Morgunblaðið - 22.03.2009, Page 56

Morgunblaðið - 22.03.2009, Page 56
56 Dagbók MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. MARS 2009 Krossgáta Lárétt | 1 mergð, 4 væskil, 7 rotin, 8 dylur, 9 fiður, 11 eyðimörk, 13 kvika í sjó, 14 urr, 15 brumhnappur, 17 reiðir, 20 sterk löngun, 22 ginna, 23 haggar, 24 orðasenna, 25 pjatla. Lóðrétt | 1 berast með vindi, 2 dáin, 3 slór, 4 Freyjuheiti, 5 skaut, 6 tré, 10 rándýr, 12 fersk- ur, 13 lík, 15 trjástofn, 16 starfrækjum, 18 asna, 19 vera óstöðugur, 20 þunn grastorfa, 21 viðauki. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 handahófs, 8 suddi, 9 losna, 10 gól, 11 rýrna, 13 tuska, 15 fress, 18 uggar, 21 kyn, 22 róaði, 23 neiti, 24 himnaríki. Lóðrétt: 2 aldar, 3 deiga, 4 hollt, 5 fúsks, 6 ósar, 7 bana, 12 nes, 14 ugg, 15 ferð, 16 efaði, 17 skinn, 18 unnir, 19 grikk, 20 reið. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Þrátt fyrir góðan árangur ertu ekki fullkomlega sáttur við sjálfan þig. Reyndu að verja tímanum til gönguferða og hollrar útivistar. (20. apríl - 20. maí)  Naut Einhver mun treysta þér fyrir leyndarmáli og leita ráða hjá þér svo þú mátt vita að orð þín hafa mikið vægi. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Vertu ekki kærulaus; þú þarft að velja og skjótt skipast veður í lofti. Gríptu til þinna ráða, hlutirnir gerast ekki af sjálfu sér. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Viðskiptasamningar og allt sem lýtur að kaupum og sölu ætti að ganga vel í dag. Gefðu þér tíma og sæktu orku í um- hverfi þitt. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Reyndu að hugsa hlutina til enda því jafnvel ákvarðanir um minnstu atriði geta leitt til víðtækra afleiðinga. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Þú átt á hættu að lenda í einhvers konar deilum við samstarfsmenn þína sem telja að þú hafir borið meira úr být- um en þeir. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Það getur verið erfitt að standa frammi fyrir því að aðrir haldi mann vita meira en raunin er. Skilningur þinn á þörfum vina og nágranna er meiri en endranær. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Vandaðu mál þitt svo enginn misskilningur komi upp varðandi það sem fyrir þér vakir. Veltu því fyrir þér hvernig þú getir bætti félags- og ástalíf þitt. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Ekki reita yfirmanninn til reiði í dag. Reyndu að fá yfirsýn yfir heild- armyndina án þess að hafa áhyggjur af smnáatriðunum. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Allt virðist vaxa þér í augum og fara í taugarnar á þér og að sjálfsögðu nærðu ekki tökum á neinu, þegar þannig liggur á þér. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Spurðu sjálfan þig hvort þú myndir halda áfram að vinna við það sem þú vinnur ef þú fengir ekki borgað fyrir það. Nýtt fólk hefur líka eitthvað fram að færa – hugsanlega ást. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Það er svo margt að gerast að þér finnst þig skorta yfirsýn. Vertu ekkert að sýta það því slík eftirsjá hefur ekkert upp á sig. Stjörnuspá Þetta gerðist … 22. mars 1960 Samþykkt var á Alþingi að greiða skyldi 3% söluskatt „af andvirði seldrar vöru og verð- mæta og endurgjaldi fyrir hvers konar starf og þjón- ustu“. Skatturinn hækkaði síð- an í áföngum þar til 24,5% virðisaukaskattur leysti hann af hólmi árið 1990. 