Morgunblaðið - 22.03.2009, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 22.03.2009, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. MARS 2009 25. mars 1979: „Hefur það ekki verið skoðun Alþýðubandalagsins til dæmis, að opinberir starfsmenn ættu rétt á fullum samningsrétti og verkfallsrétti á borð við aðra launþega? Hvernig getur það sam- rýmzt þeim sjónarmiðum Alþýðu- bandalagsins, að opinberir starfs- menn verði nú að kaupa þennan aukna rétt? Það væri fróðlegt að fá svör forsvarsmanna Alþýðu- bandalagsins við því. Raunar hefur það einnig verið skoðun forsvarsmanna BSRB, að opinberir starfsmenn ættu rétt á samnings- og verkfallsrétti á borð við aðra launþega. Hvernig getur það samrýmzt þeim sjónarmiðum að kaupa þessi réttindi? Eitt er víst, að opinberir starfsmenn þurftu ekki að afsala sér kaup- hækkunum til þess að fá þann samnings- og verkfallsrétt, sem þeir fengu í tíð fyrrverandi rík- isstjórnar. Tvöfeldnin blasir við og þarf ekki að hafa um hana mörg orð. Forystumenn verkalýðsfélaga hafa líka verið á ferðinni síðustu daga. Eins og menn muna hófu þeir heilagt stríð á hendur fyrrver- andi ríkisstjórn til þess að koma í veg fyrir, að nokkur skerðing á vísitölu yrði framkvæmd fyrir tólf mánuðum.“ . . . . . . . . . . 23. mars 1989: „Margir hafa lík- lega rekið upp stór augu, þegar þeir lásu það í Morgunblaðinu sínu í gær, að blessuð lóan væri komin. Hún sást spígspora í fjörunni í Við- ey á vorjafndægri, 21. mars. Undr- unin stafar ekki af því, að þessi vorboði sæki okkur heim, heldur hinu að hann skuli koma svona snemma í því tíðarfari sem hefur hrellt okkur frá jólum. Koma lóunnar á alhvíta jörð minn- ir okkur á andstæðurnar í nátt- úrunni. Hún er gleðileg áminning um að veturinn fer að hörfa fyrir vorinu og síðan tekur sumarsólin að skína í allri sinni dýrð. Kristinn boðskapur páskanna er svipaður. Hinn krossfesti Kristur rís upp frá dauðum, ljósið sigraði myrkrið. Unnt er að brjóta af sér hlekkina og öðlast fyrirgefningu syndanna.“ Úr gömlum l e iðurum Fulltrúar er-lendra lána-stofnana sem fjármögnuðu að stórum hluta starfsemi íslensku viðskiptabankanna krefjast þess ekki að íslenskir skatt- greiðendur borgi skuldirnar. Þeir standa og falla með ákvörðun um hverjum þeir lána á hverjum tíma. Hins vegar hafa þessir lánar- drottnar haft fullt tilefni til að vera tortryggnir í garð ís- lenskra stjórnvalda sem tóku yfir stjórn bankanna í krafti neyðarlaganna í október 2008. Ekki nóg með að kröfuhafar hafi átt erfitt með að fylgjast með og gæta hagsmuna sinna við uppgjör eigna bankanna heldur var leikreglunum breytt eftir á og innistæðueigendur settir fram fyrir aðra kröfuhafa. Röð kröfuhafa er veigamikið atriði þegar ákvörðun er tekin um það hverjum skal lána, hve- nær og á hvaða kjörum. Því eiga þessir aðilar erfitt með að sætta sig við ákvarðanir stjórnvalda. Neyðarlögin voru vissulega réttnefni. Það ríkti neyðar- ástand í íslensku efnahagslífi í októberbyrjun. Markmið rík- isstjórnarinnar var að koma í veg fyrir skelfingu meðal fólks- ins í landinu; gefa fyrirheit um tryggðar innistæður og halda greiðslukerfinu gangandi. Hins vegar ríkti algjört fálæti í garð hinna erlendu kröfuhafa. Frá upphafi áttu þeir heimtingu á að vera vel upplýstir um fram- gang mála svo þeir gætu full- visað sig um að íslensk stjórn- völd væru ekki að hlunnfara þá. Margeir Pétursson, stjórn- arformaður MP banka, sagði í viðtali við Morgunblaðið fyrir skemmstu að sér þætti sárt að bankar á meginlandi Evrópu, sem hefðu verið hér í við- skiptum áratugum saman og lánað fyrir gíf- urlegum umbóta- framkvæmdum, sætu eftir með sárt ennið. Það væri vont fyrir Íslend- inga að hafa ekki staðið undir trausti þeirra. Mörg umbótamál í end- urreisn Íslands byggjast á þeirri forsendu að aðgangur fyrirtækja að lánsfé verði greiðari í náinni framtíð. Gylfi Zoëga prófessor hefur sagt að án aðgangs að erlendu fjár- magni sé engin framtíð. Margir héldu reyndar að við værum á réttri leið