Morgunblaðið - 22.03.2009, Page 4
4 FréttirVIKUSPEGILL
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. MARS 2009
„Alþingi er undanþegið stjórn-
sýslulögum. Þá vaknar spurn-
ingin hvort það sé líka und-
anþegið jafnréttislögum? Ef svo
er, viljum við hafa það þannig?“
Þannig spyr Kristín Ástgeirs-
dóttir, framkvæmdastýra Jafn-
réttisstofu. Lögfræðingur Jafn-
réttisstofu er nú að kanna
lögmæti skipana m.a. í bankaráð
Seðlabanka Íslands og stjórn
Nýja Kaupþings.
Að mati Kristínar er nauðsyn-
legt að fá úr því skorið hvort
kosning Alþingis í Seðlabankaráð
hafi verið lögleg, en sjálf telur
hún hana andstæða anda lag-
anna. „Ef niðurstaðan er sú að
þetta sé lögbrot þá ber að láta
kosninguna fara fram aftur,“ seg-
ir Kristín og tekur fram að enn sé
óvíst hvort málinu verði vísað til
kærunefndar jafnréttismála.
Kristín bendir á að þegar jafn-
réttislögin voru sett fyrir rúmu
ári hafi Jafnréttisstofa lagt á það
áherslu að 15. gr. laganna ætti að
gilda um þingið eftir því sem
hægt væri. Nefnir hún sem dæmi
að við núverandi aðstæður geti
Frjálslyndi flokkurinn ekki kosið
neina þingkonu í nefnd innan
þingsins, þar sem allir þingmenn
flokksins eru karlar. Að sögn
Kristínar ætti það hins vegar
ekki að vera neinum vand-
kvæðum bundið að gæta að
kynjajöfnuði þegar um nefnd er
að ræða sem starfar utan þings
eins og við á um Seðlabankaráð.
„Í dæmi Seðlabankans voru til-
nefndir bæði aðal- og varamenn
og því voru hæg heimatökin að
raða þannig að skipanin stæðist
lög. Það var ekki gert,“ segir
Kristín og bendir á að flokkarnir
hafi átt að tilnefna karl og konu,
en hins vegar hafi ekki allir
flokkar farið eftir því.
Er Alþingi undanþegið jafnréttislögum?
SKOÐUN
Kristín Ástgeirsdóttir
Kristín Ástgeirsdóttir er fram-
kvæmdastýra Jafnréttisstofu
Frá því ný ríkisstjórn tók við hef-ur verið skipað í um tug stjórna,
nefnda og ráða á hennar vegum.
Dómsmálaráðherra skipaði í mars-
byrjun nefnd sem endurskoða á
reglur um skipan dómara, en í
henni sitja tveir karlar og ein
kona. Á ríkisstjórnarfundi 24.
febrúar sl. var tilkynnt skipan
tveggja nefnda á vegum fjár-
málaráðherra, annars vegar samn-
inganefndar vegna lána vinaþjóða,
sem eingöngu var skipuð körlum,
og hins vegar samninganefndar
vegna viðræðna um Icesave-
skuldbindingar sem skipuð er
fimm körlum og einni konu.
Um miðjan febrúar voru til-
kynntir nýir fulltrúar menntamála-
og fjármálaráðherra í stjórn Lána-
sjóðs íslenskra námsmanna, þar
var um að ræða tvo karla og tvær
konur sem þýðir að stjórnin er nú
skipuð samtals fimm körlum og
þremur konum. Í byrjun febrúar
skipaði samgönguráðherra þrjár
konur í úrskurðarnefnd fjarskipta-
og póstmála. Fjármálaráðherra
skipaði seint í febrúar fimm konur
í stjórn Nýja Kaupþings en nokkr-
um dögum fyrr hafði hann skipað
þrjá karla og tvær konur í stjórn
Íslandsbanka hf.
