Morgunblaðið - 22.03.2009, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 22.03.2009, Blaðsíða 51
Minningar 51 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. MARS 2009 ✝ Sæmundur Magn-ússon fæddist á Gufuskálum á Snæ- fellsnesi 13. ágúst 1916. Hann lést á heimili sínu á Dval- arheimilinu Seljahlíð 4. mars 2009. For- eldrar hans voru hjón- in Sólborg A. Sæ- mundsdóttir, f. 23.9. 1890, d. 20.5. 1969 og Magnús Jónsson sjó- maður, f. 17.9. 1889, d. 15.9. 1962. Systkini Sæmundar eru Jón, f. 12.11. 1917, d. 22.6. 1936, Guðmundur Hilmar, f. 22.12. 1919, d. 24.6. 1924, Katrín, f. 4.1. 1923, Guðmundur, f. 22.10. 1926, og El- ínborg, f. 20.4. 1930. Sæmundur kvæntist 24. júní 1949 Stefaníu Þórstínu Ívarsdóttur frá Grindavík, f. 3.3. 1924, d. 28.1. 1999. Synir þeirra eru: Guð- mundur Gylfi, f. 11.8. 1949, d. 16.5. 1994 og Ívar, f. 15.8. 1950. Dóttir Stefaníu og uppeldisdóttir Sæ- mundar er Guðný Hin- riksdóttur, f. 27.1. 1945, gift Lúðvík Andreassyni, f. 6.3. 1945 og eiga þau 2 syni, Andreas, f. 11.2. 1964 og Stefán Þór, f. 26.1. 1968, kvæntur Andreu Elínu Atla- dóttir og eiga þau 3 börn, Agnesi og Bríeti, f. 1999 og Jason, f. 2006. Sæmundur stundaði sjómennsku meiri hlutann af sinni ævi en síðustu starfsárin vann hann hjá Eimskip við uppskipun við Reykjavíkurhöfn. Útför Sæmundar fór fram í kyrr- þey. Mig langar í nokkrum orðum að minnast tengdaföður míns, Sæ- mundar, sem lést á dvalarheimilinu Seljahlíð 4. mars, þá 92 ára gamall. Ég kynntist Sæmundi árið 1962 þegar ég kom inn í fjölskylduna er ég kynntist konu minni Guðnýju en hún var uppeldisdóttir Sæmundar. Ávallt hefur farið vel á með okkur Sæma eins og hann var oftast kallaður. Fyrstu árin af kynnum okkar voru þannig að Sæmundur var ekki mikið heima þar sem hann var á sjónum langtímum saman og rak þá Stefanía tengdamamma heimilið af miklum myndarskap. Sæmundur kom heim á milli ferða oft bara nokkra daga í senn og var svo farinn aftur. Eftir að Sæmi hætti á sjónum fór hann að vinna hjá Eimskip og hafði þá meiri tíma til að vera til staðar heima og aðstoða Stefaníu. Lífshlaup Sæmundar markaðist mikið af því að fylgjast með og aðstoða Stefaníu konu sína en hún fékk sykursýki að- eins 24 ára. Voru áhyggjurnar oft miklar hjá honum þar sem fylgjast varð mjög náið með henni og oft bjargaði hann henni á síðustu stundu þegar sjúkdómurinn sótti á hana. Sæmundur og Stefanía bjuggu fyrst á Karlagötunni en síðan í Há- túni 8 í um 36 ár. Á meðan Sæmi vann hugsaði Stefanía um heimilið af miklum myndarskap og var ávallt gott að koma í heimsókn til þeirra þar. Eftir að Sæmundur flutti í Há- túnið og hætti á sjónum var hann sérstaklega duglegur að fara í göngutúra í bæinn og hjólaði hann einnig mikið á þessum tíma og notaði hann hjólið mikið til að fara í vinnuna og þá sérstaklega eftir að hann var við vinnu í Sundahöfn enda bein leið frá Hátúninu og þangað. Sæmundur og Stefanía fluttu á Dvalarheimilið í Seljahlíð í febrúar 1998 þar sem erfitt var orðið fyrir Stefaníu að halda heimili. Þar fengu þau íbúð og fékk Stefanía þar 11 góða mánuði áður en hún lést 28. janúar 1999. Sæmundi fannst fyrst mjög erfitt að flytja í úthverfi borgarinnar þar sem gönguleiðirnar hans voru helst frá Hátúninu niður í bæ og til baka en nú þurfti hann að finna sér nýjar leiðir til að fara í sína daglegu göngu- túra. En allt jafnaði þetta sig fljótt og hann fann sínar nýju gönguleiðir en Sæmundur hefur verið mjög hress og frískur þar