Morgunblaðið - 10.10.2009, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 10.10.2009, Blaðsíða 28
28 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 2009 HJARTABILUN hefur verið ört vax- andi heilsufarsvanda- mál um allan heim þrátt fyrir að fá mikla athygli læknisfræð- innar hvað varðar rannsóknir og með- ferð. Hjartabilun stafar af minnkaðri dæligetu hjartavöðv- ans og algengustu or- sakir eru skemmd í hjartavöðva eftir kransæðastíflu, hjartaloku- sjúkdómar, sjúkdómar í hjarta- vöðva, hjartsláttartruflanir og há- þrýstingur. Margir einstaklingar lifa með langvinna hjartabilun svo árum skiptir án þess að sjúkdómurinn hafi áhrif á daglegt líf þeirra og meðferð við hjartabilun miðar að því að hægja á framgangi sjúk- dómsins og halda niðri einkennum. Hjartabilun er hinsvegar sjúk- dómur sem ágerist með tímanum og þegar líður á sjúkdómsferlið minnka áhrif lyfja. Á lokastigum er hjartabilun lífsógnandi sjúk- dómur, heilsufarsvandamál verða fjölþætt, einkenni skerða lífsgæði og sjúkrahúsinnlagnir verða tíðar. Á þessu stigi er sérfræðiþekking og reynsla umönnunaraðila afar mikilvæg. Erlendar rannsóknir sýna að flóknum þörfum sjúklinga með langt gengna hjartabilun er ekki nægilega vel mætt, þjónustan virðist ekki í nægilega föstum skorðum og skortur á yfirsýn. Líknarmeðferð Líknarmeðferð er sérfræðigrein innan heilbrigðisvísinda sem er sprottin frá sérfæðingum innan krabbameinshjúkrunar og -lækn- inga. Upphaflega var hún ætluð til að lina þjáningar sjúklinga sem voru að deyja af völdum krabba- meins en með aukinni þekkingu og reynslu síðastliðna áratugi hafa áherslur breyst. Árið 2002 sendi Alþjóðaheil- brigðisstofnunin frá sér end- urbætta skilgreiningu á líkn- armeðferð. Þar segir að líknarmeðferð sé ætlað að auka lífsgæði sjúklinga og fjölskyldna þeirra sem glíma við lífsógnandi sjúkdóma og hana megi veita sam- hliða læknisfræðilegri meðferð sem geti lengt líf. Vandamálin geta verið líkamleg, sálfélagsleg og/eða andleg og af völdum hvaða sjúkdóms sem er. Líknarmeðferð er ætlað að vernda líf en horft er á andlát sem eðlilegt ferli sem sjúklingar og ástvinir þeirra þurfa stuðning í gegnum. Reynslan sínir að árang- urríkast sé að hefja þennan stuðn- ing strax við greiningu lífsógnandi sjúkdóms en ekki bara á síðustu dögum lífs. Markmið líknarmeð- ferðar samkvæmt WHO er meðal annars að aðstoða sjúklinga og að- standendur þeirra að takast á við þá staðreynd að þau lifa með lífs- ógnandi sjúkdóm og veita stuðn- ing til að þau geti lifað eins eðli- legu og virku lífi og mögulegt er. Sérfræðingar í líknarmeðferð hafa mismunandi bakgrunn, eins og hjúkrunarfræði, læknisfræði, fé- lagsfræði eða guð- fræði og mynda þver- faglegt teymi sem vinnur með öðrum sérfræðiteymum, eins og hjartateymum. Líknarteymi leitast við að glæða von í líf þeirra með því að beina væntingum í raunhæfar áttir og veita aðstoð við að taka ákvarðanir varð- andi lífslok. Umönnun líknarteyma dregur úr álagi af völdum ein- kenna, eykur ánægju sjúklinga og fjölskyldumeðlima, styttir legu- tíma á sjúkrahúsum og dregur úr kostnaði. Líknarmeðferð hjartabilaðra á Íslandi Mikil áhersla hefur verið lögð á líknarmeðferð krabbameinssjúkl- inga og úrræði líknarteyma bein- ast helst að þeim sjúklingahópi í íslensku heilbrigðiskerfi, sem og annars staðar