þangað til, að því er virðist, illa rökstudd ákvörðun um yfirtöku á Straumi fjárfestingarbanka var tekin. Hún lagðist illa í kröfuhafa. Eins og kom fram í við- skiptablaði Morgunblaðsins á fimmtudaginn undirbúa erlend- ir kröfuhafar málsókn á hendur stjórnvöldum og bönkunum vegna neyðarlaganna. Vísasta leiðin til að þeir láti reyna á lög- mæti laganna er að þeir fari ósáttir frá borði hér á landi. Það er full ástæða fyrir stjórnvöld til að gefa þessu gaum og búa sig undir dómsmál strax. Einnig þarf að huga því hvort greiðslumiðlun við útlönd verði trygg gangi þetta eftir. Í Morgunblaðinu í gær er sagt frá frumvarpi sem við- skiptaráðherra hefur lagt fram á Alþingi til að bæta stöðu kröfuhafa. Samþykkt frum- varpsins væri mikilvægt skref í áttina að því að vinna eins vel úr gríðarlega erfiðri stöðu og hægt er. Þó einhver tími líði þangað til alþjóðlegir lánsfjármarkaðir fari í gang aftur má ekki langur tími líða í viðbót þangað til Ís- lendingum verður treyst aftur fyrir peningum annarra. Sann- girni í garð erlendra kröfuhafa er lykilatriði í því ferli. Án aðgangs að er- lendu fjármagni er engin framtíð} Peningar annarra Þ að tók Jóhönnu Sigurðardóttur of langan tíma að gera upp hug sinn. Þeir sem hika ítrekað áður en þeir stökkva opinbera veik- leika. Það hefur Jóhanna gert. Sennilega hefur hún ekki góða ráðgjafa í sín- um röðum því ef þeir væru þarna einhvers staðar hefðu þeir sagt henni að strax eftir prófkjör Samfylkingar ætti hún að stíga fram og gefa sig upp sem formann flokksins. Atburðarásin hefur verið á þann veg að nú sýnist fólki sem Jóhanna verði formaður Samfylkingar án þess að hafa viljað það. Hún gangi fremur treg til þessa verkefnis og hafi engan sérstakan áhuga á að sinna því lengi. Og allir vita að metorðagjarnir stráklingar bíða á hliðarlínunni eftir að þeirra tíma komi. Það hentar þeim að Jóhanna sinni embættinu í eitt til tvö ár í mesta lagi og dragi sig svo í hlé. Þá koma þeir undir kjörorðinu: Nú get ég! Um leið tekur stráka- pólitíkin við, jafn leiðinleg, sjálfhverf og ömurleg og hún nú er. Jóhanna Sigurðardóttir nýtur fádæma vinsælda. Þeir sem mótmæla því eða segja hana lítt marktækan póli- tíkus skynja ekki umhverfið rétt. Stjórnmálamenn inn- an Samfylkingar vita vel af vinsældum Jóhönnu og blóðmjólka þær vinsældir í eigin þágu. Jóhanna á að koma þeim á þing og í ríkisstjórn. Og það mun Jóhanna gera. En um leið munu þessir sömu stjórnmálamenn Samfylkingar líta svo á að hlutverki Jóhönnu sé svotil lokið. Þeir munu bíða óþreyjufullir eftir að hún dragi sig í hlé. Þetta er ekki staða sem þjóðin kærir sig sérstaklega um að kjósa yfir sig. Þjóðin vill Jóhönnu í forystu og þegar það kýs flokk hennar ætlast það til að Jóhanna standi vaktina en sé ekki þarna upp á punt í ein- hverja mánuði og hverfi svo hljóðlega af vettvangi. Jóhanna Sigurðardóttir þarf að svara nokkrum spurningum. Ætlar hún sér að vera í stjórnmálum næstu fjögur árin? Ef hún verður forsætisráðherra eftir næstu kosningar mun hún þá verða í því starfi út kjörtímabilið? Er hún að taka að sér for- mannsstarf í Samfylkingunni til að sinna því af alvöru eða er hún bara komin þar til ein- hverra mánaða? Það er ekki bara samfylkingarfólk sem á rétt á að fá svör við þessum spurningum heldur kjósendur allir. Fjölmargir munu kjósa Samfylkinguna einfaldlega vegna þess að stjórnmálamaðurinn sem þeir treysta, Jóhanna Sigurðardóttir, er þar í forystu. En verður hún það áfram? Fjölmiðlar eiga að krefja Jóhönnu um afdráttarlaus svör því kjósendur eiga rétt á því að vita hvort þeir séu að kjósa hana til forystu næstu árin eða bara til næstu mánaða. Ef Jóhanna ætlar sér af vettvangi fljótlega er nokkuð öruggt að stór hópur kjósenda mun gerast af- huga Samfylkingunni. kolbrun@mbl.is Kolbrún Bergþórsdóttir Pistill Formaður upp á punt? Fritzl-fjölskyldan undir yfirborði jarðar FRÉTTASKÝRING Eftir Gunnhildi Örnu Gunnarsdóttur gag@mbl.is L íf Elisabeth Fritzl og barna hennar var undir því komið að Josef Fritzl kæmi við hjá þeim, kveikti ljós og gæfi þeim mat. Þau lifðu læst inni í gluggalausri, niðurgrafinni kjall- araíbúð í Amstetten í Austurríki. Fjölskyldan losnar seint við ágang fjölmiðla sem freista þess að fá glefsur úr lífi þeirra í prísundinni. Áhugi almennings nær yfir landa- mæri og menningarmun. Hann er alþjóðlegur, segir Valgerður Anna Jóhannsdóttir, verkefnastjóri í blaða- og fréttamennsku við Há- skóla Íslands. „Málið er mjög óvanalegt. Flestir geta sett sig í spor fórnarlambanna og spurt sig: hvað ef svona kæmi fyrir barnið mitt.