Morgunblaðið - 22.03.2009, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.03.2009, Blaðsíða 6
6 FréttirVIKUSPEGILL MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. MARS 2009 Þetta er ekki í fyrsta skipti sem rómversk-kaþólska kirkjan og heilbrigðisþjónustan fara í hár saman út af smokkum og alnæmi. Benedikt er raunar bara að höggva í sama knérunn og forveri hans, Jóhannes heitinn Páll páfi annar. Hann viðraði sömu skoðun við margvísleg tækifæri og sumir ganga svo langt að halda því fram að ræða sem hann flutti í op- inberri heimsókn í Afríku árið 1990 hafi lagt grunninn að al- næmisfaraldrinum í álfunni. Veiran hafði þá stungið sér nið- ur í Afríku, einkum í Tanzaníu, Úg- anda og Kenýu sem umlykja hið mikla Victoríu-vatn, og margir trúðu því eins og nýju neti að þetta væri leið almættisins til að refsa heilu þjóðfélögunum fyrir syndir sínar. Þegar Jóhannes Páll prédikaði í lítilli kirkju í bænum Mwanza í Tanzaníu náði hann ekki aðeins eyrum fólksins sem troðið hafði sér inn í kirkjuna heldur álfunnar allrar þegar hann lýsti því yfir að það væri synd að nota smokkinn. Sama hverjar kringumstæðurnar væru. Breytti þá engu að gúmmí- vörnin sú arna var þá þegar við- urkennd sem haldbærasta vopnið gegn útbreiðslu sjúkdómsins, einkum í hinum vestræna heimi. Orð páfa fóru eins og eldur í sinu um Afríku. Fólk í heilbrigðisþjónustu var felmtri slegið, þeirra á meðal margir afrískir kaþólikkar. Það er mál þeirra að á einum eftirmeð- degi hafi páfi lagt í rúst forvarna- starf sem staðið hafði í álfunni í tæpan áratug, þar sem smokk- urinn var settur á oddinn. Starfið hafði farið pínlega hægt af stað en þegar þarna var komið sögu var það loksins farið að skila ár- angri. Eftir prédikun páfa þurfti að byrja frá grunni. Páfi ítrekaði skilaboðin á öðrum áningarstöðum sínum í ferðinni, svo sem Rúanda og Búrúndí, og í hugum sumra dæmdi hann þar með milljónir Afríkubúa til dauða. Tanzaníumaðurinn Godfrey Mu- byazi, sem hlýddi á orð páfa þenn- an örlagaríka dag, sagði seinna við breska dagblaðið The Times að Thabo Mbeki, fyrrverandi for- seti Suður-Afríku, hefði unnið mikið tjón með því að neita að horfast í augu við alnæmisfarald- urinn. Framlag hans væri þó hjóm við hliðina á Jóhannesi Páli. „Og hann komst upp með það.“ Dæmdi páfi milljónir manna til dauða? Reuters Skaði? Jóhannes Páll páfi annar. Eftir Orra Pál Ormarsson orri@mbl.is A lnæmi er harmleikur sem ekki verð- ur unninn bugur á með peningum einum saman. Lausnin er heldur ekki fólgin í dreifingu á smokkum, það gerir í raun illt verra.“ Það hefur lengi legið fyrir að rómversk-kaþólska kirkjan hefur aðra sýn á baráttuna gegn útbreiðslu alnæmis í heiminum en vísindamenn og fólk sem starfar í heilbrigðisþjónustunni og orð sem Bene- dikt sextándi páfi lét falla þegar hann kom í sína fyrstu opinberu heimsókn til Afríku í vikunni, og vitnað er til hér að ofan, eru síst til þess fallin að lægja öldurnar í deilum þessara tveggja aðila. Þá greinir áfram á um hvernig kveða eigi þann arma vágest, alnæmi, í kútinn. Kaþólismi er útbreiddur í Afríku og hefur vaxið fiskur um hrygg á umliðnum árum. Árið 1978 höfðu 12% Afríkubúa hlotið skírn en hlutfallið var komið upp í 17% fyrir þremur árum. Orð páfa eru því víða lög. Andleg og mannleg vakning En í hverju er lausnin á alnæmisvandanum þá fólgin? Ekki stóð á svörum frá páfa. „Í andlegri og mannlegri vakningu og vináttu í garð þeirra sem eiga um sárt að binda,“ sagði hann við komuna til Kamerúns og bætti við að kristnu fólki bæri að segja meiningu sína. Í vikulangri heimsókn sinni mun hans heilagleiki einnig heimsækja Angóla. Þetta sjónarmið kemur ekki á óvart í ljósi þess að rómversk-kaþólska kirkjan hefur allar götur frá því