Morgunblaðið - 22.03.2009, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 22.03.2009, Blaðsíða 28
28 Knattspyrna MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. MARS 2009 Eftir Orra Pál Ormarsson orri@mbl.is F ranck Ribéry fékk ungur að reyna það á eigin skinni að lífið er enginn dans á rósum. Tveggja ára gamall flaug hann út um framrúðuna á bíl föður síns eftir árekstur við trukk. Af hlutust alvar- legir höfuðáverkar og sauma þurfti á annað hundrað spor til að loka skurð- um í andliti blessaðs barnsins. Ribéry náði fullri heilsu eftir slysið en í hvert skipti sem hann lítur í spegil er hann minntur á þennan afdrifaríka dag. Örin á enninu og niður eftir hægri kinninni eru engin smásmíði. Þá vantar á hann hluta hársins fyrir ofan hægra eyrað. Þið munið að spenna beltin! Lýtið er áberandi og Ribéry við- urkennir að hann hafi átt undir högg að sækja í æsku. Sér hafi gjarnan verið strítt og ósjaldan líkt við nafn- kunnasta starfsmann Vorrar frúar- kirkju í París gegnum aldirnar. Þeg- ar kaótískum tanngarðinum er bætt við örin má líka gera því skóna að Ri- béry muni sennilega seint keppa við menn á borð við Cristiano Ronaldo og Fernando Torres um veggrými í her- bergjum ungmeyja. En kappinn læt- ur sér það í léttu rúmi liggja og hefur ekki léð máls á því að lagfæra lýtið enda þótt hann hafi að líkindum fjár- ráð til þess. Mótlætið herti hann upp Raunar rakst höfundur á athygl- isverða kenningu við vinnslu þessarar greinar en í netheimum er því haldið fram að Ribéry taki ekki áhættuna á því að fjarlægja örin enda myndi hann þá líkjast Gary nokkrum Ne- ville óhóflega. „Og hver vill líkjast honum?“ spyr höfundur kenn- ingarinnar. Þeim er ekki alls varnað, æringjunum á net- inu. Einhverjir hefðu bug- ast við mótlætið, ekki Franck Ribéry. Það herti hann bara upp. Enda þótt hann sé einungis 170 sentí- metrar á hæð hef- ur hann aldrei látið nokkurn mann vaða yfir sig, hvorki innan vallar né utan. Sjálfs- vor- kunn og biturð eru að sögn kunn- ugra ekki til í hans orða- forða. Þvert á móti er hann sagður glaðvær náungi og húmoristi fram í fing- urgóma. Ribéry kann víst öll trixin í hrekkjabókinni og frægt er þegar hann hellti hönd stéttar sinnar og hafði ekki minnsta grun um hvernig hann átti að svara þessu. Eftir að hafa horft á blaðamanninn engjast um stund lyft- ist brúnin á Ribéry. „Þetta var grín. Ég er bara að stríða þér!“ Aldrei séð svona fyrirbæri Hermt er að kynleg athafnasemin hafi komið flatt upp á hina þýsku fé- laga hans. „Ég held svei mér þá að þeir hafi aldrei séð fyrirbæri eins og mig, sem skellir upp úr og slær á létta strengi,“ sagði Frakkinn í léttum dúr við fréttastofuna AFP. Ribéry er ekki bara skemmtilegur utan vallar, hann er algjört ólík- indatól í leik. Sannkallað lýðyndi. „Hann hefur allt til brunns að bera. Hraða, snerpu, skothæfni. Hann skorar mörk og leggur þau upp. Það má heldur ekki gleyma því að hann kann að verjast. Ribéry er gæddur öllum þeim kostum sem sparkendur samtímans þurfa að hafa,“ segir gamla kempan úr þýska landsliðinu, Klaus Allofs. Allofs hittir þarna naglann á höfuðið. Ribéry er óseðjandi, er alltaf reiðubúinn að fá knöttinn. Og hann er aldrei með hann til málamynda. Hvert skref, hver snúningur hefur tilgang. Aum- ingja varnarmönnunum þykir þeir oft vera að eltast við skugga enda fullyrðir gamli þjálfarinn hans hjá Lille, Jean-Luc Vandamme, að Ribéry sé þrisvar sinnum fljótari að lesa leikinn en dauðlegir leik- menn. Það er ómet- anlegur hæfileiki í knattspyrnu í dag. Þar má engan tíma missa. Þegar lið hans hefur knöttinn ekki í sínum röðum lætur Ribéry heldur ekki bíða eftir sér í vörninni. Einhver sagði að hann væri Gennaro Gattuso og Gianfranco Zola bræddir saman. Ekki fjarri lagi. „Ég hef engan sérstakan leikstíl,“ sagði Ribéry sjálfur við bandaríska blaðið The Washington Post. „Ég legg bara af stað – og reyni að skapa usla.