Morgunblaðið - 22.03.2009, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 22.03.2009, Blaðsíða 45
Umræðan 45 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. MARS 2009 291 náttúruperla Til sölu er mjög áhugaverð eign í Mosfellsdal. Landið er glæsileg náttúruperla með greiðan aðgang að margvíslegri afþreyingu og þjónustu. Óskað er eftir tilboði í eignina. Nánari upplýsingar veitir Einar Páll Kjærnested löggiltur fasteignasali hjá Eignamiðlun Mosfellsbæ. Sími 586 80 80 / 899 5159. Netfang einar@eignamidlun.is ha P L Á N E T A N HÆSTIRÉTTUR staðfesti sýknudóm þar sem ákærði var sýknaður af því að hafa ráðist á konu og slegið hana með beltisól og að hafa gerst brotlegur með því að rassskella tvo drengi, 4 og 6 ára gamla. Tilefni grein- arinnar er að ég tel niðurstöðuna kalla á að kveðið verði skilyrð- islausar á í lögum um bann við lík- amlegum hirtingum barna. Ég leyfi mér að efast um gildi sumra raka sem fram koma í dómnum. Fyrst vil ég minna á að áhrif ofbeldis á heim- ilum á börn, hvort sem það beinist að þeim beint eða óbeint eru oft umtals- verð. Áberandi í frásögnum barna sem reyna slíkt er stjórnsemi of- beldismannsins á heimili. Lýsingar dómsins bera vott um að maðurinn sem var kærasti og ekki sambýlismaður hafi tekið stjórnina af konunni en hann tók yfir vald hennar til að siða börnin með rass- skellingum. Lýst er hvernig ákærði vildi fylgjast með hegðun barnanna, hann vildi vita um hvert einasta skipti sem þeir gerðu eitthvað af sér. Hann ræddi við móðurina um að það þyrfti að refsa þeim með flengingum og tók yfir að gera það sjálfur. Þetta allt ber vott um þá stjórnsemi sem er einkennandi fyrir þá sem beita of- beldi á heimilum. Bent er á að móð- irin hafi samþykkt rassskelling- arnar. Það segist hún reyndar hafa gert í fyrstu en síðan farið að leyna manninn því ef börnin voru óþekk. Í dómnum virðist mér mikið gert úr umræddu samþykki móður. Mun minna vægi fær það að hún dregur samþykkið til baka, leynir manninn óþægð barnanna og kemst þannig hjá því að hann haldi áfram hirt- ingum. Athygli vekur að konan sneiðir hjá því að segja manninum að hún vilji vera laus við þessa af- skiptasemi hans. Sambandið virðist að því ekki hafa byggst á trausti og öryggi, ein- kenndist það e.t.v. fremur af óöryggi og ótta? Slíkt er algengt þar sem of- beldi er á ferðinni. Þó að það sé ekki aðalatriði máls má minna á hve laus tengsl mannsins við börnin voru, kynni parsins stóðu einungis 6-8 mánuði, þau bjuggu ekki saman og drengirnir bjuggu að mestu hjá föð- ur. Í mati á hegðun og samskiptum ætti ætíð að huga að valdastöðu full- orðinna gagnvart barni. Í dómnum er bent á að það varðar við hegning- arlög að slá mann nauðugan á rass- inn. Dómurinn vísar til þess að það hafi tíðkast eitthvað að flengja börn og að ekki sé lagt algert bann við því. Flengingar barna eru líklega ekki í samræmi við almenn breytt viðhorf og rétt að lög endurspegli það. Þó að slík viðhorf hafi lítið verið rannsökuð hér á landi hefur komið fram að mikill minnihluti foreldra svarar játandi spurningu um að þeir beiti slíku. Skylda foreldra til að kenna barni góða siði er ótvíræð samkvæmt barnalögum, en í aukn- um mæli hafa uppeldisvenjur og lagasetning hér og í nágrannalönd- um, sem við berum okkur gjarnan saman við, tekið mið af samráði og samvinnu foreldra við börn. Í dómnum er vísað í barnavernd- arlög. Segir að þótt það sé skoðun dómara að það sé óheppilegt og óæskilegt að flengja börn sé var- hugavert að slá því föstu að það falli ætíð undir yfirgang, ruddalegt eða ósiðlegt athæfi í skilningi 3. mgr. sömu laga, sem varðar sektum eða fangelsi allt að tveimur árum. Þetta er túlkunaratriði og er mér ekki kunnugt í þaula hvernig ákvæðið hefur verið túlkað hingað til. Í al- mennum skilningi og með hliðsjón af því sem fram kemur hér að ofan tel ég þó ótvírætt að mað- urinn hafi verið með yf- irgang á heimili móður og í garð umræddra barna. Ég fæ ekki séð neitt viðunandi við framkomu hans og frumkvæði að því að taka yfir skyldur sem falla undir forsjá barnanna. Framkoma hans við konuna er einnig ámælisverð þrátt fyrir sýknudóm og sýnir enn einu sinni stranga sönn- unarbyrði. Of stranga? Samþykki konunnar sem hún veitti í fyrstu til að láta manninn berja sig með belt- isól er túlkað manninum í hag og hann er sýknaður af því að hafa ráð- ist á hana. Þó kemur fram að hún hafi beðið hann að hætta, grátið und- an höggum hans og leitað til vinkonu sinnar strax á eftir, miður sín og illa marin. Það ber vott um ofbeldishneigð mannsins að hann sló konuna svo illa að á henni sá samkvæmt framburði vitnis. Hún leitaði í kjölfarið til sál- fræðings sem segir hana hafa verið mjög kvíðna og þunglynda og að hún hafi hrökklast úr starfi. Ekki er í dómnum talið víst að erfiðleikana megi alfarið rekja til þessa þar sem hún var að jafna sig eftir skilnað. Ekki skal lagt mat á það hér. Ekki er heldur talið víst hve miklir lík- amlegir áverkar voru enda þótt lýs- ingum konunnar beri saman við frá- sögn hennar strax eftir atburðinn. Hið upprunalega samþykki og ónóg- ar sannanir, s.s. að konan leitaði ekki læknis með áverkana, vegur þyngra. Allur er vafinn er túlkaður ákærða í hag. Nú þegar erfiðleikar steðja í auknum mæli að fjölskyldum er hættara en ella við því að það styttist í þræðinum hjá fólki, þegar eitthvað bjátar á í uppeldinu. Dómur af þessu tagi kann að ýta undir það viðhorf að líkamlegar hirtingar foreldra eða staðgengla þeirra, réttmætra eða óréttmætra, séu viðunandi hegðun. Að flengja börn og hirta er óviðunandi hegðun þrátt fyrir dóm Hæstaréttar Guðrún Krist- insdóttir skrifar í tilefni af sýknudómi í Hæstarétti » Í mati á hegðun og samskiptum ætti ætíð að huga að valda- stöðu fullorðinna gagn- vart barni. Guðrún Kristinsdóttir Höfundur er prófessor í uppeld- isgreinum við menntavísindasvið HÍ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.