Morgunblaðið - 22.03.2009, Side 60
augu að einkennisútliti í gegn-
um feril sinn, auk þess sem
tónlistarmennirnir Morrissey
og Jarvis Cocker völdu áber-
andi umgjarðir.
Breska blaðið Guardian
fjallaði um gleraugnatískuna
nýverið og þar segir að marg-
ar sætar stjörnur árið 2009
velji að ganga með öfl-
ugar gleraugnaumgjarðir til að skera
sig úr. Eru þar nefndar stjörnurnar
Alexa Chung, sem notar gleraugun
til að undirstrika strákslegt útlit sitt,
leikarinn Jaime Winstone og tónlist-
armennirnir Kanye West, Pharrell
og Jay-Z sem hafa allir borið áber-
andi umgjarðir á nefi sér sem
hluta af hip-hop útliti sínu.
Á tískupöllunum hefur líka mátt
sjá fagrar fyrirsætur með gler-
augu, hönnuðirnir Luella og Phil-
lip Lim létu fyrirsæturnar vera
með umgjarðir innblásnar af
kvengleraugum fimmta áratug-
arins. Dolce & Gabbana völdu
einnig að skreyta fyrirsæturnar
með gleraugum í vetur.
Fatabúðir eins og River Isl-
and, Topman og New Look
selja allar orðið umgjarðir
með styrkleikalausu gleri.
Burtséð frá öllum vanga-
veltum um af hverju gler-
augu séu komin í tísku vill
einn gleraugnaglámur halda
því fram að þessa gler-
augnatísku nú megi rekja til
þess að fólk sé að átta sig á
því að það er bara allt í lagi
að vera nörd.
Eftir Ingveldi Geirsdóttur
ingveldur@mbl.is
ÞAÐ hefur löngum þótt nörda-
legt að ganga með gleraugu
og því ekki verið eftirsótt að
þurfa að nota slík sjón-
skerpingartæki. Þeir sem
þurfa að ganga með gler-
augu eru yfirleitt ekki kát-
ir með það en það er samt bót í máli að nú er
í tísku að vera með gleraugnaumgjarðir á nef-
inu. Það er samt ekki sama hvernig umgjarð-
irnar eru, þær eiga að vera áberandi og skerpa
útlit þess sem með þær gengur.
Sú tískustund sem gleraugun eiga núna snýst um
sérstöðu einstaklingsins að stórum hluta. Allir leita
nú leiða til að skera sig úr fjöldanum og skilgreina
sjálfan sig á einhvern hátt. Að ganga með gam-
aldags gleraugnaumgjarðir, stórar, dökkar
og kassalaga, er líka hluti af útlitstísku
sem er mjög vinsæl núna og mætti kalla
„kynþokkafulli nördinn“. Hún snýst um
að vera nokkuð kynlaus og láta líta út
fyrir að þú hafir ekki haft neitt fyrir því
að líta svona vel út. Gleraugu eru líka
orðin eins og hver annar fylgihlutur,
notuð til að poppa upp fataskápinn og
undirstrika persónuleikann.
Í lagi að vera nörd
Í gegnum tíðina hafa margar
áhugaverðar tískutýpur, sem alla
jafna leggja tískulínurnar, falið sig
á bak við stórar gleraugnaumgj-
arðir.
Sem dæmi má nefna Yves Saint
Laurent, sem valdi að ganga
með stórar umgjarðir allt sitt
líf, lista-nördið Andy Warhol,
David Hockney gerði gler-
AP
Gleraugna-
umgjarðir eiga nú
sína tískustund
Allir vilja skera
sig úr fjöldanum
60 MenningFÓLK
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. MARS 2009
Rau›arárstígur 14, sími 551 0400 · www.myndlist.is
Opið í Galleríi Fold á Rauðarárstíg, virka daga 10–18,
laugardaga kl. 11–16 og sunnudaga kl. 14–16
Listmunauppboð
Gallerí Fold stendur fyrir reglulegum
uppboðum sem ávallt eru vel sótt
Erum að taka á móti verkum
Gallerí Fold · þekkt fyrir trausta þjónustu
Herratíska Á sýningu Dolce &
Gabbana sáust stórar en kannski
ekki áberandi gleraugnaumgjarðir.
Kynþokkafulli nördinn
Í þá gömlu góðu Yves
Saint Laurent á milli
tveggja kvenna árið 1969.
Luella Fyrirsæturnar voru
með mjög stórar umgjarðir
á fíngerðu andlitinu.
Áberandi Lourdes dóttir
Madonnu hefur oft sést
með stórar umgjarðir.
Rappari Kanye
West kýs að vera
nördalegur.
Alexa Chung Mótar tísku-
straumana í Bretlandi.
Gamaldags Fyrirsæta
sýnir hönnun Phillip
Lim fyrir haust 2009.