Morgunblaðið - 29.03.2009, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.03.2009, Blaðsíða 4
12. febrúar 2008 Minnisblað Seðlabankans M innisblað starfsmanna Seðlabanka Íslands eftir fundi þeirra með fulltrúum erlendra fjármála- og mats- fyrirtækja í London er dagsett 12. febrúar 2008. Á fundunum komu fram áhyggjur þessara erlendu aðila, sem sögðu íslensku bankana, Kaupþing og Glitni alveg sérstaklega, hafa stefnt sér og íslensku fjármálalífi í mikla hættu, jafnvel hreinar ógöngur. Í minnisblaði Seðlabankans segir: „Hættulegt er að hafast ekkert að í þeirri von að markaðir opnist óvænt og allur vandi verði þá úr sögunni. Nauðsynlegt er að hefjast þegar handa við að vinda ofan af stöðunni svo hún verði ekki óleysan- leg. Ekki er hægt að útiloka að miklu fyrr rætist úr markaðsaðstæðum og aðgengi að fjármagni en nú er talið. Ekkert bendir þó enn til þess og ef menn láta sér nægja að lifa í voninni verður of seint að bregðast við þegar ljóst verður að vonin rætist ekki.“ Davíð Oddsson seðlabankastjóri sagði á morgunfundi Viðskiptaráðs 18. nóvember sl. að „þótt seðlabanka- menn hafi lengi haft áhyggjur af stöðu bankakerfisins var þeim mjög brugðið vegna þeirra viðhorfa, sem komu fram á fundunum í London. Þegar heim var komið var óskað eftir fundi með for- ustumönnum ríkisstjórnarflokkanna, fleiri ráðherrum og embættismönnum, og fékkst sá fundur. Þar var lesin upp í heild skýrsla um ferðina sem þá var til í handriti.“ En hver urðu viðbrögð forystu- manna ríkisstjórnarflokkanna eftir að minnisblað seðlabankamanna var lesið fyrir þá? 15. febrúar 2008 Fundur með ráðherrum Föstudaginn 15. febrúar varfrá því skýrt í Morgunblaðinu að ráðherrar hefðu fundað með stjórnendum helstu fjármálafyrirtækja. Fundinn sátu Geir H. Haarde forsætisráðherra, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra, Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra og Björgvin G. Sigurðsson viðskipta- ráðherra. Björgvin hefur síðar sagt að hann hafi ekki verið á fundi með seðlabankastjóra, þar sem lesin var upp skýrslan, eða minnisblaðið, frá London. Bankamenn á fundinum 15. febrúar voru Lárus Welding, forstjóri Glitnis, Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, Halldór J. Kristjánsson og Sigurjón Þ. Árnason, bankastjórar Landsbankans, Guðmundur Hauks- son, forstjóri Spron, Tryggvi Þór Herbertsson, forstjóri Aska Capital og Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja. Forsætisráðherra sagði eftir fundinn að þær aðstæður sem uppi væru á fjármálamarkaði „kæmu utan frá“. Ekki væri hægt að segja að bankarnir hefðu brugðist með ein- hverjum hætti. Engar ákvarðanir voru teknar og það var heldur ekki tilgangurinn með fundinum, að sögn forsætisráðherra, heldur var til hans boðað til að ríkis- stjórnin gæti kynnt sér viðhorf bank- anna til þeirra aðstæðna sem nú væru uppi á fjármálamörkuðum og hvernig ríkið og bankarnir gætu unnið saman, m.a. við að leiðrétta ranghugmyndir um íslenskt efnahagslíf. Ingibjörg Sólrún sagði að styrkja þyrfti almenna upplýsingagjöf er- lendis, en ekki væri ætlunin að fara í kynningarferð. 24. febrúar 2008 Geir H. Haarde hrósar bankamönnum Geir H. Haarde sagði í samtali viðMorgunblaðið sunnudaginn 24. febrúar að bankamenn á Íslandi væru flinkir í sínu fagi og myndu áreiðanlega grípa til þeirra ráðstafana, sem mögu- legar væru til að draga úr kostnaði og minnka efnahagsreikning bankanna ef með þyrfti. Hann sagði bankana hafa verið djarfa í útrásinni og fjárfesting- um. „En ég býst nú við því, að flestar fjárfestingar bankanna erlendis hafi verið góðar í þeim skilningi að þær skili ávöxtun og þá eru þær ábyggilega góð söluvara, ef á þarf að halda á nýjan leik. Sumir hafa sagt að þetta viðskipta- módel feli í sér ábyrgðarleysi en ég vil ekki taka mér það orð í munn. En menn hafa verið djarfir.