“ Hver sagði svo að fótbolti væri flókin íþrótt? Eins og hraðsuðupottur Franck Ribéry fæddist 7. apríl 1983. Hann ólst upp við kröpp kjör í hafnarborginni Boulogne-sur-Mer í Norður-Frakklandi, líkt og Jean- Pierre Papin tuttugu árum áður, en þar um slóðir er atvinnuleysi meira en gengur og gerist. Knötturinn fór snemma vel á tánum á honum og hið fornfræga félag Lille tók hann upp á sína arma þegar hann var þrettán Glaðlynda lýðyndið Frakkinn Franck Ribéry hjá Bayern München í Þýskalandi er lýsandi dæmi um það að ævintýrin gerast enn. Hann yfirsteig mikið mótlæti í æsku og hef- ur nú haslað sér völl sem einn fremsti sparkandi þessa heims. Þessi hviki og hugmyndaríki miðvellingur er sannkölluð martröð allra varna. Undanfarinn áratug hafa helstu sparkendur Frakka verið synir innflytjenda. Zinedine Zidane, Youri Djorkaeff, Lilian Thuram, Patrick Vieira og Thierry Henry, svo dæmi séu tekin. Sama máli gegnir um kynslóðina sem nú er að taka við keflinu, Karim Benzema, Hatem Ben Arfa, Samir Nasri. Í þessum hópi stingur Franck Ribéry í stúf. Hann er „franskur Frakki“, ef svo má að orði komast enda þótt flæmskt blóð renni víða í æðum í Boulogne-sur-Mer. Móð- urmál hans telst t.a.m. ekki vera franska heldur afbrigði af henni, ch’ti, sem menn tala þar nyrðra. Þjóðernissinninn alræmdi Jean-Marie Le Pen hefur löngum átt erfitt með að gangast við franska landsliðinu með téða menn innanborðs og þóttist hafa himin höndum tekið þegar Ribéry kom fram á sjónarsviðið. Hvað haldið þið að Ribéry hafi þá gert Le Pen til ama? Hann gekk að eiga æskuástina sína, Wahibu, sem er af alsírsku bergi brotin. Og til að bíta höfuðið af skömminni, frá bæj- ardyrum Le Pens séð, snerist hann í kjölfarið til íslams. Le Pen er örugglega endanlega hættur að fylgjast með fótbolta. Ribéry á tvær dætur með eiginkonu sinni, Hizya og Shakinez. Óx úr grasi með múslímum Hann hefur aldrei viljað tjá sig mikið um trúskiptin. Breska blaðið The Independent hefur þó eftir honum að hann hafi vaxið úr grasi með múslímum. „Það var mitt val. Enginn sagði mér að gera það. Ástæðurnar fyrir þessu [trúskiptunum] eru mitt mál.“ Ribéry er sagður mjög samviskusamur múslími sem biðst fyrir fimm sinnum á dag, auk þess sem hann heldur alltaf litla bænastund áður en hann hleypur inn á völlinn. Við trúskiptin tók hann sér millinafnið Bilal í höfuðið á bænakallara Múhameðs spámanns, Bilal ibn Rabah. GEKK ÍSLAM Á HÖND Tveir góðir Ri- béry glímir við Lionel Messi í landsleik Frakka og Arg- entínumanna nýverið. Reuters Ýmsir hafa gert því skóna að Franck Ribéry endist ekki lengi í Þýskalandi. Sviðið sé einfaldlega of lítið fyrir hann þar. Það var svo olía á eldinn þegar Franz Beckenbauer, forseti Bayern München, gaf í skyn fyrr í vetur að leikmaðurinn kynni að hverfa frá borði í sumar. Hann dró þau orð raunar til baka á dögunum. Sjálfur vísaði Ribéry þessum sögusögnum á bug í samtali við þýska blaðið Bild í síðasta mánuði. „Ég er samningsbundinn Bayern München til ársins 2011 og vil efna þann samning. Ég er hjá frábæru félagi og nýt þess að leika í Búndeslígunni. Mér skilst líka að stuðningsmenn félagsins vilji hafa mig hér. Því gleymi ég ekki. Ég hef aldrei sagt að ég vilji fara, þvert á móti vil ég leggja mitt af mörkum svo liðið geti vaxið og unnið titla.“ Ribéry var varla búinn að sleppa orðinu þegar umboðsmaður hans, Ala- in Migliaccio, tjáði sama blaði að vel kæmi til álita að skjólstæðingur sinn gengi í raðir Manchester United kæmi til þess að Cristiano Ronaldo yrði seldur til Real Madrid. Ribéry hefur líka þráfaldlega verið orðaður við Barcelona en Joan Laporta, forseti katalónska félagsins, kom hins vegar af fjöllum þegar málið var borið undir hann fyrir skemmstu. R eu te rs úr tíu lítra vatnsfötu yfir goðsögnina Oliver Kahn á æfingu hjá Bayern München. Sá hefur hnyklað brýnnar. Skömmu eftir komuna til Þýska- lands mætti Ribéry móðg- aður á svip í viðtal við hið virðu- lega dagblað Süddeutsc- hen Zeitung og hreytti út úr sér: „Mér skilst að kollegar þínir haldi því fram að ég sé ekki góður dreng- ur!“ Aumingja blaðamaðurinn fór í kerfi fyrir Kóngurinn Franck Ribéry nýt- ur gríðarlegrar hylli í Bæj- aralandi. Leitun er að vinsælli Frakka í Þýskalandi. AÐ VERA EÐA EKKI VERA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.