22. mars 1965 Fyrsta háloftamyndin af Ís- landi var tekin úr veðurhnett- inum Tiros IX í 728 kílómetra hæð. Myndin var svo skýr að greina mátti Mývatn, Fljótsdal og Tindfjallajökul og einnig hafís norðan við landið. 22. mars 1972 Í ljós kom að Geirfugladrang- ur, vestur af Eldey, hafði hrunið eða sokkið í sæ. Drang- urinn, sem er grunn- línupunktur landhelginnar, var áður um tíu metra hár en kemur nú aðeins upp úr sjó á fjöru. 22. mars 2001 Fyrsti rafræni lyfseðillinn var sendur frá Heilbrigðisstofnun Þingeyinga til Húsavík- urapóteks. Landlæknir sendi seðilinn sem stílaður var á heilbrigðisráðherra. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Reykjavík Auður Drauma fæddist 16. nóvember kl. 23.22. Hún vó 3.735 g og var 50,5 cm löng. For- eldrar hennar eru Rann- veig Jónsdóttir og Þor- steinn Bachmann. Akranes Christian Sturri fæddist 19. febrúar kl. 18.34. Hann vó 3.360 g og var 51 cm langur. For- eldrar hans eru Valey Benediktsdóttir og Steph- en John Watt. Akureyri Gunnar Þór fæddist 31. desember kl. 24. Hann vó 4.320 g og var 57 cm langur. Foreldrar hans eru Sóley Helga Björgvinsdóttir og Sig- urður Freyr Sigurðarson. Sudoku Frumstig 7 1 6 8 6 9 1 4 5 2 6 1 3 8 1 6 3 3 5 2 5 4 7 8 4 5 6 8 7 5 8 6 6 1 3 2 4 3 2 7 5 4 7 8 6 3 4 6 5 9 2 8 7 3 1 4 9 7 5 2 6 8 1 3 6 6 8 2 4 5 1 5 9 3 6 7 2 4 8 8 4 6 2 1 5 7 3 9 2 7 3 9 4 8 6 1 5 7 1 5 6 9 3 8 2 4 3 8 4 5 7 2 9 6 1 6 9 2 4 8 1 5 7 3 5 6 8 1 2 4 3 9 7 9 3 1 7 5 6 4 8 2 4 2 7 8 3 9 1 5 6 6 4 2 9 1 7 8 3 5 9 3 7 8 4 5 2 1 6 8 5 1 3 6 2 7 9 4 1 8 6 2 7 3 4 5 9 5 2 9 4 8 6 3 7 1 4 7 3 5 9 1 6 8 2 2 9 5 7 3 4 1 6 8 3 6 8 1 2 9 5 4 7 7 1 4 6 5 8 9 2 3 9 5 3 7 8 4 1 2 6 8 4 2 6 3 1 5 7 9 7 1 6 5 9 2 8 3 4 3 9 1 4 5 8 2 6 7 4 2 5 1 6 7 3 9 8 6 7 8 9 2 3 4 1 5 2 6 9 8 1 5 7 4 3 1 8 7 3 4 6 9 5 2 5 3 4 2 7 9 6 8 1 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Í dag er sunnudagur 22. mars, 81. dag- ur ársins 2009 Orð dagsins: Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (Sálm. 23, 6.) Víkverji dagsins er kona og einsog stundum hendir konur leitar hugurinn nú til karla, nánar tiltekið til þeirrar áráttu sumra þeirra að safna skeggi. Víkverji minnist með mikilli hlýju snoturs yfirskeggs Clarks Gables og Errols Flynns. Hlýr straumur fer einnig um Vík- verja þegar George Clooney sýnir sig órakaður á hvíta tjaldinu. Þar er á ferð löðrandi kynþokki. Víkverji vildi svo gjarnan eiga slíkan mann. x x x En það er eins og það fari íslensk-um karlmönnum engan veginn að vera órakaðir. Clooney þolir að raka sig ekki dögum saman. Karl- mennska hans bíður engan hnekki af því. Clooney verður bara töff- aralegur með skeggbrodda. Órak- aður íslenskur karlmaður lítur hins vegar út eins og hann ráði engan veginn við tilveru sína og stefni beina leið í glötun. x x x Svo eru hinir fúlskeggjuðu. Vík-verji vill gera alvarlega at- hugasemd við það val þeirra að hætta algjörlega að raka sig. Nú veit Víkverji að hver og einn verður að fá að ganga sinn veg í lífinu óháður skoðunum annarra. Það hljóta þó að vera einhver takmörk fyrir smekk- leysinu. Það er engin prýði að fúl- skeggjuðum karlmanni. x x x Víkverji kemst ekki undan því aðsjá einstaka sinnum myndir í bókum af alskeggjuðum 19. aldar karlmönnum. Þeir líta yfirleitt allir út fyrir að vera hundrað ára en voru þó sumir ekki nema um fertugt þeg- ar þeir voru myndaðir. Víkverji á karlkynskunningja á besta aldri sem í einhverjum misskilningi telja sig verða að staðfesta karlmennsku- ímynd sína með því að koma sér upp skeggi og verða fyrir vikið á skömm- um tíma hundrað ára eða svo. x x x Íslenskur nútímakarlmaður virkarekki almennilega nema hann sé skegglaus. Það segir Víkverji og veit sínu viti. