Morgunblaðið - 22.03.2009, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 22.03.2009, Blaðsíða 52
52 Minningar MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. MARS 2009 ✝ Sigríður Guð-björnsdóttir fæddist í Reykjavík 18. ágúst 1934. Hún lést á Hjúkr- unarheimilinu Skóg- arbæ 12. mars 2009. Foreldrar hennar voru hjónin Guðbjörn Pálsson, bifreiða- stjóri, f. í Reykjavík 15. júní 1896, d. 30. september 1986, og Guðmunda Gísladótt- ir, húsmóðir, f. að Stekkum í Sandvík- urhreppi í Flóa 7. febrúar 1906, d. 19. apríl 1994. Systur Sigríðar eru: 1) Gyða, f. 13. sept. 1937, gift Stef- áni Björnssyni, f. 28. okt. 1934. Börn þeirra eru a) Þórunn, f. 22. júlí 1957. Synir hennar eru, Stefán Viðar Grétarsson, f. 19. júlí 1976, í sambúð með Jónínu Björg Yngva- dóttur, f. 6. apríl 1976. Synir Jónínu eru Axel Máni, f. 24. okt. 1998 og Yngvi Jakob, f. 25. maí 2002. Sam- úel Haukur Þorsteinsson, f. 1. nóv. 1991. b) Guðmundur, f. 15. sept. 1958, kvæntur Sigríði Guðmunds- dóttir, f. 25.febr. 1959. Synir þeirra eru Guðmundur Stefán, f. 27. júlí 1986 og Guðbjörn Lárus, f. 2. sept.1988. c) Björn Ingi, f. 21. apríl 1966. d) Guðbjörg Ásta, f. 28. apríl 1979. 2) Ásta, f. 31.okt. 1943, d. 7. júlí 1960. 3) Sigurlaug, f. 1. maí 1945. Synir hennar eru a) Guðni Diðrik Óskarsson, f. 27. jan. 1967, kvæntur Helgu Kristínu Þor- steinsdóttur, f. 14. sept.1968. Börn þeirra Íris Björg, f. 25. mars 1998 og Magnús Óskar, f. 18. júní 2002. b) Logi Jó- hannesson, f. 28. maí 1985. Sonur hans er Alexander Ívar, f. 18. maí 2005. Sig- ríður varð stúdent frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1955. Árið 1957 stundaði hún þýskunám í Phil- ipps Universität í Marburg í Þýska- landi. Hún hóf skrifstofustörf hjá Sambandi ísl. samvinnufélaga og síðan hjá Orkustofnun. Lengst starfaði hún hjá Bóksölu stúdenta við Hringbraut eða 1973–1990. Síð- ustu starfsárin vann hún í Bókabúð V.B.K. á Vesturgötu og hjá Ísl. heimilisiðnaði í Hafnarstræti. Hún var borin og barnfædd Reykvík- ingur og bjó í Vesturbænum alla tíð, nánar til tekið á Sólvallagötu 21 en síðan að Reynimel 92. Útför Sigríðar fór fram frá Foss- vogskapellu 20. mars, í kyrrþey. Á kveðjustund hvarflar hugurinn til baka til æskuáranna á Sólvallagöt- unni. Við Sigga systir vorum alltaf nefndar um leið, Sigga og Gyða. Við vorum eins klæddar og passað upp á ekki væri gert upp á milli. Við ólumst upp við mikið ástríki í fjölskylduhús- inu á Sólvallagötu 21 og samneyti við stórfjölskylduna. Föðuramma okkar Guðlaug Ágústa Lúðvíksdóttir bjó hjá okkur. Hún átti stóran afkom- endahóp og var mjög gestkvæmt hjá henni. Sömuleiðis var móðuramman Sigríður Filippusdóttir í herbergi á efstu hæð og hennar afkomendur t.d. frá Vestmannaeyjum komu oft og gistu ef þeir áttu erindi í bæinn eða barn var á leið í sveitina. Á efri hæð hússins bjuggu ömmusystirin Sigríð- ur Lúðvíksdóttir og tvær dætur hennar. Þetta var gott sambýli og ekki hægt að láta sér leiðast. Á þessum tíma stunduðum við börnin útileiki af krafti. Leiki eins og yfir, hornabolta, fallin spýta og aðra hefðbundna leiki þess tíma. Á vet- urna var farið niður á Tjörn á skauta. Sigga systir var kátur krakki og tók fullan þátt í þessu. Nokkur sumur fluttum við úr bænum í sumarbú- staðinn í Kópavogi og bjuggum þar fram á haust. Berjaferðirnar í boddí- bílnum voru vinsælar og margir minnast þeirra með mikilli ánægju. Á unglingsárunum var hún í sveit á sumrin. Eftir hefðbundna skólagöngu og stúdentspróf hóf Sigga vinnu við skrifstofustörf. En það sem hugur hennar stóð fyrst og fremst til voru ferðalög bæði innanlands sem utan. Hún fór í fyrstu utanlandsferðina ár- ið 1955 og upp frá því notaði