Morgunblaðið - 16.08.2009, Síða 22

Morgunblaðið - 16.08.2009, Síða 22
22 Geðheilsa MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. ÁGÚST 2009 Eftir Valgerði Þ. Jónsdóttur vjon@mbl.is Bandaríski sálfræðing-urinn David Rosen-han haslaði sér völlog hristi jafnframtrækilega upp í sam- félagi geðlækna og sálfræðinga árið 1973 þegar tímaritið Science birti grein hans On Being Sane in Insane Places. Þar fjallaði Rosenhan um reynslu sína og sjö félaga sinna af því að vera heilir á geði á stofn- unum fyrir geðveika. Greinin vakti áleitnar spurningar um mörkin milli geðveikra og annarra og hvort geð- heilbrigðisstéttin væri þess í raun umkomin að dæma. Einnig var bent á hættuna á að á geðsjúkrahúsum væri persónuleiki fólks máður út og það einfaldlega stimplað geðveikt. Auk Rosenhans voru í hópnum tveir kollegar hans, sálfræðinemi á þrítugsaldri, geðlæknir, barnalækn- ir, húsmóðir og listmálari. Þau gerðu sér upp geðveiki til að freista þess að vera lögð inná geðsjúkra- hús. Oftast reyndist það auðsótt, þau þurftu ekki annað en að þykjast heyra raddir til að sannfæra lækna um að þau væru geðveik og spít- alatæk. „Finnst þér þú oft vera prófessor…?“ Á árunum 1969 til 1972 voru þau lögð inná tólf geðsjúkrahús í fimm fylkjum á austur- og vesturströnd Bandaríkjanna. Vistin reyndist að meðaltali 19 dagar, allt frá 7 dögum til 52 daga. Oft varð innlögnin þó lengri en til stóð því læknar voru ekki endilega á þeim buxunum að útskrifa þau þegar þau viðurkenndu að hafa komið inn á fölskum for- sendum og væru fullkomlega heil á geði. Slíkar fullyrðingar höfðu læknarnir efalítið margsinnis heyrt frá sjúklingum sínum. Í viðtali í sjónvarpsþættinum The Trap á BBC fyrir tveimur árum kveðst Rosenham hafa sagt fjöl- skyldu sinni og vinum að hafa engar áhyggjur, hann losnaði út hvenær sem væri, eftir tvo daga eða svo. Hvorki hann né aðra grunaði að hann yrði lokaður inni í næstum tvo mánuði. Eina leiðin út sagði hann hafa verið að samþykkja að geð- læknarnir hefðu rétt fyrir sér, hann væri geðveikur, en sér væri að batna. Rosenhan, sem kallaði sig David Lurie þegar hann gekk á milli geð- lækna og leitaði sér lækninga við meintri geðveiki, sagði niðurstöður tilraunarinnar hafa orðið sér mikið áfall. Ekki þó eingöngu vegna þess að hann gat blekkt læknana til að leggja sig inn, heldur hvernig hann var meðhöndlaður um leið og hann var úrskurðaður geðveikur. „Mér er ennþá minnisstætt hvað mig langaði að fara til hjúkrunar- fólksins og segja: „Þið haldið að ég sé David Lurie, en ég er ekki hann, ég er David Rosenhan, prófessor í sálfræði.“ Það eina sem hindraði mig í að láta til skarar skríða voru hin fyrirsjáanlegu viðbrögð: „Finnst þér þú oft vera prófessor í sál- fræði…?““ rifjaði prófessorinn upp í viðtali við Time Online fyrir skemmstu. Hann dvelur nú á hjúkr- unarheimili í Kaliforníu og þótt hann sé orðinn 79 ára og eigi erfitt um mál eftir heilablóðfall virðist hann engu hafa gleymt. Sjúkleg „skrifárátta“ Sjö platsjúklinganna voru úr- skurðaðir geðklofar og einn með geðhvarfasýki. Þeir fengu samtals á tímabilinu 2.100 pillur við sjúkdóm- um sínum. Af þeim gleyptu þeir óvart tvær, en þeir höfðu þjálfað sig í að „kinna“, þ.e. að geyma töflurnar í munni en ekki gleypa. Fyrir utan þetta „svindl“ og að sigla undir fölsku nafni og þykjast heyra raddir þurftu platsjúklingarnir ekki að sýna tilþrifamikla leikræna tján- ingu. Þeir höfðu ákveðið að svara öllum spurningum heiðarlega og segja að þeim liði betur og væru hættir að heyra raddir eftir að þeir voru lagðir inn. Ekki einn einasta starfsmann grunaði að brögð væru í tafli. Rosenhan lýsti því svo að eftir að hann var úrskurðaður með geðklofa hafi starfsfólk farið að ráða í orð hans og athafnir með sérstökum hætti. Það fór til að mynda ekki framhjá því að hann var stöðugt að skrifa eitthvað hjá sér, en vegna rannsóknarinnar þurfti hann að punkta niður minnisatriði. Grein- ingin lét ekki á sér standa, Rosen- han var greindur með sjúklega „skrifáráttu“. Sama átti við um list- málarann í hópnum, nema hann var greindur með sjúklega „málara- áráttu“. Starfa sinna vegna þekktu sumir platsjúklinganna fyrirkomulagið á geðsjúkrahúsum. Þeim var þó ekki síður brugðið en hinum í hópnum við að vera þar innan veggja sem sjúklingar. Þeir úr hópnum, sem oft