Morgunblaðið - 29.03.2009, Side 37

Morgunblaðið - 29.03.2009, Side 37
1. Fræðslufundir séu haldnir með kennurum og starfsfólki skóla um mikilvægi þess að greina neikvæða þætti í andrúmslofti skólans og styrkja jákvæða þætti undir fag- legri handleiðslu. Hvetja kennara til að nýta sér handleiðslu sem þeir eiga rétt á skv. 3. gr. í sjúkrasjóði KÍ frá 2005. Handleiðsluna stundi fagaðilar, ekki aðrir. 2. Markviss vinna og reglubundin fari í gang sem beinist gegn ofbeldi og einelti í skólum hvort sem um nemendur eða kennara er að ræða. Jákvætt andrúmsloft þýðir opin samskipti og er besta vörnin. Varast ber að treysta um of á sjálfvirkni áætlana í þessum efnum. Áætlun er ekki trygging fyrir árangri. Vinna tryggir árangur. 3. Skólinn leggi meiri áherslu á sjálfshjálp nemenda með því að auka kennslu í matreiðslu, hand- mennt og myndmennt en þetta eru þær greinar sem rannsóknir sýna að nemendur hafa mesta ánægju af. Með samstilltu átaki og faglegri samvinnu er hægt að byrgja marga brunna. Bætt líðan barna, ung- menna og kennara skiptir sköpum um hvernig til tekst í því ástandi sem nú ríkir. Við berum ábyrgð á barnaverndinni í landinu. Höfundur er MSW-fræðslu- og skóla- félagsráðgjafi, kennari og náms- og starfsráðgjafi. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. MARS 2009 www.damask.dk N Ý T T 2 0 % k y n n i n g a r a f s l á t t u r Nú kynnum við frábært úrval af GEORG JENSEN DAMASK sængurfatnaði, sloppum og handklæðum. Sængurfatnaðurinn frá GEORG JENSEN DAMASK er úr fínofinni egypskri bómull í hæsta gæðaflokki. Lífgaðu uppá svefnherbergið fyrir vorið með sængurfatnaði frá GEORG JENSEN DAMASK. Ármúla 10 | sími: 5689950 MORGUNBLAÐIÐ birtir alla útgáfudaga aðsendar umræðu- greinar frá lesendum. Blaðið áskil- ur sér rétt til að hafna greinum, stytta texta í samráði við höfunda og ákveða hvort grein birtist í um- ræðunni, í bréfum til blaðsins eða á vefnum mbl.is. Blaðið birtir ekki greinar sem eru skrifaðar fyrst og fremst til að kynna starfsemi ein- stakra stofnana, fyrirtækja eða samtaka eða til að kynna viðburði svo sem fundi og ráðstefnur. Innsendikerfið Þeir sem þurfa að senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðs- ins. Formið er undir liðnum „Senda inn efni“ ofarlega á forsíðu mbl.is. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Ekki er lengur tekið við grein- um sem sendar eru í tölvupósti. Í fyrsta skipti sem formið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið en næst þegar kerfið er notað er nóg að slá inn netfang og lykilorð og er þá not- andasvæðið virkt. Ekki er hægt að senda inn lengri grein en sem nemur þeirri hámarkslengd sem gefin er upp fyrir hvern efnisþátt en boðið er upp á birtingu lengri greina á vefnum. Nánari upplýsingar gefur starfsfólk greinadeildar. Móttaka aðsendra greina

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.