Morgunblaðið - 22.03.2009, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 22.03.2009, Blaðsíða 13
að senda út fréttatilkynningu þar sem sagði að „í samræmi við ákvörðun ríkisstjórnarinnar frá 18. júlí sl. er áformað að selja umtalsverðan hlut af eignarhaldi ríkisins í bankanum til kjölfestufjár- festis að undangengnu forvali og lokuðu útboði. Með umtalsverðum hlut er átt við a.m.k. þriðj- ung hlutafjár í félaginu og er ráðgert að salan fari fram fyrir árslok.“ Bankinn var í kjölfarið auglýstur til sölu, með- al annars í Financial Times, auk þess sem valdir erlendir bankar fengu send bréf þar sem þeir voru taldir uppfylla skilyrði einkavæðing- arnefndar og þóttu líklegir til að sýna Lands- bankanum áhuga jafnframt því að þykja „álit- legir kostir fyrir bankann og íslenskan fjármálamarkað.“ Hinum álitlegu kaupendum var síðan skipt í tvo flokka: í A-flokki voru settir sjö bankar frá Norðurlöndunum og Bandaríkjunum sem taldir voru áhugaverðustu kostirnir en í B-flokkinn voru alls sautján bankar allstaðar að úr heim- inum sem voru taldir „ólíklegri til að sýna Landsbankanum áhuga.“ Niðurstaðan vonbrigði Líkt og áður sagði lýstu einungis tveir bankar yfir áhuga á að fara í frekari viðræður um að verða kjölfestufjárfestir í Landsbankanum. Í bréfi til einkavæðingarnefndar lýsir Edward Williams, ráðgjafi hjá HSBC, yfir vonbrigðum sínum með niðurstöðuna og segir hana meðal annars orsakast af erfiðum alþjóðlegum að- stæðum. Í bréfinu kemur einnig í ljós að báðir aðilarnir sem eftir stóðu að loknu forvali voru með nokkuð flókin tilboð. DnB var til dæmis í 47 prósenta eigu norska ríkisins á þessum tíma en einkavæðinganefnd hafði sérstaklega lýst því yfir að hún hefði fyr- irvara gegn því að selja Landsbankann til aðila í eigu annarra ríkisstjórna. Þá var tilboð Phila- delphia International Investment Corporation (PIIC), dótturfélags bandaríska Wachovia- bankans, afar flókið og byggðist á því að Lands- bankinn keypti eignir af PIIC sem hann gæti síðan selt þegar tækifæri gæfist til þess. Sam- hliða þessu myndi Wachovia kaupa 30 til 35 pró- senta hlut í Landsbankanum af ríkissjóði. Bank- inn var jafnframt tilbúinn að skuldbinda sig til að eiga hlutinn í Landsbankanum í þrjú til sex ár. Sölunni frestað Þegar fór að líða á desembermánuð 2001 var þó orðið ljóst að ekki tækist að semja við bank- ana tvo um kaup. PIIC hafði fundið annan aðila til að kaupa þær eignir sínar sem hann vildi losa og DnB fannst verðmiðinn á Landsbankanum samkvæmt gengi hans í Kauphöllinni of hár. Því vildi norski bankinn setja önnur verkefni í for- gang. Afsvar DnB barst þann 20. desember og daginn eftir var send út fréttatilkynning um að sala á hlutabréfum í Landsbankanum myndi frestast. Í tilkynningunni segir að „stefnt hafði verið að því að salan færi fram fyrir lok ársins en vegna erfiðra markaðsskilyrða er ljóst að það mun ekki ganga eftir. Vegna þessa hefur verið ákveðið að fresta frekari sölukynningu þar til síðar.