Morgunblaðið - 22.03.2009, Blaðsíða 14
14 Einkavæðing bankanna
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. MARS 2009
voru við þá ákvörðunartöku.
Á fyrri fundinum var mættur
Edward Williams, ráðgjafi frá
HSBC, og kynnti mat á upplýsingum
um bjóðendurna þrjá. Hann fór síð-
an yfir forsendur og niðurstöður
HSBC og var bókað eftir Williams að
hann teldi „óvenjulegt að farið væri í
beinar viðræður við einn aðila án
þess að farið hefði fram áreið-
anleikakönnun.“
Í kjölfarið kynnti Williams að nið-
urstaða HSBC, samkvæmt mati sem
byggðist á þeim þáttum sem lagðir
höfðu verið til grundvallar í söluferl-
inu, væri sú að Samson-hópurinn
væri líklegastur til að uppfylla mark-
mið ríkisins með sölunni. Aldrei er
bókað að tilboð Samson manna hefði
verið best heldur einungis að það
uppfylli markmið ríkisins með söl-
unni, án þess að þau hefðu verið skil-
greind sérstaklega.
Miklar athugasemdir
Ljóst er að þessi niðurstaða og það
mat sem var byggt á til að ná henni
fór misjafnlega í nefndarmenn. Jón
Sveinsson lét meðal annars bóka að
„hann teldi að vægi verðs hefði átt að
vera hærra enda hefði það verið svo í
fyrri verkefnum.“ Steingrímur Ari
tók undir þessar aðfinnslur og sagði
að hann teldi „mikilvægt að fara yfir
forsendur nefndarinnar, t.a.m.
verð.“ Ólafur Davíðsson lagði þá til
að fundinum yrði slitið og annar yrði
haldinn daginn eftir. Á milli
fundanna myndu starfsmenn einka-
væðingarnefndar „leggja upp mis-
munandi vægi í módelinu til að skoða
áhrif á niðurstöðuna.“
Nefndin hittist aftur á hádegi dag-
inn eftir, 9. september og ræddi
hvaða áhrif mismunandi vægi myndi
hafa á niðurstöðu á mati bjóðenda. Í
ljós hafði komið að þrátt fyrir að
vægi verðs yrði aukið myndi það
ekki breyta niðurstöðunni. Samson-
menn væru enn „áhugaverðastir“ af
því gefnu að miðað væri við efri mörk
þess verðbils sem Samson hafði gefið
upp í tilboði sínu.
Ákveðið að semja við Samson
Jón Sveinsson fór þá fram á að
kallað yrði eftir formlegu skjali frá
HSBC þar sem „farið yrði yfir þess-
ar mismunandi forsendur.“ Hann
hélt síðan áfram og lét bóka að hann
teldi „nauðsynlegt að skilgreina
kröfur seljanda [íslenska ríkisins,
innsk. blaðam. ] í komandi samninga-
viðræðum.“ Ólafur Davíðsson tók
undir þau orð Jóns, en ljóst er á
fundargerð að þarna voru fund-
armenn ekki alls kostar sammála um
þessa niðurstöðu.
Steingrímur Ari lagði til að sett
yrði „gólf sem væri hæsta verð sem
Samson gaf upp,“ sem var 3,9 á hlut,
en var samt lægra en verðtilboð bæði
Kaldbaks og S-hóps. Lægri mörk til-
boðs Samson voru raunar 3,0 krónur
á hlut, sem var um 28 prósentum
lægra en verðtilboð Kaldbaks sem
var hæst. Aðrir nefndarmenn vildu
þó ekki fallast á þessa tillögu Stein-
gríms Ara.
Næst var ákveðið að vinna bréf til
Samson þar sem hópnum yrði til-
kynnt að hann hefði verið valinn til
einkaviðræðna um kaup á hlut rík-
isins í Landsbankanum „þar sem
settir yrðu tilteknir fyrirvarar í við-
ræðunum.“ Ekki er tiltekið hverjir
þeir fyrirvarar væru.