í heiminum. Lang- vinn hjartabilun er ein algengasta dánarorsök Íslendinga og hug- myndafræði líknarmeðferðar hent- ar stórum hluta þeirra sem hafa langt gengna hjartabilun, hvort sem um ræðir á bráðadeild, göngudeild eða í heimaþjónustu. Greiður aðgangur sjúklinga með hjartabilun að líknarteymi í heimahúsi eykur öryggistilfinn- ingu og veitir mikilsverðan lík- amlegan og andlegan stuðning. Þrátt fyrir að rannsóknir sýni að líknandi nálgun bæti lífsgæði sjúk- linga með hjartabilun og mæti flóknum þörfum þeirra njóta hjartasjúklingar sjaldan þjónustu líknarteymis og sjaldan er óskað eftir ráðgjöf þess nema við lífslok. Þarfir hjartabilaðra Sjúklingar með langt gengna hjartabilun þurfa yfirgripsmikla einkennameðferð og heildræna og þverfaglega þjónustu. Hug- myndafræði líknarmeðferðar er kjörin nálgun fyrir þennan sjúk- lingahóp þar sem markmið hennar er að auka lífsgæði sjúklinga með heildrænni nálgun og samvinnu ýmissa sérfræðinga. Líknarþjón- ustan þarf að vera veitt í sam- vinnu við sérhæfða fagaðila í umönnun hjartabilaðra þar sem sérþekking í hjartabilunarmeðferð er lykilatriði í einkennameðferð þeirra. Mikilvægt er að auka áherslu á líknarmeðferð í umönnun hjarta- bilaðra sjúklinga og hefja líkn- armeðferð fyrr á sjúkdómsferlinu til að gera meðferð heildrænni og árangursríkari. Brýn þörf er á aukinni menntun þeirra sem sinna umönnun hjartabilaðra í hug- myndafræði líknarmeðferðar og að auka samvinnu hjarta- og líkn- arteyma til að veita sjúklingum með langt gengna hjartabilun og fjölskyldum þeirra bestu þjónustu sem völ er á í íslensku heilbrigð- iskerfi. Líknarmeðferð fyrir hjartsjúklinga og aðstandendur þeirra Eftir Guðríði Krist- ínu Þórðardóttur Guðríður Kristín Þórðardóttir » Líknarteymi vinna að því að bæta líðan og lífsgæði sjúklinga með lífsógnandi sjúk- dóma og aðstandenda þeirra í samvinnu við fagaðila annarra sér- greina. Höfundur er aðstoðardeildarstjóri á hjartadeild G LSH (14G), nemi í meistaranámi við hjúkrunar- fræðideild LSH og formaður fag- deildar hjartahjúkrunarfræðinga. Í FRÉTT í Morg- unblaðinu miðviku- daginn 7. október sl. er fjallað um kaup ríkisbankanna á verð- bréfum peningamark- aðssjóða fyrirrennara sinna og mikla af- skriftarþörf vegna þessarar ráðstöfunar. Þar sem Pen- ingamarkaðssjóðs MP er lítillega getið í fréttinni er eft- irfarandi upplýsingum komið á framfæri. Eftir hrunið lokuðu allir pen- ingamarkaðssjóðir fyrir innlausnir í sjóðunum. Við fall viðskipta- bankanna þriggja, Glitnis, Lands- banka og Kaupþings í byrjun október 2008, varð markaður með víxla og skuldabréf fyrirtækja og fjármálastofnana óvirkur og verð- myndun engin. Í kjölfarið beindi Fjármálaeftirlitið þeim tilmælum til rekstrarfélaga verðbréfasjóða og fjárfestingarsjóða að grípa til aðgerða til að slíta peningamark- aðssjóðum sínum. Peningamarkaðssjóður MP fór að tilmælum eftirlitsins um að slíta sjóðnum og greiða út til sinna sjóðfélaga eins og sjóðurinn fær greitt og nær að innheimta af eignum sínum. Sjóðurinn hóf strax útgreiðsluferli sitt og greiddi fyrstu greiðslu sína í byrj- un nóvember 2008. Í árslok 2008 var útgreiðsluhlutfallið 82% og nú í október 2009 er það orðið um 86% sem er hæsta útgreiðsluhlut- fall sambærilegra sjóða. Út- greiðsluferlinu er ekki lokið. Sjóð- urinn á enn skuldabréf