Morgunblaðið - 22.03.2009, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 22.03.2009, Blaðsíða 20
20 Fréttaskýring MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. MARS 2009 Eftir Agnesi Bragadóttur agnes@mbl.is S amfylkingin þarf að halda vel á spil- unum næstu fimm vikurnar ef hún á að halda því fylgi sem skoð- anakönnun Capacent Gallup sýndi hana með á fimmtudaginn var, en þar kom flokkurinn út sem stærsti stjórn- málaflokkurinn með 31,2% fylgi. Samkvæmt þeirri könnun fengju Samfylking og Vinstri græn sterkan þingmeirihluta, 38 þingmenn, og þyrftu því ekkert á Framsókn að halda. Flokkurinn heldur landsfund sinn um næstu helgi og má búast við að í kjölfar hans kynni Samfylkingin helstu baráttumál sín í þeirri fjög- urra vikna kosningabaráttu sem þá verður framundan. Vandræðagangurinn í kringum Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, formann Samfylking- arinnar, og Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætis- ráðherra og forsætisráðherraefni Samfylkingar í komandi kosningum, var slíkur, eftir að þær stöllur ákváðu á hátt sem á hvað minnst skylt við lýðræði að taka frá tvö efstu sætin á lista flokksins í Reykjavík fyrir sig, að Ingibjörg Sól- rún þurfti að bakka út úr stjórnmálum aðeins átta dögum eftir að þær höfðu tilkynnt hvernig þær hefðu ákveðið að niðurstaða prófkjörs sam- fylkingarfólks í Reykjavík ætti að verða. Ingibjörg Sólrún kom fram og greindi frétta- mönnum frá því sunnudaginn 8. mars að hún hefði þurft að lúta í lægra haldi gagnvart veik- indum sínum og pólitískri þátttöku hennar væri lokið, að minnsta kosti í bili. Vitanlega voru veikindi Ingibjargar Sólrúnar aðeins hluti af skýringunni á því að hún tók þessa ákvörðun, þýðingarmikill hluti, en samt sem áður bara hluti. Það er ekki við hæfi að gagnrýna veika konu, sem játar sig sigraða og greinir frá því að hún búi ekki lengur yfir þeirri snerpu og skerpu hugans sem stjórnmálamaður á leið í kosninga- baráttu verði að búa yfir. Þessu gerir samfylk- ingarfólk sér fulla grein fyrir og því tóku flokks- systkin Ingibjargar Sólrúnar tíðindunum af nokkurri karlmennsku, þótt þeim þættu tíð- indin vissulega slæm. Ingibjörg Sólrún hafði þá átta daga sem liðnir voru frá því að hún og Jóhanna skiptu með sér verkum, hún yrði formannsefnið og Jóhanna forsætisráðherraembættið, sennilega átt eina af sínum verstu vikum í pólitík og er þá mikið sagt, því margar hafa þær verið slæmar undanfarið. Glórulaus hugmynd Hún varð þess sterklega áskynja að fjölmarg- ir sem ávallt hafa stutt hana í gegnum þykkt og þunnt voru nú efins um, jafnvel mjög gagnrýnir á, að þessi háttur þeirra stallna hefði verið hinn eini rétti. Aðrir gengu svo langt að segja að þetta hefði verið kolvitlaus og glórulaus hug- mynd, sem hefði átt að bera undir nána sam- starfsmenn og valdastofnanir í Samfylkingunni en ekki kynna sem óumbreytanlega ákvörðun, án þess að aðrir hefðu nokkuð um hana að segja. Sá mikli stuðningur sem Jóhanna fékk frá samfylkingarfólki og fleirum um allt land hefur greinilega komið henni sjálfri í opna skjöldu. Það var eins og Samfylkingin væri að ganga af göflunum; efna átti til blysfarar að heimili Jó- hönnu miðvikudagskvöldið 11. mars, sem var að vísu blásin af þar sem blysfararboðandinn einn