Morgunblaðið - 16.08.2009, Side 24

Morgunblaðið - 16.08.2009, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. ÁGÚST 2009 Mikilvæg-umáfanga í endurreisn efna- hagslífsins er náð með því að af- greiða frumvarpið um ríkisábyrgð vegna Ice- save-reikninga Landsbankans úr fjárlaganefnd. Allir flokkar nema Framsóknarflokkurinn náðu samstöðu um breytingartillögur sem fela í sér veigamikla fyrirvara við ríkisábyrgðina og taka mið af þeim ábendingum um galla á Icesave-samningnum sem komið hafa fram við skoðun málsins. Þessi niðurstaða í málinu er af ýmsum ástæðum jákvæð. Í fyrsta lagi skiptir þessi breiða pólitíska samstaða um af- greiðslu málsins á þingi miklu. Hún sýnir bæði íslenzkum al- menningi og umheiminum að mikill meirihluti þingheims stendur að baki niðurstöðunni og innbyrðis deilur um málið hafa verið settar niður. Í öðru lagi er þetta skyn- samlegri niðurstaða en að fella samninginn á þingi og fara í nýjar samninga- viðræður við Bretland og Hol- land. Með því að Alþingi sam- þykki Icesave-samkomulagið með fyrirvörum er viðsemj- endum Íslands og öðrum ríkj- um sýnt fram á að landið vill leggja sig fram um að standa við skuldbindingar sínar en telur það ekki gerlegt nema ákveðnar forsendur séu fyrir hendi, einkum og sér í lagi að efnahagslífið nái sér aftur á strik og hér verði nægilegur hagvöxtur. Þetta eiga að vera sameig- inlegir hagsmunir Íslands og viðsemjendanna, Bretlands og Hollands. Land, sem er á hausnum, mun hvort sem er aldrei borga af neinum lánum. Það er engan veginn víst að brezk og hollenzk stjórnvöld fallist á þá túlkun,að fyrir- vararnir rúmist innan núver- andi samkomulags. Þau gætu krafizt þess að málið yrði tek- ið upp að nýju frá grunni – og í því getur falizt áhætta. Staða Íslands hefur hins vegar styrkzt. Málstaður landsins nýtur meiri stuðnings en áður, hefur til dæmis náð eyrum leiðara- og dálkahöfunda áhrifaríks alþjóðlegs fjölmið- ils eins og Financial Times. Hvort sem farið verður í nýjar samningaviðræður eða ekki verða íslenzk stjórnvöld nú að vera mun ötulli að halda mál- stað Íslands á lofti erlendis en þau hafa verið hingað til. Grein Jóhönnu Sigurðar- dóttur forsætisráðherra í Fin- ancial Times er skref í þá átt en ríkisstjórnin þarf að gera miklu meira. Hún á meðal annars að taka málið upp við Evrópusambandið og tryggja atbeina þess að því að finna lausn sem tryggir að íslenzkt efnahagslíf verði ekki knésett til að viðskiptavinir Lands- bankans fái sitt, heldur njóti land, sem þegar hefur sótt um aðild að ESB, samstöðu Evr- ópuríkja og aðstoðar við að komast aftur á réttan kjöl. Það er vel hægt að spila úr þeirri stöðu sem Icesave- málið er nú í. En það krefst leikni í alþjóðlegum sam- skiptum sem núverandi rík- isstjórn hefur til þessa ekki sýnt af sér. Nú er stóra tæki- færið. Vel er hægt að spila úr þeirri stöðu sem Icesave-málið er nú í} Sterkari staða Kanna jarðveginn fyrir ár landverndar FRÉTTASKÝRING Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is H nignun landkosta jarð- ar síðustu hálfu öldina hefur verið hraðari en nokkru sinni fyrr í sögu mannkyns. Al- þjóðlegt samráðsþing um jarðvegs- mál var haldið á Selfossi síðsumars 2007 í tilefni af 100 ára afmæli land- græðslustarfs hér á landi. Á þinginu kom fram íslensk tillaga um að kann- að yrði hvort fýsilegt þætti að Sam- einuðu þjóðirnar lýstu yfir alþjóðlegu ári landverndar (landcare). Tillagan var samþykkt. Andrés Arnalds, fagmálastjóri Landgræðslu ríkisins, bryddaði fyrstur upp á hugmyndinni. Hann sagði hana byggða á góðri reynslu Ís- lendinga af landgræðslu og því við- horfi að grasrótarnálganir í umhverf- isstarfi skiluðu mestum árangri. Andrés nefndi í því sambandi mjög góðan árangur af samstarfsverkefni bænda og Landgræðslunnar um upp- græðslu, „Bændur græða landið“. Landgræðslan afhenti hin árlegu landgræðsluverðlaun á Kirkjubæj- arklaustri 13. ágúst. Andrés sagði þar hafa