Morgunblaðið - 16.08.2009, Page 30
30 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. ÁGÚST 2009
SKIPTU VIÐ FAGMENN - ÞAÐ BORGAR SIG
SUÐURLANDSBRAUT
Í húsinu Suðurlandsbraut 4A eru nú til sölu eða leigu tveir
eignarhlutar á 3. hæð hússins. Stærri einingin ca 313 fm,
er austurhluti hæðarinnar með tvo innganga frá stigagangi
og er honum skipt í tvö skristofurými í dag. Ásett verð er
kr. 61 millj. og eru hagstæð lán áhvílandi. Minni eignar-
hlutinn er ca 271 fm og nær hann í gegnum húsið. Ásett
verð kr. 45,0 millj. eða leigutilboð. Báðar eignirnar eru
glæsilega innréttaðar sem skrifstofur með útsýni í norður.
Lyfta er í húsinu og bílastæði bæði fyrir framan og aftan
húsið. 8395
Nánari upplýsingar gefur
Ægir Breiðfjörð á skrifstofutíma.
Furugerði v. Álmgerði - sími 588 2030 - fax 588 2033
Lögg. fasteignasali: Sigríður A. Gunnlaugsdóttir
„UPPHAFLEGA
hélt ég að ég væri
að kjósa um það að
við værum að gerast
aðilar að sameig-
inlegum markaði og
hvað gæti verið
betra og vinalegra,
skynsamlegra og
efnahagslega vit-
urlegt að gera. En
síðan þá, 1975, þeg-
ar um þetta var kosið, hefur
þetta þróast lengra en að vera
bara sameiginlegur markaður.
Þetta varð stuttu síðar Efnahags-
bandalag, síðar Evrópusam-
bandið og stefnir núna í það að
verða sambandsríkið Evrópusam-
bandið. Núna er búið að búa til
stjórnarskrá þess sem Frakkar
kalla Bandaríki Evrópu (e. Unit-
ed States of Europe). En þetta er
ekki það sem ég og margir aðrir
kusu um árið 1975!!“*
Svo mælir bresk kona (í laus-
legri þýðingu höfundar) Delfine
Gray-Fisk, fyrrv. flugstjóri, þeg-
ar hún rifjar upp ástæðurnar fyr-
ir því að hún sagði já við aðild að
Efnahagsbandalaginu á sínum
tíma. Hún bendir jafnframt á að
engar þær væntingar sem hún
hafi haft til aðildar að EB hafi
staðist.
Reyndar er það álit mitt að það
sé einmitt það sama um þorra
íbúa þeirra svæða sem tilheyra
Evrópusambandinu. Andstæð-
ingar ESB í Bretlandi gera
margar og miklar athugasemdir
við veru Bretlands í sambandinu
og þá stefnu sem sambandið hef-
ur tekið. Sé litið til Spánar þá er
sama upp á teningnum. Við-
skiptamálaráðherra Spánar hefur
til dæmis sagt það opinberlega að
evran sé ein helsta ástæða verð-
bólgu og atvinnuleysis á Spáni.
(Sjá t.d. The Independent 17.
des. 2007.)
Síðan Bretar gegnu í ESB ráða
þeir ekki lengur sjálfir umhverf-
ismálum, fiskveiðimálum, land-
búnaðarmálum og utanrík-
isviðskiptum.
Ef Ísland gengur í ES þá mun
það nákvæmlega sama gerast af
því að þetta er skrifað inn í Róm-
ar-sáttmálann. Af hverju ættu
Bretar að sætta sig við það að Ís-
land fengi að ráða þessum mála-
flokkum en þeir ekki?
Þegar rætt er við fólk á Íslandi
sem er frekar hlynnt inngöngu í
ESB þá kemur í ljós að það er
oftast vegna þess að fólk hefur
óljósar hugmyndir um að at-
vinnuleysi verði úr sögunni, spill-
ing í stjórnmálum verði úr sög-
unni og stöðugleiki muni komast
á í efnahagslífinu. Ekkert er fjær
sanni!
Í ESB er viðvarandi atvinnu-
leysi vegna þess að það er Seðla-
bandi ESB sem stjórnar vöxtum
og allar hagfræðiskipanir og út-
reikningar þar að lútandi eru
miðlæg og miðast við stærstu ríki
sambandsins. Það er að segja,
það er tekið meðaltal. Þar af leið-
ir að einstök ríki hafa engan
sveigjanleika til að bregðast við
atvinnuleysi. Enda þurfa ríki sem
hafa evru að afhenda Seðlabanka
ESB allan gullforða sinn.
