Morgunblaðið - 16.08.2009, Síða 25

Morgunblaðið - 16.08.2009, Síða 25
Samfylking- arinnar og VG í borg- arstjórn smöluðu fólki á áheyrendapalla í Ráðhúsi Reykjavíkur og efndu til óláta til að koma í veg fyrir að hægt yrði að hefja löglega boðaðan borgarstjórnarfund til að skipta um meirihluta í borgarstjórninni. Þar var lýðræðislegum stjórnarháttum sýnd van- virðing sem var sízt til fyrirmyndar. Umburðarlyndi gagnvart ofbeldinu Gagnrýnendur þessara sjónarmiða hafa stundum spurt af hverju Morgunblaðið bregð- ist ekki jafnhart við annars konar ofbeldi, t.d. þegar menn eru barðir um hverja helgi í mið- borg Reykjavíkur eða þegar almennir borg- arar verða fyrir því að tjóni er valdið á eignum þeirra með t.d. veggjakroti. Svarið er að auð- vitað telur blaðið athæfi af því tagi jafnfráleitt. Og um það ríkir almenn samstaða í samfélag- inu að slíkt ofbeldi og eignaspjöll séu ólíðandi. Þeir, sem hafa slíkt í frammi, eru teknir hönd- um og dæmdir ef til þeirra næst – sem er því miður of sjaldan. En stóra áhyggjuefnið varð- andi þá tegund af ofbeldi og eignaspjöllum, sem hér er til umræðu, er að allnokkur hópur fólks virðist líta svo á að slíkt athæfi sé í lagi vegna þess að það sé notað til að tjá skoðun. Í febrúar 2006, veturinn eftir að Saving Ice- land hóf skemmdarverk sín á Íslandi, fóru fram umræður á Alþingi sem fjölluðu m.a. um eftirlit lögreglu með slíkum hópum. Ögmund- ur Jónasson, þáverandi þingmaður Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs og formað- ur BSRB, rifjaði þá upp að á fundi Heimsviðskiptastofnunarinnar, WTO, skömmu áður hefðu verið mikil mótmæli, „rúð- ur brotnar í ráðstefnuhöllum o.s.frv. Í augum ráðstefnuhaldara var þar eflaust verið að fremja skemmdarverk en í mínum augum og augum hundraða og þúsunda manna og millj- óna tuga var verið að koma á framfæri öflugum mót- mælum gegn stefnu Al- þjóðaviðskiptastofnunar- innar sem hefur því miður gengið þvert á almannahag og sérstaklega hagsmuni fátækra þjóða heimsins. Skemmdarverk í augum eins getur verið þjóðþrifaverk í augum annars“. Morgunblaðið leyfði sér að segja um þetta í Reykjavíkurbréfi: „Ætli Ögmundi Jónassyni fyndist sniðugt, ef hingað til lands kæmi hópur útlendinga, sem grýtti ráðstefnusalinn á landsfundi VG eða formannafundi BSRB til að láta í ljós „öflug mótmæli“ gegn meintri skað- legri stefnu þessara samtaka? Ætli hann myndi sleppa því að hringja í lögregluna og biðja um vernd? Og ætli nokkrum, jafnvel þeim, sem ekki væru sammála VG eða BSRB, þætti það þjóðþrifaverk að grýta fundarstað- inn?“ Innan VG gætti augljósrar samúðar með baráttuaðferðum skemmdarvarganna sem sögðust vera á móti virkjunum. M.a. gerði dómsmálaráðuneytið að kröfu flokksins úttekt á aðferðum lögreglu við að fylgjast með hópn- um og halda honum í skefjum. Sú úttekt leiddi í ljós að lögreglan hefði staðið faglega að verki og haldið sig að öllu leyti innan ramma lag- anna. Þegar ofbeldi litla hópsins í búsáhaldabylt- ingunni fór úr böndunum var þó jafnvel þing- flokki VG ofboðið og hann fordæmdi „harðlega hvers kyns ofbeldi, sama hver í hlut á“. Al- menn fordæming á ofbeldi nokkurra ein- staklinga sem notuðu fjöldamótmæli sem skálkaskjól varð síðan áreiðanlega til þess að aðgerðir þess hóps lyppuðust niður. Dómstóll götunnar? Þeir, sem undanfarnar vikur hafa unnið spjöll á húseignum fólks, hafa að sumu leyti gengið lengra en þeir sem til þessa hafa beitt skemmdarverkum