Morgunblaðið - 29.03.2009, Page 28
28 Trúleysi
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. MARS 2009
Auglýsingar með slagorð-unum „Guð er trúlega ekkitil. Hættu nú að hafa
áhyggjur og njóttu lífsins“ á 200
rauðum strætisvögnum London
hafa valdið fjaðrafoki í Bretlandi. Í
ljósi sögunnar er þessi heimsins
fyrsta herferð heiðingja, eins og
spiegelonline nefndi hana, trúlega
orðum aukin, þótt guðleysingjar í
Þýskalandi og Spáni hafi tekið sér
hana til eftirbreytni.
Upphafsmanneskjan er blaða-
maðurinn og grínhöfundurinn Ar-
iane Sherine, sem þótti sér gróf-
lega misboðið í fyrra þegar hún sá
á strætisvagni tilvitnun í Biblíuna
ásamt upplýsingum um vefsíðu þar
sem fullyrt var að heiðingjar
myndu brenna í helvíti um alla ei-
lífð. Hún bloggaði um hneykslan
sína á vefsvæði The Guardian þar
sem hún benti jafnframt á að guð-
leysingjar gætu lagt fram fimm
pund hver til að berjast gegn
trúarlegum auglýsingum af þessu
tagi.
Tilgangurinn að upplýsa fólk
Hálfpartinn óafvitandi hrinti
hún með bloggi sínu úr vör svo-
kallaðri strætisvagnaherferð heið-
ingja, Atheist Bus Campaign.
Verkefninu óx fiskur um hrygg
þegar Richard Dawkins, þróun-
arlíffræðingur og opinber guðleys-
ingi, höfundur The God Delusion,
lagði því lið. Ekki leið á löngu þar
til safnast hafði fimm sinnum
meira fé en þau höfðu reiknað með
og var þeim þá ekkert að vanbún-
aði að láta til skarar skríða. Fram-
takið var svo formlega kynnt 6.
janúar síðastliðinn.
Skoðanasystkini þeirra Sherine
og Dawkins í Þýskalandi hafa þeg-
ar hafist handa við fjáröflun.
Markmiðið er að strætisvagnar í
Berlín, Münhen og Köln verði boð-
berar guðleysisins seinna á árinu.
Phillip Möller, einn sex forsprakka
verkefnisins þar í landi, segir til-
ganginn vera að upplýsa fólk. „Í
upplýstu þjóðfélagi á fólk að geta
sagt eitthvað í þessa veru án þess
að eiga á hættu að vera refsað,“
segir hann.
Vondar fréttir og góðar fréttir
Þar sem margir Þjóðverjar eru
ekki í trúfélagi, en þriðjungur til-
greinir enga trú samkvæmt op-
inberum gögnum, er ekki víst að
þeir kippi sér að ráði upp við slag-
orðin á strætisvögnunum. Að
minnsta kosti ekki eins og á Ítalíu
þar sem guðleysingjar þurftu að
láta í minni pokann fyrir íhalds-
sömum stjórnmálaflokkum. Þeim
hugnaðist ekki slagorð eins og
„Vondu fréttirnar eru þær að Guð
er ekki til. Góðu fréttirnar þær að
þú þarft ekki á honum að halda“, á
strætisvögnum í Genúa, heima-
borg kaþólska kardinálans, sem er
yfirmaður ítalska biskuparáðsins.
Herferð spænsku guðleysingj-
anna náði að vísu á strætisvagn-
ana, en var óðara svarað í sömu
mynt með slagorðunum „Þegar
allir yfirgefa þig, er guð hjá þér“ –
líka á strætisvögnunum. Og fólk
hópaðist saman með kröfuspjöld
með áþekkum slagorðum.
Strætisvagnar fara alls staðar
mismunandi leiðir rétt eins og
fólkið. vjon@mbl.is
Reuters
Upphafsmanneskjan Ariane Sherine glaðklakkaleg a svip þegar herferðin
var formlega kynnt í London 6. janúar síðastliðinn.
