Morgunblaðið - 29.03.2009, Page 23
brigðið frá föður eða móður.
„Við sjáum mörg dæmi um þetta í
nýrri gerð af greiningu sem við not-
um á gögn frá Íslandi. Ég get nefnt
afbrigði sem eykur hættuna á syk-
ursýki um 60% ef það kemur frá föð-
urnum en minnkar hættuna um 15%
ef það kemur frá móðurinni.“
Ritari stingur inn höfðinu og segir
að nú bara verði forstjórinn að fara.
Til að segja eitthvað jákvætt flýti ég
mér að segja frá því hvað það hafi
glatt mig að sjá að ég þurfi ekki að
óttast mjög hættuna á brjósta-
krabba. Ég segir frá því að móð-
uramma mín hafi dáið fyrir sextugt
og móðir mín 46 ára en sé fljótt á
Kára að ég hef fagnað of fljótt.
„Algengu afbrigðin sem við próf-
um koma venjulega ekki við sögu í
því sem við köllum fjölskyldutilfelli,“
segir hann. „Þar sem fjölskyldusag-
an þín er eins og hún er ættir þú að
láta gera sérstaka rannsókn á
BRCA-genunum þínum.“
Þetta rifjar upp vitneskju sem ég
hef grafið einhvers staðar í heil-
anum. Stökkbreytingar í genunum
BRCA1 og BRCA2 finnast hjá 2-5%
kvenna og þær auka geysimikið
hættuna á brjóstakrabba. Allt að
80% ef marka má sumar rannsóknir.
Ætti ég kannski að láta genakortið
mitt duga?
„Og vona hið besta? Ég get ekki
ráðlagt þér það,“ segir Kári.
En ég get ekki séð hvaða gagn ég
ætti að hafa af þessari rannsókn. Ef
ég er með BRCA-stökkbreytingar
mun ég aðeins eitra tilveru mína með
endalausum áhyggjum og auk þess
þjaka heilbrigðiskerfið með stöð-
ugum óskum um brjóstamyndatök-
um í tíma og ótíma.
„Nei,“ svarar Kári. „Þú getur farið
í tvöfalt brjóstabrottnám.“
Fjarlægja bara bæði brjóstin
Tvöfalt brjóstabrottnám. Bilateral
mastektomi. Á latínu hljómar þetta
svo hlutlaust og skaðlaust. En það
sem maðurinn er að segja við mig, al-
veg kaldur og rólegur, er að ég eigi
bara að láta fjarlægja bæði brjóstin.
Fjarlægja þetta alveg í nafni fyr-
irbyggjandi aðgerða.
„Já,“ segir hann og stendur upp.
„Nema þér finnist það örlög sem séu
verri en dauðinn.“
Ég veit ekki hvort mér finnst það
en ég losna ekki almennilega við
þessa hugsun úr höfðinu það sem eft-
ir er dagsins. Heima á hótelinu fer ég
strax í tölvuna og finn Myriad Gene-
tics, bandaríska fyrirtækið sem feng-
ið hefur einkaleyfi á að gera sjúk-
dómsgreiningu á BRCA-genum. Þeir
bjóða upp á fljótlegt spurn-
ingaskema sem á að sýna mér hvort
hægt sé að nota könnunina. Þeir
spyrja hvort einhver í fjölskyldunni
hafi fengið brjóstakrabba fyrir fimm-
tugt. Ég svara já og fæ þá að vita að
ég geti auðveldlega verið í áhættu-
hópi varðandi bæði krabbamein í
brjóstum og eggjastokkum. Ef ég er
gyðingur af Evrópuættum er áhætt-
an jafnvel enn meiri en ella, útskýra
Myriad-menn vinsamlega. En hvað
sem því líður er hægt að ganga úr
skugga um þetta með BRCA-
rannsókninni þeirra og, eins og þeir
leggja áherslu á: „Fyrsta skrefið til
að takast á við hættuna á krabba-
meini er að vita hver áhættan sé.“
Hvernig skilur maður áhættu?
