Morgunblaðið - 29.03.2009, Síða 49

Morgunblaðið - 29.03.2009, Síða 49
Velvakandi 49 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. MARS 2009 ÞEIR SEGJA AÐ ÞAÐ HJÁLPI PLÖNTUM AÐ VAXA AÐ TALA VIÐ ÞÆR ÉG ER EKKI VISS UM AÐ OLNBOGARNIR MÍNIR SÉU SAMSTÆÐIR ÞÚ DRAPST HANA! Grettir Kalvin & Hobbes ERTU Á LEIÐINNI Í VINNUNA PABBI? ÉG GERI ÞETTA BARA SVO HANN LÆRI AÐ META HELGARNAR ÚFF! GANGI ÞÉR VEL AÐ PÚLA. ÉG OG MAMMA VERÐUM HÉR OG EYÐUM PENINGUNUM MIKIÐ FINNST MÉR GAMAN AÐ VERA Í SUMARFRÍI. ÞÁ GETUR MAÐUR GERT HVAÐ SEM MAÐUR VILL Kalvin & Hobbes MIKIÐ ER HEITT JÁ! EN ÉG Á ERFIÐAST MEÐ AÐ ÞOLA RAKANN JÁ! ER ÞÉR ILLA VIÐ RAKA? ÞÁ ÆTTIR ÞÚ AÐ STÖKKVA ÚT NÚNA! Kalvin & Hobbes HVAÐ ER Í MATINN? LAX! LAX! OJ BARA! ÞAÐ VÆRI SIGUR EF ÞÚ HELDUR SVONA ÁFRAM ÞÁ FESTIST ÞESSI SVIPUR Á ÞÉR ELSKAN MÍN, ÞÚ ERT UNG OG HEFUR LIFAÐ LÍFI ÞÍNU Í MJÖG VERNDUÐU UMHVERFI ÞAR SEM ÉG ER MÓÐIR ÞÍN, ÞÁ FELLUR Í MINN HLUT AÐ SEGJA ÞÉR FRÁ EINUM ÓFRÁVÍKJANLEGUM SANNLEIKA VARÐANDI LÍFIÐ FLEST FÓLK FITNAR ÞEGAR ÞAÐ ELDIST! Hrólfur hræðilegi INDÆLI NÁGRANNINN OKKAR, HANN KALLI, ANDAÐIST Í GÆR ÉG VONA AÐ HANN HAFI VERIÐ UMKRINGDUR ÁSTVINUM NEI, HANN VAR UMKRINGDUR AF VÍKINGASVEITINNI Gæsamamma og Grímur Ferdinand Ef einhver ber kennsl á börnin á þessari mynd væru upplýsingar vel þegn- ar. Börnin sitja í hestvagni. Myndin kemur úr einkasafni bandarísks her- manns, og er sennilega tekin í sveit. Upplýsingar sendist á netfangið sthj@lrh.is eða í síma 553-0717. Sævar Þ. Jóhannesson. Mynd frá stríðsárunum Sparkað í eldri borgara FJÖLDI eldri borgara liggur nú í banka- svaðinu eftir hrun bankanna. Þeir eru í dag illa staddir. Rændir uppsöfnuðu sparifé í sjóðum og hlutabréfum. Siðferðilega svívirtir af skilanefndum bank- anna vegna af- skiptaleysis um þeirra hagi. Rændir og yf- irgefnir eldri borgarar liggja ekki í blóði í göturæsi heldur lifa í voninni um að björg- unaraðilar bankanna komi auga á þá. Eðlilegt er að upp komi spurningar hjá eldra fólki um hvort bókhalds- vélar nýju bankanna hafi aðeins tvö kerfi; tapað – fundið, og tekið hafi verið úr sambandi kerfi sem felur í sér ákallið að heiðra skuli föður og móður. Þau eiga ekki kost á að vinna upp sjóði og fáein hlutabréf sem tek- in voru af þeim ófrjálsri hendi í októ- ber sl. Þetta fólk er búið að slíta sér út og greiða þjóðfélaginu skatt ára- tugum saman. Sama fólk krefst þess að bankayfirlit frá 1. október taki gildi fyrir næstu alþingiskosningar. Eldri borgarar sem áttu í sjóðum og eitthvað í hlutabréfum bankanna voru hin einu áþreifanlegu dæmi um sparnað og ráðdeildarsemi þessa fólks í sjálfu banka- og peningakerfi landsmanna. Þessir sömu eldri borg- arar sjá í dag að bankarnir lánuðu m.a. þeirra sparnað „fjárglæfra- mönnum“. Fjöldi eldri borgara þekkir erf- iðleika sem fylgja ungu fólki að koma upp heimili fyrir fjölskylduna og hafa reynt það á eigin skinni á yngri ár- um. Við lesum og heyrum að verið sé að leita lausna fyrir fólk sem á í erf- iðleikum með skuldir heimila, það er nauðsynlegt og rökrétt. Eldri borg- arar fagna því verki og vona að lausnin sé skammt undan. Skilanefndir bankanna verða að finna peningana sem rænt var frá eldri borgurum í október og end- urgreiða þeim á