Morgunblaðið - 16.08.2009, Síða 12
12 Efnahagsmál
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. ÁGÚST 2009
Eftir Pétur Blöndal
pebl@mbl.is
Frederic S. Mishkin sagðilíkurnar á „algeru fjár-hagslegu hruni“ á Ís-landi „sáralitlar“ ískýrslu sem hann skrif-
aði ásamt Tryggva Þór Herbertssyni
fyrir Viðskiptaráð árið 2006. Blaða-
maður náði tali af honum á Leifsstöð
eftir Íslandsheimsókn og þar svaraði
Mishkin meðal annars gagnrýni
vegna þeirrar skýrslu.
Mishkin varð síðar einn af sjö
seðlabankastjórum Bandaríkjanna,
en sneri sér aftur að kennslu síðast-
liðið haust. Hann er prófessor við
Columbia-háskóla í New York og sér-
hæfir sig í bankahagfræði.
Minni líkur á heimskreppu
Mishkin segir líkur á alvarlegri
heimskreppu minni en áður, en það
eigi þó ekki við um Ísland þar sem
kreppan sé þegar orðin að veruleika.
„Áfallið á heimsvísu varð meira nú en
á fjórða áratugnum og vandinn flókn-
ari við að eiga,“ segir hann. „En sem
betur fer var brugðist kröftuglega við
og yfirvöld voru staðföst í afstöðu
sinni. Auk þess reyndist efnahags-
reikningur banka og fyrirtækja
skárri en óttast var í fyrstu og svig-
rúmið meira. Lehman hefur ekki
endurtekið sig.“
– Eru erfiðleikarnir þá að baki?
„Þetta hefur verið alvarleg niður-
sveifla. En líkur eru á því að við
vinnum okkur bráðlega út úr henni á
heimsvísu. Það á ekki síst við um
Bandaríkin. Og Bandaríkin eru auð-
vitað forsenda fyrir umskiptum ann-
ars staðar.
Vandinn er sá að jafnvel þótt ekki
hafi orðið frekara hrun í bankakerf-
inu, þá er undirliggjandi fjármála-
kerfi enn mjög laskað. Það er enn
undirfjármagnað og ekki hefur tekist
að greiða fyrir flæði fjármagns.“
– En það er langt í land á Íslandi?
„Vandamálin eru fleiri hér á landi,
því hér varð algjört hrun. Ég skrifaði
bók um alþjóðavæðingu fjár-
málakerfisins árið 2006, þar sem ég
lýsti nokkrum hættum fyrir nýmark-
aðslöndin og hvernig þau gætu forð-
ast þær. Því miður féllu Íslendingar í
sumar af þeim gildrum.
Ég nefni sem dæmi það einkenni á
nýmarkaðsríkjum að vera með mikl-
ar skuldir í erlendri mynt. Það á al-
mennt ekki við um þróaðri ríki, en Ís-
land er undantekning þar á. Það voru
hrikaleg mistök að leyfa þessari
skuldsetningu erlendis að eiga sér
stað. Ég nefni það í bókinni, að þetta
sé helsta ógnin fyrir nýmarkaðsríkin.
Mig óraði bara ekki fyrir því að Ís-
land ætti eftir að fara þá leið, hvað þá
í þeim mæli sem raunin varð. Það átti
aldrei að leyfa fólki að taka erlend lán
fyrir eignum á heimamarkaði. Þegar
krónan féll, þá hækkuðu lánin upp úr
öllu valdi, en fasteignaverð stóð í stað
eða lækkaði. Þetta er hörmulegt og
til framtíðar litið verður að vinda ofan
af þessum vanda til þess að hjólin geti
aftur farið að snúast á Íslandi.
Annað sem komið hefur upp á yf-
irborðið eftir hrunið eru upplýsingar
um allar lánveitingarnar, sem byggð-
ar voru á eignatengslum eða kunn-
ingsskap. Það er nokkuð sem ég tók
fram að þyrfti að varast í nýmark-
aðsríkjum. Eftirlit var mun slakara á
Íslandi en mig óraði fyrir og alls ekki
nógu öflugt til að hindra þróunina.“
Skárra en á Ítalíu
„Góðu fréttirnar eru þær að ís-
lenska ríkið skuldaði ekki mikið fyrir
hrunið, en vandinn er sá að skuld-
irnar eru afar miklar eftir hrunið. Þið
standið þrátt fyrir allt betur en Ítalía,
Belgía og fleiri ríki, þar sem skuldir
ykkar eru lægri í hlutfalli við lands-
framleiðslu. Ástandið hefði verið enn
verra, ef þið hefðuð verið óábyrg í
ríkisfjármálum fyrir hrunið og rík-
issjóður ekki greitt niður skuldir sín-
ar. En á hinn bóginn þurfið þið nú að
hreinsa til, greiðið það dýru verði og
skattgreiðendur þurfa að axla þær
byrðar. Því fyrr sem þið gerið hreint
fyrir ykkar dyrum, því fyrr nær efna-
hagslífið viðspyrnu.“
– Á það einnig við um Icesave-
samningana að þínum dómi?