Hvað varðar spillingu er ESB
og yfirstjórn þess svo spillt að á
hverjum degi er fúlgum fjár
fleygt út um gluggann í búrók-
rata. Framkvæmdastjórn ESB
virðist algjörlega ráða því hvern-
ig þingið greiðir atkvæði. Nigel
Farge þingmaður á þingi ESB
segir t.d. frá því að á 80 mínútum
hafi hann greitt 450 sinnum at-
kvæði! Þing ESB
virkar nefnilega
þannig að þingmenn
fá blað í hendurnar
frá búrókratíi ESB og
þar segir: Mál nr. 51;
greiða atkvæði já.
Mál nr. 52; greiða at-
kvæði nei.* Margir af
þeim sem þurftu að
segja af sér vegna
spillingarmáls í fram-
kvæmdastjórninni ár-
ið 1998 eru nú ann-
aðhvort á þingi ESB eða í
framkvæmdastjórn ESB. Þetta
er meira að segja svo rotið að
einn af þessum mönnum sem
sögðu af sér vegna fjársvika 1998
er nú yfirmaður deildar innan
ESB sem á að rannsaka fjársvik
innan ESB! Endurskoðandi ESB
sem nýverið kom fram op-
inberlega og tjáði sig um fjársvik
innan sambandsins og neitaði að
skrifa upp á ársreikninga var
rekinn. Þeir Íslendingar sem
halda að spillingu muni verða út-
hýst úr stjórnmálum á Íslandi ef
við göngum í ESB eru á villigöt-
um. Ítalía er í ESB. Þar er spill-
ing svo mögnuð að Evrópa horfir
á með forundrun.
Stöðugleiki í efnahagsmálum
kemst á ef við göngum í ESB?
Hvað kalla menn stöðugleika? Ég
er nokkuð viss um að Íslendingar
kalla stöðuleika: ekkert atvinnu-
leysi, verðlag helst stöðugt, mat-
vara er ódýr, vísitala er afnumin
af lánum og allir eiga afgang af
kaupinu sínu. Ekkert af þessu er
tryggt með inngöngu í ESB.
Verðlag hefur hækkað í öllum
þeim löndum sem tekið hafa upp
evru eða tengt gjaldmiðil sinn við
evru. Atvinnuleysi er lögmál í
ESB. Og hvað varðar vísitöluna
þá getum við afnumið hana án
þess að afsala okkur fullveldinu í
leiðinni.
Sumir hafa sagt, þegar talað er
um inngöngu í ESB að við mun-
um afsala okkur fiskveiðilögsög-
unni; „Skiptir engu máli, við er-
um hvort eð er búin að afsala
okkur henni til kvótagreifanna.“
Nei, við erum akkúrat ekki búinn
að afsala okkur neinu til kvóta-
greifa. Munurinn er einmitt sá að
ef við göngum í ESB munum við
aldrei geta breytt neinu varðandi
fiskveiðistjórnun. En ef við erum
utan ESB getum við einmitt
breytt fiskveiðistjórnunarkerfinu
á eigin forsendum. Þar liggur
munurinn.
Í kosningabaráttunni síðustu
kom erindreki á minn vinnustað
frá Samfylkingunni. Hún hafði
um það mörg orð að Evrópusam-
bandið væri nú alls ekki ljótt og
spillt og að ESB ætlaði alls ekki
gleypa auðlindir aðildarríkjanna.
Þvert á móti, innan sambandsins
væru fullt af sjóðum sem nemar
og félagasamtök ofl. gætu kafað í
(mútur). Hún lét þess getið að
hún væri nú reyndar ekki í fram-
boði fyrir Samfylkinguna og
hennar núverandi atvinnurekandi
væri ESB!
*Vitnað í þáttinn The Real Face of the
European Union.
Helgi Helgason
»Munurinn er einmitt
sá að ef við göngum í
ESB munum við aldrei
geta breytt neinu varð-
andi fiskveiðistjórnun.
Höfundur er stjórnmálafræðingur og
á sæti í framkvæmdastjórn Frjáls-
lynda flokksins.