hún öll sín frí í ferðalög. Þýskaland var hennar uppáhaldsland og þangað fór hún oftast. Þar hafði hún líka stund- að nám á árum áður. Oft dvaldi hún hjá frænku sinni Björgu Svein- björnsdóttur í New York í góðu yf- irlæti. Systir Bjargar, Sigurlaug, reyndist henni líka góð frænka og bauð henni iðulega í sumarbústaðinn með sér. Sigga var í Ferðafélagi Ís- lands og fór margar ferðirnar með því, t.d. í Þórsmörk. Sigga hafði íbúð í kjallara hússins heima á Sólvalla- götu og bjó þar svo lengi sem for- eldra okkar naut við. Ófáar ferðirnar komu þau þrjú til okkar í Garða- bæinn og í sumarbústaðinn við Þing- vallavatn. Það var einn af uppáhalds- stöðum Siggu. Oft dvaldi hún með okkur í bústaðnum og naut þess svo sannarlega og við sömuleiðis að hafa hana hjá okkur. Það brást ekki að Sigga hafði gönguskóna með sér austur og fór í göngutúra hvernig sem veðrið var, helst tvisvar á dag. Útivist var henni svo dýrmæt. Sund stundaði hún líka reglulega meðan heilsan leyfði. Siggu þótti vænt um systrabörnin og samgladdist þeim þegar vel gekk. Meðan ég bjó í Vest- mannaeyjum var hún tíður gestur hjá okkur og mikið tilhlökkunarefni hjá börnunum þegar Sigga frænka kom í heimsókn og stoppaði í nokkra daga. Ekki spillti fyrir að ævinlega komu pakkar til þeirra upp úr tösk- unni. Öll samvera með fjölskyldunni var henni dýrmæt, afmælisboð, mat- arboð og fínar kaffiveislur kunni hún svo sannarlega að meta. Ég minnist systur minnar með söknuði og þakk- læti fyrir allar góðu samverustund- irnar. Blessuð sé minning hennar. Gyða. Látin er kær frænka okkar systra, Sigríður Guðbjörnsdóttir. Hún ólst upp á Sólvallagötu 21 hjá ástríkum foreldrum, elst fjögurra systra. Heimilið var mannmargt og gest- risni mikil. Föður- og móðurömmur bjuggu á heimilinu. Algengt var að ættingjar og vinir gistu í lengri eða skemmri tíma. Öllum leið vel hjá ein- stökum gestgjöfum. Snemma í búskap foreldra okkar bjuggu þau í risinu hjá Mundu og Guðbirni. – Sigga bjó á Sólvallagöt- unni þar til móðir hennar lést, þá keypti hún sér fallega íbúð við Reynimel. Eftir að barnaskóla lauk fór Sigga í landspróf og síðan í MR, þar sem hún lauk stúdentsprófi. Þá lá leið hennar til Þýskalands, þar sem hún nam þýsku. Hún vann í mörg ár hjá Orkustofnun og Bóksölu stúdenta en síðast hjá Íslenskum heimilisiðnaði. Mikill samgangur var milli heim- ilanna á uppvaxtarárum okkar. Faðir okkar var verkstjóri Pípugerðar Reykjavíkurborgar og Guðbjörn vörubílstjóri fyrirtækisins. Við minnumst allra skemmtilegu ferð- anna með þeim í boddýinu, sem sett var á vörubílspallinn; berjaferðanna, fjallagrasaferðanna, skíðaferðanna og tjaldferða um landið. Í þessum ferðum ríkti gleði og mikið var sung- ið. Allt nesti var heimatilbúið eða eld- að á staðnum. Þetta eru meðal bestu minninga okkar systra ásamt fjöl- skylduboðum um hátíðar. – Þá þurfti ekkert sjónvarp eða myndbönd, allir skemmtu sér vel við leiki, spil og söng. Sigga hafði mikla ánægju af ferða- lögum og var í Ferðafélagi Íslands um áratuga skeið. Flest sumur fór hún í Þórsmörk og dvaldi þar í viku og gekk mikið. Hún var mikill nátt- úruunnandi og naut þess að ferðast bæði innanlands og utan, hin síðari ár með Ferðaskrifstofu bænda. Við systurnar eigum margar minningar um samverustundir í Hreppunum og í Bayport í Bandaríkjunum. Hún hafði unun af að fylgjast með fugla- og dýralífi og fegurð blómgróðurs, hvort sem það var ræktuð rós eða eyrarrós á svörtum sandi. – Þá átti hún margar góðar stundir í sum- arbústað Gyðu systur sinnar og Stef- áns. – Á síðasta afmælisdegi frænku okkar 18. ágúst bauð Sigurlaug syst- ir hennar til veglegrar veislu. Eftir að Alzheimers-sjúkdómur- inn ágerðist var Sigga fyrst í dagvist- un í Hlíðabæ, fór svo á Landakot en síðast bjó hún í Skógarbæ. Hún var þakklát öllu því góða fólki sem ann- aðist hana. