Morgunblaðið - 10.10.2009, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.10.2009, Blaðsíða 1
Eftir Magnús Halldórsson magnush@mbl.is BIRTING greinargerða Seðlabanka Íslands og efna- hags- og viðskiptaráðuneytis um áhrif tafa á endurskoð- un efnahagsáætlunar Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðs- ins (AGS) olli miklum titringi innan Seðlabankans í gær samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Már Guðmunds- son seðlabankastjóri og Arnór Sighvatsson aðstoðar- seðlabankastjóri skiluðu Jóhönnu Sigurðardóttur for- sætisráðherra greinargerð sinni daginn eftir að hún óskaði eftir henni, 5. október sl. Í greinargerð þeirra kemur m.a. fram að töf á því að AGS endurskoði efnahagsáætlun Íslands, vegna ágrein- ings við Breta og Hollendinga um Icesave, geti leitt til þess að lánshæfismat Íslands verði lækkað. Það geti síð- an leitt til þess að stofnanafjárfestar verði „tilneyddir til þess að selja eignir sínar um leið og færi gefst, vegna þess að þeim er ekki heimilt að fjárfesta í svo lágt metn- um eignum“ eins og orðrétt segir í greinargerðinni. Ragnar Árnason, prófessor í hagfræði og fulltrúi í bankaráði Seðlabankans fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins, segir birtingu greinargerðar sem þessarar, að forsvars- mönnum bankans forspurðum, geta haft mikil áhrif á al- þjóðlega fjármálamarkaði. „Birting á þessum greinar- gerðum er ekki til þess að styrkja stöðu Íslands á alþjóðlegum fjármálamörkuðum og örugglega til að veikja stöðu Íslands í samningaviðræðum við Hollend- inga og Breta vegna Icesave. Ég tel að afleiðingar þess að ganga ekki að skilyrðum í Icesave-málinu og jafnvel að þurfa að þola frekari frestun á þessari svokölluðu fyr- irgreiðslu AGS verði ekki nærri eins afdrifaríkar og túlk- un forsætisráðherra, meðal annarra, gefur til kynna. Þá mun það augljóslega veikja lánstraust Íslands út á við að takast á við nýjar skuldbindingar,“ segir Ragnar. Þess er enn beðið að AGS taki efnahagsáætlun Íslands til endurskoðunar. Mikil áhersla er lögð á að lausn verði fundin á Icesave-deilunni fyrir 23. október. Þá mun Tryggingasjóður innstæðueigenda þurfa, í síðasta lagi, að greiða innstæðueigendum. „Verði ekki samið um Ice- save-greiðslurnar fyrir 23. október yrði afleiðingin sú að sjóðurinn væri brotlegur við íslensk lög,“ segir í grein- argerð efnahags- og viðskiptaráðuneytisins.  Áhrif tafa sögð alvarleg | 2 Titringur vegna greinargerða  Seðlabankastjóri var ósáttur við birtingu greinargerða um efnahagsmál  Icesave getur líka lækkað lánshæfismat » Töf á endurskoðun sögð slæm » Lánshæfismat gæti lækkað » Icesave-greiðslur fyrir 23. október » Gjaldeyrisvaraforði forsenda L A U G A R D A G U R 1 0. O K T Ó B E R 2 0 0 9 STOFNAÐ 1913 275. tölublað 97. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is «AFREKSBÖRN HUGAÐIR OG STERKIR FIMLEIKASTRÁKAR «LEIKARINN Siggi lifir lífinu hlæjandi Þrjú hundruð grafíkmyndir eftir Tryggva Ólafsson seldust til styrkt- ar Grensásdeildinni en hann er sjáf- ur í endurhæfingu eftir slys og get- ur ekki málað. Hann ræðir um óútreiknanlegar heilastöðvar sem og lífið og tilveruna í Lesbók í dag. LESBÓK Hann hefur aldrei verið stressaður Faðir nóbelsverðlaunahafans í bók- menntum, Hertu Müller, var í SS- sveitum þýska hersins og móðir hennar var send í sovéskar vinnu- búðir í fimm ár. Sjálf vann hún með hópi andófshöfunda og sætti of- sóknum og var ritskoðuð. Mynd af landslagi hinna landlausu FLUG fór úr skorðum, þakplötur þeyttust af húsum og bátar lágu flestir bundnir við höfn þegar kröpp haustlægð, sú fyrsta í ár, gekk yfir suðvesturhornið í gær. Veðurstofan spáir norð- austlægri átt í dag, 15-23 m/s norðvestanlands og við suðaust- urströnd landsins. Draga mun úr vindi síðdegis. Lægðin færðist norður í gærkvöldi og skemmdust tveir bílar á Ísafirði þegar þakplötur fóru af rækjuvinnslunni Kampi. Þá féll aurskriða úr Eyrarhlíð á Hnífsdalsveg við Ísafjörð laust fyrir klukkan 20 í gærkvöldi. Skriðan var um tveggja metra djúp og þurfti að loka fyrir umferð vegna hennar. Björgunarsveitir voru viðbúnar frekara hvassviðri og allir bátar í landi en að sögn lögreglunnar á Ísafirði var ekki vitað um meira tjón á Vestfjörðum á tólfta tímanum í gærkvöldi. Veðrið setti ferða- lög og flutninga úr skorðum en ekki þurfti þó að gera breyt- ingar á flugáætlun í Keflavík af völdum veðurofsans. | 4 VEÐURGUÐIRNIR SÝNDU MÁTT SINN OG MEGIN Morgunblaðið/RAX Samgöngur fóru úr skorðum í lofti, á láði og legi þegar kröpp haustlægð reið yfir suðvesturhornið UM fimmta hvert heimili í Húnaþingi vestra og Bæj- arhreppi stend- ur frammi fyrir alvarlegum fjár- hagsvanda eða persónulegu gjaldþroti vegna skuld- settra kaupa á stofnfé í Sparisjóði Húnaþings og Stranda. Fékk fólkið lán frá sparisjóðnum og Landsbankanum til að taka þátt í tveimur útboðum árið 2007, en það ár var stofnfé sjóðsins aukið úr 1,9 milljónum í 1,9 milljarða. Voru lánin veitt með handveðum í bréfunum sjálfum, en einnig er per- sónuleg ábyrgð á lánunum. „Í sveit- arfélögunum tveimur búa um 1.200 manns og af þeim voru um 200 stofn- fjáreigendur í sparisjóðnum,“ segir Jón Óskar Pétursson, framkvæmda- stjóri Sambands sveitarfélaga á Norðurlandi vestra. „Um 140 stofnfjáreigendur tóku lán vegna stofnfjáraukningarinnar. Þetta er venjulegt fólk, bændur og launafólk, en stofnfjáreign í sjóðnum hefur alltaf verið mjög almenn í hér- aðinu.“ bjarni@mbl.is | 20 140 fjöl- skyldur skuldsettar Keyptu í Sparisjóði Húnaþings vestra

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.