Morgunblaðið - 22.03.2009, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 22.03.2009, Blaðsíða 41
Umræðan 41 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. MARS 2009 Stefnumót Nemendaleikhús JSB 2009 Miðaverð 2.000 kr. - frítt fyrir 5 ára og yngri Borgarleikhúsinu 23., 24. og 25. mars, kl. 18 og 20 Þema sýningarinnar í ár er „hittingur“ af ýmsu tagi við fjölbreyttar aðstæður, á mismunandi tímum og á mismunandi stöðum Miðasala er í Borgarleikhúsinu og á www.midi.is ENN einu sinni er niðurskurðarhnífnum beitt innan heilbrigð- iskerfisins, ekki síst á Landspítala. Starfs- menn spítalans eru reyndar orðnir vanir árvissum sparnaðar- kröfum. Að þessu sinni er þó kutinn beittari en nokkru sinni fyrr. Árið 2004 varð niðurskurður inn- an endurhæfingarsviðs Landspítala mjög mikill og var starfsfólki í sjúkra- og iðjuþjálfun þá fækkað töluvert í sparnaðarskyni. Breyt- ingin á mönnun hjá þessum fag- hópum hefur valdið auknu álagi á starfsfólkið en brugðist hefur verið við með breyttu verklagi og með því að forgangsraða hvaða sjúk- lingar eiga að fá þjónustu og hversu mikla. Alltaf hefur verið haldið uppi eins góðri þjónustu og mögulegt er miðað við ríkjandi að- stæður. Nú bitnar niðurskurðurinn innan endurhæfingarsviðsins að mestu á Grensásdeild, einu endurhæfing- ardeild sinnan tegundar á landinu. Þar eru tvær legudeildir, dagdeild og göngudeild. Lang- flestir sjúklinganna koma þangað af bráðadeildum spít- alans. Flestir þeirra hafa lamast eftir heilablóðfall, mænu- skaða eða vegna ann- arra alvarlegra heila- eða taugaskaða. Einn- ig koma margir sem hafa misst fætur og sjúklingar sem hafa hlotið alvarlega fjöl- áverka í slysum. Allir þessir sjúklingar þurfa langa og stranga endurhæfingu til að eiga möguleika á að verða sjálfbjarga að nýju og komast aftur út í sam- félagið. Að öðrum kosti þyrftu margir þeirra að vistast á hjúkr- unarheimilum eða öðrum stofn- unum til frambúðar. Á deildinni starfar samhentur, sérhæfður hóp- ur margra fagaðila sem er for- senda þess að geta veitt góða og markvissa endurhæfingu og náð árangri. Nú er vegið að þessari starfsemi svo um munar. Ákveðið hefur verið að loka annarri legudeildinni og fækka rúmum úr 40 í 26 rúm. Á sama tíma er rætt um að fjölga sjúklingum á dagdeild úr 15 í 30. Nú þegar er búið að segja upp hjúkrunarfræðingum og sjúkralið- um á Grensásdeildinni sem svarar til allt að 10 stöðugildum og er gert ráð fyrir að þessar aðgerðir muni spara u.þ.b. 100 milljónir á ári. Þykir mér miklu fórnað fyrir lítið. Starfsfólk Grensásdeildar hefur tekið þessari ákvörðun um lokun annarrar legudeildarinnar með æðruleysi og er að reyna að leita leiða til þess að þessar breyt- ingar geti orðið eins sársaukalitlar fyrir skjólstæðinga okkar og mögulegt er. Þó munu öll áform um að fjölga einbýlum á legudeild þurfa að víkja. Forsenda þess að lokun heillar legudeildar geti orðið að veruleika, er að þjónusta ann- ars staðar verði efld, þar sem mun veikari sjúklingar munu útskrifast fyrr af legudeild. Einnig er hætt við að bið eftir plássi á legudeild á Grensási mun lengjast þannig að sjúklingar sem þurfa þverfaglega endurhæfingu munu þurfa að bíða lengur á bráðadeildum spítalans í mun dýrara plássi en á endurhæf- ingardeildinni þar sem hver legu- dagur kostar mun minna en dagur á bráðadeild. Ástæður þess að sjúklingur þarf að vera á legudeild á Grensási en getur ekki nýtt sér dagdeild- arþjónustu er oftast þær að að- stæður hans hafa breyst vegna mikillar fötlunar. Í mörgum til- fellum þarf einstaklingurinn að skipta um húsnæði eða láta gera verulegar breytingar á því til þess að hann geti verið heima. Margir geta þó