og ofbeldi til að „tjá skoð- anir sínar“. Þeir hafa ekki valdið líkamsmeið- ingum en þeir ráðast ekki gegn vinnustöðum fólks heldur einkaheimilum. Þar búa fleiri en sá einstaklingur sem er líklega skotmark skemmdarvarganna. Þar búa makar og börn sem enga ábyrgð bera á ákvörðunum sem kunna að vera umdeildar. Hugsa þeir sem sletta málningu á hús að næturlagi ekkert út í hvaða áhrif slíkar árásir geta til dæmis haft á sálarlíf barna? Þeir sem þannig svipta fólk ör- yggistilfinningunni á eigin heimili eru sjúkir á sálinni. Í umræðum manna á milli um þessar árásir ber stund- um á furðulegum vangavelt- um um að þessi hafi átt þetta skilið en hinn ekki, hann hafi nú ekkert gert af sér. Með slíku eru menn í raun um leið að við- urkenna dómstól götunnar; þessi er sekur; skemmum húsið hans. Jafnvel þótt maður væri búinn að fá dóm fyrir brot á lögum væri ekk- ert sem réttlætti að ráðizt væri á heimili hans eða fjölskyldu hans með þessum hætti. Lélegir mótmælendur? Eftir efnahagshrunið eru margir reiðir og eiga fullan rétt á því. En reiðin má ekki brjótast út í ofbeldi, óspektum og eignaspjöllum. Fyrst eftir hrunið var stundum haft orð á því að Íslendingar væru lélegir mótmælendur; létu allt yfir sig ganga án þess að segja sína skoðun. Hinir mörgu, frið- samlegu og fjölmennu mót- mælafundir, sem síðan hafa verið haldnir, eru afsönnun þess. Reyndar hefði líklega mátt halda fleiri fundi við höfuðstöðvar stórfyrirtækjanna sem með græðgi og áhættusókn settu fjár- málakerfið á hliðina, ekki síður en við starfs- stöðvar stjórnvalda sem leitast við að taka til í rústunum. En þegar menn segja að Íslendingar séu lé- legir mótmælendur og eiga með því við að sjaldnar sé beitt ofbeldi eða slegizt við lögregl- una, eins og því miður er alltof algengt í ná- grannalöndum okkar, eru þeir á villigötum. Ef við leiðumst út á þá braut að tjá skoðanir okk- ar með ofbeldi höfum við glatað mikilvægum hluta okkar friðsamlega, íslenzka samfélags. Við viljum að fólk tjái skoðanir sínar með frið- samlegum hætti, innan ramma laga og stjórn- arskrár. Að lögreglan þurfi ekki að vígbúast vegna óeirða. Að allir geti verið öruggir, heima hjá sér eins og annars staðar. Almenningur hefur aldrei haft fleiri tækifæri til að tjá skoð- anir sínar með friðsamlegum hætti, í fjöl- miðlum og á netinu. Og fjöldi fólks hefur grip- ið það tækifæri. Umræður á netinu hafa reyndar að einhverju leyti farið úr böndunum og alltof mikið er þar af skítkasti og persónu- árásum. En það er önnur saga. Ábyrgð fjölmiðla Fjölmiðlar hljóta að velta fyrir sér hvernig þeir eigi að taka á málum eins og þeim sem að undanförnu hafa komið upp. Það er nauðsyn- legt að segja frá skemmdarverkum á heimilum fólks, meðal annars til þess að geta efnt til um- ræðna um vandamálið, eins og hér er gert. En um leið verður fjölmiðlafólk að hafa í huga að skemmdarvargarnir og ofbeldisfólkið þrífst ekki sízt á athyglinni sem það fær. Með því að frétt birtist í fjölmiðli um „aðgerðina“ er til- ganginum náð. Fjölmiðlar verða því að fara vandrataðan meðalveg á milli þess að segja fréttir og að veita fólki, sem grefur undan lýð- ræðis- og umræðuhefð Íslendinga, óverð- skuldaða athygli. Sá meðalvegur hlýtur að verða til umræðu á fréttastofum og verður það að minnsta kosti á ritstjórn Morgunblaðsins. Er ofbeldi leið til að tjá skoðun? F ull ástæða er til að hafa áhyggjur af þeirri tilhneig- ingu ákveðinna hópa í ís- lenzku