Morgunblaðið - 10.10.2009, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.10.2009, Blaðsíða 6
6 FréttirFRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 2009 Rokið og rigningin varð til þess að athöfn í Viðey var frestað í gær- kvöldi, þar sem Yoko Ono ætlaði að kveikja á friðarsúlunni í tilefni fæð- ingardags Johns heitins Lennons. Þeir einu sem fóru út í eyna voru tæknimenn frá OR sem kveiktu á súlunni. Viðeyjarbáturinn var bundinn við bryggju. Athöfn á að fara fram í dag ef veður leyfir. Morgunblaðið/Ómar KVEIKT Á SÚLUNNI BARACK Obama Bandaríkja- forseti hefur ekki fundið mann í embætti sendiherra á Ís- landi eftir að Ro- bert S. Connan baðst undan starfinu í sumar- byrjun. Banda- ríkin hafa ekki verið með sendiherra á Íslandi síð- an Carol Von Voorst lét af embætti í apríl sem leið, en hún var sendi- herra frá 2001. Upplýsingafulltrúi sendiráðsins segir að staðan sé ekki óalgeng og bendir á að ekki sé langt síðan Ástr- alía hafi verið án bandarísks sendi- herra í eitt og hálft ár. Hún segir jafnframt að vandað sé til verka og eftir útnefningu taki við ákveðið ferli í kerfinu. Það geti tekið allt að þrjá mánuði. steinthor@mbl.is Hefur ekki fundið nýjan sendiherra Pláss Bandaríska sendiráðið. UMHVERFIS- og samgönguráð Reykjavíkur hefur samþykkt að kynna fyrirhugaða lokun á götunni Rauðalæk í Reykjavík fyrir gegn- umakstri. Málið er í kynningu fyrir íbúum, hverfisráði og lögreglu sem hafa frest fram til mánaðamóta til að skila inn ábendingum og at- hugasemdum. „Alllangt er síðan þetta mál var fyrst rætt. Fyrir nokkrum vikum var ekið var á barn þarna í götunni sem aftur leiddi til þess að hug- myndin var dregin aftur fram,“ segir Ólafur Bjarnason samgöngu- stjóri Reykjavíkurborgar. Sett verður upp tálmun fyrir miðjum Rauðalæk sem þannig verð- ur botnlangi annars vegar frá Laugalæk og hins vegar Sæbraut. Þessa breytingu segir Ólafur í anda umferðarmarkmiða Reykjavík- urborgar. Reynt sé takmarka gegnumakstur um íbúðagötur sem frekast sé kostur og beina þeim frekar inn á stofnbrautir. Nokkuð er síðan Bólstaðarhlíð var lokað fyrir gegnumakstri sem þykir hafa gefið góða raun, að sögn Ólafs. Þá sé nú verið breyta Vestur- götunni í vistgötu sem verði ein- stefnugata til vesturs upp af Kvos- inni. sbs@mbl.is Loka Rauðalæk fyrir gegnumakstri með tveimur botnlöngum Rauðilækur Íbúðagata sem verður tveir botnlangar hvor úr sinni áttinni. Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is INNGRIP sem sporna við reyking- um svara mjög auðveldlega kostn- aði, sama hvort um er að ræða með- ferð af einhverju tagi eða stjórnvaldsaðgerðir á borð við nið- urgreiðslu á meðferð eða skatta- hækkanir. Þetta kom fram í máli Maureen Rutten van Mölken, doktors við Eras- mus-háskólann í Rotterdam, á fundi Félags ís- lenskra lungna- lækna á fimmtu- dag. Rutten, sem er heilsuhagfræð- ingur, gaf yfirlit yfir rannsóknir á þessu sviði. „Ég sýndi þeim líka rannsókn um hagkvæmni þess að hjálpa fólki, sem þegar er komið með reykinga- tengda sjúkdóma, að hætta að reykja. Í þessu tilviki var það lang- vinn lungnaþemba og jafnvel þá svarar það kostnaði, ef fólk hættir að reykja, enda lengir það líf þess og hægir á framgangi sjúkdóms- ins,“ segir hún í samtali við Morg- unblaðið. Í rannsóknunum sem Rutten vís- aði til var miðað við að það svaraði vel kostnaði að lengja líf manneskju um eitt ár með góðum lífsgæðum (e. quality adjusted life-year), fyrir 20.000 evrur eða minna. Fjárhags- legt mat er því lagt á lífsgæði í svona rannsóknum, en Rutten segir að þetta þurfi að skoðast í samræmi við tilgang heilbrigðiskerfisins. „Hann er sá að bæta heilsu fólks og framlengja lífið, en ekki að spara peninga,“ segir hún. Auk þess séu aðgerðir til að stöðva reykingar mjög ódýrar mið- að við margt annað sem er nið- urgreitt í heilbrigðiskerfum ríkja í dag. Í máli hennar kom fram að að jafnaði skilar 10% hækkun tóbaks- skatts um 4% samdrætti í reyk- ingum í ríkum löndum á borð við Ísland, en 8% í fátækari löndum. Ísland stendur sig vel Einnig kom fram að nýleg banda- rísk rannsókn sýndi að heildar- kostnaður af reykingum 24 ára gamals karlmanns, ef hann reykir út ævina, væri að meðaltali rúmir 220.000 bandaríkjadalir, eða yfir 27 milljónir króna. Innifalinn í því er bæði samfélagslegur kostnaður og hans eigin, auk fjárhagslegs