Pólitísk ákvörðun
Daginn eftir sagði Steingrímur
Ari sig úr einkavæðingarnefnd. Í
bréfi til Davíðs Oddssonar, þáver-
andi forsætisráðherra, segir hann
ástæðuna vera „þau vinnubrögð sem
viðhöfð hafa verið í aðdraganda þess-
arar ákvörðunar og hafa nú leitt til
þess að aðrir áhugasamir kaupendur
eru sniðgengnir þrátt fyrir hagstæð-
ari tilboð fyrir ríkissjóð á alla hefð-
bundna mælikvarða. Ég...hef aldrei
kynnst öðrum eins vinnubrögðum.“
Ríkisendurskoðun var fengin til að
gera greinargerð vegna ásakana
Steingríms Ara og skilaði henni
þremur vikum síðar. Í henni er skýrt
ítarlega frá sjónarmiðum Steingríms
Ara. Þar kemur fram að gagnrýni
hans sé fyrst og fremst á tvö atriði.
Annars vegar hafi reglur um hvernig
tilboðin yrðu metin verið óljósar og
„í veigamiklum atriðum ákveðnar
eftir að tilboð lágu fyrir.“ Orðrétt er
haft eftir honum að „mergur málsins
var að hans mati sá að þar sem
nefndin hafði ekki ákveðið vægi og
einkunnargjöf fyrir einstaka ákvörð-
unarþætti áður en að upplýsinganna
var aflað var í raun útilokað að gera
grein fyrir matinu með hlutlægum
eða gegnsæjum hætti. Þegar hér var
komið sögu hafi niðurstaðan óhjá-
kvæmilega byggst á huglægu mati
og var þar með spurning um póli-
tíska ákvörðun.“
Mikilvæg atriði ófrágengin
Hins vegar taldi Steingrímur Ari
að mikilvæg atriði hefðu verið „ófrá-
gengin þegar samþykkt var að
ganga til einkaviðræðna við Samson
ehf.“ Meðal annars hefðu hug-
myndir um ásættanlegt verð verið
óljósar. Hann taldi því ekki að
stjórnvöld hefðu haft önnur tilbúin
markmið en að selja bankann þegar
þau settust niður til viðræðna við
Samson. Ekkert hafi legið ljóst fyrir
um hvað stjórnvöld vildu fá út úr
þeirri sölu.
Þrátt fyrir þessar aðfinnslur
Steingríms Ara komst Ríkisend-
urskoðun að þeirri niðurstöðu að
framkvæmdin hefði verið í lagi og í
samræmi við verklagsreglur.
Vildu takmarka eignarhald
Viðræður á milli samningsaðila
stóðu síðan yfir út september. Sam-
son lagði loks fram tilboð þann 7.
október. Í minnisblaði einkavæðing-
arnefndar um hver viðbrögð hennar
ættu að vera eru lagðar fram hug-
myndir um að takmarka kaup þeirra
við 40 prósent hlut í Landsbank-
anum. Í minnispunktum Skarphéð-
ins Bergs, starfsmanns nefnd-
arinnar, frá svipuðum tíma kemur
einnig fram að „nokkur andstaða er
hjá Framsóknarmönnum við að
Samson kaupi meira en 33,3%.“
Þetta fór ekki vel í Samson-menn
því viku síðar, 14.október, sendi
Björgólfur Thor bréf til Valgerðar
Sverrisdóttur vegna þessarar
stefnubreytingar. Þar segir hann
meðal annars að „til að geta talist
kjölfestufjárfestir í Landsbankanum
er 33% eignarhlutur ekki nægj-
anlegur í ljósi þeirra miklu fjármuna
sem Samson hefur lýst yfir áhuga á
að koma með inn í íslenska hag-
kerfið.“
Ófagleg sjónarmið ráðandi
Tveimur dögum síðar, þann 16.
október, sendi Björgólfur Thor ann-
að bréf og nú til Ólafs Davíðssonar.