Eftir Helga
Helgason
Kaus ekki um
að ganga í Banda-
ríki Evrópu
FYRIR hartnær 20
árum hófst samdráttur
í finnsku efnahagslífi
sem olli því að um 20%
foreldra urðu atvinnu-
lausir. Í heildina fann
80% fjárhagslega fyrir
þessum þrengingum
og um 20% þjóðarinnar
varð illa úti.
Þeir sem héldu
vinnunni þurftu að búa
við verulega aukið
vinnuálag, og 1/3 vinnandi feðra
þurftu að vinna mikla yfirvinnu eða
taka aukavinnu til að láta enda ná
saman. Viðvarandi fjárhags-
áhyggjur sköpuðust hjá foreldrum
og margar fjölskyldur bjuggu við
sult. Hjá sumum fjölskyldum var
ástandið svo slæmt að eina máltíð
barnanna var sú er þau fengu í skól-
anum, en það þýddi að þau borðuðu í
hádeginu á föstudegi og síðan ekki
fyrr en í hádeginu á mánudegi. Af-
leiðingar viðvarandi slæmrar stöðu
voru í mörgum tilfellum geðræn
vandamál hjá foreldrum, sér í lagi
kvíði en að auki þunglyndi hjá kon-
um. Karlar sýndu hins vegar æ
meira framtaksleysi. Vandi milli
hjóna jókst þar sem konur upplifðu
aukinn fjandskap maka, meðan karl-
ar töldu sig ekki fá jafn mikinn
stuðning frá maka sínum og áður.
Jafnhliða þessu dró úr stuðningi
við börn innan veggja heimilisins,
þvingun og ósamstaða í uppeldi
jókst. Kvíði foreldra hafði mikil áhrif
á uppeldisaðstæður barna. Afleið-
ingarnar voru vel merkjanlegar í
andlegri heilsu barna sem hrakaði.
Þó að efnahagskreppunni hafi létt
hjá Finnum þá hélt andlegri heilsu
barna áfram að hraka og vilja rann-
sakendur fyrst og fremst meina að
þar sé um að kenna aðgerðum
stjórnvalda.
Strax 1993 fóru Finnar að sjá
aukningu í geðrænum vanda barna
sér í lagi einstaklinga á aldrinum 15-
19 ára. Árin 1996-98 fór
sama þróun að sjást hjá
aldurshópunum 10-14
og 5-9 ára. Þessi þróun
heldur áfram löngu eft-
ir að efnahagskrepp-
unni lýkur. Frá 1989 til
2003 hefur orðið 300%
aukning í geðrænum
vandamálum ung-
menna á aldrinum 15-
19 sem og í aldurs-
hópnum 10-14 ára.
Samhliða þessari þróun
hefur kostnaður sam-
félagsins vegna stuðn-
ings við börn og foreldra hækkað
gríðarlega, sem dæmi má nefna að
kostnaður 30.000 manna sveitarfé-
lags hefur hækkað úr 2,7 milljónum
evra 2001 í 7,1 milljón evra 2008.
Hvað veldur? Samkvæmt þeim
sem rannsakað hafa kreppuna í
Finnlandi og viðbrögð stjórnvalda
má rekja núverandi ástand til sam-
dráttar í þjónustu og stuðningi við
börn. Jafnhliða því sem ástand inni á
heimilunum versnaði, var verulega
dregið úr þjónustu við börn í skóla-
kerfinu. Bekkjardeildir voru stækk-
aðar að meðaltali um 40%. Efnis-
innkaup til skólastarfs var skorið
niður um 90%. Viðvera eftir skóla
var skorin í burtu. Álag á kennara
margfaldaðist og dró þar með úr
getu þeirra til að sinna börnunum.
Starfsþrot kennara jukust um 50%.
Áhrif stækkunar bekkjardeilda skil-
uðu sér í því að verulega dró úr skil-
virkni kennslu og einstaklings-
bundin kennsla var óframkvæman-
leg. Aukning ónæðis og hegðunar-
vanda, sér í lagi hjá stúlkum. Erfið-
leikar í stjórnun bekkjardeilda og
aukið stress bæði hjá kennurum og
nemendum. Auk þess sem að hið op-
inbera dró úr þjónustu sinni við börn
urðu foreldrar að draga úr útgjöld-
um. Greiddar tómstundir og íþróttir
barnanna voru iðulega það fyrsta
sem fellt var niður í aukalegum út-
gjöldum heimilisins.