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson.) Við sendum Gyðu, Sigurlaugu og fjölskyldum þeirra innilegar samúð- arkveðjur. Sigurlaug og Björg D. Sveinbjörnsdætur. Hún Sigga frænka er dáin, farin yfir móðuna miklu. Síðustu daga hef ég vitað að nær dró endalokum. Hug- urinn var hjá henni og nánustu fjöl- skyldu hennar. Fréttin um andlátið, morguninn 12. mars, vakti eigi að síður trega og söknuð og kallaði fram fjölda minninga frá bernsku og æsku. Að auki hefur verið margs að minnast frá samvistum seinni ár á Ís- landi og í Bandaríkjunum. Tíminn hefur liðið hratt, þegar lit- ið er til baka, og viðkomustaðirnir orðnir margir. Nýir vinir, breyttar aðstæður og búseta hafa opnað nýjar leiðir og fangað hugann. Uppruni, mótunarárin og samvistarfólk æsku- áranna verða þó oftast sterkur hluti af eðli einstaklingsins, bönd sem standast tímans tönn. Þannig varð samband okkar Siggu. Vinátta, tryggð og ættarbönd héldust og urðu enn sterkari og nánari, eftir því sem árin liðu. Skilningur jókst og um- hyggja og væntumþykja festi dýpri rætur. Elsku Sigga. Megi fegurð og frið- ur fylgja þér í nýjum heimi. Björg frænka. Sigríður Guðbjörnsdóttir ✝ Okkar ástkæra ESTER MAGNÚSDÓTTIR frá Hellissandi, Melalind 8, Kópavogi, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðviku- daginn 25. mars kl. 13.00. Alexander Alexandersson, Hjördís Alexandersdóttir, Guðmundur Jón Jónsson, Bára Alexandersdóttir, Þórarinn Hjálmarsson, Erla Alexandersdóttir, Sigurður Jón Ragnarsson, barnabörn og barnabarnabörn. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KARÓLÍNA S. HALLDÓRSDÓTTIR, áður til heimilis að Ásvallagötu 16 og Fjölnisvegi 6, andaðist á hjúkrunarheimilinu Skjóli þriðjudaginn 10. mars. Jarðarförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 23. mars kl. 15.00. Sigrún Guðmundsdóttir, Guðrún Guðmundsdóttir, Einar B. Kristjánsson, Gestur Guðmundsson, Kristín Ólafsdóttir, ömmubörn og langömmubörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, elskuleg móðir okkar og tengdamóðir, BERGLJÓT VIKTORSDÓTTIR, Sunnuvegi 17, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut fimmtu- daginn 12. mars. Útför hennar fer fram frá Langholtskirkju þriðjudaginn 24. mars kl. 15.00. Eysteinn Þ. Yngvason, Ægir Þór Eysteinsson, Gísli J. Eysteinsson, Yngvi Þ. Eysteinsson og tengdadætur. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samhug og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, UNNAR NIKULÁSDÓTTUR EYFELLS, Selvogsgrunni 10. Sérstakar þakkir fá söngvinir hennar í Gerðubergs- kórnum, kórstjóri, Árni Ísleifsson og annað sam- starfsfólk í Gerðubergi. Ingibjörg Eyfells, Margrét Eyfells, Karl Davíðsson, Unnur Silfá Eyfells, Einar Þór Karlsson, Auður Kristín Ebenezersdóttir, Karl Freyr Karlsson, Sigríður Örvarsdóttir, Ingimar Örn Karlsson, Guðrún Björg Björnsdóttir og langömmubörn. ✝ Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, CECILIE SOFIE HJELVIK MIKAELSSON. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki hjúkrunar- heimilisins Sóltúni fyrir frábæra umönnun, hlýhug og velvild. Guð blessi ykkur öll. Björgvin M. Snorrason, Ásta Guðjónsdóttir, Erling B. Snorrason, Jeanette A. Snorrason, Anna M. Snorradóttir, Jón Æ. Karlsson, Ragnhildur L. Snorradóttir, David West, barnabörn og barnabarnabörn. Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Vaktsími: 565 5892 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Hermann Jónasson Yvonne Tix
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.