og víxla útgefna af vel greiðslubærum út- gefendum og mun greiða meira úr sjóðnum eftir því sem verðmætin skila sér. Ekki allir við sama borð Hlutdeild- arskírteinishafar í Peningamarkaðssjóði MP sátu ekki við sama borð og hlut- deildarskírteinishafar í þeim peningamark- aðssjóðum sem reknir voru af rekstrarfélögum föllnu bankanna. Hlutdeildarskírtein- ishafar peningamarkaðssjóða þessara rekstrarfélaga fengu ein- greiðslu þegar ofangreindir bank- ar keyptu eignir peningamark- aðssjóðanna úr sjóðunum. Samkvæmt fréttum sem birst hafa í Morgunblaðinu undanfarna daga um málefni peningamarkaðssjóða er ljóst að sjóðirnir hafa fengið hátt verð fyrir eignir sínar og þ.a.l. hafa hlutdeildarskírtein- ishafar umræddra sjóða fengið hátt verð fyrir sín hlutdeild- arskírteini. Of hátt verð eins og fréttir Morgunblaðsins bera með sér. Þegar ljóst var í lok október 2008 að ríkisbankarnir höfðu keypt eignir sinna peningamark- aðssjóða og þannig leyst mál hlut- deildarskírteinishafa með ein- greiðslu kröfðust stjórn og stjórnendur MP Sjóða af stjórn- völdum og ríkisbönkunum þremur að eignir Peningamarkaðssjóðs MP yrðu keyptar á sama verði og ríkisbankarnir keyptu eignir sinna peningamarkaðssjóða. Það var ekki samþykkt og var því send kvörtun til eftirlitsstofnunar EFTA (ESA). Í erindinu kemur fram að MP Sjóðir telja að sam- keppnislög hafi verið brotin og að nýju ríkisbankarnir hafi fengið ríkisaðstoð þegar eignir pen- ingamarkaðssjóðanna voru keypt- ar. Endanleg niðurstaða liggur ekki fyrir í málinu en MP Sjóðir munu halda hlutdeildarskírtein- ishöfum sínum upplýstum um framhald málsins. Samanburður á útgreiðslu- hlutfalli og ávöxtun Samkvæmt fréttum Morg- unblaðsins af útgreiðsluhlutfalli sjóðanna er ljóst að útgreiðslu- hlutfall Peningamarkaðssjóðs MP er hæst eða um 86% (og mun hækka) og hefur það hlutfall náðst án nokkurrar ríkisaðstoðar eins og áður segir. Útgreiðsluhlut- fall annarra sjóða liggur á bilinu 68,8% til 85,5%. Að stórum hluta tilkomið með ríkisaðstoð sam- kvæmt framkomnum upplýs- ingum. Á árinu 2008 var ávöxtun Peningamarkaðssjóðs MP hærri en ávöxtun hinna sjóðanna hvort heldur er skoðað tímabilið þar til sjóðirnir lokuðu í byrjun október 2008 eða til 26. september 2008 þ.e. áður en einhverjir sjóðanna færðu niður gengi sitt. Hæsta útgreiðsluhlutfallið hjá peningamarkaðsjóði MP banka Eftir Sigurbjörn Einarsson » Ljóst er skv fréttum Morgunblaðsins að útgreiðsluhlutfallið hjá MP er hæst eða 86% (og mun hækka) … það hef- ur náðst án nokkurrar ríkisaðstoðar … Sigurbjörn Einarsson Höfundur er framkvæmdastjóri MP Sjóða hf. MÉR TIL undr- unar sá ég í Morg- unblaðinu 4. október síðastliðinn auglýs- ingu um útboð vegna viðbyggingar við bráðamóttöku Land- spítala í Fossvogi (LSH-FOSS). Ég hélt að í ljósi bágs efna- hagsástands og blóð- ugs niðurskurðar á LSH að búið væri að slá þessa framkvæmd af. Til stendur að segja upp 450-500 starfsmönnum LSH. Fjöldi þessa starfsfólks eru læknar, hjúkrunar- fræðingar og sjúkraliðar sem bera uppi þjónustu við sjúklinga spít- alans en um það snýst starfsemin. Það á sem sé að ráða arkitekta, verkfræðinga og smiði í stað lækna, hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða. Ef af verður er tvennt sem réttlætir þessa framkvæmd. Bætt þjónusta við sjúklingana og sparnaður í