Morgunblaðið - 22.03.2009, Side 62

Morgunblaðið - 22.03.2009, Side 62
62 MenningFÓLK MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. MARS 2009 Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Vorið í Búdapest 23. apríl Verð frá kr. 49.000 Flug og gisting Örfá herbergi í boði - fyrstur kemur fyrstur fær! Munið Mastercard ferðaávísunina Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Heimsferðir bjóða frábært sértilboð á allra síðustu sætunum í helgarferð til Búdapest 23. apríl. Búdapest er ein fegursta borg Evrópu og á vorin skartar hún sínu fegursta og þá er einstakur tími til að heimsækja borgina. Búdapest býður einstakt mannlíf, menningu og skemmtun að ógleymdri gestrisni Ungverja auk frábærra veitinga- og skemmtistaða. Bjóðum örfá herbergi á völdum gististöðum á frábærum sértilboðum. Fararstjórar Heimsferða gjörþekkja borgina og kynna þér sögu hennar og heillandi menningu. Verð frá kr. 49.990 - Helgarferð Netverð á mann, m.v. 2 í herbergi í 3 nætur á Hotel Platanus *** með morgunmat. Aukagjald fyrir einbýli kr. 10.000. Sértilboð 23. apríl. Gisting á Hotel Tulip Inn *** kr. 4.000 auka- lega. Aukagjald fyrir einbýli kr. 10.000. Sértilboð 23. apríl. Gisting á Hotel Promenade ***+ kr. 10.000 aukalega. Aukagjald fyrir einbýli kr. 13.000. Sértilboð 23. apríl. Gisting á Hotel Novotel Centrum **** kr. 14.000 aukalega. Aukagjald fyrir einbýli kr. 13.000. Sértilboð 23. apríl. Hotel Platanus *** Hotel Tulip Inn Millenium *** Hotel Promenade ***+ Hotel Novotel Centrum **** Ótrúleg sértilboð! Þriggja nátta helgarferð á einstökum tíma! Fleiri upplýsingar er að finna á : www.vogue.is eða í síma: 533 3500 Fimm vikna saumanámskeið hjá Vogue í Mörkinni 4 hefst miðvikudaginn 25. mars. Kennt er frá kl: 19:00-22:00. Námskeið sem hentar bæði byrjendum og þeim sem eru lengra komnir. Verð: 20.000 kr Langar þig að skapa þér þinn persónulega stíl? 20% afsláttur á efnum í verslun Vogue á meðan á námskeiðinu stendur Það er heilmikið að gerast í spænskri rokkmúsík og vel þess virði að kíkja í plötubúð ef menn hafa efni á að ferðast suðreftir á annað borð. Nokkrar skotheldar skífur: Los Planetas, Mercury Rev þeirra Spánverja, hafa starfað saman í fimmtán ár. Tvær síðustu plötur sveitarinnar eru báðar frá- bærar, La leyenda del espacio og Los planetas contra la Ley de la Gravedad. Macaco spilar fjölskrúðugt popp sem byggist meðal annars á kata- lónskri rúmbu. Besta plata hans er Rumbo Submarino, en nýútkomin skífa, Puerto Presente, er fyrirtak. Facto delafé y las flores azules blandar saman hiphop, poppi og þjóðlegri spænskri tónlist. El Monstruo de las Ramblas er fín og einnig La Luz de la Mañana. Það er ekkert eins geggjað og El Guincho eins og heyra má á plöt- unni frábæru Alegranza! þar sem hann hrærir saman tónlist úr öll- um áttum. Hann er líka meðal fé- laga í Coconot sem gaf út skemmtilega plötu fyrir stuttu. Fjölbreytt fjör IGNACIO Gonzalez Vegas, sem kallaður var Nacho sem barn, er hálffertugur, fæddur í Gijón og menntaður í málvísindum frá há- skólanum í Oviedo. Nacho Vegas byrjaði að spila með hinum og þess- um um það leyti sem hann hóf há- skólanám, en gat sér fyrst orð sem gítarleikari í óhljóðasveitinni Elim- inator