Morgunblaðið - 29.03.2009, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.03.2009, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 86. tölublað 97. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is HANDBOLTINN sameinaði bræðurna Patrek og Guðna Th. Jóhannessyni. Patrekur gerðist atvinnu- maður í handbolta í Þýzkalandi meðan Guðni gaf sig sögunni á vald en áður en hann lagði bolt- ann á hilluna náði hann að verða bikarmeist- ari með sínu liði á Englandi. En allt byrjaði þetta í ganginum heima í Garðabæ. „Við gátum spilað tímunum saman á ganginum heima,“ segir Guðni Th. Jóhannesson. „Þar skutum við á mark og um leikinn giltu flóknar reglur; til dæmis mátti boltinn ekki fara í vegg og við máttum ekki skjóta of fast. Ef við negldum of fast í hurðina, sem var markið, heyrðist kallað í eldhúsinu eða stofunni: Ekki svona fast. Þessar æfingar á gang- inum hafa örugglega haft sitt að segja um það hversu snjall hand- boltamaður Patti varð.“ „Það var oft mikið tekizt á í handbolt- anum í ganginum heima,“ segir Patrekur. „Guðni er keppnismaður. Það er skap í hon- um. Við þoldum illa að tapa og vorum oft fúlir yfir úr- slitunum og hvor út í annan. Með aldrinum tamdi Guðni sér að hafa stjórn á skapi sínu. Enda varð ég fljótt stór og mikill svo hann átti ekki séns í mig. Þá reyndi hann að tala mig til.“ | 24 Handboltamaður og sagnfræð- ingur eru bræður og beztu vinirKAUPENDUR á íslenskum fiski í Portúgal hafa að undanförnu átt gjaldeyrisviðskipti við jöklabréfaeig- endur, sem að mati forsvarsmanna íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja hefur leitt til þess að markaðsverð hefur fallið um tugi prósenta. Portúgalsmarkaður er einn mik- ilvægasti markaður íslensks sjávar- útvegs. Að undanförnu hafa kaup- endur þaðan fengið um 200 til 260 krónur fyrir hverja evru í viðskipt- um við jöklabréfaeigendur sem eiga fé inni í íslenska fjármálakerfinu. Þeir hafa síðan staðgreitt fisk, eink- um hjá fyrirtækjum í miklum rekstr- arvanda, hér á landi með krónum og fengið þannig veglegan afslátt á vörum sínum í evrum talið. Aðrir kaupendur sem eiga umtals- verðar birgðir eru ósáttir við þetta þar sem þetta leiðir til verðfalls á vörum þeirra talið í erlendri mynt. Forsvarsmenn íslenskra sjávarút- vegsfyrirtækja hafa að undanförnu rætt við stjórnvöld, meðal annars við Steingrím J. Sigfússon sjávarút- vegsráðherra, vegna mikils „bráða- vanda“ sem hefur skapast á mörk- uðum. Forsvarsmenn í sjávarútvegi vilja auka sveigjanleika í bankakerf- inu. »12-13 Selja fisk á markað í neyð Erfið staða á mörk- uðum fyrir fisk Handboltinn hófst í ganginum heima RAUNÁVÖXTUN lífeyrissjóðakerfisins á síðasta ári var mun verri en fyrirliggj- andi opinberar tölur gefa til kynna. Samkvæmt bráðabirgðatölum Fjár- málaeftirlitsins var raunávöxtun al- mennra lífeyrissjóða neikvæð um 21,45%, en ef tekið er tillit til vænt- anlegra afskrifta er afkoman mun verri. Þegar gert er ráð fyrir 90% afföllum af skuldabréfum bankanna, 75% afföllum af öðrum fyrirtækjaskuldabréf- um og 70% afföllum af erlend- um skuldabréfum er neikvæð raunávöxtun lífeyrissjóðanna í fyrra nær 33%. Lífeyrissjóðirnir hafa gengið mislangt í því að afskrifa skulda- bréf, en mæti þeir ekki afskriftarþörf- inni getur það haft alvarleg áhrif á stöðu viðkomandi sjóða. Skemmtu sér með bankafólki Fjármálafyrirtækin, með viðskipta- bankana þrjá í broddi fylk- ingar, lögðu ríka áherslu á góð samskipti við stjórnir og stjórnendur lífeyrissjóðanna meðan á uppsveiflunni stóð. Var forsvars- mönnum sjóðanna því boðið í lúx- usferðir, oftast undir þeim formerkjum að verið væri að kynna fjárfestingar og fjárfestingarkosti. Að fundahöldum loknum tók hins vegar við líf lystisemda og rándýrrar skemmtunar. Var farið á knattspyrnuleiki erlendis, á Formúlu 1-keppnir auk golf- og skíða- ferða og í siglingar ýmiss konar. Þá má nefna að flogið var með viðskiptavini eins bankans, fulltrúa lífeyrissjóða þar á meðal, í laxveiði til Rússlands. Flogið var í einkaþotu og þegar á leiðarenda var komið var þyrla notuð til að fljúga með menn milli veiðistaða. Staða lífeyrissjóða afhjúpuð EKKI ÁHYGGJULAUST ÆVIKVÖLD»14 Sjá nánar á www.betrabak.is Færðu gesti? Svefnsófadagar í mars FRÆGIR FYRIR SÖNG OG DANS TAROT SPILABORG TÁKNMYNDA ROKKLINGARNIR ERFÐAFRÆÐI Mitt stafræna sjálf FATALÍNAN NOIR Kynþokkafull samfélagsábyrgð SUNNUDAGUR 2 9. M A R S 2 0 0 9 Bræður Patrekur og Guðni Th. Jóhann- essynir eru nánir þótt hvor hafi valið sína leið í lífinu, handboltann og sagnfræðina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.