Morgunblaðið - 29.03.2009, Side 47
Auðlesið efni 47
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. MARS 2009
Ísraelskir her-menn hafa sagt
skelfilegar sögur af fram-ferði ísraelska
hersins í inn-rásinni í Gaza 3. janúar sl.
en samkvæmt þeim fengu þeir ekki
aðeins frjálsar hendur um að skjóta
konur og börn og aðra óvopnaða
borgara, heldur var þeim beinlínis
skipað að gera það. Þá var þeim sagt að
vinna sem mestar skemmdir á heimilum
Palestínu-manna. Hernaðar-aðgerðirnar
stóðu yfir í 22 daga. 13 Ísraelar, þar af
þrír óbreyttir borgarar, féllu í inn-rásinni,
meira en 1.300 Palestínu-menn, þar af
437 börn undir 16 ára aldri, 110 konur
og 123 gamal-menni.
Gaza-svæðið er enn í her-kví Ísraela
og upp-byggingar-starf þar er ekki hafið.
Ehud Barak, varnarmálaráðherra
Ísraels, sem heldur því fram að enginn
her-afli jafnist á við þann ísraelska í
siðferðis-styrk, segir að frá-sagnir
her-mannanna verði kannaðar en
ísraelsk mann-réttinda-samtök benda á
að þrjár vikur séu liðnar síðan ísraelska
her-ráðið fékk vitnis-burð her-mannanna
í hendur. Um hann hafi verið þagað þar
til dag-blaðið Haaretz komst yfir hann.
Her-mennirnir sögðu frá reynslu sinni
á fundi í Oranim-háskólanum í
Norður-Ísrael og sæta frá-sagnir þeirra
miklum tíðindum. Er þetta í fyrsta sinn
sem ísraelskir her-menn tjá sig með
þessum hætti og sögur þeirra ganga
þvert gegn opin-berum yfir-lýsingum um
að Ísraelsher leggi mikið á sig til að
forðast mann-fall meðal óbreyttra
borgara.
Mann-réttinda-samtök í Ísrael hafa
brugðist hart við þessum lýsingum og
ein þeirra, Yesh Din, hafa krafist
óháðrar rannsóknar. Benda þau á að
þrátt fyrir vitnis-burð hundraða manna
um stríðs-glæpi í inn-rásinni á Gaza hafi
engin rannsókn farið fram. Ísraels-her
sé hins vegar ófær um slíka rannsókn á
sama tíma og hann er sakaður um
alvarlega stríðs-glæpi. Heims-kunnir
dómarar og mannréttindafrömuðir hafa
hvatt til alþjóðlegrar rannsóknar á
stríðs-glæpum beggja aðila í
Gaza-stríðinu.
Hernaðar-aðgerðir Ísraela á Gaza
Reuters
Palestínskt fólk situr við bráðabirgða-skýli við rústir húss síns, sem var eyðilagt í
22 daga löngum hernaðar-aðgerðum Ísraela á Gaza-svæðinu.
Þýskir vísinda-menn hafa þróað skó, sem
„vaxa“ með fótum barna. Er mark-miðið
að koma í veg fyrir að foreldrar kaupi of
stóra skó á börn sín, til að hafa borð fyrir
báru því börn vaxa hratt. Rannsóknir sýna
að of stórir skór geta valdið ýmsum
vanda-málum hjá börnum. Hópur
vísinda-manna hjá Potsdam-háskóla
hefur unnið að verkefninu í tvö ár og m.a.
rannsakað göngu-hreyfingar barna. Nú
hafa vísinda-mennirnir kynnt skó, sem
passa alveg þegar þeir eru keyptir en
geta lengst um allt að 2 sentimetra með
sama hraða og fætur barnanna stækka.
Skórnir „vaxa“ með
fótum barnanna
Verð-bólgan mælist nú á
árs-grundvelli 15,2%.
Lækkaði hún síðan í febrúar
um 0,6% sem er mesta
lækkun á milli mánaða í 23
ár, eða frá því í mars árið
1986. Þetta er heldur meiri
lækkun en greiningar-deildir
og aðrir sér-fræðingar höfðu
reiknað með en mestu skipti
um þessa verð-hjöðnun í
mánuðinum að
húsnæðis-liðurinn lækkaði
um 5,1%, aðal-lega vegna
lækkunar markaðs-verðs.
Fleiri liðir í vísi-tölunni
lækkuðu einnig í mars.