„Ég get ekki dæmt um þann samn-
ing sem liggur fyrir. Þar skipta smá-
atriðin sköpum. En því fyrr sem það
skýrist hversu mikið þarf að greiða,
bæði erlendis og innanlands, því fyrr
mun efnahagslífið komast á réttan
kjöl. Ef það ríkir óvissa um það, þá
veitir enginn ykkur lán. Þess vegna
er lánamarkaðurinn botnfrosinn.
Vondu fréttirnar eru þær að Ísland
lenti í kreppunni, sem hefði getað
orðið á heimsvísu. En góðu fréttirnar
að ef kreppan hefði náð til allrar
heimsbyggðarinnar, þá hefði ástand-
ið versnað enn meira hér. Íslendingar
hafa hagnast verulega á alþjóðavæð-
ingunni. Þetta er fámenn þjóð, en
menntunarstigið er hátt og Íslend-
ingar hafa fært sér það í nyt. Útflutn-
ingur mun reynast afar mikilvægur í
viðreisn efnahagslífsins og þar geng-
ur vel. En mikilvægt er að byggja
sem fyrst upp traust á fjármálamörk-
uðum, erlendis sem innanlands.“
– Þannig að við eigum að skrifa
undir, sama hvað það kostar?
„Nei, alls ekki. Það voru ekki mín
orð. Þetta snýst alltaf um hvort sam-
komulagið eigi rétt á sér. Þörfin fyrir
að eitthvað gerist hratt réttlætir ekki
að skrifa undir slæman samning. Og
hvort þessi samningur er góður eða
slæmur er nokkuð sem ég hef ekki
forsendur til að dæma um.“
– Þú nefndir að lán hefðu hækkað
en fasteignaverð lækkað, sem þýðir
að margir sitja í súpunni. Hvaða svör
á hagfræðin við því?
„Dæmi eru um almenna skulda-
niðurfærslu, sem er mjög vandasöm
og þá er lykilatriðið að regluverkið sé
skýrt og farið sé að lögum. Þetta var
raunar gert í kreppunni miklu í
Bandaríkjunum. Þar höfðu allir lána-
samningar gullskilmála, sem fól í sér
að greiða þyrfti lánið með dollurum
eða samsvarandi upphæð í gulli. Þeg-
ar dollarinn féll í verði gagnvart gull-
inu, þá þurfti fólk að greiða fleiri doll-
ara. Afleiðingarnar voru því svipaðar
og af erlendum gjaldeyrislánum hér.
En þar var brugðist við með því að
ógilda gulltenginguna og fólk þurfti
aðeins að greiða til baka í dollurum.
Nú er mikil umræða um það í
Bandaríkjunum að færa niður skuldir
almennings og ég held að þess þurfi
varðandi fasteignalán. En þetta er
vandasamt. Þið yrðuð þá að rökstyðja
reisnin hefjist. Það á við um bæði inn-
lenda og erlenda skuldaniðurfærslu.“
Vandinn fólst í örum vexti
– Þú skrifaðir skýrslu með
Tryggva Þór Herbertssyni árið 2006,
sem sumir kölluðu heilbrigðisvottorð
fyrir íslenskt efnahagslíf...
„Hún var það ekki,“ grípur Mis-
hkin fram í. „Ef þú lest hana vand-
lega, þá fjallar einn mikilvægasti kafli
skýrslunnar um viðskiptahallann.
Margir höfðu lýst áhyggjum af mikl-
um halla á viðskiptum Íslendinga, en
við sýndum fram á að það væri ekki
helsta vandamálið og þar höfðum við
rétt fyrir okkur.
Vandinn fólst í örum vexti fjár-
mála- og bankakerfisins. Og við tók-
um ekki afstöðu til tveggja atriða.
Annað var ekki orðið að veruleika, en
það var öll lántakan í erlendri mynt.
Við hefðum sannarlega hreyft at-
hugasemdum við henni, enda bendi
ég á hættuna við slíkar lántökur í
bókinni minni. Ég sagði slíkar lántök-
ur eina helstu hættuna fyrir nýmark-
aðsríki og hvaða ríki sem er og jafn-
framt að hlutverk eftirlitsaðila væri
að sporna við þeim. Þetta var hins-
vegar ekki stórt vandamál þegar við
skrifuðum skýrsluna.