“ Þá hafi hryllingur lengi höfðað til fólks. „Svona fréttir hafa alltaf fylgt manneskjunni. Hún hefur áhuga á svona málum. En það sem hefur breyst í gegnum tíðina er hve hratt upplýsingarnar berast til fólks um allan heim. Ég þori því að fullyrða að fréttir af Fritzl eru jafn- mikið lesnar hvar sem er í veröld- inni.“ Þetta séu fréttir af mannlegu óeðli. Ekki þurfi sérþekkingu til að skilja hvað sé á ferðinni. Lítið vitað um Elisabeth Þrátt fyrir gífurlegan fréttaflutn- ing af málinu hefur tekist að halda hinni 42 ára Elisabeth frá sviðsljós- inu. Hún krafðist lífstíðarfangelsins yfir föður sínum. Áhrif vitnisburðar hennar á hann urðu til þess að hann viðurkenndi morð á ungbarni þeirra. Börnin þrjú í kjallaraholunni höfðu aldrei farið út fyrir hússins dyr og Elisabeth býðst nú að lifa hefðbundnara lífi undir nýju nafni. Ljósmyndarar sitja um nýtt heimili þeirra því erfitt er að halda sex barna einstæðri móður leyndri. Hún á erfitt með að fyrirgefa móður sinni eftir aldarfjórðungsvist og er sár yf- ir því að börnin hennar þrjú, sem móðir hennar ól upp á efri hæðum hússins, óafvitandi af dótturinni í kjallaranum að eigin sögn, skuli kalla ömmu sína mömmu. „Afleið- ingarnar eru að þau treysta engum,“ segir Halldóra Halldórsdóttir, ráð- gjafi hjá Stígamótum. „Hann hafði líf þeirra algerlega í hendi sér. Hann tók líf eins þeirra og fjarlægði þrjú úr prísundinni. Það gerði hann af því að hann gat það. Ástandið var fullkomlega óvenjulegt.“ Halldóra segir eftirtektarvert hve stjórn- unarþörf Josefs Fritzl var mikil. „Hann fullnægði stjórnunarþörf sinni fullkomlega með því að hafa þessa litlu fjölskyldu undir yfirborði jarðar. Hann gat gert nákvæmlega það sem honum sýndist við hana, þegar honum sýndist. Við hjá Stíga- mótum viljum meina að þegar menn misnota börn og þá sem eru minni- máttar sé það gjarnan af stjórnunar- þörf en ekki endilega kynferðislegri spennu; drifkrafturinn er að hafa al- gerlega yfirhöndina gagnvart þess- um manneskjum.“ Framhaldslíf Fritzl Joseph Fritzl. Nafnið mun seint gleymast, að mati Valgerðar. Málið sé einstakt. „Ég hugsa að langur tími líði þar til fjölmiðlar missa áhuga á að fá viðtal við þau. Þeir þekkja áhuga almennings á því að vita um afdrif Elisabeth, barnanna og vistar þeirra í kjallaranum.“ Fyrir dómi baðst Josef Fritzl af- sökunar á framferði sínu. Reuters Josef Fritzl Faðirinn sat í fangelsi fyrir að nauðgun á sjöunda áratugnum. Hann segist sjá eftir að hafa lokað dóttur sína inni í nær aldarfjórðung. GRÁHÆRÐ, síðan hvíthærð. El- isabeth Fritzl hvarf árið 1984. Hún var 18 ára. Laus 42 ára úr prísund föður síns. Hver dagur var öðrum líkur í gluggalausum kjallaranum. Fyrstu fimm árin var hún ein, svo fæddust börnin. Kerstin, Stefan, Lisa, Monika, Alexander og Felix yngstur. Michael, tvíburabróðir Al- exanders, lést þriggja daga gamall. Þrjú barnanna lifðu í kjallaranum. Tvö elstu, nítján og átján ára, og það yngsta fimm ára. Elisabeth var lamin og henni nauðgað af föður sínum og það allt frá árinu 1977. Dómur er fallinn í máli Josef Fritzl. Hann verður á stofnun fyrir geðsjúka til æviloka. Leyndarmál hans komst upp þegar hann féllst á að flytja Kerstin fárveika á spítala í apríl í fyrra. Lítið bréf í fötum hennar vakti athygli læknaliðsins, sem lét lögregluna vita. EINANGRUÐ OG AFSKIPT ›› Einar Sigurðsson. Ólafur Þ. Stephensen. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.