Morgunblaðið - 22.03.2009, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 22.03.2009, Blaðsíða 24
24 Viðtal MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. MARS 2009 Eftir Sigurð Ólafsson sigurdurolafsson@gmail.com Þ rátt fyrir að Vest- urbrúarhverfið í Kaup- mannahöfn hafi á und- anförnum árum gengið í nokkra endurnýjun lífdaga sem eitt helsta tískuhverfi borgarinnar eimir þó enn eftir af gamla tímanum þar. Vissu- lega hafa hönnunarbúðir og huggu- leg kaffihús þrengt að þeim hluta Is- tedgade og nálægra gatna rétt hjá aðalbrautarstöðinni sem kalla mætti rauða hverfið. En það er nú samt þarna enn. Þess vegna sér maður líka enn léttklæddar stúlkur standa þar á gangstéttunum. Ekki fer framhjá nokkrum manni sem þar fer um að sá tími er liðinn að þarna séu ein- göngu innfæddar konur. Margar þeirra eru greinilega langt að komn- ar. Þeir sem ekki beinlínis falast eftir konunum til fylgilags reyna kannski að gefa þessu sem minnstan gaum enda tengist þessi sjón í huga margra einni af dapurlegustu hliðum mannlífsins. Þá finnst fólki kannski betra að horfa frekar í hina áttina og reyna síðan að gleyma öllu inni á ein- hverjum nýopnuðu tískubaranna í nágrenninu. Þó líta ekki allir undan. Ein þeirra er Michelle Mildwater félagsráðgjafi og meðferðarfulltrúi. Michelle hefur um margra ára skeið gengið um göt- ur „rauða hverfisins“ á Vesturbrú að næturlagi til að veita útlendu vændiskonunum á svæðinu aðstoð og ráðgjöf. Starf hennar hefur leitt til þess að fjöldi þeirra erlendu kvenna sem seldar eru mansali til Danmerkur veit að Michelle er treystandi í tilveru þar sem annars er full ástæða til að tortryggja allt og alla. Þekkt og virt Þær skipta tugum eða hundruðum erlendu konurnar sem leita til Mic- helle nánast daglega með sín úr- lausnarefni. Michelle hefur einkum einbeitt sér að þeim fórnarlömbum mansals sem koma frá Afríku. Í hópi þeirra kvenna er hún þekkt og virt fyrir sín störf og gengur undir virð- ingartitlinum „White African Mama“. Starf Michelle Mildwater hefur hlotið mikla athygli í dönsku sam- félagi og fyrir tveimur árum var hún valin Årets Anker, en þau virtu sam- félagsverðlaun eru veitt árlega. Þá vakti heimildarmynd um mansal, þar sem hún var í hlutverki sögu- manns, mikla athygli en myndin var sýnd bæði á CNN og í dönsku sjón- varpi. Fyrir ári síðan voru síðan stofnuð samtökin Hope Now í kring- um starfsemi Michelle og starfa þau í hennar anda að því að vera fórn- arlömbum mansals í Danmörku inn- an handar og vekja athygli á málstað þeirra. Mikilvægt að þekkja heimaslóðirnar Sérstaða Michelle meðal þeirra sem tengjast fórnarlömbum mansals er meðal annars sú að hún hefur far- ið í leiðangra til margra algengustu upprunalanda mansals í Afríku. Þar kemur Nígería oft við sögu en Mic- helle segir að áætlað sé að hvorki fleiri né færri en 35.000 konur frá til- teknu héraði í Nígeríu stundi nú vændi í Evrópu í kjölfar mansals. Michelle hefur tvisvar farið til Nígeríu og þá fylgt fórnarlömbum heim aftur. Ferðirnar hefur hún not- að til þess að kynna sér þær að- stæður sem reka konurnar út í man- sal en einnig til þess að reyna að gera sér grein fyrir þeim úrræðum sem möguleg eru fyrir þær konur sem snúa til baka eftir veru sína. Þá hefur hún reynt að koma á samvinnu við aðila sem hugsanlega geta að- stoðað á upprunastaðnum. Þegar blaðamaður mælti sér mót við Mic- helle var hún nýsnúin til baka úr slíku ferðalagi til Úganda og Kenía. Skömmu eftir viðtalið var hún síðan flogin á vit sams konar verkefna í Taílandi. Michelle segir að þessar ferðir hjálpi sér líka í samskiptum sínum við konurnar meðan þær dvelja í ánauð sinni í Danmörku. Konurnar meta það mjög mikils að geta rætt við manneskju sem hefur komið á þeirra slóðir og kynnt sér aðstæður þeirra af eigin raun: „Ég tala við þær um hversdags- lega hluti, oft tengda heimalandi þeirra. Það er algengt viðhorf á Vesturlöndum að konurnar þrái ekk- ert heitar en að snúa til baka. Það er vissulega misjafnt eftir löndum. En þegar ég ræði við nígerísku kon- urnar og segi þeim að ég hafi komið til landsins þeirra þá segja þær að ég skilji þá af hverju þær vilji ekkert síður en að snúa aftur til ástandsins heima fyrir. Öðru máli kann að gegna um konur annars staðar frá, til dæmis frá Úganda, þar sem að- stæður eru skárri.