mats á þeim lífárum sem maðurinn glatar. Rutten tekur fram að Ísland sé í hópi þeirra landa sem standi sig vel í baráttunni gegn reykingum með nokkuð góðri stefnu. Miðað við ESB-ríkin er Ísland um það bil í meðallagi, en hér reykja um 20% karla yfir fimmtán ára aldri og um 25% kvenna. Það getur borgað sig að bjarga einu líf- ári fyrir 20.000 evrur eða minna » Tugmilljónir á mann » Töpuð lífár til fjár » Inngrip borga sig » Hækkun skilar sér » Ókeypis meðferð getur borgað sig Borgar sig að stöðva reykingar Maureen Rutten van Mölken FRÉTTASKÝRING Eftir Andra Karl andri@mbl.is Í SAMRÆMI við samning um smíði á flugvélinni – sem síðar var gefið nafnið TF-SIF – voru 70% kaup- verðsins greidd í júlí síðastliðnum. Greiðslan var ekki í samræmi við fjárlög ársins og segir í frumvarpi til fjáraukalaga, sem lagt var fyrir Al- þingi í vikunni, að önnur áform hafi ekki gengið eftir og því komi loka- greiðslan til viðbótar. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni var gert ráð fyrir umræddri greiðslu þegar frumvarp til fjárlaga 2009 var lagt fram. Það var í byrjun októbermán- aðar. Þegar fram fór önnur umræða um fjárlögin var ástandið í þjóð- félaginu gjörólíkt enda höfðu bank- arnir hrunið í millitíðinni. Meðal annars komu fram hug- myndir um að selja flugvélina og leigja hana svo til baka. Raunar voru einnig hugmyndir um að fresta greiðslum vegna smíði nýs varð- skips en sú smíði tafðist og kom ekki til þeirra greiðslna. Flugvélin var aldrei auglýst til sölu en vinna við hugmyndina fór fram í ráðuneytum fjármála og dómsmála. Þreifað var á hugs- anlegum kaupendum en fljótt kom í ljós að lítill sem enginn áhugi var á flugvélinni. Einnig höfðu verið greidd 30% kaupverðsins og því ef- laust dýrara að selja vélina og leigja en eiga. Landhelgisgæsla Íslands þarf eins og aðrar undirstofnanir dóms- málaráðuneytis að skera niður um 10% á næsta ári. Starfshópur á veg- um ráðuneytisins er að störfum og verkefni hans að finna út hvernig hægt er að hagræða án þess að skerða þurfi þjónustu. Meðal þess sem helst er skoðað er þyrlureksturinn. Flugdeild Gæsl- unnar starfrækir þrjár þyrlur, tvær þeirra leigir hún hins vegar. Frá því þyrlunar voru teknar á leigu hafa aðstæður breyst gríðarlega til hins verra. Og ofan í óhagstætt gengi hefur leiguverð fyrir þyrlur hækkað. Af ofangreindum ástæðum er tal- ið líklegt að þyrlum verði fækkað. Hins vegar verður enginn „stórkost- legur niðurskurður í starfsemi“. Landhelgisgæslan hefur þegar skorið nokkuð vel niður, m.a. skömmu fyrir hrunið. Óvíst er hversu víðtækar aðgerðir verður farið í fyrir næsta ár til að mæta hagræðingarkröfu ríkisstjórn- arinnar og ljóst að starfshópsins bíð- ur ærið verkefni. Vert er að halda því til haga að fyrir tæpu ári lýstu fulltrúar sjómanna og útgerð- armanna yfir miklum áhyggjum vegna fjársveltis Gæslunnar. Fundu ekki kaupanda  Hugmyndir voru uppi um að selja nýja flugvél Gæslunnar til þess að leigja hana  Starfshópur skoðar hvort fækka þurfi leiguþyrlum til að mæta hagræðingarkröfu Meðal þess sem finna má í frum- varpi til fjáraukalaga 2009 er ósk um 3,1 milljarða króna fjárveit- ingu vegna kaupa á nýrri flugvél Landhelgisgæslunnar. Gert hafði verið ráð fyrir því í fjárlögum að kaupum yrði frestað eða hún tek- in á rekstrarleigu. Morgunblaðið/Árni Sæberg TF- SIF Nýja flugvélin hefur bylt starfi Gæslunnar og verið nánast sleitu- laust í æfinga- og eftirlitsflugi síðan hún kom til landsins fyrsta júlí. KONAN sem varð fyrir alvarlegri árás á heimili sínu í Fossvogi á mið- vikudag er á batavegi, að sögn svæfingalæknis á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi. Konan hefur verið útskrifuð af gjörgæslu- deild og er líðan hennar eftir atvik- um. Spítalinn tjáir sig ekki frekar um málið. Konan hlaut alvarlega höf- uðáverka, en lögreglan á höf- uðborgarsvæðinu greindi frá því á miðvikudag að hún væri ekki í lífs- hættu. Fyrrverandi eiginmaður hennar er grunaður um árásina. Hann svipti sig lífi eftir árásina með því að innbyrða ætandi vökva en hann lést af völdum eitursins á sjúkrahúsi síðar um daginn. Hann var um fertugt. Konan og karlmað- urinn eiga tvo syni á leikskólaaldri en þeir voru ekki á staðnum þegar átökin stóðu yfir. baldura@mbl.is Á batavegi eftir árás í Fossvogi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.