“ Febrúar 2008 Geir H. Haarde í Financial Times Rúmri viku síðar hafði FinancialTimes eftir forsætisráðherranum að hann vildi að bankarnir rifuðu seglin. Og Geir bætti við: „Séu menn hræddir um að fá ekki endurgreitt, og um það snýst trúverðugleiki þegar skuldir eru annars vegar, ættu þeir ekki að hafa áhyggjur af íslensku bönkunum, hvað þá stjórn landsins.“ Financial Times sagði að ráðherr- ann ætlaði að hrinda af stokkunum ímyndarherferð til að róa alþjóðlega fjárfesta. „Margir vita ekki hvað er að gerast og við þurfum að taka á því.“ Febrúar 2008 Meira Financial Times Tveimur dögum síðar bætti FinancialTimes um betur þegar blaðið kallaði Ísland „einn stóran vogunarsjóð“. 6. mars 2008 Efnahagsmálin rædd erlendis Formenn stjórnarflokkanna til-kynntu 6. mars að þeir ætluðu að ræða íslensk efnahagsmál á fundum í útlöndum, Geir í New York og Ingibjörg Sólrún á ráðstefnu um alþjóðavæðing- una á Íslandi, í Kaupmannahöfn. 11. mars 2008 Ingibjörg segir bankana „hafa það ágætt“. Ingibjörg Sólrún reið á vaðið áráðstefnunni 11. mars. Hún var m.a. spurð hvernig íslenska ríkisstjórnin myndi bregðast við ef íslenskir bankar lentu í erfiðleikum. „Ég lít á þetta sem algerlega fræðilega spurningu vegna þess að bankarnir hafa það ágætt,“ svaraði utanríkisráðherra. Ingibjörg Sólrún veitti dönskum fjölmiðlum viðtöl, en þeir sýndu ráðstefnunni annars lítinn áhuga. 12. mars 2008 Sigurður Einarsson reiður, en trúverðugur ÍBerlingske Tidende 12. mars varritað að Sigurður Einarsson, stjórn- arformaður Kaupþings, hefði verið reiður, en mjög trúverðugur. Og ekki væri annað hægt en að trúa honum þegar hann segði að Kaupþing stæði ekki frammi fyrir hruni. 13. mars 2008 Geir segir stöðu bankanna sterka Geir H. Haarde heimsótti NasdaqOMX kauphöllina í New York fimmtudaginn 13. mars. Sama dag hélt hann ræðu á ársfundi Íslensk-ameríska verslunarráðsins. Hann benti á að íslensku bankarnir hefðu vissulega fundið fyrir svipting- um á alþjóðlegum fjármálamörkuðum að undanförnu, sem hefðu meðal annars haft það í för með sér að það væri bæði erfiðara og dýrara fyrir alþjóðlega banka að verða sér úti um fjármagn. Aftur á móti væri staða bankanna sterk samkvæmt íslenska Fjármálaeftirlitinu, sem benti m.a. til sterkrar eiginfjárstöðu þeirra og getu þeirra til að standast ströng álagspróf sem eftirlitið framkvæmir reglulega. „Það bendir allt til þess að íslensku bankarnir standi vel og ég er sann- færður um að þeir munu standa af sér núverandi storma á alþjóðlegum fjármálamörkuðum,“ sagði Geir. Á þessum sama fundi töluðu fulltrúar íslensku bankanna. Lárus Welding benti m.a. á að Glitnir stæði á grunni fjárfestinga í tveimur geirum, sjávarútvegi og endurnýjanlegrar orku, og að hvort tveggja væru svið þar sem engin niðursveifla væri í vænd- um. Hreiðar Már Sigurðsson sagði að greiningar Moody’s sýndu fram á að Kaupþing gæti staðist talsverða niðursveiflu án þess að verða fyrir verulegum neikvæðum áhrifum. Sigurjón Árnason lagði áherslu á sterka eiginfjárstöðu Landsbankans og benti á að lausafé hefði sjaldan ef nokkurn tíma verið jafn verðmætt og nú og að verðmæti þess færi vaxandi. Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, tók líka til máls. Hann kynnti áætlanir Baugs um stækkun á alþjóða- vettvangi og þá fyrst og fremst í Kína, á Indlandi og í Rússlandi. Hann benti á að markaðir í þessum löndum væru í örum vexti og þróun og lýsti því hvernig fyrirtækið hygðist nýta þau tækifæri sem þar væru til staðar. Geir notaði tækifæri í vesturför sinni og ræddi við þarlenda fjölmiðla, þar á meðal CNN, þar sem hann sagðist hafa fulla trú á bönkunum, undirstöður íslensks efnahagslífs væru sterkar og helstu stærðir í reikningum bankanna einnig. „En það er vel geymt leyndarmál,“ bætti hann við. Áfram báru menn sig vel og mikið gengisfall krónunnar breytti þar engu. Geir sagði þó ástæðu fyrir alla, heimilin, fyrirtækin, bankana og hið opinbera, að fara varlega. Gengislækk- un krónunnar kallaði hins vegar ekki á sérstök viðbrögð stjórnvalda. 