Það er hægt að halda áfram í töfl-
unni og reikna út áhættuna gagnvart
stökkbreytingum. Þar sem ég hef að-
eins átt einn náinn ættingja sem fékk
brjóstakrabba fyrir fimmtugt er
hlutfallið mitt 4,5%. Það er að segja
innan við 5% líkur á að ég sé með
erfðafræðileg afbrigði sem gefa til
kynna að líkurnar á að fá brjósta-
krabba séu milli 65 og 80%. Og síðan
er viss hætta á að ég deyi af völdum
sjúkdómsins – það fer eftir því hve-
nær hann uppgötvast og hvernig
meðferðin verður.
Spurningin er hvort tæplega 5%
líkur séu svo lágt hlutfall að ég eigi
bara að láta eins og ekkert sé – þrátt
fyrir allt eru 95% líkur á að BRCA-
genin mín séu í fínu ásigkomulagi.
Og séu þau það eru, samkvæmt
genakortinu, aðeins tæplega 8% lík-
ur á að ég fái brjóstakrabbamein.
En það er önnur hlið á málinu.
Væri betra að losna í eitt skipti fyrir
öll við óvissuna varðandi það versta
sem gæti gerst? Bara eina könnun í
viðbót? Hrökkva eða stökkva? Ég
verð að hugsa málið.
23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. MARS 2009
Heimsferðir bjóða frábært sértilboð á síðustu sætunum í 18 nátta vorferð til Costa del Sol þann 3. maí. Njóttu lífsins á
þessum vinsæla áfangastað við góðan aðbúnað. Bjóðum örfáar íbúðir á frábæru sértilboði á Aguamarina, einum af okkar
allra vinsælustu gististöðum, á hreint ótrúlegum kjörum. Þú velur hvort þú kaupir gistingu eingöngu eða með hálfu fæði.
Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku.
Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.
18 nátta vorferð - 5 íbúðir í boði!
Aguamarina er einn okkar allra vinsælasti gististaður á Costa del Sol. Gott
íbúðahótel sem býður mjög góða aðstöðu sem hefur nú öll verið endurnýjuð og
frábæra staðsetningu. Öll sameiginleg aðstaða er nýendurnýjuð. Falleg stúdíó og
íbúðir með einu svefnherbergi, vel búnar með eldhúskrók, baði, svölum,
öryggishólfi, gervihnattasjónvarpi og síma (ath. ekki eru öll stúdíó með svölum).
Fjölbreytt þjónusta í boði, m.a. veitingastaður, bar, líkamsræktaraðstaða, innilaug,
sauna o.fl.. Örstutt er að fara á ströndina eða í gamla bæinn, því ef farið er með
lyftunni á efstu hæð hótelsins, er gengið beint út á götu sem liggur að
göngugötunni í gamla bænum. Góður kostur fyrir þá sem leita að rólegum og
þægilegum gististað.
Verð kr. 94.990
Netverð á mann, m.v. 2-4 í stúdíó eða
íbúð með 1 svefnherbergi á
Aguamarina í 18 nætur. Aukagjald
fyrir hálft fæði kr. 2.700 á dag
(48.600 í 18 nætur).
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Costa del SolÓtrúlegt sértilboðá Aguamarina ***
· Góður aðbúnaður
· Frábær staðsetning
3.-21. maí frá kr. 94.990
Ármúla 30 • 108 Reykjavík
Sími 560 1600 • www.borgun.is
Borgun er eina fyrirtækið á landinu
sem býður heildarlausn í færslu-
hirðingu. Fyrirtæki sem eru með öll
kortaviðskipti hjá Borgun njóta betri
kjara og fá betri yfirsýn yfir tekjur
með einu uppgjöri fyrir öll korta-
viðskipti. Með Borgun tekur þú við
öllum kortum.
AUÐVELDAR VIÐSKIPTI