sannast góður árangur af samstarfinu. Stjórnvöld aðstoðuðu með fjármagni, ráðgjöf og hvatningu en landeigendur fengju að gera það sem þeir þráðu – að auka landkosti. Landbótahreyfingin rekur upphaf sitt til Ástralíu. Þá komust nátt- úruverndarmenn og bændur að því að þeir hefðu verið nógu lengi á önd- verðum meiði og kominn tími til að snúa bökum saman. Árið 1990 var helgað landvernd og að hlúa að land- inu í Ástralíu og 10. áratugurinn var áratugur landverndar þar í álfu og þótti gefa góða raun. Í kjölfar samþykktar þingsins á Selfossi kannaði Emily N. Mutota, namibískur þátttakandi í Land- græðsluskóla Sameinuðu þjóðanna, hvernig verkefni á borð við ár land- verndar væru undirbúin og hvað þyrfti að gera til að koma þeim á. Andrés stýrði verkefninu ásamt Ingi- björgu E. Björnsdóttur umhverf- isfræðingi. Andrés sagði að skýrsla Emily hefði farið mjög víða og vakið mikla athygli víða um heim. „Okkur sýnist að það sé vaxandi fylgi fyrir þessari hugmynd. Á þessu stigi fyrst og fremst á meðal leiðandi einstaklinga og frjálsra félagasam- taka á þessu sviði. Nú höfum við fengið vísbendingar um að umræðan sé komin inn í stofnanakerfi Samein- uðu þjóðanna. Ég fékk nýlega póst frá einni slíkri stofnun þar sem var lýst áhuga á því. Ísland hefur langa og góða reynslu af landgræðslu og skógrækt í samvinnu við bændur og almenning í landinu. Þetta starf er vel þekkt alþjóðlega og það er litið svo á að Ísland hafi mikið fram að færa á þessu sviði,“ sagði Andrés. Hann sagði ýmsa leiðandi aðila telja að mikill akkur yrði að því að fá Ísland til að taka þátt í að leiða und- irbúning að slíku alþjóðlegu ári. Málið er ekki komið á það stig að farið sé að tala um hvaða ár verði helgað landvernd. Andrés sagði mik- ilvægt að vanda allan undirbúning. „Slíkt ár sem væri illa undirbúið væri sóun á fé og tíma. Ár sem væri vel undirbúið gæti skilað gríðarlega miklu, ekki síst í viðhorfsbreytingum og til að örva myndun hópa sem hlúa saman að landinu.“ Morgunblaðið/RAX Landgræðsla Reynsla Íslendinga af landgræðslu spannar meira en eina öld. Hún hefur vakið athygli víða, ekki síst gott samstarf við grasrótina. Alþjóðlegt þing um stöðu land- kosta í heiminum og leiðir til úr- lausna, sem haldið var á Selfossi 2007, samþykkti íslenska tillögu um ár helgað landvernd. Hug- myndin hefur vakið mikla athygli. ÖLL náttúruvernd og umhverfis- vernd á Íslandi þarf að byggjast á því að vinna sem mest með grasrót- inni, að mati Andrésar Arnalds, fagmálastjóra Landgræðslunnar. Það kalli á róttæka endur- skipulagningu á stofnanakerfinu. Andrés bendir á öflug héraðs- setur Landgræðslunnar í landshlut- unum og telur að fjölga þurfi slík- um setrum. Samþætta þurfi starfsemi stofnana á sviði náttúru- og umhverfisverndar svo þær vinni allar að því markmiði að auka land- kosti Íslands. Móta þurfi sýn á hvernig við viljum að Ísland líti út í framtíðinni. „Til dæmis að besta ræktunarlandið sé ekki tekið undir sumarbústaði eða skógrækt og að græða ekki upp auðnir sem eru verðmætar fyrir ferðamennsku. Eins að ein stofnun sé ekki að sá eða planta því sem önnur fjar- lægir.“ EITT MARKMIÐ ›› 19. ágúst 1979: „Fyrir skömmu gerði Morgunblaðið hörmungar fólksins í Indó-Kína að umræðu- efni í forystugrein. Það spurði, hvar allt þetta fólk væri nú, sem fyrir nokkrum árum kom fram sem „mannkynsfrelsarar“, mynd- aði hreyfingar, tók þátt í kröfu- göngum og leshópum til þess að andmæla stríðinu í Víet Nam, af því að því þætti svo vænt um inn- byggjana þar, sem saklausir liðu. Gat það verið, að orðinu „þjóð- frelsi“ hefði einungis verið hampað til að villa mönnum sýn? Eru til þeir menn hér á landi, sem geta réttlætt hermdarverk, ef þau eru unnin í nafni ríkisstjórnarinnar í Víet Nam fremur en af hinum rauðu kmerum?“ . . . . . . . . . . 