Hitt atriðið var að eftirlit með fjár-
málakerfinu var mun slakara en við
áttuðum okkur á. Við gengum út frá
því að Ísland væri þróað ríki með öfl-
ugar stofnanir, en áttuðum okkur
ekki á að þær höfðu ekki burði til að
veita svona stóru bankakerfi aðhald.
Og víst hafði vöxtur bankanna verið
hraður og við lýstum áhyggjum af
því, en vöxturinn hófst fyrir alvöru
eftir að skýrslan kom út. Bankakerfið
var 40% af því sem það var við hrunið
þegar við skrifuðum skýrsluna.
Þennan vöxt gátum við ekki séð fyr-
ir.“
Hann brosir.
„Hagfræðingar geta greint stað-
reyndir á hverjum tíma, en það kann
að fara framhjá þeim sem fólgið er í
framtíðinni. Enginn gerði sér grein
fyrir hversu alvarlegt áfallið yrði í
október 2008. Það eru engin fordæmi
fyrir því. Ég vann í Seðlabanka
Bandaríkjanna þar til 1. september
og gat þó ekki séð það fyrir. Fyrir
vikið varð höggið enn meira fyrir Ís-
lendinga. Ég held þó að ástandið
hefði alltaf orðið alvarlegt hér.“
– Er ESB og evran lausnin?
„Það kann að vera skynsamlegt til
langs tíma litið fyrir Íslendinga að til-
heyra Evrópusambandinu. En þá set
ég varnagla við það að þið náið góð-
um samningum um sjávarútveginn,
þannig að fiskistofnunum sé stýrt
með ábyrgum hætti. Það er ekki að-
eins mikilvægt fyrir Íslendinga held-
ur alla heimsbyggðina.
Aftur er þetta spurning um hvort
samningurinn er nógu góður og þar
liggur galdurinn í smáatriðunum. En
þetta er ekki mikilvægasta málið fyr-
ir Íslendinga á þessum tímapunkti.
Það sem skiptir máli núna er að hefja
viðreisnina og ná viðspyrnu í efna-
hagslífinu. Þangað eiga menn miklu
fremur að beina athyglinni. Þið verð-
ið að einbeita ykkur að því að byggja
aftur upp fjármálakerfið, því þetta
var gífurlegt hrun sem átti sér stað.
Ég get nefnt sem dæmi að ég er að
skrifa nýja kennslubók þessa dagana
og þar verður dæmi um hrunið á Ís-
landi.“
Svo bætir hann við:
„Slæmu fréttirnar eru þær að
bankarnir hrundu, en góðu fréttirnar
að nú veit gervöll heimsbyggðin hvar
Ísland er.“
Slæmu og
góðu fréttirnar
MISHKIN UM SKÝRSLU, KREPPU OG NIÐURFÆRSLU SKULDA
Morgunblaðið/Kristinn
Fordæmi Mishkin rifjar upp að lán til almennings hafi verið færð niður í kreppunni miklu.
‘‘„VIÐ GENGUM ÚT FRÁÞVÍ AÐ ÍSLAND VÆRIÞRÓAÐ RÍKI MEÐ ÖFL-UGAR STOFNANIR, EN
ÁTTUÐUM OKKUR EKKI
Á AÐ ÞÆR HÖFÐU EKKI
BURÐI TIL AÐ VEITA
SVONA STÓRU BANKA-
KERFI AÐHALD.“
slíkan gjörning með því að aðstæður
hefðu skapast sem ættu sér ekkert
fordæmi, farið yrði að lögum og jafn-
framt tryggt að slík niðurfærsla muni
ekki endurtaka sig.“
– Það verður vísast bið á því að fólk
taki aftur erlend gjaldeyrislán.
„Margar ólíkar útfærslur eru til,
en grundvallaratriðið er að þið viljið
ekki verða eins og Argentína. Þar eru
skuldir ítrekað færðar niður, enginn
treystir því að lán verði endurgreidd
og ríkisstjórnin leysir jafnvel til sín
innstæður sem fólk hefur lagt inn í
banka. Afleiðingin er sú að það ríkir
lögleysa. Það þarf skýran laga-
ramma, þannig að fólk átti sig á af
hverju skuldir voru felldar niður og
hvaða reglum verður fylgt til fram-
tíðar. Það er líka mikilvægt að þessu
ljúki um leið og skrefið hefur verið
stigið. Hversu langt á að stíga eru
hinsvegar margir fróðari um en ég.“
– Er einhver glæta í myrkrinu?
„Ég held að það sé mikilvægt að
komast að niðurstöðu sem fyrst. Rík-
isstjórnin ákveði hvað þarf að gera,
fólk átti sig á í hverju það felst og við-