Jr. í upphafi tíunda áratug- arins. Síðar stofnaði hann rokk- sveitina Manta Ray, en yfirgaf hana um það leyti sem hann hóf sólóferil sinn í lok tíunda áratugarins. Plata ársins Framan af var sólóferillinn reyndar þannig að hann fólst að- allega í samstarfi við aðra því fyrstu verk hans einn síns liðs voru að semja lög við ljóð Ramón Lluís Band sem gefin voru út á tveimur plötum 1997 og 1999 (Diraiu og Di- ariu II). Árið 1999 kom líka út stutt- skífa með tónlist við sjónvarpsþátt, Verdá o Consecuencia, sem sýndur var í Asturias, en heimabær Vegas, Gijón, er einmitt í Asturias-héraði. Eftir þessa upphitun kom loks al- mennileg sólóskífa, Actos inexplica- bles, og hún var líka harla góð svo ekki sé meira sagt; valin plata árs- ins af flestum tónlistarblaðamönn- um Spánar og er enn í miklum met- um. Tvær stuttskífur fylgdu í kjölfar- ið, fyrst Seis canciones desde el norte og þá Miedo al zumbido de los mosquitos, sú fyrri 2001 og seinni 2002, en 2003 kom svo önnur snilld- arskífa, Cajas de música difíciles de parar, tvöföld plata og fyrir minn smekk jafnvel betri en Actos inexp- licables. Önnur stuttplata fylgdi í kjölfari, Canciones desde palacio, en síðan varð stutt hlé á útgáfu. Vegas sneri svo aftur með látum 2005, gaf út eina fína breiðskífu, Desaparezca aquí, eina smáskífu, El hombre que casi conoció a Michi Panero, og eina framúrskarandi stuttskífu, Esto no es una salida. 2006 gekk hann svo til liðs við Enri- que Bunbury og starfaði með hon- um í tvö ár, saman gerðu þeir skíf- urnar El tiempo de las cerezas (tvöföld plata), sem kom út 2006, og tónleikadiskinn Liceu BCN, sem kom út 2007. Ekki var Vegas á þeim buxunum að endurvekja sólóferilinn að sinni því næst ruglaði hann saman reyt- um við Christina Rosenvinge, fór um heiminn með henni og tók upp breiðskífuna Verano fatal sem kom út 2007, en hann fór líka með Ro- senvinge um heiminn að kynna plötuna. Popp og þjóðlagarokk Samstarfið við Bunbury og Ro- senvinge dugði bærilega til að koma Nacho Vegas á poppkortið, enda eru þau með vinsælustu tón- listarmönnum meðal spænskumæl- andi þjóða og Bunbury til að mynda stórstjarna í Suður-Ameríku þar sem þeir félagar fóru mikla frægð- arför 2006. Fyrsta sólóskífa Vegas í þrjú ár var þó öðruvísi en menn áttu von á því nú sneri hann sér að astúríanskri þjóðlagahefð; gerði þjóðlagarokkskífuna Lucas 15 með gítarleikaranum Xel Pereda. Lucas 15 kom út í byrjun síðasta árs og um vorið kom svo safnskífa með helstu lögum Vegas og svo 1. desember platan sem er kveikjan að þessum skrifum. Af ofangreindu má sjá að Nacho Vegas er lúsiðinn, hvort sem hann er að taka upp eigin tónlist eða leggja öðrum lið, en hann er líka mikilvirkur blaðamaður og smá- sagnahöfundur. Gítarjöfurinn Nacho Vegas Lúsiðinn Nacho Vegas er ekki bara á fullu í tónlistinni því hann er líka blaðamaður og smásagnahöfundur. TÓNLIST Á SUNNUDEGI Árni Matthíasson 1. desember sl. kom út átjánda plata spænska tónlistarmannsins Nacho Vegas, El manifiesto desastre. Nú geri ég ráð fyrir að fæstir þekki hann hér á landi, en skemmst er frá því að segja að Nacho Vegas er með helstu rokkjöfrum Spán- ar nú um stundir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.