20. ágúst 1989: „Það er augljóst, að mikil fjárfesting í loðdýrarækt hefur misheppnazt. Enn er ekki hægt að staðhæfa slíkt varðandi fiskeldið, en óneitanlega hafa menn miklar áhyggjur af þróun mála þar. Við erum a.m.k. heilum áratug of seint á ferðinni með þá endurskipulagningu í útgerð og fiskvinnslu, sem nú verður ekki umflúin. Og enn eru á ferðinni talsmenn lítið breyttrar stefnu í landbúnaði, sem þjóðin hefur ekki lengur efni á. Afleiðingarnar blasa við. Lífskjörin versna stöðugt, erfiðara er fyrir fólk að fá atvinnu en áður og raun- ar bryddar á umtalsverðu atvinnu- leysi. Allt bendir til, að þetta ástand fari versnandi. Núverandi ríkisstjórn virðist ekki hafa nokkurn metnað til þess að vísa þjóðinni veginn út úr þessum ógöngum. Að vísu eru ljósglætur hér og þar. Alþýðuflokkurinn er byrjaður andóf í landbún- aðarmálum og Halldór Ásgríms- son, sjávarútvegsráðherra, sýnist ætla að nota það tækifæri, sem til- lögur Hafrannsóknastofnunar gefa honum til þess að knýja fram fækkun fiskiskipa. Hvoru tveggja er af hinu góða en í þessu felst ekki, að ríkisstjórnin ætli að taka raunhæfa forystu í atvinnu- málum.“ Úr gömlum l e iðurum Óskar Magnússon. Ólafur Þ. Stephensen. Útgefandi: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Þ etta eru skrítnir tímar, Baktus bróðir, segir í kunnu verki um tannhirðu, og auðveldlega má heimafæra upp á ástandið á Ís- landi í dag. Þegar sjaldan hefur verið meiri þörf á sam- stöðu meðal þjóðarinnar er hún algjörlega sundruð; væringar meiri og illskeyttari milli stjórnar og stjórnarandstöðu á þingi, blogg- heimar loga stafnana á milli, Davíð mætir á mótmælafund og Kjartan Gunnarsson skrifar miðopnugrein í þetta blað, þar sem hann segir Icesave-samninginn vondan! Eru ekki einhverjir fleiri en ég sem finnst þeir staddir á miðju sviði í leikhúsi fáránleik- ans? Ósættið er ekki aðeins milli stjórnar og stjórnarandstöðu heldur hafa nokkrir þing- menn vinstrigrænna gefið til kynna að þeir geti ekki stutt Icesave-samninginn óbreyttan. Menn hljóta þá að velta fyrir sér stöðu Steingríms J. Sigfússonar sem fékk vissulega Icesave-samninginn í fangið en nú er spurn- ingin hvort hann springi í fanginu á honum. Steingrímur fékk mentor sinn og vopnabróður til margra ára, Svavar Gestsson sendiherra, til að fara fyrir íslensku samninga- nefndinni í viðræðunum við Breta og Hollendinga. Stein- grímur hefur væntanlega treyst honum best til verksins og aðalsamningamaðurinn hefur haft beinan og greiðan aðgang að fjármálaráðherranum sem um leið er formað- ur Vinstrigrænna. Hefði því ekki mátt ætla að ekkert í þessum samningi ætti að koma flokksfélögum hans í þingflokknum á óvart, og samþykkt meirihluta Alþingis á samningnum því ein- göngu formsatriði? Í öðru stórmálinu í röð rís hluti þingflokks VG gegn formanni sínum, þótt öllum megi vera ljóst hvað er í húfi fyrir hann, og á þetta spilar stjórnarandstaðan auðvitað. Litlar lík- ur eru þó á að þingið afgreiði ekki Icesave- samninginn með einum eða öðrum hætti, en í öllu þessu ati hefur staða Steingríms J. Sig- fússonar ótvírætt veikst og var hann þó til skamms tíma talinn ímynd hins sterka leið- toga. Þetta hlýtur að verða fylgisfólki vinstri grænna umhugsunarefni. Innanbúðarvandamál VG eru þó hátíð mið- að við þau ósköp sem ganga á innan Borg- arahreyfingarinnar, sem þessa stundina er í óða önn að tortíma sér. Borgarahreyfingin var skilgetið afkvæmi búsáhalda- byltingarinnar, grasrótarhreyfing með svolítið anark- ísku ívafi sem boðaði umbætur í stjórnmálum og stjórn- sýslu með aukinni hreinskiptni og auknu gagnsæi. Í engu er heldur hægt að kvarta undan skorti á gagnsæi í því hvernig þrír af fjórum þingmönnum hreyf- ingarinnar hafa með framkomu sinni rúið hana og sjálfa sig öllu trausti á ekki lengri þingferli. Sú velvild sem þetta framboð naut og náði langt út fyr- ir kjörfylgið er fokin út í veður og vind. Það er slæmt fyrir lýðræðið. bvs@mbl.is Björn Vignir Sigurpálsson Pistill Leikhús fáránleikans

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.