Morgunblaðið - 10.10.2009, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 10.10.2009, Blaðsíða 33
Minningar 33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 2009 ✝ Þuríður Sigurð-ardóttir frá Reykjahlíð, fæddist í Reykjahlíð í Mývatns- sveit 19. desember 1913. Hún lést 27. september 2009. For- eldrar hennar voru Sigurður Einarsson, bóndi í Reykjahlíð, f. í Svartárkoti 19. nóv- ember 1884, d. 21. nóvember 1954, og kona hans, Jónasína Hólmfríður Jóns- dóttir, f. 16. nóvember 1878, d. 1. desember 1943. Systkini Þuríðar voru Laufey Jónína, f. 27. mars 1910, d. 4. október 1993, m. 11. ágúst 1949 Þorbergur Sigurdór Magnússon, f. 25. ágúst 1906, d. 10. október 1990; Svava, f. 13. maí 1912, d. 5. sept. 1989; Baldur, f. 31. maí 1915, d. 25. júní 1915; Baldur, bóndi í Reykjahlíð, f. 31. júlí 1916, d. 29. janúar 1990, k. 26. júní 1947 Þor- björg Helga Finnsdóttir, f. á Jarð- langsstöðum 15. júlí 1916, d. 13. apr- íl 1996; Guðrún, hótelstjóri í Hótel Reykjahlíð, f. 13. apríl 1918, d. 26. október 1995; Jón Bjartmar, bóndi í Reykjahlíð, f. 20. maí 1920, d. 15. septenber 1990; og Bryndís, f. 26. desember 1923, d. 29. maí 1947. Farskóli var hefð- bundin menntun þess tíma í Mývatnssveit og síðan fór Þuríður í Þinghússkólann á Skútustöðum. Hún fór í eldri deild Lauga- skóla 1933, Kenn- araskólann í Reykja- vík og þaðan útskrifaðist Þuríður sem kennari 1939. Leiðin lá aftur í heimahagana þar sem Þuríður kenndi 1939 til 1943. Þuríður kenndi í St. Jósefsskóla í Hafn- arfirði 1945 til 46. Í Melaskólann frá 1946 til 1986. Eftir að hún hætti kennslu færði hún sig yfir í svokall- að athvarf sem starfrækt var í tenglum við skólann og hjálpaði þar nemendum við heimanám. Útför Þuríðar fer fram frá Reykjahlíðarkirkju í dag, 10. októ- ber, og hefst athöfnin kl. 14. Elsku Þura. Eftir langa og gæfuríka ævi kom að því að þú yfirgafst okkur hér á jörðu. En nú munt þú vaka yfir okk- ur og gæta okkar þangað til að okkar tími kemur og við munum setjast þér við hlið. Ég á margar góðar minn- ingar um þig og mun geyma þær á sérstökum stað í hjarta mínu. Ég man þegar ég var lítill gutti, hvað ég hlakkaði til þegar þú varst að koma í heimsókn á hótelið. Þú gafst okkur krökkunum alltaf pening til að fara út í sjoppu til að kaupa nammi og ís sem við borðuðum síðan með bestu lyst á meðan við vorum að spila. Það sem ég tók best eftir í fari þínu þegar ég var orðinn eldri var hvað þú varst klár og vel gefin. Það sýndi sig vel á okkar síðustu stund saman, þegar ég og pabbi komum í heimsókn til þín um daginn og við reyndum okkur við eina gátu í gátu- bókinni þinni. Að sjálfsögðu vissir þú svarið strax, meðan ég þurfti á end- anum að fá vísbendingu hjá þér til að átta mig á svarinu. Takk fyrir þann tíma sem við átt- um saman en hann mun ávallt vera mér afar dýrmætur. Ég veit að þeg- ar ferð þinni er lokið yfir móðuna miklu og þú tekur þér sæti við hlið afa og ömmu, þarf ég ekkert að ótt- ast því betri verndarengla gæti ég ekki hugsað mér. Baldur Sigurðsson. Elsku Þura mín. Löng og við- burðarík ævi er að baki og þú hefur haldið til fundar við foreldra þína og systkini sem taka vel á móti þér. Minningarnar um þig eru margar því þótt þú byggir suður í Reykjavík komstu alltaf norður í sveitina þegar færi gafst. Þú varst ávallt góð við okkur systkinin og bauðst okkur yfir í hótel til ykkar Guju þegar þú varst í heimsókn. Þar sátum við og spiluð- um kasínu og rommý við eldhúsborð- ið og þið gáfuð okkur volgar kleinur og mjólk. Það er mér minnisstætt að þér var mjög annt um að við þekktum Lauf- eyju og