samfélagi að koma skoðunum sínum á framfæri með ofbeldi og skemmd- arverkum. Þessi tilhneiging hefur komið skýrt í ljós á und- anförnum vikum þar sem ráðizt hefur verið gegn einkaheimilum fólks með því að skvetta á þau málningu og öðrum efnum og mála slagorð á húsin. Árásirnar hafa meðal ann- ars beinzt að heimilum fólks, sem tengist viðskiptalífinu og föllnum fyrirtækjum útrásarvíkinga, svo og að húsum stjórnenda stóriðjufyr- irtækja og orkufyrirtækja. Með árás- um á þessi hús þykjast einhverjir ein- staklingar eða hópar væntanlega vera að tjá skoðanir sínar á annars vegar því sem miður fór í viðskiptalífinu og hins vegar á virkjunum og orkusölu til stór- iðju. Í búsáhaldabyltingunni svokölluðu í upp- hafi ársins, sem að mestu leyti fór frið- samlega fram, urðu nokkrar mjög ógeðfelld- ar uppákomur þar sem lítill hópur ofbeldismanna slasaði lögreglumenn og réðst á Alþingi og Stjórnarráðið undir yf- irskini mótmæla gegn stefnu stjórnvalda. Æstur múgur réðst gegn Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra og fleiri stjórnmálamönnum, með þeim hætti að þeir höfðu ástæðu til að ótt- ast um öryggi sitt. Vond þróun á síðustu árum Ofbeldi og skemmdarverk hafa ágerzt eftir bankahrunið. Einhverjir hafa fundið reiði sinni útrás með þessum hætti. En þetta er samt þróun, sem var hafin áður og ekki er hægt að útskýra eingöngu með reiði fólks eftir hrunið. Rifja má upp nokkur atvik frá síðustu fjórum árum. Mörg þeirra tengjast hreyfingu sem kallar sig Saving Iceland og tel- ur málstað sínum til framdráttar að ráðast að fólki með málningu eða lituðu skyri, skemma tækjabúnað fyrirtækja og trufla starfsemi þeirra. Skemmdarverk og „aðgerðir“ samtak- anna hér á landi hófust sumarið 2005. Þá gagnrýndi Morgunblaðið þessar bar- áttuaðferðir harðlega og taldi þær málstað náttúruverndarsinna sízt til framdráttar. Þá bar svo við að ýmsir vildu bera í bætifláka fyr- ir skemmdarvargana. Morgunblaðið stóð m.a. í lítilli ritdeilu við Guðna Elísson háskólakenn- ara sem taldi málflutning blaðsins „í djúp- stæðri kreppu“ vegna þess að það styddi ann- ars vegar náttúruvernd en væri hins vegar á móti aðgerðum þeirra sem slettu skyri á fólk á fundum og yllu skemmdum á búnaði fyr- irtækja austur á landi. Svar blaðsins við því í Staksteinapistli var m.a. þetta: „Svo það sé á hreinu er það ekki málstaður mótmælendanna sem Morgunblaðið hefur gagnrýnt. Blaðið hef- ur tekið fram að málstaðurinn – að vera á móti virkjunum á hálendinu – njóti víðtæks stuðn- ings. En það eru aðferðirnar sem Morg- unblaðið gagnrýnir, alveg burtséð frá mál- staðnum. Mótmælendurnir gætu þess vegna verið á móti hungrinu í heiminum, kvótakerf- inu, hvalveiðum, jólunum – Morgunblaðið myndi engu að síður gagnrýna aðferðir þeirra við að koma skoðunum sínum á framfæri og það bæri ekki vitni um neina „djúpstæða kreppu“ í málflutningi þess að öðru leyti. Morgunblaðið hefur með sömu rökum tekið afstöðu til ýmissa annarra „mótmæla“ og „að- gerða“ á undanförnum árum. Þar má nefna „mótmæli“ vörubílstjóra vorið 2008 þegar þeir lokuðu helztu umferðaræðum út úr borginni, ollu slysahættu og stefndu öryggi almennings í hættu og réðust að lokum á lögreglumenn, sem reyndu að fjarlægja vegartálmana. Blaðið hafði sömu skoðun á því þegar forystumenn 25 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. ÁGÚST 2009 Reykjavíkurbréf 150809

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.