstjórnarfrelsinu“
skömmu síðar þegar Sigmundur Ern-
ir var sjálfur rekinn, en þá sagðist
hann loksins „laus úr klóm auðmann-
anna“. Nú er Sigmundur Ernir á leið-
inni á þing. Hann býður sig fram fyrir
Samfylkinguna fyrir norðan. Mun
hann vita hvernær hann er frjáls og
hvenær í kóm auðmanna? I’m going
back to New York City, I do believe
I’ve had enough, en þannig endar
blúsinn um Tuma þumal.
Barónar allra landa!
Einar Már
Guðmundsson