Kollu því við værum nú ekki svo margir afkomendur ykkar systk- inanna, það væri ekki annað hægt en við myndum kynnast. Þess vegna passaðir þú sérstaklega að við hitt- umst til að spila og spjalla saman þegar þær voru í heimsókn fyrir norðan. Þær stundir voru skemmti- legar en því miður höfum við frænd- systkinin ekki verið nógu dugleg að hittast í seinni tíð. Þegar ég vann hjá Ingu á hótelinu komst þú ávallt síðsumars þegar far- ið var að hægjast um hjá okkur og varst í nokkrar vikur. Þá fengum við tækifæri til að spjalla um alla heima og geima og þó að ég væri að vinna var oft rólegt og ég gat aðstoðað þig við ýmislegt. Ég hafði gaman af því og þú varst alltaf svo þakklát fyrir hjálpina. Eftir að ég flutti til Reykjavíkur heimsótti ég þig reglulega og það leyndi sér ekki í hvert sinn hvað þú varst glöð að fá mig í heimsókn. Það var gaman að spjalla við þig og ég hafði gaman af því hvað þú hafðir sterkar skoðanir á hlutunum og lást yfirleitt ekki á þeim. Ég naut þess- ara samverustunda með þér og þá sérstaklega þegar þú sagðir mér sögur úr Reykjahlíð frá því þú varst ung að alast þar upp. Þú ljómaðir alltaf þegar þú talaðir um sveitina þína sem þér þótti svo vænt um. Ein af síðustu stundum okkar saman var þegar Finnur bauð okkur í silungsveisluna í vor. Þú hafðir ekki vaknað alveg nógu vel um morgun- inn og varst ekki alveg á því að klæða þig til að fara út á eitthvert flakk. En þegar þú varst komin heim til Hilm- ars lifnaði heldur betur yfir þér við að hitta okkur öll og ekki var gleðin minni þegar þú byrjaðir að gæða þér á silungnum. Sú minning og allar hinar munu ávallt lifa hjá mér og við frændsystkinin munum halda minn- ingu þinni á lofti með því að vera duglegri við að hittast og rækta fjöl- skylduböndin. Hvíldu í friði, elsku frænka. Elísabet Sigurðardóttir. Elsku Þura mín. Þakka þér fyrir að kenna mér að lesa. Ég man sem barn að það var siður heima í Mývatnssveit að ég og fjölskylda mín fórum niður í Hótel Reykjahlíð annað kvöld jóla í jólaboð og gæddum okkur á heitu súkkulaði og dýrindis smákökum. Eftir það var gengið kringum jólatréð og farið í leiki sem Þura tók alltaf virkan þátt í. Ég minnist ljúfra sumardaga er við gengum niður að vatni og fylgd- umst með fjölskrúðugu fuglalífinu á Mývatni. Í lok sumars var farið í berjamó og týnd ber í skyrið og út á hafragraut- inn. Eins og við var að búast enduðu ófá berin í eigin munni, sem Þura frænka fann þó aldrei að. Gengin er mikilhæf kennslukona sem aldrei missti tengslin við rætur sínar í Mývatnssveit. Ég kveð yndislega frænku mína með söknuði og trega. Blessuð sé minning hennar. Matthildur Valgeirsdóttir. Látin er móðursystir mín Þuríður Sigurðardóttir kennari frá Reykja- hlíð, í hárri elli. Hún var fædd í Reykjahlíð hinn 19. desember 1913 og ólst þar upp í sjö systkina hópi. Í Reykjahlíð bjuggu þá fjórar fjölskyldur í stóru steinhúsi sem byggt hafði verið fá- einum árum áður. Húsráðendur voru systkini, afkomendur Einars Frið- rikssonar sem fæddur var í Hrapp- staðaseli í Bárðardal og konu hans Guðrúnar Jónsdóttur frá Baldurs- heimi í Mývatnssveit, sem flust höfðu í Reykjahlíð 1895 úr Svartár- koti. Móðir hennar Jónasína Hólm- fríður Jónsdóttir var langafabarn Jóns Þorsteinssonar prests í Reykjahlíð sem Reykjahlíðarættin er rakin frá. Þuríður starfaði við barnakennslu í tæpa fimm áratugi og þeir eru því orðnir margir sem hún hefur átt þátt í að uppfræða. Hún hafði gott lag á að halda uppi aga án þess að hækka róminn. Margir nem- endur hennar héldu tryggð við hana fram á það síðasta, sendu henni