“ Úrræðagóðar og sterkar konur Nokkurn tíma getur tekið fyrir Michelle að vinna traust kvennanna. Þar hjálpar margra ára reynsla hennar: „Traust verður til á löngum tíma og byggist á því að koma fram af fagmennsku. Ég fer aldrei fram á neitt en greini þeim frá því hvar ég get orðið að liði. Þær vita það líka af reynslu að samskipti við mig leiða ekki til þess að þær verði tilkynntar til yfirvalda en konurnar eru nánast í öllum tilvikum án landvistarleyfis og hafa því stöðu glæpamanns. Þegar þær sannreyna að samskipti við mig eru vandræðalaus og jafnvel gagn- leg fyrir þær þá spyrst nafn mitt út. Þess vegna hefur síminn minn verið rauðglóandi undanfarin ár.“ Michelle segir það vera mikilvægt sinni faglegu nálgun að líta ekki á þær sem fórnarlömb: „Vissulega eru þær fórnarlömb mansals. Hins veg- ar eru samskipti mín við þær á fag- legum grundvelli. Ef ég liti fyrst og fremst á þær sem fórnarlömb þá mundi það valda þeirri hugmynd að ég væri einungis að veita þeim hjálp. Ég vil ekki líta svo á. Í mínum huga eru þær úrræðagóðar og sterkar konur sem staðið hafa af sér lík- amlegar og andlegar raunir sem Vesturlandabúar myndu aldrei um- bera.“ Allsleysi og örvænting heima fyrir Heimildarmyndin Trapped, sem bæði hefur verið sýnd í dönsku sjón- varpi og á CNN (og er enn aðgengi- leg öllum á vefsvæði CNN), dregur upp skýra mynd af því örvæntingar- fulla ástandi sem gerir það að verk- um að konurnar taka gylliboðum manna sem koma inn í þorpin og reyna að safna saman fólki til utan- landsferðar. Ekki þarf einu sinni alltaf blekkinga við til þess að kon- urnar láti slag standa. Oft líta þær einfaldlega svo á að ástand sitt geti hreinlega ekki orðið verra en það er. Margir líta á minnstu smugur til að komast burt sem ómissandi tæki- færi: „Allsleysið og örvæntingin verður líka til þess að konurnar eru ekki endilega aufúsugestir þegar þær snúa aftur til síns heima, sér- staklega ekki ef þeim hefur ekki tek- ist að gera upp við lánardrottna sína. Staðreyndin er raunar sú að ekki er óalgengt að fjölskyldurnar standi sjálfar fyrir því að konurnar eru seldar mansali.“ Vel skipulögð og ábatasöm iðja Stóraukinn straumur afrískra kvenna sem hnepptar eru í kynlífs- þrældóm í Evrópu skrifast að ein- hverju leyti á alþjóðastrauma í fólks- flutningum yfirleitt. Í tilviki Nígeríu nýta aðilar í undirheimunum sér gamalgrónar viðskiptarásir til Ítalíu og Spánar: „Þegar sala á löglegum varningi fellur niður fara glæpa- hringir að selja ólöglegan varning eftir sömu leiðum,“ segir Michelle. „Þeir hafa fyrir nokkru komist að því að verslun með konur í kynlífs- þjónustu er ábatasöm iðja. Þar ofan á bætist að auðvelt er að nýta sér neyð kvennanna með því að láta þær taka á sig himinháar fjárhagslegar skuldbindingar fyrir flutninginn og þann greiða að koma þeim inn á evr- ópskan vinnumarkað. Fyrst um sinn voru afrísku konurnar fyrst og fremst í Suður-Evrópu en aukinn fjöldi þar hefur stuðlað að því að glæpahringirnir leita æ norðar í álf- una. Á Norðurlöndunum er Dan- mörk nokkurs konar miðstöð man- sals í kynlífsþjónustu þar sem vændi er hér er stundað fyrir opnari tjöld- um en annars staðar á svæðinu.“ Michelle lýsir því hvernig stúlk- urnar eru sviptar öllu valdi gagnvart skuldunautum sínum: „Glæpahring- irnir sem standa að flutningum hafa heljartak á stúlkunum. Svíkist þær undan á einhvern hátt þá hafa þær verra af. Undirliggjandi er líka alltaf sú hótun að meðlimir fjölskyldu og ástvinir verði illa úti ef konurnar hlýða ekki yfirboðurum sínum í einu og öllu. Ofan á þetta bætist að níger- „White African Mama“ Eldhuginn Michelle Mildwater vinnur með fórnarlömbum mansals í Kaupmannahöfn  Aðstoð Michelle Mildwater þekk- ir stúlkurnar á götum Kaupmanna- hafnar vel eftir margra ára starf meðal þeirra.  Traust Michelle hefur áunnið sér trúnað vændiskvenna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.