“ 13 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. MARS 2009 Á þessum tíma var Philadelphia International In- vestment Corporation (PIIC) hluti af First Union sem hafði þá nýverið verið sameinað Wachovia- bankanum. Sú eining var þá orðin ein af stærstu bankastofnunun í Bandaríkjunum. Í árslok 2001 var PIIC þegar næststærsti einstaki eigandi Landsbankans á eftir ríkinu, þótt hlutur hans væri ekki stór. Landsbankinn hafði í júlí árið 2000 keypt 70 prósent hlut í breska Heritable- bankanum af PIIC og greitt fyrir með hlutabréfum í sjálfum sér. Wachovia er í dag dótturfélag bandaríska bank- arisans Wells Fargo eftir að hafa verið rennt þang- að inn í lok síðasta árs. Á þeim tíma sem Wachovia lýsti yfir áhuga á Landsbankanum var bankinn á meðal 50 stærstu fyrirtækja í Bandaríkjunum. (PIIC) Wachovia Den Norske Bank (DnB) var einn stærsti banki Noregs á þeim tíma sem hann lýsti yfir áhuga á Landsbankanum. Bankinn varð til við sameiningu nokkurra smærri fjármálaeininga árið 1990 og var með höfustöðvar í Björgvin. Árið 2003 rann DnB saman við Gjensidig NOR og úr varð DnB NOR bankinn. Hann er einn stærsti banki Norðurlanda með um 2,3 milljónir almennra viðskiptavina. DnB NOR er auk þess stærsti fjárfestingabanki Noregs sem stendur með yfir 200 þúsund fyrirtæki í við- skiptum. DnB tveimur dögum síðar. Plaggið var kirfilega merkt trúnaðarmál og sagt ekki til dreifingar. Minnisblaðið barst til baka til nefndarinnar 2. júlí og hafði þá tekið nokkrum breyt- ingum. Í samantekt þess kemur meðal annars fram hver skilgreining við- skiptaráðherrans sjálfs væri á því hvaða eiginleikum kjölfestufjárfestir í banka þyrfti að búa yfir. Ljóst er að hún taldi Samson-menn ekki upp- fylla þær skilgreiningar því síðar í skjalinu segir orðrétt að „fjárfestar þeir sem hafa óskað eftir viðræðum um kaup á Landsbanka Íslands hafa hins vegar ekki þekkingu og reynslu á bankamarkaði og geta ekki talist kjölfestufjárfestar að framansögðu. Engu að síður getur komið til álita að selja ráðandi hlut í banka til eins að- ila þó ekki sé um kjölfestufjárfesti að ræða.“ Valgerður vildi ekki Samson Í minnisblaðinu frá 2. júlí er einnig kafli sem kallaðist „mat á viðræðu- beiðni.“ Í honum segir meðal annars að „telja verður einnig að margir gallar fylgi því að ganga til beinna samningsviðræðna við hópinn. Sölu til kjölfestufjárfestis var frestað í desember síðastliðnum með form- legum hætti og þráðurinn hefur ekki verið tekinn upp aftur. Innlendum aðilum hefur því ekki gefist kostur á því að skoða möguleika á kaupum á ráðandi hlut í Landsbankanum...Þá hefur hópurinn enga reynslu af bankarekstri og því vandséð við fyrstu sýn að þeir geti aukið sam- keppnishæfni bankans með líkum hætti og erlendur banki gæti gert.“ Því er ljóst að ekki var mikill áhugi hjá viðskiptaráðherra að selja Sam- son-mönnum bankann á þessum tíma. Í upprunalega minnisblaðinu frá 30. júní sagði í niðurlagi að „engu að síður má búast við því að ýmsir inn- lendir aðilar telji að þeir hafi ekki átt kost á að taka þátt í einkavæðing- unni þar sem vilji ráðherra í söluferl- inu í fyrra hafi verið sá að erlent fjár- málafyrirtæki eignaðist hlut í Landsbankanum. Nauðsynlegt er að vera viðbúin þeirri umræðu.“ Þenn- an kafla var búið að fjarlægja úr lokaútgáfu minnisblaðsins. Ráðherrar sýna tilboði áhuga Formlegar umræður um tilboð Samson-manna hófust loks á fundi einkavæðingarnefndar þann 5.júlí. Þar er bókað eftir Ólafi Davíðssyni að „í viðræðum við ráðherranefnd um einkavæðingu hefði komið fram áhugi á að taka upp viðræður á þeim grunni sem skilgreindur var í bréf- inu en þó þannig að tryggt væri að verklagsreglum um einkavæðingu væri framfylgt.