jóla- kveðjur og árnaðaróskir á merkisaf- mælum. Kveðjurnar glöddu hana mjög og fyrir þær ber að þakka. Hugur Þuríðar var hins vegar allt- af í Mývatnssveit og þangað fór hún öll sumur. Systur hennar Svava og Guðrún ráku þá Hótel Reykjahlíð. Hótelið var einnig heimili systranna og Jóns Bjartmars bróður þeirra og auk hótelreksturs var þar stundaður hefðbundinn búskapur. Við áttum löng samtöl þessi ár sem hún dvaldi á Grund og fljótlega vorum við komin norður í Mývatnssveit, Þuríður sagði frá og ég hlustaði. Hún dró upp mynd af lífinu í sveitinni sinni og Reykjahlíð, sagði frá leikjum barnanna en þau voru mörg í því húsi. Sagði frá búskaparháttum, há- tíðisdögum, væntingum, gleði og sorgum. Fram á völlinn komu marg- ir sem nú eru gengnir. Þessar stund- ir eru nú að baki, með Þuríði eru horfin síðustu tengslin við þennan tíma. Á níutíu og fimm árum höfðu orðið margar breytingar í þeirri sveit og ekki allt að hennar skapi. Þuríður vildi muna Reykjahlíð og sveitina sína eins og hún var í hennar huga og sýndi því algert tómlæti ef reynt var að leiða samtalið að ein- hverju þar, sem sumir mundu kalla „framfarir“. Heimsóknir og símtöl vina og skyldfólks voru henni af- skaplega dýrmætar. Mér segir svo hugur að starfsfólkið á Grund muni minnast Þuríðar um alllanga hríð. Undirritaður varð þeirrar gæfu að- njótandi að kynnast Þuríði náið. Fyrsta áratuginn minn bjó hún hjá foreldrum mínum í Sörlaskjóli og tók þá mikinn þátt í uppeldinu. Fljótlega varð það að venju að senda mig norð- ur í Reykjahlíð til sumardvalar og þá tók hún við móðurhlutverkinu þar ásamt Svövu systur sinni. Löngu seinna eftir að Laufey móðir mín lést, tók Þuríður á vissan hátt við ömmuhlutverkinu í hugum dætra minna. Fyrir þær stundir sem við áttum saman, sem nú eru hluti af okkar minningarsjóði erum við af- skaplega þakklát, við fjölskyldan kveðjum hana klökkum huga. Árin á Grund voru orðin æði mörg og frænka var orðin þreytt undir það síðasta. Í dag verður hún lögð til hinstu hvíldar í Reykjahlíð. Þreytta sál sofðu rótt. Gefi þér guð sinn frið. Góða nótt. (Guðm. Guðm.) Sigurður Jónas Þorbergsson. Það sem kemur fyrst upp í hugann þegar við minnumst Þuru er yndi hennar af söng en til marks um það var hún hluti af sönghóp eldri borg- ara auk þess sem hún eyddi löngum stundum við píanóið. Þura lagði mikla áherslu á að við systurnar lærðum að spila á píanó, sem við svo gerðum, en í Reykjahlíð höfðu allar systurnar lært á orgel. Þegar fjöl- skyldan kom saman var það oft að beiðni Þuru sem við spiluðum á pí- anóið og sungum jafnvel með. Á jól- unum höfðum við þann sið að syngja með jólamessunni meðan mamma útbjó matinn vegna þess að Þuru fannst svo gaman að syngja með messunni. Þura var mjög ættrækin og við bjuggum oft til ættartré til þess að skýra málið en í Reykjahlíðarættinni er slík ættrækni við lýði að það sem teljast fjarskyldir ættingjar í öðrum sveitum telst náskylt þar. Af því leiddi að við lærðum að þekkja ætt- ina langt aftur og áttum að þekkja til fjarskyldra ættingja. Við minnumst þess einnig hversu gott Þuru þótti að kíkja í sundlaug- arnar en frá Kaplaskjólsveginum er stutt ganga í Vesturbæjarlaugina. Oftar en ekki fórum við systurnar með henni í sund og höfðum við það sem sið að setjast einhvers staðar niður á leiðinni til baka og borða rúg- brauð með silungi en Mývatnssilung- ur var auðvitað í miklu uppáhaldi hjá Þuru. Við gátum líka alltaf treyst á það að Þura væri til í að spila á spil, ef okkur leiddist, en við eldhúsborðið í Reykjahlíð og á Kaplaskjólsvegin- um var löngum stundum setið við