til síðustu 5-6 árin að fæturnir fóru að gefa eftir og því göngutúrarnir orðnir erfiðir og síðan lögðust þeir alveg af. Sæmundur hef- ur verið mjög ánægður á Seljahlíð undanfarin ár enda er í Seljahlíð frá- bær þjónusta fyrir aldraða og fékk Sæmundur þar mikla og góða þjón- ustu starsfólkins alls. Við sendum starfsfólki þar kærar kveðjur og þökkum fyrir góða þjónustu. Margt gæti ég meira sagt og skrif- að um minningar mínar um Sæmund en læt hér staðar numið. Bestu þakk- ir fyrir góðar stundir á lífsleiðinni. Lúðvík Andreasson. Fundum okkar Sæmundar bar fyrst saman árið 1956 þegar ég hafði kynnst konu minni, Arnleifu, en hjá þeim hjónum Sæmundi og Stefaníu systur sinni bjó hún á skólaárum sín- um í Reykjavík. Hjónin voru gestris- in og bar heimilið vitni um smekkvísi. Stefanía háði baráttu við ólæknandi og óvæginn sjúkdóm í 45 ár. Stuðn- ingur Sæmundar við konu sína í þessum veikindum var slíkur að að- dáun vakti allra sem til þekktu. Sæmundur fæddist á Gufuskálum, en afi hans og amma áttu jörðina og bjuggu þar. Fjölskyldan bjó frá 1918 að Gimli þangað til Sæmundur var um fermingu. Flutti fjölskyldan þá að Ásgarði á Hellissandi, en foreldr- ar hans höfðu keypt efri hæðina í húsinu. Sæmundur var sterkbyggt glæsi- menni, vel lesinn, hafði gott minni og var fróðlegt að hlusta er hann með hógværð sinni sagði frá liðnum tíma. Þegar hann var 14 ára veiktist faðir hans. Fór Sæmundur þá á skak upp á hálfan hlut og vann sem landmaður við að beita línu með síld og hrogn- um. Sagðist hann hafa verið ívið seinni við beitinguna vegna þess að hann var örvhentur. Landmenn höfðu og m.a. þann starfa að ræsa sjómenn út á morgnana.Var þá gengið um þorpið klukkutíma fyrir róður og bankað upp á hjá sjómönn- unum. Það að vera örvhentur í skóla á þessum tíma var heldur ekki tekið út með sældinni því að með hægri hendinni skyldi skrifað. Væri það brotið beitti kennarinn reglustriku og var vinstri höndin bundin ef ann- að dugði ekki. Þannig vandist Sæ- mundur á að skrifa með þeirri hægri. Þegar Sæmundur var 18 ára byrj- aði hann til sjós á opnum vélbáti, en það voru einungis tveir yfirbyggðir vélbátar sem reru frá Sandi á þeim tíma. Sjómennskan varð lífsstarf hans á síldveiðibátum, togurum og bátum á vetrarvertíðum. Síðustu starfsárin vann hann hjá Eimskip við út- og uppskipun við Reykjavík- urhöfn. Fiskafurðir hafa verið uppi- staðan í útflutningstekjum þjóðar- innar allt fram á seinni ár. Sæmundur hefur með störfum sín- um lagt ríkan skerf að uppbyggingu þess velferðaríkis sem Íslendingar búa við í dag. Við hann og aðra úr sjómannastétt stendur þjóðin í þakkarskuld vegna þess mikla fram- lags þeirra til velsældar fyrir ís- lenska þjóð á liðinni öld. Hann lifði eins og fleiri samtíðarmenn hans við kröpp kjör í æsku og kynntist krepp- unni upp úr 1930. Lífsbaráttan kenndi honum fyrirhyggju og nægjusemi og seint verða orsakir kreppunnar í dag færðar á hans reikning. Þau hjónin bjuggu að Karlagötu 19 þegar ég kynntist Sæmundi, flutt- ust þau síðar að Hátúni 8 og að lok- um að Seljahlíð árið 1998, en Stef- anía lést 28.1.1999. Bjó Sæmundur áfram í Seljahlíð og lést þar. Í veik- indum sínum og glímunni við Elli kerlingu naut hann aðdáunarverðrar umhyggju Guðnýjar og Lúðvíks, manns hennar, sem og starfsfólksins í Seljahlíð. Við hjónin kveðjum Sæmund með þökkum fyrir það bakland, sem við höfðum á heimili hans og Stefaníu fyrstu búskaparárin okkar, ásamt vináttu hans og hjálpsemi frá fyrstu kynnum. Blessuð sé minning hans. Sigurður Daníelsson. Sæmundur Magnússon Ingibjörg Kristín Jónsdóttir ✝ Ingibjörg KristínJónsdóttir fædd- ist á Akureyri 26. jan- úar 1929. Hún lést á Landspítalanum 8. febrúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Háteigs- kirkju 17. febrúar. Meira: mbl.is/minningar Örn Ingólfsson ✝ Örn Ingólfssonfæddist á Pat- reksfirði 7. ágúst 1945. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 3. mars 2009 og fór útför hans fram frá Ytri- Njarðvíkurkirkju 13. mars. Meira: mbl.is/minningar ✝ Yndislegur eiginmaður minn, faðir, sonur og bróðir, RÓBERT BJARNASON, Kríuási 43, Hafnarfirði, sem lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi fimmtudaginn 12. mars, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju mánudaginn 23. mars kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á framtíðarsjóð barna hans, banki 0537-14- 403110, kt. 110295-2359. Anna Sigríður Þorkelsdóttir, Lilja Guðrún Róbertsdóttir, Arnar Róbertsson, Daði Róbertsson, Bryndís Róbertsdóttir, Nanna Guðrún Ásmundsdóttir, Bjarni Sævar Róbertsson, Guðrún, Þórlaug, Kristín, Lísa og þeirra fjölskyldur. ✝ Elskuleg móðir okkar og systir, AUÐBJÖRG PÉTURSDÓTTIR, lést á dvalarheimilinu Nausti Þórshöfn mánudaginn 16. mars. Kveðjuathöfn fer fram frá Þórshafnarkirkju mánudaginn 23. mars kl. 14.00. Jarðsungið verður frá Hvammstangakirkju þriðjudaginn 24. mars kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeir sem vilja minnast hennar láti dvalarheimilið Naust njóta þess. Fyrir hönd systkina og annarra vandamanna, Oddný Snorradóttir, Gunnlaugur Snorrason, Stefanía Jónína Snorradóttir, Hólmfríður Stefánsdóttir, Þórarinn Jónas Stefánsson og fjölskyldur. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, FJÓLA JÓHANNA HALLDÓRSDÓTTIR, Hringbraut 58, Keflavík, andaðist á heimili sínu mánudaginn 16. mars. Útför hennar fer fram frá Kópavogskirkju miðviku- daginn 25. mars kl. 13.00. Blóm og kransar afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Einstök börn. Kristinn Helgi Jónsson, Hafdís Bjarnadóttir, Emilía Dröfn Jónsdóttir, Skúli Bjarnason, Jón Þórir Jónsson, Sigríður Halldórsdóttir, Anna Helga Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ KRISTINN GUÐMUNDSSON, Þvottá í Álftafirði, lést á Sjúkrahúsi Seyðisfjarðar þriðjudaginn 17. mars. Útförin fer fram frá Djúpavogskirkju laugardaginn 28. mars kl. 14.00. Unnur Guttormsdóttir, Smári Kristinsson, Kolbrún Kjartansdóttir, Hanna Kristinsdóttir, Björn Jónsson, Kári Alfreðsson, Guðmundur Kristinsson,Hafdís Gunnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Okkar ástkæri faðir, tengdafaðir og afi, KRISTJÁN VALBERG GUÐBJÖRNSSON húsasmíðameistari, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi mánudaginn 16. mars. Útför hans fer fram frá Laugarneskirkju föstudaginn 27. mars kl. 15.00. Gísli Valberg Kristjánsson, Þóra Björk Kristjánsdóttir, Brynjar Hermannsson, Lena Margrét Kristjánsdóttir, Viktor Baldvinsson, Eyþór Darri Baldvinsson, Arnar Brynjarsson, Agnes Björk Brynjarsdóttir. ✝ Yndisleg móðir mín, amma, systir og langamma, SIGURBJÖRG RUNÓLFSDÓTTIR, hjúkrunarheimilinu Eir, lést fimmtudaginn 19. mars. Útför fer fram frá Grafarvogskirkju mánudaginn 30. mars kl. 13.00. Margret E. Benonýsdóttir, Benoný H. Margretarson, G. Íris Margretardóttir, Jón Ó. Sigurðsson, Unnur Runólfsdóttir og langömmubörn. Minningar á mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.