rekstri heilbrigð- iskerfisins. Sparnaður? Lítum fyrst á sparnaðarhugmyndina. Hvað kost- ar viðbygging bráðamóttökunnar. Ég hef heyrt nefnt að áætlaður kostnaður sé 300 milljónir en út- boðið mun væntanlega upplýsa um endanlegt verð. Ég hélt að aðhalds yrði að gæta í kreppu en eyða mætti í góðæri. Ef sparnaður verður af þessari fyrirhuguðu framkvæmd kemur hún ekki strax fram heldur á einhverjum árum. Er ekki jafnframt verið að hanna bráðamóttöku við nýtt Háskóla- sjúkrahús í Vatnsmýrinni? Eða hvað. Stór kostnaðarliður vegna flutnings allrar bráðaþjónustu á LSH-FOSS er síðan flutningur sjúklinga af bráðamóttökunni á legudeildir Landspít- alans við Hringbraut (LSH-HRING). Veru- lega þyrfti að fjölga sjúkrabílum og sjúkraflutnings- mönnum til að sinna þessu. Samkvæmt nýlegri frétt á hins vegar að draga úr kostnaði sjúkraflutninga sem nemur 53 milljónum. Hvernig á að leysa þessa þversögn. Aukin um- svif en minni kostnaður. Hefur þetta verið reiknað inn í sparnað- ardæmið. Bætt þjónusta? Þar sem ég þekki best til þjónustu við hjarta- sjúklinga mun ég einungis ræða um þá. Alvarlegasta birtingaform hjartasjúkdóma er kransæðastífla og/eða hjartastopp. Fái sjúklingur kransæðastíflu er hann fluttur á bráðamóttöku LSH-HRING en kjörmeðferð í dag við krans- æðastíflu er hjartaþræðing og kransæðavíkkun. Hjartaþræð- ingatæki er einungis á LSH- HRING. Árangur meðferðar fer fyrst og fremst eftir því hve fljótt er brugðist við. Töf á meðferð vegna flutnings frá bráðamóttöku LSH-FOSS getur haft mjög alvar- legar afleiðingar. Rétt er að geta þess að árangur meðferðar á Ís- landi í dag er með því besta sem gerist í heiminum. Verði sjúklingur fyrir hjarta- stoppi er hann í dag fluttur á bráðamóttöku LSH-HRING þar sem sjúklingur er endurlífgaður og undirbúinn til hjartaþræðingar af þrautþjálfuðu teymi hjarta- sérfræðinga, svæfingalækna, hjúkrunarfræðinga og lífeinda- fræðinga. Síðan er framkvæmd hjartaþræðing og kransæðavíkkun ef um bráða kransæðastíflu er að ræða. Sé sjúklingur án meðvit- undar er hann fluttur á gjörgæslu til kælingameðferðar en með því að lækka hitastig líkamans er mjög dregið úr eða komið í veg fyrir vefjaskemmdir á hjarta og heila. Fjölmargir ganga heilir út af spítalanum eftir þessa lífs- reynslu, þökk sé þrautþjálfaðri teymisvinnu. Enginn hlekkur þessara keðju má bresta ef árang- ur eftir endurlífgun á að nást. En það gefur auga leið ef endurlífgun fer fram á bráðamóttöku LSH- FOSS þá tefst hin raunverulega meðferð vegna þess að flytja þarf sjúkling frá bráðamóttöku LSH- FOSS til bráðamóttöku LSH- HRING. Mínútur jafnvel sek- úndur geta skipt sköpum um ár- angur meðferðar. Hvergi þar sem ég þekki til er móttaka og greining bráðveikra hjartasjúklinga slitin frá með- ferðar og legudeild. Ég veit að læknar LSH eru almennt ósáttir við fyrirhugaðar breytingar, þótt lítið hafi heyrst til þeirra á op- inberum vettvangi. Vonandi skap- ar þessi grein umræðu um kosti og galla fyrirhugaðrar breytingar á sparnað og þjónustu við sjúk- linga. Það tvennt skiptir máli. Axarsköft Landspítala? Eftir Ásgeir Jónsson » Það á sem sé að ráða arkitekta, verkfræð- inga og smiði í stað lækna, hjúkrunarfræð- inga og sjúkraliða. Ásgeir Jónsson Höfundur er hjartasérfræðingur. Stórfréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.