spil. Við systurnar nutum góðs af stuðningi Þuru við námið og fengum oft aðstoð við lærdóminn. Þuru stóð ekki á sama um nemendur sína og lagði mikla áherslu á að allir fengju sína athygli og hvatningu til náms. Sem dæmi um það má nefna dreng einn sem hafði átt erfitt með að læra en sem henni tókst að hjálpa. Hún lýsti því fyrir okkur hvernig hún hefði hvatt hann áfram og hjálpað honum „á flug“ með því að láta hann reikna dæmi uppá töflu en hjálpað honum í leyni þannig að það leit út eins og hann gæti þetta allt saman sjálfur. Með þessu öðlaðist hann sjálfstraust sem gerði að verkum að hann gat fótað sig sjálfur í náminu. Það er merki þess hversu vel Þuru fórst kennarastarfið úr hendi að á 90 ára afmælinu hennar fékk hún sent skeyti frá gömlum nemanda við Melaskólann. Henni þótti einstak- lega vænt um þetta skeyti og nefndi það oft hversu ánægð hún hefði verið með þessa óvæntu sendingu. Þuru var tíðrætt um gamla tímann og sagði okkur fjöldann allan af sög- um úr Reykjahlíð. Til dæmis sagði hún okkur oft frá því hversu gaman hefði verið að dansa í stofunni í gamla bænum með systkinum sín- um. Þær stundir voru henni mjög kærar enda þótti henni einstaklega vænt um systkini sín. Hún minntist oft á hvítu sparikjólana sem systurn- ar í Reykjahlíð klæddust en þær systurnar voru alltaf svo vel til hafð- ar. Það er huggun fyrir okkur sem eftir sitjum að vita, eða vonast til þess, að nú sé hún með þeim og þá sérstaklega henni Bryndísi systur sinni sem var tekin frá henni alltof fljótt og henni var svo tíðrætt um. Guð blessi minningu hennar. Laufey og Kolbrún Látin er í hárri elli Þuríður Sig- urðardóttir, fyrrverandi kennari við Melaskólann í Reykjavík. Þuríður var fædd og upp vaxin í Reykjahlíð í Mývatnssveit. Þar bjuggu foreldrar hennar og frænd- fólk, stórfjölskylda á stórjörð, þar sem löngum var mikill ferðamanna- straumur allt árið. Þuríður sótti nám í Héraðsskólann á Laugum og síðar í Kennaraskóla Íslands í Reykjavík. Hún naut þess að minnast skóla- göngu sinnar, námsins og félagslífs- ins, og rifja upp ýmsa atburði sem sátu skýrt og skilmerkilega í minni hennar. Kennarastarfið var henni hjart- fólgið, og hún minntist ýmissa nem- enda sinna með hlýju. En síðustu ár- in hefur hún dvalið á Elliheimilinu Grund og notið hlýju og umönnunar starfsfólksins þar. Fyrir það var hún einkar þakklát. Margt kunni Þuríður fróðlegt að segja frá lífinu í Reykjahlíð í gamla daga. Fjölskyldan var stór og mik- il eindrægni ríkti, þar sem fjögur systkini bjuggu saman með fjöl- skyldum sínum í „gamla bænum“ sem nú er svo kallaður; og gömlu hjónin Einar og Guðrún, afi Þuríðar og amma, undu í skjóli foreldra hennar í elli sinni. En mikil sorg ríkti á heimilinu eftir að yngsta systirin Bryndís fórst í flugslysi í Héðinsfirði 1947. Hún var glæsileg stúlka og öllum mikill harmdauði er henni höfðu kynnst. Þuríður mundi vel ömmu okkar sem kenndi henni og öllum systkin- unum – og sjálfsagt fleiri barnabörn- um sínum – að lesa um leið og hún prjónaði, og mundi það vissulega hafa verið hin svokallaða band- prjónsaðferð. En afinn var athafna- samur. Hann hóf silungseldi fyrstur manna hér á landi og flutti seiði úr Mývatni í Svartárvatn þegar hann bjó í Svartárkoti á fyrri árum sínum. Nú er það annálað veiðivatn. Í Reykjahlíð smíðaði hann myllu til að mala í kornið, bæði fyrir hið fjöl- menna heimili sitt og fyrir nágranna sína, og þótti hún mikil völundar- smíð. Reykjahlíð liggur í þjóðbraut og þar hefur jafnan verið mikill gestagangur. Það kom í hlut for- eldra Þuríðar að annast gestamót- tökuna