Þannig lækkaði verð á
bensíni og dísil-olíu um 3,1%,
matur og drykkjar-vara
lækkaði um 0,9% og verð á
flug-far-gjöldum til út-landa
lækkaði um 8,3%. Hins vegar
er vetrar-útsölum víðast hvar
lokið og hækkaði verð á
fötum og skóm um 5,5%
síðan í febrúar.
Verðbólga
minnkar
Sigrún Helgadóttir, líf- og
umhverfis-fræðingur, hlaut
ár-lega viður-kenningu
Hag-þenkis fyrir bókina
Jökulsár-gljúfur – Detti-foss,
Ásbyrgi og allt þar á milli,
sem bóka-forlagið Opna gaf
út.
Í umsögn
Viður-kenninga-ráðs um verk
Sigrúnar segir: Lykill að
stór-brotnu svæði, þar sem
afar vel er fléttað saman
sögu, náttúru-fræði og
bók-menntum.
„Það er ótrúlega hvetjandi
að fá svona viður-kenningu,“ sagði Sigrún. Hún sagði að viður-kenningin væri
jafn-vel enn meira virði en ella sökum þess að það væru kollegar í hópi
fræði-manna sem veittu hana. „Ég var nógu glöð með að vera ein af þeim tíu
sem voru til-nefndir, það var frábært. Ég ætlaði í raun varla að trúa því, kannski
vegna þess hve bókin lætur lítið yfir sér.“
Sigrún ásamt dóttur sinni, Melkorku Ólafsdóttur
flautuleikara, sem lék við afhendinguna.
Hlaut viður-kenningu
Hag-þenkis
Morgunblaðið/Ómar
Íslendingar töpuðu fyrir
Færeyingum í fyrsta sinn í
sögunni þegar þjóðirnar áttust
við í vináttu-landsleik
síðast-liðinn sunnudag.
Færeyingar hrósuðu sigri,
2:1, í 22. lands--leik þjóðanna
en fyrir leikinn í gær höfðu
Íslendingar unnið 20 af
leikjunum og úrslitin því
sögu-leg.
,,Við spiluðum bara ekki
nógu vel. Við stjórnuðum
leiknum nær allan tímann en
spilið gekk of hægt hjá okkur
og Færeyingarnir gátu varist
því nokkuð vel. Það vantaði
hraða-breytingu í leik okkar en
það gerði okkur líka erfitt fyrir
að Færeyingarnir lágu mjög
aftar-lega á vellinum,“ sagði
Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði
íslenska lands-liðsins, en
bæði liðin tefldu fram
hálf-gerðum B-lands-liðum.
,,Það er mjög vafa-samur
heiður að hafa verið í fyrsta
íslenska landsliðinu sem
tapar fyrir Færeyjum en það
þýðir ekkert að grenja það og
þetta gerist vonandi ekki
aftur,“ sagði Davíð Þór.
Söguleg úrslit í vináttulandsleik
Meðal-raun-ávöxtun íslenskra
lífeyris-sjóða hefur verið um
1,7% á ári undan-farin fimm
ár. Miðað er við að
raun-ávöxtun verði að vera að
minnsta kosti 3,5% á ári til
að sjóðirnir geti staðið undir
skuld-bindingum sínum.
Pétur H. Blöndal
alþingis-maður segir að
sumir sjóðir muni þurfa að
skerða réttindi sjóð-félaga til
fram-tíðar. „Hugsanlega er
rétt að bíða með skerðingu í
eitt ár eða svo, á meðan
óvissa ríkir um virði eigna.“
Pétur segir að ef ákveðnir
sjóðir skerði ekki
lífeyris-réttindi núna verði
þeir að skerða þau síðar. „Í
raun er því verið að velta
vandanum yfir á komandi
kyn-slóðir með því að fresta
skerðingu réttinda.“
Lífeyris-rétt-
indi skerðast
til fram-tíðar
Ísland átti í engum
vandræðum með að leggja
Eistland að velli, 38:24, í 3.
riðli undan-keppni
Evrópu-móts landsliða í
hand-knatt-leik karla
síðast-liðinn sunnudag. Með
sigrinum komust Íslendingar
í efsta sæti riðilsins, jafnir
Norðmönnum að stigum en
með betri marka-tölu.
Ísland var án margra af
sínum sterkustu
leik-mönnum en það kom
ekki að sök en sigurinn var
aldrei í hættu og gerðu
íslensku strákarnir út um
leikinn strax í fyrri hálf-leik.
Ísland vann
Eistlendinga