Herferð heið-
ingja á hjólum
Mótmæli Í Madrid og víðar á Spáni hópaðist fólk saman til að mótmæli slag-
orðum guðleysingja á strætisvögnunum. Á þessu spjaldi stendur: „Guð er
til, treystið honum“.
Andsvar „Þegar allir yfirgefa þig, er guð hjá þér“ stendur á þessum stræt-
isvagni í Barcelona og er andsvar við slagorðinu „Guð er trúlega ekki til .
Ekki hafa áhyggjur og njóttu lífsins.
Hins vegar er ómögulegt
að fullyrða að þau [mis-
tök við einkavæðingu
bankanna] hafi verið svo
alvarlega að það hefði
breytt einhverju um það
sem við stöndum
frammi fyrir núna.
Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi við-
skiptaráðherra.
Mér finnst þetta bera vott um ótrú-
legt siðleysi.
Margeir Pétursson, stjórnarformaður MP
banka, um þá ákvörðun VBS fjárfesting-
arbanka að leita eftir kaupum á Net-
bankanum, en VBS fékk 26 milljarða lán
frá ríkissjóði.
Ég sagði honum að mér fyndist mikil
heimspeki í þeim boðskap í Dýrunum
í Hálsaskógi að ekkert dýr mætti éta
annað dýr. Þá sagði Egner við mig:
„Allt sem stendur í verkum mínum er
sannleikur, þar er enginn tilbúningur.
Birgir Sveinbergsson leikmyndasmiður,
um Thorbjörn Egner, höfund Dýranna í
Hálsaskógi.
Þetta tók nokkra daga vegna þess að
mér finnst betra að vita hvað ég er
að tala um áður en ég tala.
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna,
við fréttamann, sem spurði um kaup-
auka yfirmanna AIG, en margir fundu að
því að forsetinn hefði ekki brugðist
hratt við þegar málið kom upp.
Maður átti von á að fólk myndi halda
að sér höndum miðað við ástandið í
þjóðfélaginu en þetta varð til þess að
einkaþjálfunin hefur rokið upp.
Björn Þór Sigurbjörnsson, einkaþjálfari í
Sporthúsinu.
Annars er ljóst að ríkisvaldið má ekki
halda áfram að skrökva því að þegn-
unum að það geti tryggt sparifé.
Halldór I. Elíasson stærðfræðingur, í
grein í Morgunblaðinu um pen-
ingakerfið.
Ég ber mína ábyrgð á því að svona
var búið um hnútana á sínum tíma
og á þeim mistökum er rétt að biðj-
ast afsökunar. Geri ég það hér með.
Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráð-
herra og fráfarandi formaður Sjálfstæð-
isflokksins, í setningarræðu sinni á
landsfundi Sjálfstæðisflokksins.
Fólk, sem missir vinn-
una, ætti að gera
eitthvað. Ekki
myndi ég láta
nægja að sitja með
hendur í skauti.
Forsætisráðherra
Ítalíu og millj-
arðamæring-
urinn Silvio
Berlus-
coni.
Ummæli
’
Gólfdúkur skynsamleg,
-léttur í þrifum
-auðveldur í lögn
-glæsilegt úrval
-fæst í 2, 3 og 4 m rúllum.
FLOORING SYSTEMS
Heimilisdúkur, sígild lausn:
smekkleg og hagkvæm lausn
þægilegt andrúmsloft
Svefnherbergið
hjarta heimilisins
Eldhúsið
einfaldara verður það ekki
Forstofan
SÍÐUMÚLA 14 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 510 5510
Sérverslun með
gólfdúk og teppi
Polarolje
Meiri virkni
Hátt hlutfall Omega 3
fitusýrur
Minn læknir mælir með
Polarolíunni, en þinn ?
Selolía, einstök olía
Gott fyrir:
Maga- og þarma starfsemi
Hjarta og æðar
Ónæmiskerfið
Liðina
Polarolían fæst í:
apótekum, Þín verslun Seljabraut,
heilsuhúsum, Fjarðakaupum,
Fiskbúðinni Trönuhrauni og Melabúð