Morgunblaðið - 29.03.2009, Side 19
19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. MARS 2009
hef verið að aðstoða þau við að setja
grafík á snjóbrettafatnað sem fyr-
irtækið hefur hannað en þetta er
fyrsta snjóbrettalína þess. Þetta er
mjög skemmtileg samvinna og sýnir
hvaða verðmæti utanaðkomandi
hönnuðir geta komið með inn í starf-
andi framleiðslufyrirtæki,“ segir
Katrín Ólína, sem er ánægð með
stöðu íslenskrar hönnunar í dag.
„Mér finnst gaman að finna hvað
það er mikil gróska í hönnun hér á
landi og það er greinilega gríð-
arlegur kraftur í fólki núna. Við
leggjum ekki árar í bát.“
Hún setur tarotið í samhengi við
þá erfiðleika, sem Íslendingar hafa
þurft að takast á við síðustu mánuði.
„Alltaf þegar erfiðleikar steðja að
fær fólk áhuga á andlegum efnum.
Þessi hugmynd að gera innsetningu
með tarotspilum kemur til af því að
mér fannst þetta eiga vel við þessa
óvissutíma. Allir eru að hugsa um
hvað verður. Þessi innsetning er
speglun mín á ástandinu. Þetta eru
svo hvetjandi tímar til að leita inn á
við eftir sköpuninni sem býr innra
með okkur og til að vinna úr hlut-
unum á okkar forsendum. Það upp-
byggilegasta sem hægt er að gera á
svona tímum er að horfa í eigin barm
og finna eigin leiðir út úr ástandinu í
stað þess að stóla á aðra.“
‘‘MÉR FINNST GAMAN AÐFINNA HVAÐ ÞAÐ ERMIKIL GRÓSKA Í HÖNN-UN HÉR Á LANDI OG ÞAÐ
ER GREINILEGA GRÍÐ-
ARLEGUR KRAFTUR Í
FÓLKI NÚNA.
Tarotspil eru alls 78 talsins og
skiptast í höfuðspil og undirspil, eða
spilasortir. Sortirnar eru fjórar,
vendir (lauf, eldur), sverð (spaðar,
loft), bikarar (hjörtu, vatn) og diskar
(tígull, jörð).
Höfuðspilin eru jafnan djúpar
táknmyndir og fjalla hvert og eitt um
sérstakt efni.
Katrín Ólína hefur hafist handa við
að teikna spilin. Hér verður litið á
merkinguna að baki fjórum þeirra og
listakonan rekur hugmyndina að baki
vali sínu á spilunum en hugsunin var
að velja spil sem ættu vel við ástandið
í dag. Umfjölluninni er ekki ætlað að
vera tæmandi heldur frekar að gefa
innsýn í spilin.
Sverðásinn
„Sverðin eru oft talin erfiðasta teg-
undin í spilunum því þau eru vopn og
tákna þannig sársauka og eyðilegg-
ingu en þau tákna einnig að skera á
hnúta og vandamál. Þau geta bent
okkur til dæmis á að hætta vitleys-
unni, fara að nota vitsmuni okkar og
huga til að leysa úr vandamálum.
Ásarnir standa fyrir grunn-
elementið í sortinni og þannig tákna
sverðin loft, hreyfingu og hraða. Í
þessu spili er okkur rétt sverð, með
því öðlumst við tækifæri til að höggva
á hnúta, byrja uppá nýtt og nota til
þess vitsmuni okkar.“
Sverðatía
„Í tíu af sverðum er eymdin alger
og botninum náð. Eins og ég teiknaði
spilið þá sjáum við veru sem hefur
verið algerlega „grilluð“ með tíu
sverð í baki. Hún nánast lekur niður
af sásauka með hjartað hangandi úti.
Ef betur er að gáð má sjá lítinn vin,
lillann í okkur sem deyr ekki svo
glatt, hér hangir hann á æð sem er að
festa rætur líkt og gróður. Þetta
táknar að það er alltaf von, sama
hversu slæmt útilitð er. Þegar botn-
inum er náð er leiðin alltaf uppá við,
það er það dásamlega jákvæða við
þetta spil.“
Stjarnan
„Stjarnan skýrir sig eiginlega sjálf.
Eftir storminn kemur lognið og vel-
komið tóm endurnæringar. Stjarnan
sameinar loft og vatn líkt og vatns-
berinn, á öxl hennar situr fuglinn Ibis
sem oft er kenndur við egypska guð-
inn Thoth sem táknrænt stendur
meðal annars fyrir heilun. Stjarnan
mín er kvenleg, hún situr á trjágrein,
á milli himins og jarðar og hellir úr
vatnskerjum sínum í tjörnina og á
jörðina. Stjarnan táknar vonina og
heilunina sem í henni felst.“
Töframaðurinn
„Töframaðurinn er eins og nafnið
ber með sér tákn andlegs krafts, um-
breytingar og sköpunar. Hann er frá-
bær!
Það er ótrúlega margt sem hægt
er að segja um hann og hvaðan hann
kemur en meðal annars er hann oft
kenndur við ímynd rómverska guðs-
ins Merkúrs sem var sendiboði guð-
anna.
Töframaðurinn minn stendur á
hvítum hring þar sem hann hefur fyr-
ir framan sig frumefnin fjögur, sverð,
bikar, vönd og disk. Hann býr sig
undir að fremja galdur með vængj-
aða dýragrímu á höfði og galdrastaf
sem hann réttir upp til himins. Með
hinni höndinni vísar hann til jarðar
og til þess að það sama gildir á himni
sem á jörðu.
Í raun er galdurinn hans hafinn,
hann er í miðri athöfn, frumefnin eld-
ur, loft, vatn og jörð eru að sameinast
og fimmta elementið orðið til, sem er
andinn!“
Tarotspilin fjögur