virðu- legan hátt – þeir eiga það skilið. Þau fáu hlutabréf sem eldri borgarar áttu í bönkum voru beinn stuðningur við bankana til að geta gegnt hlut- verki sínu að styðja við fyrirtæki og ein- staklinga. Framtaks- samir og heiðarlegir einstaklingar í öllum greinum athafnalífsins eru undirstaða vel- gengni þessarar þjóðar. Þessa tvo kosti verður að ala með þjóðinni. Þegar litið er yfir þingmannahópinn er leitun á þing- manni sem hefur þekkingu til að finna lausn á vandanum, sem er að endurgreiða eldri borgurum tap í sjóðum og fáeinum hlutabréfum. Ef það tekst geta eldri borgarar haldið virðingu sinni síðustu árin og haldið áfram að vera fyrirmynd nýrrar kyn- slóðar um sparnað og fyrirhyggju með því að hafa lagt hluta af tekjum sínum í sjóði, sparireikninga og hlutabréf, sem er undirstaða fyrir banka til að styðja einstaklinga til framkvæmda. Þingmaðurinn Pétur Blöndal er með þekkingu og er oft tillögugóður. Hann gæti örugglega stutt eldri borgara, setji hann sig í þeirra stöðu og sannfæri skilanefndir banka og alþingismenn um að það er ekki sæmandi að skilja eldri borgara eftir í bankasvaðinu. Það verður að færa þeim aftur það sem tekið var frá þeim í október. Það skal haft í huga að það er m.a. eldri borgurum þessa lands að þakka að Ísland varð lýð- veldi 1944. Og að landið hefur haldið sjálfstæði sínu og verið metið þjóð meðal þjóða þrátt fyrir fámenni. Krafan er: Nýju bankarnir skili fyrir næstu alþingiskosningar sjóð- um og hlutabréfum bókað pr. 1. októ- ber 2008. Hermann Bridde, fyrrverandi bakarameistari.             Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Félag eldri borgara, Reykjavík | Dansleikur í kvöld kl. 20-23.30. Dans- hljómsveitin Klassík leikur danslög við allra hæfi. Sjá feb.is. Félagsstarf Gerðubergi | Alla virka daga er fjölbreytt dagskrá kl. 9-16.30. Mánudaga kl. 10.50 og miðvikudaga kl. 9.50 er vatnsleikfimi í Breiðholtslaug. Þriðjudaga og föstudaga kl. 10.30 er stafganga um nágrennið. Mánudaginn 30. mars kl. 10.30 (breyttur tími) er fjölbreytt leikfimi í umsjón Sigurðar R. Guðmundssonar. Háteigskirkja | Félagsvist kl. 13 á morgun. Stund og fyrirbænir í kirkj- unni á miðvikudag kl. 11, súpa kl. 12, brids kl. 13. Brids-aðstoð fyrir dömur á föstudag kl. 13. Hraunsel | Stjórn FEBH, hefur opna skrifstofu í Hraunseli, mánudaga kl. 13-15 og föstudaga kl. 10-12. Hæðargarður 31 | Kynningarfundur í salnum 1. apríl kl. 13 á vorferðinni í Borgarnes 20., 21. og 22. apríl. Soffíuhópur og Tungubrjótar flytja dagskrá í Landnámssetrinu. Þórður Helgason byrjar aftur með skapandi skrif kl. 16 á mánudag. Uppl. í s. 411- 2790. Íþróttafélagið Glóð | Ringó í Smár- anum á mánudag kl. 10.40 og Balkan- dansar í Kópavogsskóla kl. 17. Línu- dans á þriðjudag í Kópavogsskóla kl. 14.30 byrjendur og framhald kl. 15.30. Hringdansar á miðvikudag í Lindaskóla kl. 15-16. Ringó á laugardag í Snæ- landsskóla kl. 9.30. Uppl. í síma 564- 1490 og 554-5330 og 554-2780. Korpúlfar, Grafarvogi | Bútasaumur á Korpúlfsstöðum á morgun kl. 13-16. Ganga frá Egilshöll kl. 10 á morgun. Vesturgata 7 | Páskabingó verður miðvikudaginn 1. apríl kl. 12.45. Vinn- ingar og veislukaffi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.