jafnframt búskapnum, en síð- ar tóku bræður hennar við búsýsl- unni en systurnar við gestunum og byggðu nýtt gistihús sem þær ráku árum saman með miklum myndar- brag. Oft komu sömu gestirnir til lengri eða skemmri dvalar ár eftir ár. Og á hverju vori þegar skóla lauk fór Þuríður norður og vann með systrum sínum heima í Reykjahlíð allt sumarleyfið. Eftir að Þuríður flutti að Grund lögðu margir leið sína þangað til að heimsækja hana. Stundum komu frændur og aðrir sveitungar úr Mývatnssveit, og þá rifjuðust upp góðar minningar að norðan, bæði annadagar og gleðifundir. Stund- um komu gamlir nemendur hennar, og hún þekkti þá og mundi ýmis at- vik úr skólastarfinu. Alltaf var ánægjulegt að spjalla við Þuríði er maður leit inn til hennar á Grund. Hún vildi fylgjast vel með því sem við bar í þjóðlífinu, las mikið og hafði unun af að rifja upp ljóð og annan fróðleik. Við Jónas þökkum henni vináttu og gestrisni og margar góðar samverustundir, og biðjum henni allrar blessunar. Sigríður Kristjánsdóttir. Í ölduróti eftirstríðsáranna gekk á ýmsu. Á þessum árum voru í gangi kenningar um að ákveðnar stéttir væru heimskari en aðrar og þyrfti kannski ekkert að vera að spandera dýrum kennurum á svoleiðis fólk. Þegar ég kom í skólann haustið 1951 var Jói fyrir utan og var búinn að frétta að við ættum að fá nýjan kenn- ara, einhverja snarvitlausa Þuríði sem lemdi allt sundur og saman. Þetta fannst okkur ægilega slæmar fréttir Hjá þessum nýja kennara, sem reyndist vera Þuríður Sigurðardótt- ir frá Reykjahlíð í Mývatnssveit, urðum við fljótlega fluglæsir og tók- um miklum framförum í öllum grein- um. Sátum jafnvel á bókasafninu hjá Sigvalda fram undir kvöld. Þarna var kominn kennari sem kunni sitt fag, gerði kröfur, hélt uppi jákvæð- um aga, hrósaði nemendum fyrir það sem þeir gerðu vel en ef eitthvað var slæmt var barið í kennaraborðið með priki sem var smíðað úr amerískri furu. Kom þá ógurlegur smellur sem tengdi saman lausar heilafrumur. Þetta er alveg útspekúleruð tækni þegar prikinu er sveiflað hleðst upp í því spenna sem leggst við höggið þegar lamið er í borðið. Tiger Woods kann þetta. Einn strákurinn var með króníska bíladellu og var alltaf að tala um Kaiser, sem var voða flottur og með sex strokka vél. Við vorum að læra um kúna, mjólkin væri skilin, rjóminn strokkaður og búið til smjör. Bílastrákurinn var með myndir af Kaiser, sem hann var að sýna sessunautnum. Kennarinn sem var með augu í hnakkanum verður var við þetta og spyr strákinn snöggt. „Hvað er kýrin með marga spena?“ Strákurinn svarar: Sex, Kai- ser er sex strokka. Við þetta und- arlega svar fipaðist fröken Þuríði, prikið fór langa sveiflu, kom skakkt niður á borðið, öll uppsafnaða sveigjuorkan splundraði prikinu og flísarnar flugu út um alla stofu. Eftir þetta unnu allir sín störf þegjandi. Einn daginn vorum við Jói úti í Sörlaskjóli, það var snjór og við höfð- um eitthvað talað um að hanga aftan í bílum. Þuríður átti heima þarna, var á heimleið, stoppar hjá okkur og fer að skamma okkur fyrir að ætla að fara að gera nokkuð sem hún sagði að væri stórhættulegt. Hvernig vissi hún hvað við vorum að hugsa? Ein- hverju sinni vorum við úti í porti og vorum að spá í að sleppa söngtím- anum, kemur ekki Þuríður og segir: Hann Ólafur söngkennari bíður eftir ykkur. Hún passaði vel upp á smá- fuglana. Tveir vetur í grunnskóla hjá Þuríði S. hafa dugað ágætlega sein- ustu 57 árin, sex vetur fóru bara í einhverja vitleysu. Takk fyrir það sem þú gafst mér. Gestur. Þuríður Sigurðardóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.