verið heima ef þeir búa í aðgengilegu húsnæði fyrir fatlaða, eiga góða aðstandendur, sem geta aðstoðað og ef næg heimahjúkrun er til staðar. Sem betur fer sjáum við nú ánægjulega breytingu á heimahjúkrun með nýju skipulagi Heimaþjónustu Reykjavíkur þar sem þjónusta við einstaklinga heima verður samþætt. Hugs- anlega geta einhverjir nýtt sér Sjúkrahótel Landspítala þrátt fyrir að vera ekki orðnir alveg sjálf- bjarga ef þjónusta þar verður auk- in. Einnig er nauðsynlegt að bæta Ferðaþjónustu fatlaðra og aðlaga hana betur þörfum fatlaðra en nú þurfa einstaklingar að geta komist inn og út úr húsi sjálfir því að ekki er ætlast til að starfsmenn Ferða- þjónustunnar aðstoði þá við það. Öllum heilbrigðisstofnunum hefur verið gert að spara en ekki er lagt heildrænt mat á hvort um raun- verulegan þjóðhagslegan sparnað sé að ræða. Það er þó ljóst að með því að loka á einum stað og segja upp fólki, þarf að fjölga starfsfólki og breyta þjónustustigi annars staðar. Því miður eru þessar ráð- stafanir oft eingöngu tilfærsla á þjónustu og kostnaði en ekki raun- verulegur sparnaður. Ég skora á heilbrigðisráðherra að skoða hvort raunverulega sé verið að spara innan heilbrigðiskerfisins eða hvort eingöngu sé verið að færa til eða jafnvel auka kostnað. Ég skora einnig á hann að end- urskoða fjárveitingar til Landspít- ala og standa vörð um þjónustu við endurhæfingarsjúklinga. Það er nefnilega þjóðhagslega hagkvæmt að auka lífsgæði sjúklinga okkar og færni þannig að þeir verði sjálf- bjarga og komist út í samfélagið sem virkir þjóðfélagsþegnar að nýju. Sigrún Knútsdóttir skrifar um nið- urskurð sem bitnar á Grensásdeild »Ég skora á heilbrigð- isráðherra að skoða hvort raunverulega sé verið að spara innan heilbrigðiskerfisins. Sigrún Knútsdóttir Höfundur er yfirsjúkraþjálfari á Grensásdeild. Sparnaður eða sóun í heilbrigðiskerfinu? NOKKUR sveit- arfélög á landinu eru með þjónustusamning við félags- og trygg- ingamálaráðuneytið um þjónustu við fólk með fötlun. Fé- lagsþjónusta Norð- urþings er með slíkan samning við ráðuneytið en hún þjónustar sex sveitarfélög í Þingeyj- arsýslu. Um er að ræða félagslega þjónustu við fatlaða sem ríki ber að veita fyrir utan búsetuúrræði. Ríkið ber ábyrgð á og hefur um- sjón með búsetuúrræðum fyrir fólk með fötlun og fólk með geðfötlun. Búsetuúrræði fyrir fatlaða Það skrítna er að þó ríkið og ráðuneytið beri ábyrgð á búsetuúr- ræðum fyrir fatlaða, þá má ráðu- neytið ekki taka lán samkvæmt því sem starfsmenn þar segja. Auk þess fer lítið fyrir fjármagni í Framkvæmdasjóði fatlaðra sem á að fjármagna slík úrræði. Nú hef- ur einstaklingur með fötlun á full- orðinsaldri verið á biðlista eftir úr- ræði af þessu tagi í nokkur ár. Um bráðamál hefur verið að ræða undanfarin ár. Munnlegt samþykki milli ráðuneytisins og Norðurþings lá fyrir í vor um byggingu búsetuúrræðis fyrir þennan einstakling vorið 2008, en þrátt fyrir að ár sé að verða liðið frá því munnlegt samþykki var veitt í þessu bráðamáli hefur end- anlegur samningur ekki enn verið gerður. Auk þess má geta þess að sveitarfélagið Norðurþing bauðst til þess að lána 2/3 af kostn- aðarverði byggingarinnar svo unnt væri að hrinda þessu brýna verk- efni í framkvæmd. Af þessu má sjá að a) ráðuneytið ber ábyrgð á málaflokki sem það hefur ekki bolmagn til að sinna (fjárskortur og skortur á heimild til lántöku) og b) að búsetuúrræð- um einstaklinga með fötlun er ekki sinnt á viðunandi hátt, sem getur skapað gífurlegt álag fyrir þá og fjölskyldur þeirra. Búsetuúrræði fyrir geðfatlaða Í þjónustusamningnum við ríkið er kveðið á um byggingu þriggja íbúða fyrir geðfatlaða sem skuli vera lokið á árinu 