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. e4 c5 2. Rc3 e6 3. Rf3 Rc6 4. d4 cxd4 5. Rxd4 Dc7 6. Be3 Rf6 7. f4 Rxd4 8. Dxd4 Rg4 9. O-O-O a6 10. e5 Rxe3 11. Dxe3 d5 12. exd6 Bxd6 Staðan kom upp nýlega í efstu deild þýsku deildarkeppninnar. Þýski alþjóðlegi meistarinn Matthias Thesing (2.415) hafði hvítt gegn landa sínum og kollega David Gross (2.485). 13. Bb5+! Kf8 14. Rd5! Dc5 hvítur hefði einnig staðið vel að vígi eftir 14… Db8 15. Db6. 15. Dxc5 Bxc5 16. Rc7 hvítur vinnur nú skiptamun og stuttu síðar skákina. 16… Ke7 17. Rxa8 axb5 18. Hhe1 Bd7 19. Rc7 Bc6 20. f5 Hd8 21. fxe6 Hxd1+ 22. Hxd1 Bd6 23. Hxd6! Kxd6 24. exf7 Ke7 25. Re6! og svart- ur gafst upp enda taflið tapað eftir 25… Kxf7 26. Rd8+. Hvítur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Lögmálið. Norður ♠Á63 ♥763 ♦K864 ♣G94 Vestur Austur ♠104 ♠DG ♥KD1095 ♥G42 ♦1053 ♦DG7 ♣ÁD3 ♣K8652 Suður ♠K98752 ♥Á8 ♦Á92 ♣107 Suður spilar 3♠. „Aldrei með átta tromp, alltaf með níu,“ segir Larry Cohen og er að tala um sagnbaráttu á þriðja þrepi. Tökum dæmi: Suður opnar á 1♠ og vestur kemur inn á 2♥. Norður lyftir í 2♠ og austur berst í 3♥. Á suður að passa eða segja einum meira? „Hann á að melda 3♠,“ segir Cohen, því spaðasamlegan er upp á níu spil. Það er rétt, að 3♠ vinnast auðveld- lega með trompinu 2-2, það er bara heppni, ekki satt? „Engin heppni,“ seg- ir Cohen og bendir á að 3♥ vinnist í AV ef spaðinn liggur 3-1. Þriggja spaða sögnin borgar sig alltaf, því „lögmálið“ svíkur ekki. Lögmálið um heildarfjölda slaga hljóðar svo í allri sinni auðmýkt: Fjöldi trompa í lengsta lit beggja átta er jafn fjölda slaga sem eru í boði hjá báðum. Hér gengur dæmið upp, heild- artrompin eru 17 og slagirnir líka. BJARNEY Svandís Grímsdóttir, dagmóðir, er 35 ára í dag. Bjarney er fædd í Hafnarfirði og hefur búið hér og þar í gegnum tíðina en flutti í Reykja- nesbæ árið 1999 og kann afar vel við sig þar. Bjarney á fjögur börn sjálf en síðasta rúmt ár hef- ur hún einnig starfað sem dagmóðir og býr því við mikið barnalán á degi hverjum. „Mér finnst þetta æðislegt, en ég er líka búin að vera mjög heppin með bæði börn og foreldra,“ segir Bjarney. Dagforeldrar finna þó fyrir samdrætti eins og aðrir og segir Bjarney að undanfarna mánuði hafi margir foreldrar tekið börn sín úr vistun og annist þau sjálf vegna tekju- eða vinnumissis. „En ég er nú svo bjartsýn að ég vonast til að þetta komi aftur í haust þegar stóri árgangurinn fer að skila sér,“ segir Bjarney og vísar í háa fæðingartíðni á Íslandi í fyrra, því fleiri börn hafa ekki komið í heiminn síðan árið 1960. Sjálf mun Bjarney ferma sitt elsta barn í maí og segir hún það m.a. ástæðu þess að hún ætlar að taka eigin afmæli rólega í ár, þótt hún bjóði sennilega upp á kaffi í dag. Hún segist öðru hvoru hafa tekið sig til og haldið heljarinnar veislu en það standi ekki til nú. „Kannski þeg- ar maður verður fertugur, það er aldrei að vita.“ una@mbl.is Bjarney Svandís Grímsdóttir dagmóðir 35 ára Veisla þegar fermt er í vor Nýirborgarar Ragnar J. Jóns- son, fyrrverandi framkvæmda- stjóri, er átt- ræður í dag, 22. mars. Hann verð- ur í faðmi fjöl- skyldunnar í til- efni dagsins en þeir sem vilja hafa samband við hann geta sent honum línu á ragnarjj@internet.is. 80 ára

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.