Bankaráð Seðlabanka Íslands eraðeins eitt af 21 ráði, stjórn og
nefnd sem kosið er beint í af Al-
þingi. Aðeins hefur verið kosið í
fjórar stjórnir, nefndir eða ráð
síðan jafnréttislögin tóku gildi
fyrir rétt rúmu ári. Auk Seðla-
bankaráðs, sem kosið var í 16.
mars sl. var kosið í stjórn Rík-
isútvarpsins ohf. 22 janúar, í Þró-
unarsamvinnunefnd 4. nóvember
2008 og í Þingvallanefnd 7. októ-
ber sl. Í Seðlabankaráð voru eins
og fram hefur komið kosnar tvær
konur og fimm karlar, í stjórn Rík-
isútvarpsins voru kosnar fjórar
konur og einn karl, í Þróunarsam-
vinnunefnd fjórar konur og einn
karl og í Þingvallanefnd tvær kon-
ur og fimm karlar.
Kynjaskipting
Eftir Silju Björk Huldudóttur
silja@mbl.is
K
osning Alþingis í
bankaráð Seðlabanka
Íslands í upphafi vik-
unnar vakti hörð við-
brögð og leiddi til þess
að Silja Bára Ómarsdóttir stjórn-
málafræðingur sendi formlega
kvörtun til Jafnréttisstofu þar sem
hún óskaði eftir því að lögmæti
ráðsins yrði kannað. Ástæðan er sú
að í ráðið voru kosnir fimm karla og
tvær konur sem aðalmenn, en Silja
Bára taldi það stangast á við 15. gr.
jafnréttislaga þar sem kveðið er á
um að „við skipun í nefndir, ráð og
stjórnir á vegum ríkis og sveitarfé-
laga [skuli] þess gætt að hlutfall
kynjanna sé sem jafnast og ekki
minna en 40% þegar um fleiri en
þrjá fulltrúa er að ræða.“
Í framhaldinu upplýsti Jafnrétt-
isstofa að henni hefðu einnig borist
formlegar kvartanir vegna stjórnar
Nýja Kaupþings, sem eftir hlut-
hafafund 26. febrúar er aðeins skip-
uð konum, og sérnefndar Alþingis
um stjórnarskrármál sem kjörin
var 12. mars og skipuð er átta körl-
um og einni konu. Femínistafélag
Íslands hefur skorað á ríkisstjórn-
ina að endurskipa í bankaráð Seðla-
banka Íslands og stjórnarskrár-
nefnd og virða þar með
jafnréttislög.
Telur ekki um lögbrot að ræða
„Ég lít ekki svo á að þarna sé um
lögbrot að ræða,“ segir Guðbjartur
Hannesson, forseti Alþingis, og vís-
ar þar m.a. til kosningar Alþingis í
seðlabankaráð. Bendir hann máli
sínu til stuðnings á að í framhalds-
nefndaráliti félags- og trygginga-
málanefndar um jafnréttislögin sl.
vor hafi komið fram að „skýra þyrfti
ákvæðið [15. gr. laganna] þannig að
ljóst væri að það ætti ekki við um
kosningar í nefndir, ráð og stjórnir
á vegum hins opinbera þar sem um
væri að ræða kjörna fulltrúa.“
Bendir hann á að þetta hafi helgast
af því að sú staða gæti komið upp að
sumir flokkar hefðu bara á að skipa
þingmönnum af öðru hvoru kyninu.
Guðbjartur segir ekki einfalt að
gæta að kynjahlutföllum þegar kos-
ið sé beint í stjórnir, nefndir og ráð
á Alþingi, þar sem valdið sé þar í
höndum stjórnmálaflokkanna sem
tilnefni fulltrúa sína og enginn hafi
forræði yfir þeirra vali. Spurður
hvort fulltrúar flokkanna geti ekki
stillt saman strengi sína áður en að
sjálfri kosningunni komi til þess að
gæta að kynjaskiptingunni svarar
Guðbjartur því játandi. „Þingflokk-
arnir verða með einhverjum hætti
að leita ráða til þess að kynjajafn-
réttis sé gætt í stjórnir og ráð, en í
raunveruleikanum höfum við ekki
þessi úrræði eins og er,“ segir Guð-
bjartur en ítrekar að markmiðið
hljóti að vera að fara eftir anda jafn-
réttislaganna. Spurður hvort líkur
séu til þess að breytingar verði
gerðar á t.d. seðlabankaráði og sér-
nefnd um stjórnarskrármál í ljósi
framkominnar gagnrýni segist Guð-
bjartur ekki eiga von á því. „Það er
búið að skipa þetta og ég get ekki
séð að við getum afturkallað það
með neinum hætti. Hins vegar verð-
um við að læra af þessu,“ segir Guð-
bjartur.