mætti, þaulskipulögð undirskriftasöfnun, þar sem skorað var á Jóhönnu að gefa kost á sér og þrýstiaðgerðir af ýmsum toga. Segja má að Samfylkingunni sé hálfgerð vor- kunn, því það var enginn augljós kandídat til þess að taka við flokknum af Ingibjörgu Sól- rúnu. Fyrir nokkrum mánuðum hefði Jóhanna ekki notið nokkurs stuðnings til formennsku, en nú er öldin önnur. Jóhanna fékk mjög glæsilega kosningu í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Hún hlaut 78% atkvæða í fyrsta sæt- ið og alls hlaut hún 3.217 atkvæði af 3.543. Eng- inn annar frambjóðandi fékk yfir þrjú þúsund atkvæði og aðeins einn annar frambjóðandi fékk yfir tvö þúsund atkvæði alls, Helgi Hjörvar, sem fékk 2.267 atkvæði og í fyrsta til þriðja sæti fékk Helgi 822 atkvæði. Þá vakti það athygli hversu lélega kosningu Össur Skarphéðinsson fékk í annað sætið, því hann fékk ekki nema 1.182 atkvæði í fyrsta til annað sæti, eða 33% at- kvæða. Það er raunar stórmerkilegt að tveir af hverjum þremur þátttakendum í prófkjöri Sam- fylkingarinnar skuli hafna Össuri sem forystu- manni flokksins og varla geta úrslitintalist gott veganesti fyrir Össur inn í kosningabaráttuna. Jóhanna gaf loks yfirlýsingu um að hún myndi gefa kost á sér sem formaður Samfylk- ingarinnar síðdegis á fimmtudag og fannst mörgum sem tími væri til kominn að forsætis- ráðherra aflétti því óvissuástandi sem flokks- menn hafa búið við allt frá því að Ingibjörg Sól- rún ákvað að draga sig í hlé. Óþreyja samfylkingarfólks eftir ákvörðun Jóhönnu hef- ur farið dagvaxandi og augljóslega létti mörg- um þegar hún loksins ákvað sig. Aðstæður tóku völdin af Jóhönnu Aðstæður hafa í raun tekið völdin af Jóhönnu, því á flestra vitorði er að Jóhanna hafði hugsað sér að hætta í stjórnmálum að afloknu því kjör- tímabili sem hófst vorið 2007 og hefði átt að ljúka vorið 2011. Þótt kosið verði nú í apríl þarf það ekki endilega að þýða að Jóhanna hafi skipt um skoðun, en ef hún hyggst hætta afskiptum af stjórnmálum eftir tvö ár mun hún vænt- anlega halda þeirri vitneskju fyrir sig eina, því sá sem er á útleið úr pólitík hefur ekki mikinn pólitískan styrk. Flestir viðmælenda eru nokk- uð sannfærðir um að Jóhanna hafi ekki í hyggju að dveljast lengur en tvö ár á formannsstól og því sé viðbúið að sá sem verður kjörinn varafor- maður, verði mjög upptekinn af því að undirbúa sig fyrir formennsku. En vika getur verið löng í pólitík, hvað þá tvö ár og því eru aðrir sem segja það ótímabært með öllu að spá því að varafor- maður, hver sem hann eða hún verði, taki við flokknum eftir tvö ár. Samfylkingarfólk virðist yfirleitt hafa gefið lít- ið fyrir þá röksemd Jóhönnu að það sé ærinn starfi að vera forsætisráðherra og miðað við þau verkefni sem blasi við henni dag hvern geti hún vart á sig blómum bætt. Samfylkingarfólk segir að Jóhanna sem formaður muni fá alla þá aðstoð og þann stuðning innan úr flokknum sem hún kæri sig um, frá varaformanni, þingmönnum og öðru flokksfólki, til þess að sinna flokksstarfinu og innra utanumhaldi. Hún þurfi í raun og veru bara að vera svona sameiningartákn á toppnum, eins konar forseti Samfylkingarinnar. Allir vita hversu marga húskarla Ólafur Ragnar hefur til að sinna húsverkunum fyrir sig. Honum nægir að vinka kóngavinkinu, mæta í og