Morgunblaðið - 29.03.2009, Síða 1
STOFNAÐ 1913
86. tölublað
97. árgangur
Landsprent ehf.
MBL.IS
Morgunblaðið
hvar sem er
hvenær sem er
95
ára
mbl.is
HANDBOLTINN sameinaði bræðurna Patrek og
Guðna Th. Jóhannessyni. Patrekur gerðist atvinnu-
maður í handbolta í Þýzkalandi meðan Guðni gaf
sig sögunni á vald en áður en hann lagði bolt-
ann á hilluna náði hann að verða bikarmeist-
ari með sínu liði á Englandi.
En allt byrjaði þetta í ganginum heima
í Garðabæ.
„Við gátum spilað tímunum saman á
ganginum heima,“ segir Guðni Th.
Jóhannesson. „Þar skutum við á
mark og um leikinn giltu flóknar
reglur; til dæmis mátti boltinn
ekki fara í vegg og við máttum
ekki skjóta of fast. Ef við
negldum of fast í hurðina, sem
var markið, heyrðist kallað í
eldhúsinu eða stofunni: Ekki
svona fast. Þessar æfingar á gang-
inum hafa örugglega haft sitt að
segja um það hversu snjall hand-
boltamaður Patti varð.“
„Það var oft mikið tekizt á í handbolt-
anum í ganginum heima,“ segir Patrekur.
„Guðni er keppnismaður. Það er skap í hon-
um. Við þoldum illa að tapa og vorum oft fúlir yfir úr-
slitunum og hvor út í annan. Með aldrinum tamdi
Guðni sér að hafa stjórn á skapi sínu. Enda varð ég
fljótt stór og mikill svo hann átti ekki séns í mig.
Þá reyndi hann að tala mig til.“ | 24
Handboltamaður og sagnfræð-
ingur eru bræður og beztu vinirKAUPENDUR á íslenskum fiski í
Portúgal hafa að undanförnu átt
gjaldeyrisviðskipti við jöklabréfaeig-
endur, sem að mati forsvarsmanna
íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja
hefur leitt til þess að markaðsverð
hefur fallið um tugi prósenta.
Portúgalsmarkaður er einn mik-
ilvægasti markaður íslensks sjávar-
útvegs. Að undanförnu hafa kaup-
endur þaðan fengið um 200 til 260
krónur fyrir hverja evru í viðskipt-
um við jöklabréfaeigendur sem eiga
fé inni í íslenska fjármálakerfinu.
Þeir hafa síðan staðgreitt fisk, eink-
um hjá fyrirtækjum í miklum rekstr-
arvanda, hér á landi með krónum og
fengið þannig veglegan afslátt á
vörum sínum í evrum talið.
Aðrir kaupendur sem eiga umtals-
verðar birgðir eru ósáttir við þetta
þar sem þetta leiðir til verðfalls á
vörum þeirra talið í erlendri mynt.
Forsvarsmenn íslenskra sjávarút-
vegsfyrirtækja hafa að undanförnu
rætt við stjórnvöld, meðal annars við
Steingrím J. Sigfússon sjávarút-
vegsráðherra, vegna mikils „bráða-
vanda“ sem hefur skapast á mörk-
uðum. Forsvarsmenn í sjávarútvegi
vilja auka sveigjanleika í bankakerf-
inu. »12-13
Selja fisk
á markað
í neyð
Erfið staða á mörk-
uðum fyrir fisk
Handboltinn hófst
í ganginum heima
RAUNÁVÖXTUN lífeyrissjóðakerfisins á
síðasta ári var mun verri en fyrirliggj-
andi opinberar tölur gefa til kynna.
Samkvæmt bráðabirgðatölum Fjár-
málaeftirlitsins var raunávöxtun al-
mennra lífeyrissjóða neikvæð um
21,45%, en ef tekið er tillit til vænt-
anlegra afskrifta er afkoman mun
verri.
Þegar gert er ráð fyrir 90%
afföllum af skuldabréfum
bankanna, 75% afföllum af
öðrum fyrirtækjaskuldabréf-
um og 70% afföllum af erlend-
um skuldabréfum er neikvæð
raunávöxtun lífeyrissjóðanna í fyrra
nær 33%. Lífeyrissjóðirnir hafa
gengið mislangt í því að afskrifa skulda-
bréf, en mæti þeir ekki afskriftarþörf-
inni getur það haft alvarleg áhrif á
stöðu viðkomandi sjóða.
Skemmtu sér með bankafólki
Fjármálafyrirtækin, með viðskipta-
bankana þrjá í broddi fylk-
ingar, lögðu ríka áherslu á
góð samskipti við
stjórnir og
stjórnendur lífeyrissjóðanna meðan á
uppsveiflunni stóð. Var forsvars-
mönnum sjóðanna því boðið í lúx-
usferðir, oftast undir þeim formerkjum
að verið væri að kynna fjárfestingar og
fjárfestingarkosti. Að fundahöldum
loknum tók hins vegar við líf lystisemda
og rándýrrar skemmtunar.
Var farið á knattspyrnuleiki erlendis,
á Formúlu 1-keppnir auk golf- og skíða-
ferða og í siglingar ýmiss konar. Þá má
nefna að flogið var með viðskiptavini
eins bankans, fulltrúa lífeyrissjóða þar á
meðal, í laxveiði til Rússlands. Flogið
var í einkaþotu og þegar á leiðarenda
var komið var þyrla notuð til að fljúga
með menn milli veiðistaða.
Staða lífeyrissjóða afhjúpuð
EKKI ÁHYGGJULAUST ÆVIKVÖLD»14
Sjá nánar á www.betrabak.is
Færðu gesti?
Svefnsófadagar í mars
FRÆGIR
FYRIR
SÖNG OG
DANS
TAROT
SPILABORG
TÁKNMYNDA
ROKKLINGARNIR
ERFÐAFRÆÐI
Mitt stafræna sjálf
FATALÍNAN NOIR
Kynþokkafull samfélagsábyrgð
SUNNUDAGUR
2 9. M A R S 2 0 0 9
Bræður Patrekur og Guðni Th. Jóhann-
essynir eru nánir þótt hvor hafi valið sína
leið í lífinu, handboltann og sagnfræðina.