Þar segir hann algjöra forsendu
þess að Samson greiði það verð sem
hópurinn bauð að lokum, 3,91 krónur
á hlut, vera að þeir feng,u að kaupa
45,8 prósent hlut í bankanum. Orð-
rétt segir síðar í bréfinu að „verðbil
Samson og forsendur um eignarhluti
hafa verið þekktar frá fyrsta degi.
Að gera þessi atriði að bitbeini nú á
síðari stigum viðræðna bendir til
þess að önnur sjónarmið en fagleg
séu farin að vera ráðandi við ákvarð-
anatöku. Ofangreint tilboð gildir til
17:00 fimmtudaginn 17. október
2002. Að öðrum kosti lítur Samson
svo á að ríkið hafi slitið viðræðum við
félagið.“
Daginn eftir, 18. október, var
skrifað undir samkomulag um að
selja til Samson 45,8 prósent kjöl-
festuhlut í Landsbankanum. Kaup-
verðið átti að vera 139 milljónir dala,
12,3 milljarðar króna á gengi þess
tíma, en gat þó lækkað, sem það og
gerði. Lokagreiðsla Samson hópsins
lækkað alls um 1,1 milljarð króna og
í bókhaldi ríkisins er hún skráð alls
11,2 milljarðar króna. Ástæðan var
tvíþætt: þróun ákveðinna efnahags-
liða og gengistap. Ef miðað er við þá
tölu þá var lokagengið á bréfunum
sem Samson keypti á endanum 3,63
krónur á hvern hlut.
Formlegur kaupsamningur var
síðan undirritaður á gamlársdag
2002 og nýir eigendur tóku við bank-
anum á aðalfundi hans í febrúar
2003. Björgólfur Guðmundsson sett-
ist þá í stól stjórnarformanns bank-
ans og sat í honum þar til Lands-
bankinn og íslenskt bankakerfi
hrundi í október síðastliðnum.
Samson
eignast
Lands-
banka
Morgunblaðið/Ómar
Nýtt bankaráð Samson tók formlega við bankanum í febrúar 2003. Björgólfur settist þá í stól stjórnarformanns.
Morgunblaðið/Kristinn
Skrifað undir Geir H. Haarde, þáverandi fjármálaráðherra, og Valgerður
Sverrisdóttir, þáverandi viðskiptaráðherra, skrifa undir kaupsamninginn.
Þann 27. júní 2002 barst fram-kvæmdanefnd um einkavæðingubréf frá þremur fjárfestum þar semþeir óskuðu eftir viðræðum um að fá
að gerast kjölfestufjárfestar í Landsbanka Ís-
lands. Í bréfinu kom fram að þeir vildu kaupa
að minnsta kosti þriðjung í bankanum og fá
kauprétt að tíu prósentum til viðbótar. Menn-
irnir þrír: Björgólfur Thor Björgólfsson, faðir
hans Björgólfur Guðmundsson og viðskipta-
félagi þeirra Magnús Þorsteinsson sögðu í
bréfinu að það væri þeirra mat „að nauðsyn
sé á einum stórum kjölfestufjárfesti í bank-
anum, sem hefur alþjóðlega þekkingu og
reynslu á sviði banka- og fjármálastarfsemi.“
Mennirnir töldu sig vera þann aðila og að þeir
gætu „með reynslu sinni og samböndum er-
lendis...styrkt Landsbanka Íslands hf. í útrás
sinni þannig að bankinn hafi aðgang að
áhugaverðum erlendum verkefnum.“
Þrettán forsendur
Síðar í bréfinu setja mennirnir fram alls
þrettán forsendur sem að þeirra mati áttu að
liggja til grundvallar í viðræðum um kaupin.
Ljóst er að töluvert tillit var tekið til þessara
forsendna í viðræðunum sem síðar áttu sér
stað.