25. mars 2008 Seðlabankinn hækkar stýrivexti ÍSeðlabankanum, þar sem mönnumvar mjög brugðið eftir Lundúnaför í febrúar, var ákveðið að hækka stýrivexti 25. mars, úr 13,75% í 15%. Nú brá svo við að menn fögnuðu slíkri hækkun. Geir og Ingibjörg Sólrún sögðu hækkunina nauðsynlega og Jón Ásgeir taldi ákvörðunina af hinu góða. Talsmenn sumra bankanna tóku í sama streng. Davíð Oddsson sagði í samtali við mbl.is að bankinn hefði vísbendingar um, að hugsanlega hefðu einhverjir haft meiri áhrif á gengi krónunnar að undanförnu en eðlilegt gæti talist. 29. mars 2008 Davíð talar um atlögu að fjármálakerfinu Davíð endurtók þetta á ársfundiSeðlabankans 29. mars. Hann sagði þá atlögu, sem þessa dagana væri gerð að íslenskum bönkum og íslenska ríkinu, lykta óþægilega af því að óprúttnir miðlarar hefðu ákveðið að gera úrslitatilraun til að brjóta niður íslenska fjármálakerfið. „Þeim mun ekki takast það. En til álita hlýtur að koma að gera alþjóðlega opinbera rannsókn á slíku tilræði við heilbrigð fjármálakerfi.“ 30. mars 2008 Ingibjörg talar líka um atlögu Ingibjörg Sólrún talaði á sama vegá flokksstjórnarfundi Samfylk- ingarinnar 30. mars. Senda þyrfti skýr skilaboð um að áhlaupi á íslensku bankana yrði hrundið. Efnahagskerfið yrði varið. Þá sagði hún mikilvægt að ríkisstjórn Íslands og þjóðin öll skildi og mæti aðstæður rétt. Raunsæi og samstaða væri mikilvæg. Friðrik Már Baldursson, prófessor við HR, sagði á fundinum að ríkið væri bakhjarl íslensku bankanna. Þeir stæðu vel og gætu sett veð fyrir hugsanlegri aðstoð og greitt af því kostnaðinn. 8. maí 2008 Seðlabankinn segir stóru bankana þróttmikla ÍFjármálastöðugleika 2008, skýrsluSeðlabankans um stöðu fjármála- kerfisins, segir að ársreikningar þriggja stærstu bankanna fyrir árið 2007 sýni sem fyrr að þeir séu enn þróttmiklir. Eiginfjárstaða, arðsemi og lausafjárstaða þeirra sé viðunandi. Uppgjör fyrstu þriggja mánaða ársins sé í samræmi við það mat. Maí 2008 Icesave opnar í Hollandi Ímaí ákvað Landsbankinn að opnainnlánsnetreikninginn Icesave í Hollandi. Moody’s hafði lýst sérstökum áhyggjum af Icesave í viðtölum við seðlabankamenn í febrúar, en þá voru slíkir reikningar í boði í Bretlandi og voru orðnir 220 þúsund í maí. Heildarinnlán Icesave í Hollandi varð 1.600 milljónir evra áður en yfir lauk. Fjármálaeftirlitinu var kunnugt um þennan hraða vöxt. Júní 2008 Minnisblað verður til og hverfur Minnisblað, sem Davíð Oddssonmun hafa ritað eftir samtal hans og Geirs H. Haarde í júní í fyrra, um ástand bankakerfisins, hefur ekki litið dagsins ljós. Haust 2008 Bankahrunið Íslensku bankarnir hrundu umhaustið, rúnir trausti. rsv@mbl.is 4 FréttirVIKUSPEGILL MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. MARS 2009 Hættulegt að hafast ekki að  Seðlabanki Íslands kynnti forystumönnum ríkisstjórnarinnar áhyggjur erlendra aðila af stöðu Glitnis, Kaupþings og Landsbanka.  Ráðamenn brugðust við með því að ferðast til Bandaríkjanna og Danmerkur og fullyrða að íslensku bankarnir stæðu vel að vígi. íslenskur ríkisborgari www.okkarsjodir.is Jóhanna, nú hefur þú tækifæri til að standa við orð þín um að velferð aldraðra gangi fyrir. Það er líka spilling í lífeyrissjóðakerfinu, þar þarf að taka til. Við viljum endurskoðun á lífeyrissjóðakerfinu strax. Yfir 16.000 manns hafa þegar skrifað undir, stefnum á 25.000. Lífeyrissjóðirnir eru okkar eign! Atkvæðin eru okkar vopn! @
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.