halda hanastéls- boð og taka á móti erlendum sendimönnum. Mikill samhljómur er meðal viðmælenda úr Samfylkingu hvað það varðar að það hafi enginn annar komið til greina til að taka við flokknum af Ingibjörgu Sólrúnu en Jóhanna Sigurð- ardóttir. Þótt Jóhanna hafi ávallt verið mikill einfari í pólitík og jafnan unnið ein og barist ein, þá sé staðan þannig að hún verði, a.m.k. til næstu tveggja ára, að taka við flokknum. Árni Páll Árnason hefur hug á því að verða varaformaður Samfylkingarinnar og líklega á hann nokkuð góða möguleika á að hljóta það embætti eftir að hann sigraði í prófkjöri Sam- fylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi og hreppti 1. sætið. Hann sigraði að vísu mjög naumlega með 57 fleiri atkvæði í fyrsta sætið en Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, sem endaði í þriðja sæti listans. Töluverðrar reiði hefur gætt í Hafnarfirði með það hvernig kjörstjórn meðhöndlaði 147 atkvæði sem dæmd voru ógild þar sem viðkomandi hefðu ekki verið á fé- lagaskrá, en fyrst hafði verið tilkynnt að þessi atkvæði yrðu meðhöndluð sem kæruatkvæði. Lúðvík sóttist aðeins eftir fyrsta sætinu og frameftir liðinni viku var allsendis óvíst að hann tæki sæti á framboðslista Samfylkingarinnar. Lúðvík ákvað svo eftir fund með Kristjáni Guð- mundssyni, formanni kjörstjórnar Samfylking- arinnar í Kraganum, að bjóðast til þess að taka fimmta sæti á listanum, baráttusætið, og það þýðir væntanlega að Magnús Orri Schram fær- ist upp um tvö sæti, úr því fimmta í þriðja, vegna þess að Samfylkingin í Suðvest- urkjördæmi stillir upp fléttulista. Þórunn Sveinbjarnardóttir verður því um kyrrt í 4. sæt- inu. Lá við stórslysi í Kraganum Ef Lúðvík hefði hafnað því að taka sæti á list- anum hefði það þýtt að enginn fulltrúi Samfylk- ingarinnar í Hafnarfirði hefði verið í fimm efstu sætunum í Suðvesturkjördæmi. Það hefði ugg- laust haft mikil og slæm áhrif á fylgi Samfylk- ingarinnar í Hafnarfirði, sem jafnan hefur verið höfuðvígi flokksins í kjördæminu. Menn eru ekki sammála um það hversu gott samstarf yrði á milli Jóhönnu og Árna Páls ef hann verður fyrir valinu sem varaformaður. Árni Páll þykir duglegur og vinnusamur, en gróflega ánægður með sjálfan sig; svo sjálfs- ánægður að hann pirrar mörg flokkssystkin, ekki bara pólitíska andstæðinga. Svo er Árni Páll ekki beinlínis orðlagður velferðarpólitíkus, heldur fyrst og síðast talsmaður þess að Ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu. Sumir ganga svo langt að segja að hjá Árna Páli sé að- eins eitt mál á dagskrá, Evrópusambandsaðild. Dagur B. Eggertsson, sem er ekki í framboði til Alþingis, hefur einnig hug á varaformanns- stólnum og hefur af því tilefni ferðast um landið að undanförnu til þess að reyna að afla sér fylgis í varaformannsstólinn. Það sem menn hafa helst gegn honum er að hann segir óskap- lega mikið án þess að segja yfirleitt nokkurn skapaðan hlut. Hann er sömuleiðis talinn sér- stakur fulltrúi Ingibjargar Sólrúnar, sem styð- ur hann örugglega með ráðum og dáð á bak við tjöldin. En það að hafa verið krónprins hennar þarf ekki endilega að vinna með Degi í dag. Dagur nýtur ekki mikillar hylli innan Sam- fylkingarinnar og ekki getur hann státað af langri afrekaskrá úr borgarstjórnarpólitíkinni, þrátt