2009. Við hjá Félagsþjónustu Norðurþings ræddum um það við starfsfólk ráðuneytisins að í raun væri þörf fyrir fleiri íbúðir en þessar þrjár fyrir fólk með geðfötlun á þjón- ustusvæðinu og ef væri verið að byggja íbúðir á annað borð væri eðlilegt að bregðast við þeirri þörf. Við töldum að hæfilegt væri að byggja 6 íbúðir, þar af eina undir starfsmannaaðstöðu og sam- eiginlega aðstöðu íbúa. Málið strandaði á fjármagni þrátt fyrir að þetta hafi verið fyrir efnahags- hrunið sem dundi yfir á haustmán- uðum. Ráðuneytið var ekki tilbúið til að fjármagna fleiri íbúðir en þær þrjár sem kveðið var á um í samn- ingnum, nema hluta af starfs- mannaaðstöðunni. Sú hugmynd kom fram á fundi vorið 2008 af hálfu starfsmanns ráðuneytisins að kanna hvort Ör- yrkjabandalagið og bygging- arfélagið Brynja sem heyrir undir það væru tilbúin til að fjármagna þessar íbúðir og reka þær með styrkjum frá ráðuneytinu vegna þriggja íbúða. Við fengum svo þær fregnir frá ráðuneytinu að þetta hefði gengið eftir og vorum að vonum mjög ánægð með það, þar til sveitarstjóri Norðurþings fékk tölvupóst um haustið 2008 þar sem fram kom að sveitarfélagið ætti að fjármagna tvær þessara íbúða auk hluta af þjónustuíbúðinni með því að greiða háa leigu af þeim næstu áratugi. Samkvæmt starfsmanni ráðu- neytisins höfðum við misskilið kostnaðarþátttökuna á þessum fundi en þess má geta að við vor- um þrjú frá sveitarfélaginu á fund- inum, félagsmálastjóri, deild- arstjóri um málefni fatlaðra og fjármálastjóri. Okkur þótti satt að segja afar ólíklegt að við hefðum getað misskilið þetta öll á sama hátt. Auk þess hafði ráðuneytið og Brynja þegar haft samband við að- ila á þjónustusvæðinu vegna bygg- ingar hússins og hafði sá aðili þeg- ar eytt umtalsverðu fjármagni í teikningar og annan undirbúning þegar hér var komið sögu. Sá aðili hafði heldur ekki heyrt um að aðr- ir ættu að koma að þessu máli en ráðuneytið og Brynja. Nú er komið fram í marsmánuð á árinu 2009 og framkvæmdir ekki hafnar þrátt fyrir að brýn þörf sé fyrir þetta húsnæði og a.m.k. tveir ein- staklingar séu í bráðaþörf fyrir húsnæði af þessu tagi á þjón- ustusvæðinu. Skammtímavistun fyrir einstaklinga með fötlun hefur verið keypt af nágrannasveit- arfélagi okkar á Akureyri en jafn- framt hefur verið unnið að und- irbúningi að opnun skammtímavistunar á þjón- ustusvæðinu. Rekstrarféð er fyrir hendi samkvæmt þjónustusamn- ingi við ráðuneytið. Hins vegar hefur hentugt hús- næði vantað fyrir þessa starfsemi. Þar sem hvorki ráðuneytið né sveitarfélagið hefur þá stefnu að kaupa húseignir, þá hefur þurft að horfa eftir hentugu leiguhúsnæði í návígi við grunnþjónustu sem enn hefur ekki fengist. Málefni fólks með fötlun á einni hendi Afar brýnt er, að svo mik- ilvægur málaflokkur sem fé- lagsþjónusta við einstaklinga með fötlun er sé á einni hendi. Þessa þjónustu þarf einfaldlega að veita í návígi og því ákjósanlegt að færa þessi málefni alfarið til sveitarfé- laganna eins og er þegar í und- irbúningi. Hlutverk ráðuneytisins gæti þá falist í stuðningi og eftirliti með þjónustunni, til að tryggja að þjónustuþegar og aðstandendur fái þjónustu sem þeir eru sáttir við. Með því að hafa framkvæmdina á einni hendi er líklegt að hægt sé að veita betri þjónustu til þjón- ustuþega með mun minni tilkostn- aði. Þjónusta við fólk með fötlun Freydís Jóna Frey- steinsdóttir skrifar um heilbrigðismál »Með því að hafa framkvæmdina á einni hendi er líklegt að hægt sé að veita betri þjónustu til þjónustu- þega með mun minni til- kostnaði. Freydís Jóna Freysteinsdóttir Höfundur er félagsmálastjóri og lektor.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.