“ Skilaboðin sem komu frá ráðherranefndinni, sem í sátu tveir ráðherrar Sjálfstæð- isflokks og tveir frá Framsókn- arflokki, voru því í nokkurri mótsögn við það sem fram hafði komið í minn- isblaði viðskiptaráðherra þremur dögum áður. Ólafur lét ennfremur bóka að „málið væri nú í þeirri stöðu að ráð- herranefnd myndi væntanlega fela einkavæðingarnefnd að hefja könn- unarviðræður við fjárfestana jafn- framt því að tilkynna að ferlið verði opið í tiltekin tíma til að gefa öðrum tækifæri til að tilkynna um áhuga á viðræðum...ákveðin áhætta væri á því að fjárfestarnir sem nú þegar hafa lýst yfir áhuga, myndu verða tregari til með þessu fyrirkomulagi en ljóst hefði verið allan tímann að viðræður yrðu ekki teknar upp nema á forsendum ríkisins.“ Tveir vildu Landsbanka frekar Í kjölfarið var ákveðið að auglýsa kjölfestuhlut í báðum ríkisbönk- unum, Landsbanka og Bún- aðarbanka, til sölu og birtist sú aug- lýsing 10. júlí. Tilboðum átti að skila inn fyrir 25. júlí, fimmtán dögum síð- ar. Þá voru þegar liðnar tvær vikur frá því að tilboð Samson barst. Fimm hópar skiluðu inn tilkynn- ingum um áhuga á kaupum í bönk- unum. Tveir hópar, Samson og Kaldbakur, lýstu yfir meiri áhuga á Landsbankanum en hinir þrír, Ís- landsbanki, S-hópurinn og hópur kenndur við Þórð Magnússon vildu frekar Búnaðarbankann. Sá hópur sem stóð að baki Þórði þótti „vera lítið skilgreindur og óljós,“ og Ís- landsbanki þótti ekki koma til greina vegna samkeppnissjónarmiða. Í minnisblaði einkavæðingarnefndar frá 30. júlí segir að „í ljósi þessa er rökrétt að hefja viðræður við Björg- ólfs-hópinn og Kaldbak um kaup á hlut í Landsbanka Íslands. Ákveðið verði að fara í viðræður við báða þessa aðila til að kanna nánar áhuga þeirra og skýra málið frekar.“ Síðar meir var S-hópurinn einnig tekinn inn í þær viðræður, þótt hann hefði lýst því yfir í tilkynningu sinni að Búnaðarbankinn væri „ákjósanlegri kostur“ fyrir hópinn. HSBC, ráðgjafi stjórnvalda í sölu- ferlinu, hóf síðan að ræða við vænt- anlega kaupendur. Nú leið að ákvörðunartöku um hver bjóðend- anna myndi fá einkarétt á viðræðum um kaup á Landsbankanum. Afdrifaríkir fundir Tveir afdrifaríkustu fundir einka- væðingarnefndar voru haldnir dag- ana 8. og 9. september. Á þessum fundum var ákveðið að ganga til við- ræðna til Samson-hópinn og í kjöl- farið sagði Steingrímur Ari Arason sig úr einkavæðingarnefnd vegna þeirra vinnubragða sem stunduð Ráðherranefnd um einkavæðingu Davíð Oddsson þáverandi forsætisráðherra. Geir H. Haarde þáverandi fjármálaráðherra. Halldór Ásgrímsson þáverandi utanríkisráðherra. Valgerður Sverrisdóttir þáverandi viðskiptaráðherra. Framkvæmdanefnd um einkavæðingu Ólafur Davíðsson fulltrúi forsætisráðherra og fomaður nefndarinnar. Steingrímur Ari Arason fulltrúi fjármálaráðherra. Jón Sveinsson fulltrúi utanríkisráðherra. Sævar Þór Sigurgeirsson fulltrúi viðskiptaráðherra. Starfsmenn framkvæmda- nefndar um einkavæðingu Skarphéðinn Berg Steinarsson Guðmundur Ólason Samson-hópurinn Björgólfur Thor Björgólfsson Björgólfur Guðmundsson Magnús Þorsteinsson Landsbankann Morgunblaðið/Kristinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.