Fyrir börnin þýddi kreppa Finna
minnkað eftirlit fullorðinna, aukna
ábyrgð á ástandi heimilisins, upp-
lifun mikillar vanlíðunar heima fyrir,
minna aðhald í skóla, lélegri mennt-
un og aukið andlegt álag. Umhverfi
barna einkenndist af samskiptum
við yfirkeyrt fullorðið fólk, hvort
sem það var heima, í skóla eða leik-
skóla. Sökum eigin vanlíðunar urðu
fullorðnir einstaklingar óaðgengileg-
ir þegar eitthvað bjátaði á í lífi
barnanna; það sem meira er: þeir
fullorðnu juku á óstöðuleika í upp-
vexti og höfðu þar með neikvæð
áhrif á þroskaferil barnanna.
Erum við að feta í fótspor Finna?
Ekki ber á öðru en að íslensk stjórn-
völd og sveitarfélög séu að feta sömu
slóð og Finnar. Daglega heyrir mað-
ur af því að verið er að stækka
bekkjardeildir, miðar berast for-
eldrum þar sem óskað er eftir hrá-
efni til að hægt sé að kenna skapandi
handavinnu. Umræða um að ekki
eigi að endurnýja ráðningu stunda-
kennara eða lausráðinna. Jafnvel að
leggja eigi niður tómstundaheimili
skóla.
Þessar aðgerðir eru ekki til neins
annars fallnar en að auka þjóð-
félagslegan kostnað okkar til lengri
tíma litið og valda ótal börnum og
foreldrum þeirra ómældum þján-
ingum. Andlegt heilbrigði barna
okkar verður ekki metið til fjár.
Ekkert foreldri vill þurfa að feta þau
þungu spor sem liggja að geðheil-
brigðiskerfinu með barnið sitt sér
við hönd. Ekkert skiptir meira máli
en að standa vörð um þroska og geð-
heilsu barna okkar. Því er það brýnt
að íslensk stjórnvöld líti til reynslu
Finna, læri af henni og forðist sömu
mistök og þeir gerðu. Að hætta geð-
heilsu barna okkar er undir öllum
kringumstæðum það sama og að
halda aurnum en henda krónunni.
Reynsla Finna kennir okkur að það
að draga úr stoðþjónustu við börnin
okkar mun koma okkur í koll. Stönd-
um vörð um börnin okkar og við-
höldum því ágæta kerfi sem við höf-
um byggt upp í kringum þau.
Andleg heilbrigði er eitt það mik-
ilvægasta sem nokkur einstaklingur
býr við.
Eftir Hannes Jónas
Eðvarðsson » Fyrir börnin þýddi
kreppa Finna
minnkað eftirlit fullorð-
inna, aukna ábyrgð á
ástandi heimilisins, upp-
lifun mikillar vanlíðunar
heima fyrir, minna að-
hald í skóla, lélegri
menntun og aukið and-
legt álag. Hannes Jónas Eðvarðsson
Höfundur er sálfræðingur og ráðgjafi
hjá Geðhjálp.
Reynsla Finna –
víti til að varast
MORGUNBLAÐIÐ birtir alla út-
gáfudaga aðsendar umræðugrein-
ar frá lesendum. Blaðið áskilur
sér rétt til að hafna greinum,
stytta texta í samráði við höfunda
og ákveða hvort grein birtist í um-
ræðunni, í bréfum til blaðsins eða
á vefnum mbl.is. Blaðið birtir ekki
greinar, sem eru skrifaðar fyrst
og fremst til að kynna starfsemi
einstakra stofnana, fyrirtækja eða
samtaka eða til að kynna viðburði,
svo sem fundi og ráðstefnur.
Þeir sem þurfa að senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Formið er undir liðnum
„Senda inn efni“ ofarlega á for-
síðu mbl.is. Einnig er hægt að slá
inn slóðina www.mbl.is/senda-
grein
Ekki er lengur tekið við grein-
um sem sendar eru í tölvupósti.
Í fyrsta skipti sem formið er
notað þarf notandinn að nýskrá
sig inn í kerfið, en næst þegar
kerfið er notað er nóg að slá inn
netfang og lykilorð.
Móttaka aðsendra greina