fyrir að hafa verið borgarstjóri í hundrað daga. Viðmælendur virðast á einu máli um að enn sem komið er hafi Dagur B. Eggertsson ekki sýnt fram á að hann sé leiðtogaefni. Ásta R. Jóhannesdóttir félagsmálaráðherra fékk ekki góða kosningu í prófkjöri flokksins í Reykjavík. Hún lenti í 8. sæti með samtals 1.605 eða 45% atkvæða. Sama máli gegnir um Mörð Árnason, sem varð í 9. sæti með 1.474 atkvæði. Þau Ásta R. og Mörður komu í Samfylkinguna með Jóhönnu, úr Þjóðvaka. Það er líklega frem- ur óþægilegt fyrir Jóhönnu að þessir samstarfs- menn hennar urðu svo neðarlega á lista. Ein- hverjir útiloka ekki þann möguleika að Jóhanna setji skilyrði um að þau Ásta R. og Mörður verði ofar á framboðslistum en niðurstaða próf- kjörsins gaf tilefni til. Samfylkingarfólk virðist yfirleitt ánægt með það að Sigríður Ingibjörg Ingadóttir náði fjórða sæti í prófkjörinu, en hún er þekkt fyrir það eitt að hafa sagt sig úr bankastjórn Seðlabankans. Ekki gætir samskonar ánægju með kjör Skúla Helgasonar í fimmta sæti. Margir telja að Skúli hafi þekkt flokksmaskínu Samfylkingarinnar betur en nokkur annar, eftir að hafa verið fram- kvæmdastjóri Samfylkingarinnar í þrjú ár, og hafi þannig getað nýtt sambönd og upplýsingar sér til hagsbóta, raunar án þess að nokkur mað- ur viti fyrir hvað hann stendur í pólitík. Viðmælendur eru sammála um að það hafi verið Jóhönnu þvert um geð að taka að sér for- mennskuna, en hún sitji bara uppi með flokkinn og verði að gera sér að góðu að draga Samfylk- ingarvagninn ein síns liðs enn um hríð. SAMEINUÐ SAMFYLKING – EN HVERSU LENGI?  Jóhanna Sigurðardóttir neyddist til þess að taka að sér formennsku í Samfylkingunni  Fæstir trúa því að Jóhanna muni sitja sem formaður flokksins lengur en tvö ár  Varaformaður verður upptekinn af því að búa sig undir formennsku í Samfylkingunni Samfylkingarfólk telur að það muni ekki liggja fyrir fyrr en eftir kosningar hvort Samfylking og Vinstri græn þurfi að semja um samstarf við Framsóknarflokkinn og að mynduð verði þriggja flokka stjórn. „Staðan er þessi í þingflokkum Samfylkingar og Vinstri grænna að talsverður hópur nýliða verður í þingliði flokkanna. Auk þess kom á daginn í prófkjörunum að það var ákveðin tilhneiging til þess að velja í örugg sæti á lista einstaklinga sem eru afar sjálfstæðir og munu kannski ekki allir lúta flokksaga í einu og öllu,“ segir innanbúðarmaður úr Samfylkingunni. Hann telur því að ef Sam- fylking og Vinstri græn nái naumum þingmeirihluta í kosningunum, eins eða tveggja þingmanna, jafngildi það ekki endilega því að tveggja flokka stjórn verði mynduð. Það þurfi öruggan meirihluta til þess að stjórnin verði viðbúin því að einstaka þingmaður hlaupi út undan sér í tilteknum málum. Því geti það orðið niðurstaðan að stjórnarflokkarnir tveir telji það traustara að semja við Fram- sóknarflokkinn um að hann komi inn í ríkisstjórn sem þriðji stjórnarflokkurinn. Nýrrar ríkisstjórnar bíði gífurleg verkefni og eitt það stærsta verði að ná samstöðu um það hvernig fjárlög næsta árs verða skorin niður um 45 milljarða króna. Til þess að taka svo stórar og afdrifaríkar ákvarðanir þurfi ríkisstjórnin að hafa traustan þingmeirihluta að baki sér. Þurfa á Framsókn að halda?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.