Brynhildur G. Flóvenz, lektor við
lagadeild Háskóla Íslands, segir
það ekki losa Alþingi undan kröfu
jafnréttislaga um kynjajafnræði í
nefndir, stjórnir og ráð þó að kosið
sé í beint í þær á vegum Alþingis,
líkt og gert var í tilfelli seðla-
bankaráðs. „Er eitthvert hlutlægt
málefnalegt sjónarmið sem kemur í
veg fyrir það að þingmenn fylgi
anda laganna og gæti jafnréttis?“
spyr Brynhildur og segir það sjálf-
sagða kröfu að þingflokkar stilli
saman strengi sína áður en til kosn-
inga í nefndir, stjórnir og ráð komi.
Óþolandi fyrir konur
Í samtali við Morgunblaðið sagði
Brynhildur að svo virtist sem
stjórnvöld teldu jafnréttislög létt-
vægari en önnur lög. „Stjórnvöld
verða að svara því hvort jafnrétt-
islögin eru á einhvern hátt eðlisólík
öðrum lögum. Telja stjórnvöld að
það sé í lagi að brjóta þau?“ spyr
Brynhildur og bendir á að ef Alþingi
telji sig ekki þurfa að fylgja jafn-
réttislögum sé ekki við því að búast
að aðrar opinberar stofnanir hvað
þá einkafyrirtæki telji sig þurfa að
gera það.
Spurð hvort hún telji það í anda
jafnréttislaganna að jafnræðis milli
kynjanna sé gætt í fastanefndum
þingsins svarar Brynhildur því ját-
andi og segir það eðlilega kröfu að
konur eigi fulltrúa til jafns við karla
í nefndum þingsins. „Það er óþol-
andi fyrir konur þegar verið er að
endurreisa samfélagið úr rústum að
horfa ítrekað upp á það að stjórn-
völd gangi á svig við jafnréttislög og
konur séu þar hvergi sjáanlegar.
Það er ekki hægt að bjóða dætrum
þessa lands upp á þetta.“
Morgunblaðið/Golli
Teljast lögin léttvæg?
Forseti Alþingis telur að þingflokkarnir þurfi að finna leið til að gæta kynjajafnræðis
Femínistafélag Íslands skorar á ríkisstjórnina að endurskipa í bankaráð Seðlabankans
*Konur skipa 34,5% sæta í nefndum en eru 36,5% þingmanna, eða 23 alls. Flestir þingmanna sitja í fleiri en einni nefnd, og eru taldir einu sinni fyrir hverja nefnd. Heimild: www.althingi.is
Allsherjarnefnd
Félags- og tryggingamálanefnd
Heilbrigðisnefnd
Menntamálanefnd
Efnahags- og skattanefnd
Fjárlaganefnd
Iðnaðarnefnd
Samgöngunefnd
Sjávarútv.- og landbúnaðarnefnd
Utanríkismálanefnd
Umhverfisnefnd
Viðskiptanefnd
Fastanefndir Alþingis
= 6/3
= 5/4
= 5/4
= 5/4
= 8/1
= 9/2
= 4/5
= 6/3
= 6/3
= 4/5
= 7/2
= 7/2
Heildarfjöldi* = 72/38
Ein Valgerður Sverrisdóttir er eina kon-
an sem kosin var í sérnefnd Alþingis um
stjórnarskrármál. Með henni í nefndinni
sitja átta karlkyns alþingismenn.