Undir lok bréfsins óska mennirnir þrír „eft-
ir því að farið verði með efni bréfs þessa sem
algjört trúnaðarmál og að aðilar standi sam-
eiginlega að öllum fréttatilkynningum og
upplýsingamiðlum vegna alls málsins.“ Þegar
bréfið var sent hafði söluferli á kjölfestuhlut í
Landsbankanum formlega verið frestað með
fréttatilkynningu frá 21. desember 2001. Öðr-
um sem mögulega höfðu áhuga á bankanum
hafði því ekki verið gefið tækifæri til að bjóða
í hann að nýju á þessum tíma þar sem form-
lega var söluferlið í frestun.
Nýtt bréf berst
Auglýst var eftir kjölfestufjárfesti þann 10.
júlí, um tveimur vikum eftir að bréf mann-
anna þriggja, sem síðar tóku upp nafnið Sam-
son, barst einkavæðingarnefnd. Þegar fimm
bjóðendur höfðu lýst yfir áhuga þá sendi
nefndin þeim ítarlegri spurningar um hug-
myndir þeirra. Meðal þess sem þar var spurt
um var hvernig fyrirkomulag eignarhalds yrði,
hver æskileg stærð eignarhlutar væri, hvern-
ig viðkomandi ætlaði að fjármagna kaupin og
hver væri framtíðarsýn hans fyrir bankann.
Samson-hópurinn svaraði því bréfi 2. sept-
ember 2002. Þar kemur fram að skipting
eignarhluta innan félagsins yrði með þeim
hætti að Björgólfur Thor átti að eiga helm-
ingshlut, faðir hans þriðjung og Magnús Þor-
steinsson sautján prósent.
Þegar þarna var komið vildu Samson-menn
auka við þann hlut sem þeir sóttust eftir og
vildu auka kauprétt sinn úr tíu í 12,5 prósent.
Viðbótina myndu þeir „leitast við að selja er-
lendum banka þann hlut.“
70 prósent að láni
Kaupin á Landsbankanum ætlaði Samson
að fjármagna með 30 prósent eiginfjár-
framlagi sem greitt yrði í reiðufé en síðan
yrði samið „við lánastofnanir um fjármögnun
á þeim 70 prósent sem út af standa.“ Í bréf-
inu er tiltekið að viðræður hefðu staðið yfir
við breskt fjármálafyrirtæki „sem sérhæfir
sig í kaupum af þessu tagi, um annað en fjár-
mögnun.“
Framtíðarsýnin sem sett var fram var skýr:
þeir vildu í útrás og láta bankann vaxa. Í bréf-
inu er tiltekið að mikilvægt sé fyrir Lands-
bankann að leggja aukna áherslu á jafn innri
sem ytri vöxt og að Samson myndi í þeim til-
gangi leggja mikla áherslu á að auka vægi
fyrirtækjaþjónustu bankans. Þá yrði auk þess
reynt að ná þessum markmiðum með því að
taka yfir eða sameinast öðrum fjármálastofn-
unum, innlendum sem erlendum.
Bundu viðskipti við ríkið
Í bréfinu frá 2. september ítreka þeir fyrri
forsendur sínar og tiltaka þrjár nýjar að auki.
Í fyrsta lagi útiloka þeir ekki „þátttöku í
kaupum á kjölfestuhlut í Búnaðarbanka Ís-
lands hf. með því að kaupa kjölfestuhlut í
Landsbanka Íslands hf.“ Í öðru lagi fóru þeir
fram á að þeir aðilar sem fengu að kaupa
Búnaðarbankann yrðu líka bundnir til að
skrifa undir yfirlýsingu um að hluturinn yrði
„ekki seldur innan tveggja ára frá því að
kaupsamningur er undirritaður. Jafnframt
verði bönkunum ekki heimilt að sameinast Ís-
landsbanka.“ Þriðja forsendan var sú að ís-
lenska ríkið og stofnanir þess „sem eru í við-
skiptum við Landsbanka Íslands hf. í dag,
minnki ekki viðskipti sín við bankann næstu
24 mánuði.“
Byrjaði allt á bréfi