Morgunblaðið - 29.03.2009, Síða 52
52 MenningTÓNLIST
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. MARS 2009
Þjóðmenningarhúsið – The Culture House
National Centre for Cultural Heritage
Hverfisgötu 15 · 101 Reykjavík
Sími 545 1400 · www.thjodmenning.is
Opið daglega kl. 11.00 – 17.00
AÐ SPYRJA NÁTTÚRUNA
Saga Náttúrugripasafns Íslands
ÍSLAND :: KVIKMYNDIR
Berlín - Kaupmannahöfn - Reykjavík
ÞJÓÐSKJALASAFN ÍSLANDS
90 ár í Safnahúsi
Sýningar - leiðsögn - veitingar - verslun
Leiðsögn án endurgjalds í boði fyrir
skólahópa. Leiðsögn á ensku um
handritasýninguna kl. 15.30 á mánudögum
og föstudögum. Veitingar á virkum dögum.
Þjóðmenningarhúsið var tekið í notkun fyrir 100 árum, af því tilefni eru
nú opnaðar þrjár nýjar sýningar: ÍSLAND :: KVIKMYNDIR, um 100 íslenskar
kvikmyndir aðgengilegar í fullri lengd. Að spyrja Náttúruna – Saga Náttúru-
gripasafns Íslands, ýmsir sjaldgæfir og spennandi náttúrugripir auk muna
og skjala úr sögu safnsins. Þjóðskjalasafn Íslands – 90 ár í Safnahúsi,
teikningar úr sögu hússins og næsta nágrennis auk skjala allt frá dögum
Jörundar hundadagakonungs. Komdu, sjáðu og gæddu þér á fróðleik.
NÝJAR SÝNINGAR
Aldarafmæli í Þjóðmenningarhúsinu
Discord byrjaði Músíktil-raunir 2009 með rymj-andi hamagangi, mikilkeyrsla og mikið fjör þó
að gassagangurinn hefði á köflum
verið fullmikill. Í seinna laginu
höktu þeir eilítið í skiptingunum, en
annars allt í fínu lagi.
Næsta sveit fór aðra leiðir, ekki
hamagangur og hávaði, en engu
minna að gerast, í fyrra laginu í það
minnsta. Captain Fufanu spilar
framúrstefnulegt elektro á köflum
og gerir það einkar vel. Seinna lag
sveitarinnar fannst mér þó jafn
venjulegt og það fyrra var spenn-
andi. Þeir félagar fá plús fyrir það
hvað þeir voru afslappaðir á sviðinu
þrátt fyrir hljóðvandræði í upphafi
fyrra lagsins. Það hefðu margir farið
á límingum við slíka uppákomu.
Eftir elektrósprettinn kom meira
rokk með Apart From Lies. Það var
þokkalega þétt sveit en allt of mikið í
gangi og þó að þrír söngvarar hafi
gert til þá þyrfti líka betri lög.
Seinna lag sveitarinnar var meira af
því sama þrátt fyrir fínan sprett
undir lok lagsins.
Miss Piss byrjuðu ekki vel,
óstyrkar og smátíma að ná áttum, en
svo small þetta saman hjá þeim og
seinna lagið var frábært, snúið og
skemmtilegt lag með fínum texta.
Mjög forvitnileg sveit sem gaman
væri að sjá aftur.
Funktastic átti svo síðasta sprett
fyrir hlé og keyri af stað með látum.
Keyrslan, grúvið, var reyndar svo
mikið að það varð laginu yfirsterk-
ara og fjörið svo mikið að gamanið
gleymdist. Enn var svo bætt í bassa-
fjörið í seinna lagi sveitarinnar og þó
að spilað væri af íþrótt var það full-
mikið af því góða.
Eftir hlé mættu piltarnir í Ancient
History og voru með allt á hreinu,
eða næstum allt: Pósur fínar, spila-
mennska í góðu lagi, sviðsframkoma
vel æfð, riffin á tæru en lögin
gleymdust. Þannig byrjaði fyrsta
lagið prýðilega en svo varð ekkert úr
því og það síðara varð eiginlega bara
hugmyndasafn.
Blanco-félagar voru líka með
sviðsframkomuna á hreinu, en þeir
tóku sjálfa sig hæfilega alvarlega,
fjörkálfar og fínir hljóðfæraleikarar.
Söngvarinn var líka góður nema
þegar hann tók að ýlfra af fjöri í
seinna laginu, það var eiginlega pín-
legt.
We Went to Space er að stofni til
hljómsveit sem tók þátt í síðustu til-
raunum, en varla þekkjanleg, slíkar
hafa framfarirnar verið. Fyrra lag
sveitarinnar var geysivel samið,
framvindan fín, spilamennska góð og
söngur frábær. Seinna lagið þarf
maður eiginlega að heyra nokkrum
sinnum aftur til að grípa það og því
óræð stærð.
Eftir framsækið geimrokk kippti
Knights Templar mönnum niður á
jörðina að nýju með kraftmiklu
þungarokki. Lögin voru þó full ein-
hæf, takturinn svo áþekkur að lögin
renna nánast saman í kollinum á
manni, en söngvarinn stóð sig með
stakri prýði; mjög efnilegur.
Lokaorðin, eða réttra sagt loka-
öskrin þetta kvöld átti svo fínt rokk-
band úr Eyjum, Decimation Dawn,
sem hristi vel upp í mannskapnum.
Dáldið sundurlaust á köflum, en alla
jafna vel heppnað og söngur góður.
Áheyrendur í sal kusu Blanco
áfram, en dómnefnd þótti Discord
skara fram úr.
Ancient History Var með næstum
allt á hreinu.
Funktastic Spilaði af íþrótt og
þrótti.
Knights Templar Bauð upp á kraft-
mikið þungarokk.
Decimation Dawn Hristi vel upp í
mannskapnum.
Músíktilraunir
Íslensku óperunni
Fyrsta tilraunakvöld Músíktilrauna,
haldið í Íslenskuu óperunni 27. mars.
Fram komu Discord, Captain Fufanu,
Apart from Lies, Miss Piss, Funktastic,
Ancient History, Blanco, We went to
Space, Knights Templar og Decimation
Dawn.
ÁRNI
MATTHÍASSON
TÓNLIST
Captain Fufanu Spilar fram-
úrstefnulegt elektro.
Rokk og raftónlist
Miss Piss Seinna lagið var frábært, snúið og skemmtilegt með fínum texta.
We Went to Space Spilamennska
var góð og söngur frábær.
Apart From Lies Átti fínan rokk-
sprett undir lokin.