alnæmi skaut fyrst upp kollinum í mann- heimum vísað til sinna dýpstu gilda, hjóna- bands- tryggðar og skírlífis, þegar sjúkdóminn ber á góma. Að áliti kaþólsku kirkj- unnar er smokk- urinn ekki bara óþarfur, hún hefur skömm á honum. Lítur á hann sem einskonar afleiðingu af breyskleika manns- ins. Ósigur andans fyr- ir frumhvötunum. Meðan á dvöl hans í Afr- íku stendur mun páfi m.a. ræða við ungmenni um alnæm- isfaraldurinn og útskýra fyrir þeim hvers vegna kaþólska kirkjan er sannfærð um að besta leiðin til að hefta útbreiðslu sjúkdómsins sé að stunda ekki kynlíf. Páfi hefur áður brýnt þetta fyrir afrískum biskupum sem sóttu Vatík- anið heim árið 2005, skömmu eftir að Benedikt tók við embætti. Tekur kreddur fram yfir mannslíf Franska utanríkisráðuneytið var fyrst til að lýsa djúpum áhyggjum vegna ummæla páfa. Þau gætu haft al- varlegar afleiðingar í för með sér. Ætla má að Frakkar tali þar fyrir munn margra hjálp- arstofnana en glíma þeirra við útbreiðslu alnæm- is í Afríku hefur á köflum minnt á ævintýri ridd- arans sjónumhrygga. „Það er ekki í okkar verkahring að leggja mat á kenningar kirkjunnar. Það breytir þó ekki því að við lítum á ummæli af þessu tagi sem ógnun við stefnumótun á sviði heilbrigðismála og þá skyldu okkar að vernda mannslíf,“ sagði Eric Chevalli- er, talsmaður franska utanríkisráðu- neytisins. Rebecca Hodes, sem starfar að heilbrigðismálum í Suður-Afríku, gekk enn lengra. „Andstaða páfa við smokka gefur til kynna að trúar- kreddur séu honum kær- ari en mannslíf í Afr- íku.“ Athygli vakti að skömmu eftir að Benedikt páfi- kom til Ya- ounde, höfuð- borgar Kame- rúns, varð skýfall. Reuters Ófrægir smokkinn Umdeild orð Páfi þerrir svit- ann af enni sér í guðsþjónustu í Yaounde, höfuðborg Kamer- úns. Orð hans við komuna þang- að hafa dregið dilk á eftir sér. Benedikt páfi sextándi fordæmdi smokkinn í fyrstu Afríkuheimsókn sinni, aðilum sem helgað hafa sig baráttunni gegn útbreiðslu alnæmis í álfunni til lítillar skemmtunar Frá því alnæmi greindist fyrst áöndverðum níunda áratugnum hafa 22 milljónir manna látið í minni pokann fyrir sjúkdómnum í heim- inum öllum. Áætlað er að 40 millj- ónir manna séu HIV-smitaðar, þar af 22 milljónir sunnan Sahara eyði- merkurinnar, ef marka má tölur Sameinuðu þjóðanna frá 2007. Erfitt er að finna það mannsbarn í Afríku sem ekki hefur orðið fyrir áhrifum vegna veirunnar með einum eða öðrum hætti. Frelsishetjan Nel- son Mandela er þar engin und- antekning en sonur hans, Makgatho, varð alnæmi að bráð árið 2005. Allt frá Lesótó til Líberíu liggur fólk banaleguna af völdum alnæmis án viðunandi þjónustu. Þess bíður í mörgum tilfellum einmana og kvala- fullur dauðdagi. Því er spáð að árið 2010 verði 50milljónir barna munaðarlausar í Afríku, þar af munu um 18 milljónir hafa misst foreldra sína af völdum alnæmis. Nú þegar hafa 28% barna í álf- unni misst annað eða báða foreldra sína úr alnæmi. Þegar Jóhannes Páll 2. páfi kom í hina umdeildu heim- sókn sína til Tansaníu árið 1990 var þetta hlutfall 2%. Áður en páfi lagði í ’ann í vikunnilýsti hann því yfir að hann von- aðist til þess að vefja Afríku í heild sinni örmum – álfu með „kvalafull sár, gríðarlega möguleika og vonir“. Við komuna til Kamerúns hvatti hann kristið fólk til að andmæla of- beldi, fátækt, hungri, spillingu og valdníðslu. Í heimsókn sinni mun hann m.a. hitta að máli biskupa víðsvegar að úr álfunni sem sækja munu Vatík- anið heim síðar á árinu í því skyni að ræða hlutverk kirkjunnar í Afríku. Páfi mun einnig funda með stjórn- málaleiðtogum landanna tveggja, Kamerúns og Angóla, en á báðum stöðum liggja þeir undir ámæli vegna spillingar. Kvalafullur dauðdagi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.