létu leggja sig inn, urðu æ kvíðnari við hverja innlögn. Verst þótti þeim hve starfsliðið var ófúst að koma út úr starfsaðstöðu sinni, sem ekki var ætluð sjúklingum, „búrinu“ svokall- aða. Útreikningar þeirra sýndu að starfsfólkið talaði aðeins að meðal- tali við sjúklingana í sex og hálfa mínútu á dag. „Stimplaðar“ manneskjur Eins og margar sálfræðirann- sóknir fyrr og síðar staðfesti rann- sókn Rosenhans þá tilhneigingu í mannlegu eðli að „stimpla“ mann- eskjur, t.d. vitlausar, skrýtnar, gáf- aðar, góðar, vondar eða geðveikar og ótal margt annað. Tilhneigingin birtist í því að þegar maður hefur myndað sér skoðun á manneskju, leitar hann að öllu, sem styður þá skoðun, og hlustar hvorki né sér vís- bendingar, sem gætu hnekkt þeirri skoðun. Ellen Langer, prófessor í sál- fræði við Harvard-háskóla, segir að á heilbrigðissviðinu geti slíkt haft alvarlegar afleiðingar, um leið og sjúklingur fari til meðferðarsér- fræðings er litið á hann sem sjúk- ling og ekkert annað. „Mjög venju- leg hegðun fer þaðan í frá að vera álitin stórskrýtin eða sjúkleg,“ segir hún. Gagnrýnisraddir Greinin í Science vakti gríðarleg viðbrögð á sínum tíma og er enn ein sú mest lesna sem sögur fara af í heimi sálfræðinnar. Geðlækna- og sálfræðingastéttinni þótti vegið að starfsheiðri sínum og hélt því fram að þótt sérfræðingar hefðu látið blekkjast græfi sú staðreynd ekki undan aðferðunum sem viðhafðar væru við sjúkdómsgreiningar, enda væri ekki í þeirra verkahring að leita að gabbi. Þá var bent á að sjúklingar gætu líka gert sér upp veikindi, sem féllu undir aðrar sér- greinar læknisfræðinnar og fengið í kjölfarið óþarfa meðferð. Fólk sem kvartaði til dæmis um sáran maga- verk væri að öllum líkindum lagt inn á sjúkrahús. Röksemdafærslan hrein ekki á Rosenhan. Hann hlustaði á gagn- rýnisraddirnar, en sagði að hversu mjög sem geðlæknar vildu að litið væri á þá sem hverja aðra lækna, fælist munurinn í því að þá skorti frekari rannsóknir til staðfestingar á sjúkdómsgreiningum sínum. Hann þótti hafa nokkuð til síns máls, enda blasti við að sjúkdómsgreiningin á platsjúklingunum var hvorki ógilt né endurskoðuð þann tíma sem þeir voru á geðsjúkrahúsunum, ekki einu sinni þótt þeir væru þar í 52 daga. Ekki minnkaði fjaðrafokið innan stéttarinnar þegar Rosenhan velti því upp hvort læknir sem ekki gæti einu sinni séð hvort sjúklingur ætti við geðræn vandamál að stríða yrði nokkurn tímann í stakk búinn til að greina á milli mismunandi geð- sjúkdóma. Eftir rannsóknina fékk Rosenhan áskorun frá sjúkrahúsi einu um að senda þangað fleiri platsjúklinga. Fullyrt var að læknar þar á bæ gætu svipt af þeim hulunni ef þeir aðeins vissu að platsjúklingar væru meðal sjúklinganna. Næstu þrjá mánuði komu læknarnir upp um fjörutíu og einn „platsjúkling“. Það kaldhæðnislega var að Rosenhan hafði ekki sent einn einasta. Klókur. Geðveikt gabb Átta manns, sem á árunum 1969 til 1972 gerðu sér upp geðveiki til að fá innlögn á geðsjúkrahús víðsvegar í Bandaríkjunum, áttu auðveldara með að komast inn en út. Á fölskum forsendum Í kvikmyndinni Gaukshreiðrinu (One Flew Over the Cuckoo’s Nest) frá 1975 lék fanginn McMurphy (Jack Nichlson) sama leikinn og Rosenhan og félagar, þótt tilgangurinn væri af öðrum toga. Hann gerði sér upp geðveiki til þess að losna við að vinna í fangelsinu, en brá illilega í brún þegar hann var lagður inn á hæli fyrir geðveika. David Rosenhan Heyrði gagnrýn- israddir. Í HNOTSKURN » David L. Rosenhan út-skrifaðist með BA í sál- fræði frá Yeshiva-háskólanum í New York, meistaragráðu frá Columbia-háskólanum í sömu borg 1953 og dokt- orsgráðu fimm árum síðar. » Hann var leiðandi sér-fræðingur við bandaríska dómstóla og frumkvöðull í beitingu sálfræðilegra aðferða í réttarhöldum, t.d. við val á kviðdómendum. » Hann er þekktastur fyrirsvokallaða Rosenhan- tilraun, sem hann skrifaði um í Science og er ein mest lesna grein á sviði sálfræði, sem birst hefur. » Rosenhan var prófessorStanford-lagaháskólann frá árinu 1970. ‘‘GREININGIN LÉT EKKI ÁSÉR STANDA, ROSEN-HAN VAR GREINDURMEÐ SJÚKLEGA „SKRIF- ÁRÁTTU“. ‘‘ÞEGAR MAÐUR HEFURMYNDAÐ SÉR SKOÐUN ÁMANNESKJU, LEITARHANN AÐ ÖLLU, SEM STYÐUR ÞÁ SKOÐUN, OG HLUSTAR HVORKI NÉ SÉR VÍSBENDINGAR, SEM GÆTU HNEKKT ÞEIRRI SKOÐUN.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.